Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 18. maí 1990 Tfminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Heit stræti Reykjavík er falleg borg, þar sem fólk unir hag sínum vel, á falleg heimili og ræktar garðinn sinn. Allt sem það fær ráðið sjálft er vel ráðið og ber merki þrifnaðar og dugnaðar. Öðru máli gegnir um þau atriði borgarlífsins, þar sem afskipta borgaryfírvalda er þörf. Þar blasa við aðrar myndir, sem eru ekki eins glæsilegar og húsin og heimilin og garðamir, sem íbúamir hafa komið sér upp. Það gerist nú stöðugt oftar að þeir sem bregða sér í kvöldgöngu um Laugaveg eða miðbæinn verða íyrir ónæði, hrindingum og pústmm frá unglingum sem em vart sjálfráða vegna neyslu vímuefna. Hinir raunvemlegu óróraseggir em sem betur fer ekki fjölmennir, en þeim fer fjölg- andi og ástandið heldur áfram að versna á meðan borgaryfírvöld gera ekkert þessu fólki til hjálpar. Lögreglan hefur átt í erfiðleikum við að koma reglu á miðbæinn og telur sig of fáliðaða til slíkra stórverka. Borgaryfírvöld hafa ekkert lagt til þeirra mála heldur. Þau hafa ekkert gert til að friða strætin, svo fólk geti óáreitt fengið sér kvöldgöngu í friði fyrir ógæfufólki sem hefur orðið áfengi og eiturlyijum að bráð. Það hlýtur að vera almenn krafa kjósenda í Reykjavík að gönguferðir um borgina verði hættulausar og að miðbærinn verði friðaður. Eigi borgarstjóri leið til skrifstofu sinnar um helgar og gengur að morgni til um Pósthússtræti hefur hann hroðann fyrir augunum. Hafi sóparar orðið höndum seinni að þrífa götuna undan glerbrotum frá rúðubrotum næturlýðsins, verður borgarstjórinn að vaða gler- brotahrúguna til skrifstofu sinnar. Hann lætur sér fátt um fínnast, enda maður sem stjómar meiri- hluta borgarstjómar. Afskiptaleysi hans í þessum efnum er gert upp hjá gjaldkerum trygginganna. Vímuliðið myndar meirihlutann í borginni á nætumar og hvergi örlar á viðbrögðum til að stemma stigu við yfirgangi þess eða leita lausna á óhamingju þess. Þessu liði heflir tekist að gera hina fallegu borg Reykjavík að borg óttans á kvöldin og nætumar. Nú hefur Davíð Oddsson og meirihluti borgar- stjómar heitið því að hita upp götur í mestu óróa- svæðum borgarinnar, þ.e. miðbænum, á næstu þremur ámm. Það hefði auðvitað átt að vera búið að þessu fyrir löngu. Núna rétt fyrir kosningar boðar meirihlutinn heit stræti í miðborginni, eins og hann sé að færa kjósendum jólagjöf. Ætli kjós- endur þurfí ekki að borga þessi heitu stræti sjálf- ir, eins og annað sem gert er í borginni. Annars hafa strætin í miðborginni þótt æði heit fyrir, eins og húseigendur geta borið um, sem standa vam- arlausir gegn endurteknum spjöllum vímuliðsins, sem er hjálparþurfi en meirihlutinn hefúr bmgð- ist. GARRI WSÉ. 111 Tekist á um álvfif Ivlilvl Cl III11 Cll w vl Þessa dagana er tekist é um stað* setningu nýs álvers, en óöunt líður að |ivi að ikvörðun uro hana verði tekin. Fjaliað er uro þessa stað* setninguaf roildiii kurteisi Þó ijðst sé að undiraldan sé þung. Eftir fréttum frá Akurevri að dæma eru Eyfirðingar einna harðastir I málfutníngi, cnda er Akurcyri fjölmennur staður, sein á við nokkurt atvinnulcysi að striða ura þessar mundir. Ilinn ágæti bæjar- stjóri á Akureyri, Sígfús Jðnsson, sem á ættir að rekja til Akureyrar Og var frægur ianghlaupari á sinni tfð, hefur kveðið einna fasf- ast aö orði um þflrf Akureyrar og Eyjafjarðar fyrir álvor. Hann tel- ur að ura líf eða dauða sé að tcfia að ná áiverinu norður. Enn um sinn verði menn að bíða í óvissu um hvort álvcr komi inn í landið, þótt sterkar Jíkur bendi til þess, „en ef það kemur verðum við aó standa saman og ná því norður til Eyjafjarðar.