Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.05.1990, Blaðsíða 14
14 Tímirtn Föstudagur4. maí 1990 'BELARUS traktorar 'á kynningarverði ' BELARUS fjórhjóladrifs f traktorarnir eru Imeö best búnu 1 traktorum á l markaðnum 1 og jafnframt f þeir ódýrustu f sem völ er á. 1 Hljóöein- ' angraö ör- f yggishús, f vandað öku- ' mannssæti Imeð tauáklæði'! Fjórhjóladrif og f fjööruð framhásing, sjálfvirkar* ' driflæsingar, vökvakrókur/sveiflubeisli, hlið- f arsláttarkeðjur, þrefalt vökvaúttak, aurhlíf- ' ar að framan, 24 volta startari, loftdæla ' með kút, útvarp/segulband, og margt fleira.l Oo BELARUS BELARUS traktorar til afgreiðslu strax. Einstaklega hagstætt kynningarverð Takmarkaður fjöldi véia. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera- völlum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst í lok júlímánaðar 1990. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, ná- kvæmni og samviskusemi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 20. maí n.k. Allar upplýsingar eru gefnar í tækni- og veðurat- hugunardeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 600600. Vísindaráð Sérfræðingsstaða Staða sérfræðings við Vísindaráð er laus til umsóknar. Starfssvið er m.a. skýrslu- og áætlanagerð, vinna við mótun vísindastefnu og almenn stjórnunar- og skrifstofustörf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og starfsferil sendist Vísindaráði, Bárugötu 3, 101 Reykjavík fyrir 1. júní n.k. Aðalfundur Aðalfundur Límtrés hf. verður haldinn í Brautar- holti, Skeiðum föstudaginn 11. maí kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 1. Breytingar á samþykktum. Stjórnin. VETTVANGUR Bjarni Hannesson: Aburöarverksmiðjumáliö Framtíð Áburðarverksmiðju ríkis- ins í Gufunesi er í mikilli óvissu og ber því öllum þeim sem tryggja vilja áframhaldandi áburðarfram- leiðslu á íslandi að vinna að lausn málsins og munu nú þegar allmarg- ir aðilar vera famir að vinna að ýmsum þáttum þess máls, m.a. rík- isstjómin og ætla ég að vitna orðrétt í samþykkt ríkisstjómarinnar frá 17.4.1990. Samþykkt ríkisstjómarinnar: „Vegna alvarlegs ástands sem skapaðist í kjölfar þess að eldur kviknaði í ammoníaksgeymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufu- nesi á páskadag og vegna umræðna sem fylgt hafa í kjölfarið hefur rík- isstjómin á fundi sínum í dag gert svohljóðandi samþykkt: 1. Ríkisstjómin leggur áherslu á að ítarlegri rannsókn á orsökum óhappsins sem varð á páskadag ljúki hið fyrsta. 2. Ríkisstjómin mun sjá til þess að lokið verði svo fljótt sem auðið er yfirstandandi öryggisgreiningu á verksmiðjunni og því verði gert heildaráhættumat með aðstoð við- urkenndra erlendra sérfræðinga. Einnig verði aflað ítarlegra upplýs- inga um staðsetningu, öryggisbún- að og rekstur ammoníaksgeyma og sambærilegra verksmiðja erlendis. 3. Ríkisstjómin felur landbúnaðar- ráðherra og félagsmálaráðherra að sjá til þess að rekstri verksmiðjunn- ar verði hagað þannig að fyllsta ör- yggis verði gætt. Það feli m.a. í sér að núverandi ammoníaksgeymir verði ekki notaður framar og ekki verði geymt ammoníak í verk- smiðjunni umfram það sem er á daggeymum verksmiðjunnar vegna eigin ffamleiðslu þar til annað verð- ur ákveðið. Vinnueftirlit ríkisins og Almannavömum ríkisins verði í samráði við Slökkviliðið og al- mannavamanefnd Reykjavíkur fal- i ið að fylgjast með ofangreindum aðgerðum, ekki síst því að rekstri verksmiðjunnar verði, meðan á þeim stendur, hagað þannig að ýtr- asta öryggis sé gætt. 4. Ríkisstjómin telur mikilvægt að viðhalda áburðarffamleiðslu í land- inu með þeim störfum sem skapast og tilheyrandi verðmætasköpun, enda sé um þjóðhagslega hag- kvæma starfsemi að ræða. Samtím- is lýsir ríkisstjómin sig reiðubúna til viðræðna við Reykjavíkurborg um ffamtíð verksmiðjunnar í Gufu- nesi, skv. samþykkt borgarráðs ffá 17. apríl sl.