Tíminn - 16.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 16. maí 1990 Miðvikudagur 16. maí 1990 Tíminn 9 — ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 1 ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- _______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Sextán hundruð manna bæjarfélag hjá Vorsabæjarhamri enn í vexti Magnea Ásdís Ámadóttir hús- móðir segir að renna þurfi fleiri stoðum undir atvinnulíf Hveragerðis: Eflir Áma Gunnarsson Sextán hundruð manna bær og fer fjölgandi Hveragerði í Ölfusi er byggt undir Vorsa- bæjarhamri, milli Varmár og Núpaíjalls. Bærinn er eitt af örfáum uppgangsplássum á landsbyggðinni, en íbúum þar hefur farið íjölgandi undanfarin ár. Nú búa um 1.600 manns í bænum, en fyrir tíu árum voru þeir 1.250 talsins. Tilurð bæjarins má rekja til jarðhitans sem hann dregur nafn sitt af. Árið 1930 tók þar til starfa samvinnufélagið Mjólkurbú Ölfusinga, en ætlunin var að nota jarðhitann í Hveragerði til þess að vinna mjólkina. Einnig byggði mjólkurbúið raf- stöð við Varmá, sem búið átti til helminga á móti Berklahælinu er þá var á Reykjum og Reykjabúinu. Þetta var í fyrsta skipti sem reynt var að nýta jarðvarma til framleiðslu hér á landi og tilraunin með mjólkurbúið mistókst. En byggðin var komin af stað, þótt fólksfjölgun væri hæg til að byija með. Fyrstu íbúðarhús- in á svæðinu voru reist árið 1929 og fyrstu gróðurhúsin fljótlega eftir það. Meginatvinnuvegur Hvergerðinga hefúr ávallt verið garðyrkja og nú eru þar starfandi rúmlega 40 garðyrkjubændur. Bæði eru ræktaðar matjurtir og blóm, en hlutur blóm- anna hefur farið vaxandi á undaníomum ár- um. Þá hefur þjónusta við ferðamenn verið mjög vaxandi atvinnugrein í bænum, sam- hliða betri samgöngum við höfúðborgar- svæðið og aukinni bifreiðaeign einstaklinga. Þar eru nú rekin tvö hótel, annað Hótel Örk, sem hefur verið mikið í umræðunni allt ffá því að framkvæmdir við það hófust. Auk ýmissar þjónustu við ferðamenn er starf- ræktur smærri iðnaður í bænum. — Það styttist í kosningar. Fylkingar hafa rað- að upp listum; fólki sem býðst til þess að fara með stjóm, borgar, bæjar- eða sveitarfé- lags næstu fjögur árin. Menn gefa út dreifirit til þess að vekja athygli á baráttumálunum og rifast á ffamboðsfundum. En hvað fær þijátíu og níu ára gamla húsmóður, sem aldr- ei hefúr skipt sér áður af pólitík, til þess að bjóða sig fram í baráttusæti til bæjarstjóm- ar? Hún heitir Magnea Ásdís Amadóttir er þriggja bama móðir og býr í Hveragerði. „Eg var ekki ánægð með stjóm bæjarins og þáði þess vegna boð um að taka sæti á lista.“ Hún bætir við að kannski hafi hún gert þetta vegna áhuga fyrir að bæta aðstöðu bama og unglinga í bænum. „Þaö þarf ekki aö sækja allt í févana bæjarsjóð“ — Nú er það svo að fyrir kosningar velja menn sér gjaman þægileg baráttumál sem allir geta verið sammála um en síðan dregst að ffamkvæma þau eftir kosningar, vegna þess að annað er talið brýnna. „Já,“ segir Magnea, „það er vissulega margt aðkallandi, en allra síst megum við gleyma æskunni, því hennar er framtíðin. Til þess að nútímafjölskyldan geti lifað sóma- samlegu lífí og byggt sér þak yfir höfuðið, þurfa báðir foreldrar í flestum tilfellum að vinna úti. Hér er leikskóli, sem er orðinn fyr- ir löngu síðan allt of lítill og mörg böm á biðlista. Allt of mörg böm á skólaaldri em ein heima og þurfa að sjá um sig sjálf. Hér er brýnt að stofna skóladagheimili og upplagt að sameina þessa tvo þætti, dagheimili og leikskóla, í einni stofnun. Hér þarf að efla íþrótta- og æskulýðsstarf- semi og með samstilltu átaki er hægt að skapa bömunum okkar og okkur sjálfúm betri bæ. Það er hins vegar misskilningur að allt sem gert er þurfi að kosta bæjarfélagið stórar fjárhæðir. Starf foreldrafélagsins héma í Hveragerði er sönnun þess að ekki þarf að sækja alla hluti í févana bæjarsjóð.