“ Hér er um afdrátt- ariausa yfirlýsingu bæjarstjórans að ræða Ög um ieið herhvöt til Ey- firðinga um að ná saman hflndum um þetta mái, cn þcir cru til norð- ur þar, sem horfa framhjá ýmsum brýnuro vandamálum af ótta við að eyfirskum kúro verði þröngt um andardráttinn. Hver vinnur í lottó? Austfirðingar vilja fá álver tii Reyðarfjarðar. í>ótt byggð við Reyöarfjörð nálgist ekki þéttbýlið á Akureyri hvað mannfjölda snertir, situr Reyðarfjöröur í raiðju nokkurs þéttbýiis sem markast af Egilsstöðum, Eskifirði og Norðfirðl l>á biða góðir virkj- unarkost ir Austfj arða ónýtlir. Tah aó hefur vcrið um að ReyóarQörð- ur sé íslaos höfn og styst sé þaðan á markað með framleiðsiuna. Allt eru þefta góð og gild rök sem vert er að gefa gaum. Þriðji kosturinn sem nefndur hefur verið er að byggja nýtt álver á Keilisnesi, skammt frá áiverinu í Straumsvik á mesta mannljöldasvæði iandins. í raun má búast við aö ekki verðiá vaidi ísiendinga að velja neinn af þessum stððura, heidur verðí vaiið i bflndunt eigenda áiversins, og þeir komi til með aö ákveða stað- setninguna í sambandi við aðra sanininga um þau kjör sem þeíro verða boðin. En auðheyrilegt er, að fulltrúar þcirra staða, sem ncfndir hafa verið undir álver, b'ta ekki á niðurstöðu ura staöarvalió sem eins konar Jottð. I»eir berjast í sínum máium roeð rökunt, byggð* um á ástandi þelrra byggðarlaga, Sem þeir taia fyrir. I>au rök munu hafa lítið að segja við ákvarðana- töku álfurstanna. i>ess vegna hef- ur umræðan hér heitna ekki burið í sér þann hita, sem fyigir deilum um staði. Mönnum cr lcyfilegt án reiði keppinauta að spila i lottó. Mannflutningar stöövast Þótt augljóst sé að iandsbyggóin ieggi á það áherslu, að álver verði sett niður utan höfuðborgarsvæð- isins fylgir umræðunni ckki sá hiti, scm gjarnan hleypur í menn, þegar rætt er um landsbyggð og suðuvesturhorn iandsins. Stjórn* inálamöimum veröur ekki kennt um niðurstöðuna, jafnvci þótf reyitt verði að niðurstöðum fengu- uro að hengja bjöllur á einhverja ketti. Frá okkar hæjardyrum séð, sem nú bnum í landiuu, er löngu kominn tími fll að réria hlut iands- byggðarinnar, og ekkert myndi gera það með jafnsnöggum hætti og álver á landsbvggðinni. En áJ- furstar eru bara ekkert inni í landsbyggðarmálum okkar. Eitt er ljóst öfium sem ura þessi stað- setningarmál Ijafia, að verði álver- ið sett nlður á suövesturhorninu aukast enn að mun þeir raann- flutningar tfi Reykjavíkursvæðis- ins sem staðið hafa iinnuiaust i áratugi. Landshyggðin þarf álver núna. Slífc ákvörðun gæti þýtt gjörbreytíngu á fólksstreyminu suður, og jafovcl stöðvað eða snúið við þeirri þróu n mannflu (ninga, sera ailtof lengi hefur gert okkur erfitt fyrir»byggð landsins. 3,5% atvinnuleysi Þóra Hjaltadóttir, formaöur Ai- þýðusambands Norðurlands, hef- ur einmitt kumið inn á þá röskun, scm yrði því samfara, ef álveri yrði valinn staður fyrir sunnan. Nú ncmur atvinnuleysið á Akur- eyri 3,5% vinnufærra manna. I*að er hærri taia en þekkst Iiefur leugi. Þðra staðhæfir að mjög margar fjölskyldur munl flytja suður missí Eyfirðinga r af átver- inu. Þetta eru harðar staðreyndir máisins hvað Akureyri snertir. Þess vegna er það rétt ályktað hjá Sigfúsi Júnssyni, að nú er annað- hvort að duga eða drepast fyrir Eyfirðinga að ná álverinu norður. Garri Leiðin ti OÍTors dugnaðarforka leiðir þá sjálfa og aðra oft í ógöngur og er sú þjóðlygi fúrðu lífseig, að stórhugur og taugaveiklunarkennd fram- kvæmdasemi sé lykillinn að fram- fömm og velmegun. Að kunna skil á mælikvarða hins mátulega og al- mennt verksvit er minna metið. Samfélag, sem nær þeim glæsilega árangri að vera meðal þeirra þjóða