“ Skynsamleg vinnubrögö I 4. mgr. áréttar ríkisstjómin að viðhalda skuli áburðarffamleiðslu í landinu og er það mjög mikilvægt atriði. Annað mikilvægt atriði er það að byggðaþróun á höfuðborgar- svæðinu er nú þegar orðin þannig að flytja verður þennan fremur hættulega rekstur burt af svæðinu og em aðilar á landsbyggðinni nú þegar reiðubúnir að taka við rekstri Að fengnum þessum upplýsingum má full- yrða að ekki verði nein fyrirstaða á því að rekst- ur Áburðarverksmiðj- unnar verði staðsettur á H ú navatnssýsl usvæð- inu ef og/eða þegar ákveðið verður að flytja hann frá Reykjavík, einu annmarkarnir eru hver borgar kostnaðinn við flutning og endurbygg- ingu, mun ég rita um það atriði í annarri grein síðar. þessum, þar vil ég nefna Húna- vatnssýslusvæðið, leyfi ég mér að vitna orðrétt í tvær tillögur um það efni. Austur-Húnavatnssýsla 24.4.1990 „Aðalfundur M.H. skorar á Al- þingi og ríkisstjóm að samþykkja staðsetningu áburðarverksmiðju í Húnavatnssýslu verði ákvörðun tekin um flutning hennar frá Gufu- nesi. Með slíkri ákvörðun telur fundur- inn að stjómvöld nálgist gefin fyrir- heit í samþykkt ríkisstjómarinnar frá 28. jan. 1982 sem gerð var í tengslum við samninga um Blöndu- virkjun.“ Samþykkt með öllum þorra at- kvæða gegn einu. Vestur-Húnavatnssýsla 26.4.1990. Aðalfundur Búnaðarfélags Þor- kelshólshrepps haldinn í Víðihlíð 26.4.1990 skorar á stjómvöld að tryggja að framleiddur verði áburð- ur hér innanlands og ef til þess kæmi að loka þyrfti verksmiðjunni í Gufunesi er bent á þann kost að reisa áburðarverskmiðju í Vestur- Húnavatnssýslu og er þar sérstak- lega lögð áhersla á samgöngur sem em góðar í allar áttir. Aðrar tillögur og tilmæli til ríkis- stjómarinnar hafa borist til ríkis- stjómarinnar og einnig hefur verið haftn almenn undirskriftasöínun með eflirgreindri áskomn. „Ef og/eða þegar ákveðið verður að flytja rekstur Áburðarversk- miðju ríkisins brott af Reykjavíkur- svæðinu þá skora undirritaðir á þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra og aðra þá sem einhverju geta áorkað að vinna að því að rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins verði staðsettur og fram haldið í Norðurlandskjördæmi vestra, nánar tiltekið á Húnavatnssýslusvæðinu. Einnig fordæma undirritaðir allar hugmyndir um að hætta áburðar- framleiðslu á íslandi. (Yfir 80% að- spurðra rita nafn sitt undir áskomn þessa a.m.t.) Að fengnum þessum upplýsingum má fullyrða að ekki verði nein íyrir- staða á því að rekstur Áburðarverk- smiðjunnar verði staðsettur á Húna- vatnssýslusvæðinu ef og/eða þegar ákveðið verður að flytja hann frá Reykjavík, einu annmarkamir em hver borgar kostnaðinn við flutning og endurbyggingu, mun ég rita um það atriði í annarri grein síðar. Tómas og Kjarval á einni bók: Ný samtalsbók eftir Matthías Johannessen Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Vökunótt fuglsins eftir Matthías Johannessen. í bókinni, sem var mánaðarbók Bókaklúbbs AB í mars, segja tveir af mestu lista- mönnum þjóðarinnar, Tómas Guð- mundsson og Jóhannes Kjarval, vini sínum hug sinn, vini sem þeir Matthías Johannessen treysta til að túlka það sem hann sér og heyrir trúverðuglega og með orðalagi sem þessir snillingar sætta sig við. Fyrri hluti bókarinnar er helgaður Tómasi og kjami þess hluta er Svo kvað Tómas — samtalsbók Matthí- asar við skáldið sem kom út 1960 og vakti mikla hrifningu. Þessum fyrri hluta fylgir viðauki með tveimur rit- gerðum sem Matthías hefur samið um kynni sín af Tómasi. Kjami síðari hlutans er mjög aukin útgáfa Kjarvalskvers sem kom út 1968 og aftur 1974. Þótt síðan hafl komið út ævisaga listmálarans held- ur Kjarvalskver sínu fulla gildi enda hefur verið sagt um kverið að það birti raunsannasta mynd af Kjarval sem enn hefur birst á prenti. Viðauki fylgir einnig síðari hluta bókarinnar en það eru tvær ritgerðir sem Matt- hías ritaði eftir fráfall þessa nána vinarsíns. Vökunótt fuglsins er 234 bls. að stærð og prentuð hjá Prentverki Akraness. Tómas Guðmundsson Jóhannes Kjarval

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.