Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 4
14 HELGIN Laugardagur 26. maí 1990 Inn á gólf íþróttahúss Kennaraháskóla íslands gengu þann 28. apríl undir þjóðfánanum ellefu glímumenn. Þar voru mættir allir sem tilkynnt höfðu þátttöku. Var þetta fagur og karímannlegur flokkur. Þeir luku allir sínum viðureignum, 55 talsins, auk einnar um 2. og 3. verðlaun. Jafnglími aðeins eitt og markvert fyrír sögu þessa elsta íslenska móts að feðgar, Krístján Yngvason og Yngvi, voru keppendur um íslandsbeltið. Að mestu leyti var viðureignunum sjónvarpað. Eitthvað vantaði á upp- hafið því að starfsmenn sjónvarps komu seint þótt byijað væru 20 mín- útum seinna en auglýst var og var sök sjónvarpsins. Öðru sem hefúr verið vikið til, vegna beiðni forráða- manna sjónvarps, er röðun viður- eigna. Siður var hér íyrr meir að raða glímum þannig að þeir sem vænta mætti að fást myndu um verðlauna- sætin ættust örugglega við í lok mótsins. Þessu var sem betur fór breytt svo allir nytu jafnréttis. Hver dragi sér tölu út hópi talna sem nam fjölda keppenda en úr þessum tölu- fjölda hafði fyrirfram tveimur og tveimur verið raðað saman. Sam- kvæmt slíkri skrá fengu ekki þeir færustu að taka úr sér glímuskjálft- ann við þá sem minna máttu sín og síðan sækja í sig „veðrið" samkvæmt pöntunarskrá sjónvarps. Fær sjón- varp þannig beitt valdi sínu við móta- hald annarra íþróttagreina? Merkar stofnanir og félagasambönd vinna markvisst að athugun á fomum þjóðlegum fangbrögðum sem vel á annað hundrað munu vera þekkt i heiminum. Meðal þeirra þekktari er glíman. Heimssamtök um íþróttir, svo sem Alþjóða ólympíunefhdin (IOC), Alþjóðafangbragðasamband áhugamanna (FILA), hafa þar til hin síðustu ár látið málefhi hinna þjóð- legu fangbragða liggja hjá garði. Þessi samtök hafa ályktað að þeir sem þau iðja geti keppt f þeim ólympísku, grisk/rómversku fangi, sem samið var í Lyon í Frakklandi 1860 og nefndist því í byijun franskt fang. I því var keppt af 4 á hinum fyrstu endurvöktu ólympíuleikum. Þó að þetta fang breiddist fljótt úr, því að fjöldinn lét glepjast að í þeim fælist arfur frá hinum fomu grísku ólympíuleikum, sem er staðleysa. I Bandaríkjunum þekktust um síð- ustu aldamót margs konar þjóðleg fangbröð meðal hinna ýmsu þjóðar- brota. Þegar ólympíuleikar voru haldnir f St. Louis 1904 komst á keppni f fijálsu fangi sem þá voru farin að tíðkast þar vestra. Frá 1920 hefur hvort tveggja verið ólympísk keppnisgrein. Þegar ólympíuleikar vom haldnir í Japan 1964 komst júdó í hóp fþrótta- greinanna en sá „mildi háttur" fyrir friðsamlega keppni var um 1880 gerður upp úr margs konar hemaðar- fangi japanskra riddara. Sú viðleitni að búa til fangbrögð, sem sameina mætti í keppni þeirra sem iðkuðu þjóðleg fangbrögð, kom best fram 1938 í Sovétlýðveldunum, er þar var búið til keppnisfangið sambo sem iðkendur 27 þjóðlegra fangbragða lýðveldanna áttu að geta keppt i á fþróttahátíð þeirra, sportakíata. Margar þær þjóðir sem eiga fom þjóðleg fangbrögð leitast við að koma þeim inn á ólympíuleika. Með- al þeirra höfum við íslendingar verið. Inn á ólympíuleikana í London 1908 komst gliman sem sýningargrein fyr- ir sóknarhörku sambandsstjóra UM- FÍ, Jóhannesar Jósefssonar. Stjóm hins nýstofnaða ÍSÍ fékk glímuna sýnda f keppnisformi á ólympíuleik- vanginum í Stokkhólmi 1912. Við at- hafnir tengdar ólympfuleikum var glima sýnd í Berlfn 1936 og Helsinki 1952. Þegar sýnt var að þjóðleg fangbrögð Þama leggur Hilmar Agústsson frá Islandi Hollendinginn Jimmy Boolhouver að velli í skoskum axlatökum á alþjóðlegu fangbragðamóti í Frakklandi 15. apríl sl. Þorsteinn Einarsson, fyrrum íþróttafulltrúi ríkisins: Islandsglíman sú áttugasta og Glímusambandið tuttugu og fimm ára yrðu ekki felld inn á meðal ólymp- ískra íþróttagreina var hafin sú við- leitni að kynna þau alþjóðastofhun- um sem tengjast leikunum. í fræðslustofnun Alþjóða ólympíu- nefndarinnar í Olympiu í Grikklandi (IOA) var flutt erindi um glímu 1984 og lagt til að fundið yrði ráð til þess að færa