Tíminn - 16.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.05.1990, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Miðvikudagur 16. maí 1990 Akureyri: Tjaldvagna- þjófur er í varðhaldi Akureyringur um fimmtugt situr nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri vegna tjald- vagnaþjófnaða. Maðurinn stal tjald- vögnum á Akureyri og flutti til Reykja- vikur og seldi þá þar. Hann stal einnig vögnum í Reykjavík og seldi norður á Akureyri. Maðurinn var handtekinn sl. fostudag þegar hann var á leið til Akur- eyrar úr „söluferð“. Samkvæmt upp- lýsingum rannsóknardeildar lögregl- unnar á Akureyri liggja fýrir játningar á stuldi á 7 tjaldvögnum á Akureyri og Reykjavík. En málið er enn í rannsókn og óvíst hversu umfangsmikið það er. hiá-akureyri Steingrímur Hermannsson og Syse deila um þjóðerni Leifs heppna: Heyrðu góði, Leifur heppni var íslenskur Þjóðemi Leifs heppna kom til um- ræðu í kvöldverðarboði sem J. P. Syse, forsætisráðherra Noregs, hélt fúlltrúum á umhverfisráðstefnunni í Hákonarhöllinni í Bergen. Syse hélt því frarn að Leifúr heppni hefði ver- ið Norðmaður, en Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra Islands, mótmælti því og benti starfsbróður sínum á að til væru skjalfestar sann- anir fyrir því að Leifiir hefði verið íslenskur maður. Syse flutti ræðu í kvöldverðarboð- inu og vék m.a. að stöðu Norð- manna fyrr á öldum. Rakti hann ítök norskra víkinga víða um heim, s.s. í Eystrasaltslöndunum, Skandinavíu, Irlandi, Skotlandi, Færeyjum og á íslandi. Hann minntist einnig á áhrif Norðmanna í N-Ameriku og sagði að norskir víkingar hefðu fúndið Ameríku. Þetta vakti að vonum hrifningu norsku gestgjafanna. Það kom síðan í hlut Steingríms Hermannssonar að þakka fyrir hönd þeirra gesta sem þama voru. Hann sagðist ekki geta snúið heim til ís- lands öðruvísi en að leiðrétta þann misskilning sem komið hefði ffam í ræðu Syses. Steingrímur sagði að það lægju fyrir skjalfestar sannanir fyrir því að Leifúr Eiríksson hefði verið íslenskur og þess vegna hefðu Islendingar fúndið Ameríku en ekki Norðmenn. Menn héldu áffam að deila um þetta atriði við borðhaldið eftir ræð- ur ráðherranna. Allt fór það kurteis- lega ffam, enda eru íslendingar og Norðmenn orðnir miklu stilltari í dag en þeir voru fyrir um þúsund ár- um þegar Leifúr heppni og Egill Skallagrímsson skruppu út fyrir landsteinana til að ræða alþjóða- stjómmál við nágranna sína. -EÓ Frá kynningu Rannsóknarráðs á úthlutunum. F.v. Ingjaldur Hannibals- son, Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Lúðvíksson, Bjöm Dagbjartsson og Páll Theodórsson. Tlmaniynd Aml BJama Rannsóknarráð ríkisins: 104 millj. veitt til rannsóknarverkefna Rannsóknarráð ríkisins hefur úthlut- að styrkjum úr Rannsóknasjóði. Þetta era alls 62 styrkir að heildarapphæð 104,1 milljón króna. Að þessu sinni fá verkefni á sviði matvælatækni og fiskeldis stærstan hluta úthlutunar- innar. Þann 1. mars sl. rann út umsagnar- frestur um styrki úr Rannsóknarsjóði. Alls bárast 148 umsóknir til sjóðsins að upphæð 327 millj. króna, en veitt- ir vora 62 styrkir að heildarapphæð 104,1 milljón. A móti þeirri upphæð leggja umsækjendur og aðrir ffam a.m.k. 250 millj. króna á móti. Framlög til Rannsóknarsjóðs hafa rýmað að verðgildi um 40% frá árinu 1985. Sjóðurinn fær föst framlög í fjárlögum, auk þess sem hann á að fá 10% af nettóhagnaði Framkvæmda- sjóðs. Upphaflega var honum úthlut- að 95 milljónum á íjárlögum, en sú upphæð var skorin niður um 10 millj. vegna niðurskurðar. Það era hins vegar álíka mörg verkefni sem fá sfyrk úr Rannsóknarsjóði og í fyrra, en vegna samdráttar í fjárveitingum, og þess að Framkvæmdasjóður skil- aði ekki hagnaði á síðasta ári, hefúr Halldór á fundi í Hafnar- firöi Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra verður gestur á opnum fundi sem haldinn verður í sal fþróttahúss- ins við Strandgötu í Hafnarfirði í dag. Það era ffamsóknarfélögin í Hafnar- firði sem standa fyrir fúndinum og samkvæmt upplýsingum þaðan er verulegur áhugi fyrir þessum fúndi meðal fólks í Firðinum, enda skiptir sjávarútvegur miklu f Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl 16:30 og era allir velkomnir. sjóðurinn þurft að draga saman segl- in. Rannsóknarráð hefúr því þurft m.a. að skera niður styrkveitingar ffá upphæð umsókna mun meira en áður. Verkefnum sem fá úthlutað úr sjóðnum er skipt á helstu atvinnu- og tæknisvið. Hér er um að ræða rann- sóknarverkefni sem hafa verið í gangi, en einnig verkefni sem era ný- hafin. Það er áberandi i úthlutun sjóðsins að rannsóknarverkefni sem lúta að upplýsinga- og tölvutækni í fiskiðnaði fá umtalsverðan styrk úr sjóðnum, eða um 22%, sem er tölu- verð aukning frá fyrra ári. Þá fara um 20% til annarrar tækniþróunar í þágu matvælatækni. Rannsóknir í fiskeldi fá um fjórðung úthlutunarinnar, en rannsóknir í fiskeldi hafa notið stuðnings sjóðsins undanfarin ár. Það var sérstök matsnefnd á vegum Rannsóknarráðs sem sá um að gera tillögur um úthlutun styrkja og var Jón Sigurðsson ffamkvæmdastjóri formaður hennar. Aðrir í nefndinni vora Páll Theodórsson eðlisffæðing- ur og Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Utflutningsráðs. -hs. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra. SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánarí upplýsingar. lírni 91-670000 o HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK Sl'MI 91-670000 WlésQitfq ÁBURÐARDREIFARAR Áratuga reynsla á íslandi Verð: BÖGBALLE 6001 kr. 75.200,- BÖGBALLE 800 I kr. 83.400,- Einnig: BÖGBALLE F-221 kr. 27.500,- Verö án virðisaukaskatts Nú innifaliö í veröi: Vökvastýring úr ekilsæti á stillingu á áburöarmagni, opnun og lokun. Sigti til aö hreinsa frá köggla og aöskotahluti. ♦ Hleösluhæð 92 cm. ♦ Skálarbreidd 179 cm. ♦ Dreifibreidd allt að 18-20 m. ▼ Dreifibunaður allur úr ryðfriu stáli með 8 dreifispjöldum í mismunandi lengdum. * Áburðarkassi er bæði á lömum og aftakanlegur sem auöveldar ásetningu á þritengibeisli. ♦ Dreifibúnaöurinn er aflúttaksdrifinn gegnum lokaðan $ Hefur færanlegan neðri festipinna, þannig að hægt er að gírkassa, sem er með öryggiskúplíngu, sem gefur setja hann á allar gerðir dráttarvéla. stöðugan hraða við allar aðstæður. IihiiImiIIo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.