“ Þriðja hver króna í fjármagnskostnað! — Hvemig stendur bærinn fjárhagslega í samanburði við önnur bæjar- og sveitarfélög á landsbyggðinni? „Það er mjög alvarleg viðvörun við íjár- málastjóm bæjarins að Hveragerði skuli hafa verið meðal þeirra sveitarfélaga sem voru tekin til sérstakar skoðunar hjá félags- málaráðuneytinu vegna mikilla skulda. Und- ir stjóm núverandi meirihluta síðastliðin tvö kjörtímabil hefúr sífellt hallað á ógæfuhlið- ina og nú er staðan sú að við höfúm ekki efni á að taka neina áhættu. Áætlaður fjármagns- kostnaður bæjarsjóðs á þessu ári er um 52 milljónir króna, eða þriðjungur af öllum tekjum bæjarins. Heildartekjur em áætlaðar um 150 milljónir króna og af þeim einungis 11 milljónir til framkvæmda á vegum bæjar- ins. Annað fer í rekstur og fjármagnskostn- að. Óstjóm í íjármálum hefur verið landlæg hér til fjölda ára. Hins vegar hafa vinnu- brögð bæjarstjóra verið mun markvissari og betri eftir að Hilmar Baldursson tók við þeirri stöðu af fyrrverandi bæjarstjóra árið 1988 “ Listamannanýlendan Hverageröi? Hveragerði var, og er enn, að vissu leyti nokkurs konar listamannanýlenda. Þar bjó Jóhannes úr Kötlum um 20 ára skeið, Krist- mann Guðmundsson átti heima þar um svip- aðan tíma, séra Helgi Sveinsson bjó í Hvera- gerði, svo og listmálaramir Kristinn Pétursson og Höskuldur Sveinsson. Rík- harður Jónsson myndhöggvari dvaldi þar oft og svo mætti fleiri upp telja. „Bærinn hefur vissulega stækkað mikið þessi 23 ár sem ég hef búið hér, en mér finnst að atvinnuástandið hafi ekki fýlgt eftir þeirri aukningu,“ segir Magnea. Mér finnst að það hafi verið staðið rangt að uppbyggingu at- vinnulifsins hér. Menn hafa að mínu mati einblínt of mikið á að koma á laggimar stór- um fyrirtækjum, eins og tívolíinu og Hótel Örk. Sögu þeirra fyrirtækja þekkja allir. Ég tel að það væri mun farsælla íyrir bæjarfé- lagið að byggja hér upp fleiri og smærri fyr- irtæki á sviði iðnaðar. Ein af þeim hugmynd- um sem settar hafa verið fram af H - listanum er að bærinn beiti sér fyrir því að komið verði upp iðngörðum í Hveragerði. Hins vegar verðum við að horfast í augu við það að eftir að núverandi bæjarstjómarmeiri- hluti hefúr farið með stjómina í tvö kjör- tímabil, þolir fjárhagur bæjarins ekki mikil útgjöld til þess að standa fyrir atvinnuupp- byggingu. Því miður. Og forgangsverkefrii okkar hér í bænum hlýtur að vera það að minnka skuldir bæjarsjóðs, greiða þær niður og þar með lækka fjármagnskostnað.“ Fjölbrautaskólinn hamlar gegn fólksflótta Ef litið er á landsbyggðina í heild, hefur þróunin verið sú undanfarin ár að fólk fer til náms til höfuðborgarsvæðisins og kemur ekki þaðan aftur. Sumpart vegna þess að það fær ekki vinnu sem hæfir þeirri menntun er það hefúr aflað sér, í sumum tilfellum njóta menn betri kjara og enn aðrir vilja ekki sleppa þeirri þjónustu sem býðst á Reykja- víkursvæðinu. Samanburður á aldursskipt- ingu aðfluttra höfúðborgarbúa sýnir að rúm- lega 35% þeirra er á aldrinum frá 20 - 24 ára. En hver hefur verið þróunin í Hveragerði? Hefur unga fólkið flutt þaðan í jafhmiklum mæli og annars staðar frá af landinu? „Þegar Fjölbrautaskóli Suðurlands á Sel- fossi var tekin í notkun batnaði ástandið mikið,“ segir Magnea. „Margt ungt fólk hér sækir þangað nám, í stað þess að fara til Reykjavíkur eins og áður. Það hjálpar líka til að héðan gengur daglega skólarúta á milli. Vissulega fer allt of margt af unga fólkinu í burtu og kemur ekki aftur. Hveragerði bæði líður fyrir það og nýtur góðs af því að vera 1 nálægð Reykjavíkur. Fólk héðan sækir mik- ið verslun og þjónustu til Reykjavíkur og margir sækja þangað vinnu sína. Það er allt í lagi ef menn kjósa það frekar en að vinna hér. Við megum hins vegar ekki hvika frá þeirri sjálfsögðu kröfu að hér sé það öflugt atvinnulíf að Hvergerðingar séu ekki nauð- beygðir til þess að sækja vinnu yfir í næstu sveitarfélög.“ Mynd og texti: Árni Gunnarsson. Magnea Ásdís Ámadóttir í hópi nokkurra bama á leikvellinum fýrir utan grunnskólann. í formannstíð hennar byggði foreldrafélagið á staðnum þennan leikvöll í sjálfboðavinnu og fyrir ftjáls framlög.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.