Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 3
r taugárdágur' 16. jún? '1990 '' ” ’ - ' FSHBHnMnMaHHum jBKaagasHWBBESBsaaegsæ ■■■■■■ .............. hélöIn .... 13 Herðimenn við þróttar þing þjóðin frama metur. Hér um einn þann hauk ég syng hann er nefndur Pétur. Afreksmann á Isa-grund engan frægri getur margri nös því mígur und meðan uppi er Pétur. Títt að skálum skörung hjá skammar verða setur, allar skepnur œðrast þá, ef að reiðist Pétur. Finsen fömum vegi á fyrst þess sagan getur, óskaplegan löðrung þá laust hann sterki Pétur. Stefán góði gáði ei að grunni hlusta betur, en að snoppung þeytti á það þrúðmóðugur Pétur. Arnljót lœrða öls við brá afar rauðan setur ógnar kjaftshögg kenndi hann þá kjaftshöggið gafPétur. Jóni mikla Mývetning meiðist brúna setur, bjórinn spilltist, blóðgan hring beysti á augað Pétur. Sjálfan Eggert umboðsmann eljumprúður fletur vel á kjaftinn hæfði hann heljarmennið Pétur. Já það endist ekkert tal eða nokkurt letur, halda á lofti efhverju skal höggi eftir Pétur. Langtum fleiri, sem höfðu mátt þola löðmnga Péturs amtmanns, em taldir upp í þessum brag, en þeir sem nefnd- ir em í þessu broti em Jón Finsen læknir, Stefán Thorarensen bæjarfóg- eti á Akureyri, sr. Amljótur Ólafsson á Bægisá, Jón á Gautlöndum og Eggert Gunnarsson mágur amtmanns. Við fátækt í kofa Þegar Jón Finsen fór úr landi birtist þakkarávarp til hans, undirritað af fjölda manns í læknishéraði hans og meðal þeirra sem undirrituðu var mágur amtmanns, Tryggvi Gunnars- son. Leit Pétur Hafstein á þetta ávarp sem ögrun og móðgun við sig og fór nú eftirleikurinn að harðna. Árið 1869, þegar þeir þingmenn Þingeyinga, Jón Sigurðsson á Gaut- löndum og Tryggvi Gunnarsson, vora að búa sig undir að ríða suður til Al- þingis, lét hann höfða sakamál á hend- ur þeim og lagði bann við því að þeir fæm úr héraði. Vom ákæraatriðin hin furðulegustu. Jón á Gautlöndum sak- aði hann m.a. fyrir að hafa framið fjár- drátt úr sveitarsjóði, er nam smáupp- hæð. Þeir létu það ekki á sig fá og riðu til þings, en saksóknir og kærumál gengu á víxl. Þyngstir vom Þingey- Jón Flnsen, læknir. Hann var einn þeirra er kenna fengu á hnefum amtmannsins. ingar honum í skauti. Amtmaður rak Tryggva úr hreppstjóraembætti en fékk svo engan til að taka við því, hann lét gera lögtak hjá honum og ýmsum fleiri bændum, vegna óhlýðni, sekta og ýmiss konar meintra van- skila. Þar kom að menn fóm að senda kæmskjöl til ráðuneytisins úti í Höfh út af barsmíðum amtmanns. Og ráðu- neytið krafðist skýringa hans, setti of- an í við hann og ákvað að ef hann berði fleiri þá skyldi hann verða að víkja. Og enn undirrituðu 175 Þingey- ingar kæmskjal til ráðuneytisins. Yrði allt of langt mál að rekja allar þær kærur, ýfmgar og æsingar sem spunn- ust út af þessu og því aðeins bragðið upp lítilli mynd af þvi hér. Loks varð það Pétri amtmanni að falli hve ókurt- eislega hann svaraði umvöndunar- bréfum frá íslensku stjómardeildinni í Höfti og leyfði sér jafnvel að kæra hana fyrir öðmm stjómardeildum í Kaupmannahöfn