Tíminn - 16.05.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.05.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 „fiármál eru okkarfag'- tfEMBBÉFfltflBSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 •PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ1990 Stjórnarformaður Arnarflugs kallaður á fund samgönguráð- herra og beðinn um að gera grein fyrir stöðu fyrirtaekisins: Arnarflug fær vængi „Hann fullvissaði mig um að þeir væru að vinna að því hörð- um höndum að leysa úr brýnum flugvélavandamálum félags- ins,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra í samtali við Tímann í gær. Steingrímur J. kallaði Hörð Einars- son, stjórnarformann Amarflugs, á sinn fund í hádeginu í gær, til að gera grein fýrir stöðu fyrirtækisins, eftir að Ijóst var að seinkun yrði á því að flugvél sú sem Amarflug hafði tekið á leigu kæmi til landsins. Samgönguráðherra sagði að Am- arflugsmenn treystu því að úr þeirra vandamálum rættist og leiguvélin kæmi til landsins í dag og hæfi áætlunarflug á morgun. 1 öðru lagi sagði Steingrímur að Hörður hafi gert grein íyrir þeirri endurfjármögnun sem nú stendur yfir hjá Amarflugi og treystu Am- arflugsmenn því að þau mál leyst- ust einnig farsællega. „Ég lagði áherslu á að þetta tækist og mál fé- lagsins kæmust á hreint. Það er í raun enginn tími til stefnu þar sem ferðamannatíminn er að byrja, vax- andi flutningar og skuldbindingar af ýmsu tagi sem félagið hefur tek- ið á sig,“ sagði samgönguráðherra. Hann sagði að þess vegna væri úr- slitastundin runnin upp hjá félag- inu. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Amarflugs, sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi að lokið hafi verið við það i gær að leysa öll tæknileg vandamál varð- andi leigu flugvélarinnar og kæmi hún til landsins í dag. Þau tækni- legu vandamál sem um ræðir em skráning vélarinnar, færsla á láni sem á vélinni hvílir milli aðila og fleira í þeim dúr. „Ég veit ekki ann- að en að það sé allt saman í höfn,“ sagði Kristinn. Amarflug samdi við Flugleiðir um að flytja farþega sína sem áttu að fara til Amsterdam í gær. Næsta áætlunarflug Amarflugs er á fimmtudag og ef áætlanir Amar- flugs um komu nýju vélarinnar ganga eftir, þá ætti röskun á flugi félagsins að vera úr sögunni. Aðspurður sagðist samgönguráð- herra ekki hafa sett fram nein ákveðin skilyrði fyrir áframhald- andi starfsemi félagsins. Hins veg- ar hafi hann lagt áherslu á að þeirri óvissu sem rikt hefúr yrði að ljúka og reksturinn að komast i fastar skorður, enda yrði erfíðara að leysa úr vandamálunum eftir því sem annríkið yrði meira í flugrekstri hér á landi. Er Amarflugi gefmn einhver ákveðinn tími til að leysa sín mál? „Nei, enda fúllvissaði Hörður mig um að leiguvélin væri að koma. I trausti þess að það standist, þá er í raun ekki um neitt slíkt að ræða af okkar hálfú. Við verðum bara að fylgjast með að það gangi efiir,“ sagði Steingrímur. Kristinn Sigtryggsson sagðist vonast til að þær hremmingar sem félagið hafi átt í líði nú hjá og Am- arflug fari að keyra á fúllri ferð i loftið á ný. „Þetta hefúr verið óskaplega erfiður tími,“ sagði Kristinn. Flugvélin, sem Amarflug hefúr tekið á leigu til fjögurra ára á hag- stæðum samningi, er af gerðinni Boeing 737-200, eða sams konar og félagið hefúr verið með. Það er Inter Credit í Atlanta sem leigir Amarflugi vélina. Kristinn sagði að þó svo að flug- vélin væri fengin þá væri ekki búið að leysa öll vandamál félagsins, en mikið væri fengið með flugvélinni. „Við munum halda ótrauðir áfram að leysa þau mál sem eftir era,“ sagði Kristinn. Hann sagði að sú fjárhagslega endurskipulagning sem farið var út í væri í vinnslu. Skilyrði í því máli var að hægt yrði að semja m.a. við lánardrottna um ákveðnar niðurfellingar. Kristinn sagði að reiknað hafi verið með því að það verk tæki allt að sex mán- uði, svo þau mál væra enn í vinnslu, en áætlað að endurskipu- lagningunni ljúki í síðasta lagi í lok ágúst. Á meðan er lausafjárstaðan erfíð þar sem hlutafjáraukningin sem ráðgerð er, þ.e. 200 milljónir, kemur að stærstum hluta ekki inn fyrr en skilyrðin era uppfyllt. Samgönguráðherra neitaði því að Flugleiðir hafi sótt um að fljúga á leiðum Amarflugs og fengið nei- kvætt svar, þar sem til greina hafi komið að veita Atlanta, félaginu sem keypti þjóðarþotuna svoköll- uðu, flugrekstrarleyfi á leiðum Amarflugs ef á versta veg færi fyr- ir félaginu. „Það hefúr