sem hæstar þjóðartekjur hafa ár eftir ár safnar skuldum og greiðir æ hærra hlutfall vaxta og afborgana af sínum miklu þjóðartekjum, hefur ratað inn á villigötur. Öll gjaldþrotin og óendanlegir rekstrarörðugleikar sem hijá flestar atvinnugreinar og tilheyrandi láns- fjárhungur benda ekki til að ein- hveijar hæstu þjóðartekjur á mann sem mælanlegar eru í gjörvallri ver- aldarsögunni komi að þeim notum sem vænta mætti. Tekjurýmunin og braðlið stafar ekki endilega af þvi að verið sé að sóa í einhvem svokallaðan óþarfa, heldur ekki síður því að eytt er alltof miklu í þarfa hluti, sem svo ekki nýt- ast. Öll sú sóun er kölluð er offjárfest- ing er ekki verðmætaskapandi eins og margir halda, heldur hið gagn- stæða. Minna umleikis, meiri tekjur Ofvæddir atvinnuvegir era ekki vænlegir til að takast á við keppi- nauta í síharðnandi samkeppni á ört stækkandi mörkuðum. Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, vék að þessu í ræðu sinni á aðalfundi VSÍ og greindi frá ráðstöfúnum sem gerðar verða til að hagkvæmni skipastólsins. Á na mun af- kastageta hans minnka um 20-30%. Minni floti þýðir að veralegar fjár- hæðir sparast í rekstrarkostnaði og litlar líkur era á, að mati ráðherrans, að nokkur aðili muni telja hagkvæmt að fjárfesta í nýjum fiskiskipum á næstu áram. Með þessu skapast svigrúm til að nýta meira fjármagn til uppbyggingar annarra atvinnu- greina. Sjávarútvegurinn stærir sig iðulega af því að vera undirstaða velmegun- ar í landinu og skapa þau verðmæti sem allir njóta góðs af. Þessu þorir enginn að mótmæla, þótt hér sé aðeins hálfsannleikur á ferðinni. Útgerðin nýtir auðlindir sem era í eigu allrar þjóðarinnar og þegar hún er að stæra sig af verð- mætasköpun sinni gleymist ávallt að draga fra hve óskaplegur kostnaður er af útgerðinni og hve miklu þar er eytt í offjárfestinguna, sem engum kemur að gagni nema erlendum skipasmiðjum, olíusölum og ein- staka kvótabröskuram. Vit í stað dugnaðar Æðibunugangurinn í ofljárfesting- um og tæknivæðingu sem er langt umfram allar eðlilegar þarfir veikir bæði efnahag og samkeppnishæfni. auðar Halldór lát það álit í ljós, að nauð- synlegt sé að við geramst aðilar að hinu evrópska efnahagssvæði. At- vinnulífið í nágrannalöndunum und- irbýr sig af kappi að mæta þeirri auknu samkeppni sem ljóst er að all- ir sem halda vilja velli verða að taka þátt í. Þar reynir á sjálft atvinnulífið að standa sig. Illa rekin fyrirtæki munu geispa golunni og fjárfesting umfram þarfir er tapað fé. Samstarf fyrirtækja og stærri rekstrareiningar munu skipta sköpum þegar komið er út í alþjóð- lega samkeppni á miklu fleiri svið- um en tíðkast hefur til þessa. Annars ættu menn að fara að at- huga í alvöra hvað það er eiginlega sem gengur vel á Islandi og hvað illa. Launþegar kvarta og allir sem stunda atvinnurekstur kvarta enn meira yfir vöxtum, efnahagsum- hverfi, sköttum og lánsfjárskorti og það sem þegar er ekki rúllað á haus- inn eygir gjaldþrotin í íyrirsjáanlegri framtíð. Lánastofnanir og verðbréfamark- aðir virðast ganga vel og umsýsla með hlutabréf gefúr vel af sér, en hlutafélögin era flest hörmulega leikin, ef eitthvað er að marka vol- æðið sem efnahagsumræðan ein- kennist af. Allt sýnist stefna að mikilli upp- stokkun og athafnaliðið er á leiðinni í mikla samkeppni að eigin sögn og forystusauður vinnuveitenda telur þá þjást af ömurlegum timburmönn- um. Það er því tími til kominn að dugnaðarstreitan fari að renna af mönnum og að farið verði að for- valta mestu þjóðartekjur í heimi af viti og forsjálni. Ella verður að duga að biðja guð að hjálpa sér. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.