fyrir valdniðslu og gerræði og fylgdu þvi viðeigandi stór- meiðandi ummæli. Þá var mælirinn fullur og amtmanni var vikið ffá. Hann skyldi þegar verða í brott ffá amtmannssetrinu og hljóta aðeins smánarleg eflirlaim. Alþingi vildi Jósef Skaftason, læknir, sem Pét- ur Hafstein bannaði för til þing- setu 1853. hækka eftirlaun hans, en stjómin strik- aði þá hækkun út af fjárlögum. Að málalokum héldu Þingeyingar mikla sigurhátið út af því að „amtsi“ var fall- inn. Þau fimm ár sem hann átti eftir ólifuð bjó hann við fátækt í litlum kofa i Skjaldarvík, við sjóinn nokkuð fýrir utan Akureyri. Kona hans hélt órofa tryggð við hann í mótlætinu. Sagt var að á síðustu árunum hefði hann hætt að drekka og orðið stilltur og ljúfur sem lamb. Minningin um hann varð bömum hans ljúfsár og við- kvæm. Sjúkdóm hans og ófarir sveip- uðu þau i þagnargildi leyndarmálsins og ræktuðu jafnan innra með sér dýrk- un á hetjunni, þegar hann stóð á há- tindi ffægðar sinnar. Mörgum ámm siðar, þegar Matthías jochumsson vildi endurgjalda innileg- an vináttuvott Hannesar Hafstein, rat- aði hann leiðina inn að viðkvæmustu taugum hans með því að yrkja minn- ingarljóð um föður hans, Hafstein amtmann: Hafið skal hróðrar-stef hans, sem var Norðurlands bjarg, þegar böl ogsorg byggð sló með dauða-hryggð. Fór, meðan Jýlltu spor fárkynjuð neyðar-ár, yfir oss eymdar-kaf— einn stóð úr hafi steinn. Steinninn til vemdar vænn varst þú er nafh það barst, Norðurlands sigursverð sann-nefnt, er striðið brann. Hamalt við hildar þröm haukslyngum Norðlending fylkt gastu fimt og skelft farald, sem kom ei þar. Sundrungar braustu bönd, boð þitt varíslands stoð, fól þitt ei fals né vél, fullhugi, hjarta gull. Kjörinn i storðarstyr stórræða varstu Þór. Kall þitt og stöð við strið: stjóm eða sigurfóm. Og setning úr bréfi Kristjönu til Hannesar sonar síns, þegar hann var kominn á skóla, segir margt um innri hug þessarar fjölskyldu: ,J>ið bræðumir eigið að halda uppi nafni föður ykkar með heiðri og sóma, ég treysti þér best, Hannes minn. Aumingja yngri bræður þínir minnast svo lítið föður ykkar, að þeir hafa eng- in foðurorð að styðjast við. Ég er kona, sem finn að ég kann ekki að uppala sonu. Þið eigið að beijast og sigra og hafa kraft i eigin brjósti." Margir Norðlendingar áttu síðar, þegar Hannes Hafstein fór fyrst að koma ffam á sviðið, erfitt með að trúa þvi að slíkur svanur hefði flogið úr Hrafhshreiðrinu á Möðmvöllum. Þeim fannst það ótrúlegt að það væri sonur löðmnga- Péturs sem gæti sungið svo heillandi um fegurð og ást- ir og ffelsi landsins. ( Frásögn Þorsteins Thorarensen) Sturtuvagnar Eigum fyrirliggjandi hina vinsœlu Sturtuvagna ;■ t v ■' KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIÐJUR 800 Selfoss - Sími 98-22000 SUMARTILBOD 20" kr. 42.287 stgr. 14" kr. 29.880 stgr. ★ Uvals sjönvarpstæki á frábæru verði. ★ Fjarstýring. ★ Monitor útlit. 0SAMBANDSINS OG KAUPFÉLÖGIN HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VK> MIKLAGARÐ SfCfL. TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.