Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. maí 1990 .Tíminn 13 rburxrxoo ■ Mnr Ull ZS5S+ UH Laugardaginn b. maí kl. 10.30 verður létt spjall að Grensásvegi 44, þar sem rætt verður um staðsetningu Sorpböggunarstöðvarinnar. Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson ræðpa málin. Allir velkomnir. Siglfirðingar Almennur fundur verður að Suðurgötu 4, sunnudaginn 6. maí kl. 16.00. Efstu menn B-listans flytja stutt ávörp. Siglfirðingar fjölmennið og takið þátt í að móta stefnu í bæjarmálum næsta kjörtímabil. Framsóknarfélögin. Akranes - Bæjarmál Athugið breyttan fundartíma vegna stefnuskrárvinnu í Framsóknar- húsinu, Sunnubraut 21. Fundur með eldri borgurum verður sunnud. 6. maí kl. 15.30. Allir áhugamenn velkomnir. Frambjóðendur. Keflavík Fundur í fulltrúaráði framsóknarfélaganna verður haldinn í félagsað- stöðunni, Hafnargötu 62, laugardaginn 5. maí kl. 15. Dagskrá: 1. Stefnuskrá 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjormn. ^ al Haraldur Ólafsson Framsóknarvist verður spiluö n.k. sunnudag 6. maí kl. 14.00 í Danshöllinni (Þórscafé). Veitt veröa þrenn verðlaun karla og kvenna. Haraldur Ólafsson flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Siglfirðingar - Fljótamenn Muniö fundinn í hádeginu á Hótel Höfn föstudaginn 4. maí Stjórnin. m Anna Margrét Sverrir Valgeirsdóttir Meyvantsson Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 og laugardaga kl. 10-16 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Anna Margrét Valgeirsdóttir og Sverrir Meyvantsson. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Andrésar Kristjánssonar Digranesvegi 107 Þorgerður Kolbeinsdóttir Guðrún Helga Andrésdóttir Gunnar Emilsson Heiðveig Andrésdóttir Kristján Andrésson Kolbeinn Andrésson Hallveig Andrésdóttir barnabörn og systkini hins látna. Pétur Guðmundsson Rósa Marinósdóttir Snjólaug Arnardóttir Þau David og Vicki Stewart, fyrrv. margra ára kærasta hans, tilkynntu í einka- máladálki The Times, að þau væru hætt að vera samanl Með Thorrun á háhesti í volgum sjón- um, en David æfir nú af krafti fyrir næsta keppnistimabil og sýnir hér krafta sína Trinidad: Islenska stúlkan og krikkethetjan áT rinidad fullum skrúða á krikket-vellinum, en nú hefur David, „Hinn gullni drengur" Leicestershire Krikket- klúbbsins, ákveðiö að leika fyrir Hampshire næsta tímabil íslendingar fara víða eins og allir vita, og nýlega var í ensku viku- blaði frásögn af enskum krikket- leikara, David Gower að nafni, þar sem hann dvaldist á Trinidad sem íþróttafréttaritari fyrir The Tintes og einnig sem fréttamaður fyrir út- varpsstöðina „Radio 3“. David lét vel af sér á Trinidad, og sagði að nú gengi sér allt í haginn eftir nokkura ára erfiðleikatímabil. En þ'að sem einkum stuðlaði að hamingju hans, sagði hann að væri nýja kærastan, hin hálfislenska Thorrun (Þórunn) Nash. Síðan hann hitti hana sncrist allt til betri vegar. Thorrun er sögð falleg Ijóshærð 32 ára kona af íslenskum ætt- um.Hún vann hún sem aðstoðar- stúlka tannlæknis áður en þau Go- wer fóru að vera saman. Nú hefur hún ekki tíma til annars en að horfa á krikket- leiki með honum og sleikja sólskinið á Trinidad. David Gower var spurður hvar þau Thorrun hefðu kynnst. Hann sagði að það hefði gerst á dansleik sem haldinn var í góðgerðaskyni. Þar hefðu vinir Thorrunar, sem hún var með á ballinu, manað hana ti! að fara og biðja hann um eigin- handar- áritun. David skrifaði í flýti á blaðið sem Thorrun var með, en síðan bauð hann henni upp í dans, — og þar með voru örlög þeirra ráðin. Annars sagði David við blaða- mann, að sér hefði í fyrstu ekki gengið allt of vel að ná í stúlkuna, því að hún var nefnilega „á fostu“. Sjálfur var David nýskilinn við sína kærustu eftir 11 ára samband. David Gowen var aðeins 18 ára þegar hann lék fyrst fyrir Leicest- ershire og 21 árs þegar hann lék í landsleik fyrir England. Þegar hann var 27 ára var hann orðinn fyrirliði í landsliðinu. En svo komu nokkur erfið ár, og hann nefnir, — að 1986 missti hann sæti sitt sem fýrirliði og sama ár lést móðir hans. „Þetta var erfitt ár,“ segir hann í viðtalinu. Þá var David Gower og hin íslenskættaða kærasta hans, Thorrun Nash, á ströndinni á Trinidad í Karabíska hafinu það árið 1989 að hann virtist vera að detta út úr krikket-keppni fyrir fullt og allt, og um sama leyti slitn- aði upp úr sambandi hans og kær- ustunnar, Vicki Stewart, en þau höfðu verið saman í 11 ár. Það var einnig á þcssu ári sem David komst í mestan lífsháska á ævi sinni, Hann fór í bíl niður um ís á vatninu St. Moritz og bjargaðist naumlega úr þeim háska. En í dag segist David vera ham- ingjusamur með Thorrun sinni. Hann hefur gefið henni gælunafnið „TH“. — Hvað hefðir þú unnið við ef þú hefðir ekki gerst atvinnumaður í krikket? spurði blaðamaðurinn. „Eg var byrjaður í lögfræði og hefði líklega haldið áfram á þeirri braut,“ svaraði David.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.