iðkendur þjóðlegra fang- bragða saman til starfa fyrir þau. Hún var einnig kynnt f fyrirlestri á al- þjóðaþingi íþróttasögufræðinga f Glasgow 1985. Ólympíunefhd ís- lands samþykkti 1986 á aðalfundi sínum tillögu þar sem skorað var á Alþjóða ólympfunefndina að vinna að viðhaldi og kynningu þjóðlegra fangbragða. Tillögunni fylgdi ítarleg greinargerð. Nefhdinni íslensku barst svar frá forseta alþjóðanefhdarinnar, þar sem hann þakkaði ábendinguna og kvaðst mundi vinna að framgangi málsins. Beiðni barst 1987 ffá Al- þjóða ólympíunefhdinni um upplýs- ingar um glímuna. Upplýsingar voru teknar saman, þýddar á ensku, inn- bundnar smekklega og sendar. Þetta smárit hefur sfðan verið endurbætt og Frá vinstrí: Þorsteinn Einarsson, fv. íþróttafulltrúi, Amgrímur Jóns- son, Jóhannes Sveinbjömsson, Hilmar Ágústsson, Orrí Bjöms- son, Ámi Unnsteinsson þjátfarí. Myndin er tekin við verðlaunaaf- hendingu á alþjóðlegu fang- bragðamóti í Frakklandi 15. apríl sl. því dreift víða. Ymsir erlendir ffæðimenn hafa ritað um glímu. En merkust greina þessa efhis birtist 1802 f dönsku ffæðiriti eftir dr. Laurids Engelstoft, síðar pró- fessor við Hafnarháskóla. Slík skrif, ferðir íþróttafélaga erlendis til að sýna glímuna og kynning glímu hér- lendis fyrir útlendingum, eru aðgerð- ir sem hafa leitt af sér að hvar sem um þjóðleg fangbrögð er rætt eða rit- að er glímunnar getið. Þann 11. april sl. varð Glímusam- band Islands 25 ára. Þeir, sem á þess- um árum hafa unnið fyrir íþróttina og iðkendur hennar, hafa rækt störf sín vel. Þeir hafa verið sókndjarfir. Á sfðasta íþróttaþingi ÍSÍ gengu þeir samþykkta samábyrgð íþróttahreyf- ingarinnar á viðgangi glímunnar og framhaldi af samþykktinni 2 og 2,5 millj. kr. ffamlög í fjárlögum áranna 1989 og 1990 sem veija skyldi til glímukennslu. Fyrir þetta fé fóru þeir árið 1989 í 42 skóla og leiðbeindu 6755 nemendum f glímu. Á því sama ári var efnt til 27 glímumóta og 9 sýninga. Utan voru famar 4 ferðir. Fyrir 5 árum var gengið til félags- skapar við forystumenn þjóðlegra fangbragða f Skotlandi (Back-hold), Englandi (Cumbria, Cumberland og Westmoreland style), Comwall (Comish-style) og Frakklandi (Bret- agne, Gouren). Heita samtökin Sam- band keltneskra fangbragða (IFCW). Þótti rétt að hafa samvinnu við þá því að bæði íslensku lausatökin og glím- an hafa orðið fyrir áhrifum fleiri fót- bragða og álitið er að axlatökin (back- hold) hafi borist um 900 frá Norðurlöndum til Englands. Með þessum aðilum hafa þróast þau sam- skipti um þjóðleg fangbrögð sem vfsa veginn til farsælla starfa að við- Rögnvaldur Ólafsson, núverandi formaöur Glímusambands ís- lands. haldi þeirra. Allir virða fangbrögð hvers annars, kenna hver öðmm fangbrögð sín og keppa innbyrðis i þeim. Þessa einlæga samstarfs naut ég ásamt 5 glímumönnum í nýliðnum apríl á Bretagneskaga. Þangað kom áhugafólk frá Wales, Skotlandi, vatnahéraði Englands, Danmörku, Hollandi og írska lýðveldinu. Til einnar keppni mættu 3 Svisslending- ar og sýndu frábærlega þjóðleg fang- brögð sín, Schwingen. Einn þeirra keppti í axlatökum. Á glimuþingi 1989 var stjóm GLÍ veitt heimild til þess að sækja um að- ild að Alþjóðasambandi áhugamanna um fangbrögð (FILA). Um þessa að- ild var sótt í maí 1989 en sambandið gengur frá umsókninni á komandi hausti. Vegna áhrifa úr ýmsum áttum á FILA um að breyta lögum sfnum á þann hátt að þjóðleg fangbrögð yrðu jafnrétthá grísk/rómv. fangi, fijálsu fangi og sambo. Af þessari breytingu varð við samþykkt endurskoðaðra laga FILA 1987. Þegar hefur stjóm FILA sent hingað ýmis hjálpargögn um þjálfun og á hennar vegum mættu 5 glímumenn á alþjóðlegt mót í gr/rómv. fangi í Vesteraas í Svíþjóð til þess að sýna glímu. Þeir sem sýndu vom undir stjóm Jóhannesar Jónassonar, Eyþór Pétursson, Pétur Yngvason, Ólafur H. Ólafsson og Jóhannes Svein- bjömsson. Keppendur mættu frá 28 þjóðum svo að mótið hlaut mikla umfjöllun. Tveir Svíar, sem vora hér fyrir skömmu til að kynnast glímu, skýrðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.