enginn sótt um þessa flugleið, enda er hún ekki laus og þaðan af síður nokkram að- ila verið neitað um hluti sem eng- inn hefúr sótt um,“ sagði Stein- grímur. —ABÓ Sjávarútvegsráðherra segir að fiskiskipaflotinn sé allt of stór: Vill að afkastageta flotans minnki um 20-30% á næstu árum Halldór Ásgrímsson sjávamtvegsráðherra sagði á aðalfundi Vinnu- veitendasambands íslands, að stefna beri að því að minnka afkasta- getu íslenska fiskiskipaflotans um 20-30% á næstu ámm. Halldór sagði þetta verða meðal helstu verkefna Hagræðingarsjóðs sjávar- útvegsins, en um hann vom nýlega sett lög á Alþingi. Halldór sagði að með því að minnka fiskiskipaflotann muni veralegar fjárhæðir sparast í árleg- um rekstrarkostnaði flotans. Mark- miðið sé að gera útgerðarmönnum erfitt fyrir að ljárfesta í nýjum skip- um. Með því móti skapist svigrúm til að nýta meira fjármagn í upp- byggingu annarra atvinnugreina á næstu áram m.a. til aukinnar úr- vinnslu sjávarafurða. Halldór sagði að gera mætti ráð fyrir að fisk- vinnslan héldi áfram að þróast og að samrani fyrirtækja muni eiga sér stað. „Það gerist hins vegar ekki með opinberam tilskipunum. Hlut- verk stjómvalda er fyrst og fremst að tryggja eðlileg starfsskilyrði og gera aukna samvinnu og samrana mögúlega,“ sagði Halldór. Sjávarútvegsráðherra vék að þró- uninni í Evrópu og sagði. „Um alla Evróþu er verið að búa atvinnulífið undir aukna samkeppni. Okkur er nauðsynlegt að gerast aðilar að hinu evrópska efnahagssvæði. Mikil- vægasta verkefni og viðfangsefni Islendinga er að aðlaga efnahagslíf- ið að þeirri þróun sem nú á sér stað í kringum okkur. Það þarf að gera með því að styrkja samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja á öllum sviðum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld þurfa að leggjast á eitt um að gera varanlegan þann stöð- ugleika sem nú hefur náðst í hag- kerfinu.“ Halldór sagðist gera sér grein fyrir að á ýmsum sviðum væri sam- keppnisaðstaða íslenskra fyrirtækja verri en í nágrannalöndunum. Hann nefndi sérstaklega aðstöðugjaldið sem hann sagði skattlagningu af þeirri tegund sem nágrannaþjóðun- um kæmi ekki til hugar að notast við. „Skattlagning á veltu er frum- stæðasta form skattlagningar og er skaðlegt ffamforam í atvinnulífi," sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra. Sláturleyfishafar: Afkoman betri nú en undanfarin ár Afkoma sláturleyfishafa var mun betri í fyrra en á áranum 1987 og 1988, þótt ýmsir þættir hafi íþyngt rekstri sláturhúsa, svo sem vanskil viðskiptaaðila, fækkun sauðfjár og fleira. Þetta kom fram i skýrslu for- manns Landssamtaka sláturleyfis- hafa, Hreiðars Karlssonar, en þau héldu aðalfund sinn fyrir skömmu. Hann taldi að bætt afkoma væri einkum tilkomin vegna aukinnar hagræðingar og spamaðar innan greinarinnar. Einnig taldi hann að lægri íjármagnskostnaður og raun- hæfara mat á slátur- og heildsölu- kostnaði hafi haft sitt að segja. Á fundinum var m.a. rætt um nauðsyn þess að sláturleyfishafar hagræddu enn ffekar í rekstri. í því sambandi vora settar fram hug- myndir um sameiginlegt átak til að lækka sölu- og dreifingarkostnað. Enn fremur var rætt um sameiningu eða fækkun sláturhúsa með það fyrir augum að lækka fastakostnað og auka framleiðni. Hreiðar sagði í samtali við Tim- ann í gær að sláturleyfishafar þyrftu að styrkja markaðsstöðuna í ffamtíðinni, einkum kindakjöts. Það þarf að gera með söluaðgerð- um annars vegar og með því lækka kostnað hins vegar. Á fúndinum komu fram ýmsar hugmyndir hvað þetta varðar, sem á síðan eftir að vinna úr. Aðalfundarmenn ræddu einnig leiðir til þess að draga úr kostnaði við skýrsluhald. Samþykkt var til- laga þess efnis að sláturleyfishafar sameinuðust um hugbúnaðarkerfí og hefðu framkvæði að því að tölvuvæða skýrsluhald í samvinnu við Framleiðsluráð landbúnaðar- ins. Á fundinum var kosin stjóm sam- takanna. Hana skipa Hreiðar Karls- son formaður, Steinþór Skúlason varaformaður, Kristófer Kristjáns- son ritari, Pétur Hjaltason gjald- keri, Sigurður Jónsson og Árni S. Jóhannsson meðstjómendur. -hs. Keflavík: Hrapaði til bana Ellefú ára drengur lést á sjúkra- húsinu í Keflavík í fyrrakvöld eft- ir að hann hafði hrapað í berginu við Helguvík niður í stórgrýtta fjörana á áttunda tímanum um kvöldið. Hann mun hafa verið að klifra í berginu þegar slysið varð, en tildrög slyssins era ekki að fúllu ljós. —ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.