Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. júní 1990 HELGIN ip 15 ... Góubréfið, en þar nefiidi eg Qóshaug. Það var undarlegt, því fjóshaugar og aðrir haugar eru snar þáttur í mannlegu lífi. Eg er orðinn hundgamall, man lítið af þvi sem gerist ffá degi til dags, en ífem- ur man eg einstök atvik ffá fyrri tið og nú ætla eg að rifja upp örfáar minning- ar ffá löngu liðnum tima. Kolakrani Eldeyja- Hjalta og endur sem geröu verkfall Það var seint í janúar 1930 að eg ákvað að fara suður og vinna fyrir pen- ingum. Eg vildi eignast peninga eins og annað fólk. Eg fór gangandi suður yfir Holta- vörðuheiði og með Suðurlandinu ffá Borgamesi til Reykjavíkur. Suðurland- ið var gufúskip ekki stórt og liggur nú í fjöru einhversstaðar á Vestfjörðum. Reykjavík var þá bær, ekki borg eins og nú. Eitt þótti mér sérstaklega merkilegt. Það var kolakraninn hans Eldeyjar- Hjalta, sem gnæfði yfir allt hafhar- svæðið. Eg fór á símastöðina. Þar var einskon- ar vinnumiðlunarstaður. Þangað komu Höfundur greinarínnar, Bjöm Eg- ilsson, á yngrí ámm. útvegsbændur sunnan með sjó, að ráða sjómenn á bátana og svo komu líka bændur úr næstu sveitum að reka ýms erindi. Þar hitti eg Níels bónda á Helga- felli í Mosfellssveit og réði mig hjá honum yfir febrúarmánuð til að grafa skurði. Mér var sagt að ekki mundi verða mikil vinna við höfnina í Reykja- vík í febrúar, en meira í marz og apríl. Eg var á Helgafelli þann tíma, sem um var talað, gróf meters djúpa skurði, var einn við það með skóflu og gaffal og gekk það sæmilega, því eg var þeirri vinnu vanur. Jörð var þíð, sunnanátt og stöðugar rigningar, en rigning sakaði mig ekki, því eg keypti stakk, gúmmi- stígvél og sjóhatt. Níels á Helgafelli var með kúabú. Hvað kýmar voru margar veit eg ekki, gátu hafa verið tuttugu eða fleiri. Eg leit aldrei inn i fjósið, þurffi þess ekki, því kýrrassa hafði eg tekið trú, eins og K.N. komst að orði. Níels hafði vinnupilt, sem vann bú- störfin með honum. Þessi piltur hafði aukabúgrein, uppbót á kaupið. Það vom nokkrar endur með höfuðstöðvar niður í mýrinni. En það var ekki við lamb að leika sér að hafa upp úr þeim. Þær gerðu kröftir eins og verkalýðsfé- lögin. Ef þeim var ekki gefið á ná- kvæmlega sama tíma, hættu þær að verpa. Ekki man eg hvað kona Níelsar hét, en hún var sköruleg og sérstaklega vel verki farin. Hún bjó til svo góðan mat, að eg man það, enn þann dag í dag. Ólafur Thors - röddin ekki köld Frá Helgafelli fór eg aftur til Reykja- vikur í lok febrúar. Eg fór á fiind Ólafs Thórs og talaði um að fá vinnu hjá Kveldúlfi en togaraútgerð Kveldúlfs var þá í góðu gengi. Ólafúr tók mér ágætlega. Við fyrstu sýn og æ síðan fannst mér hann vera mikill höfðingi, sem hann líka var. Hann var fyrirmannlegur í fasi og ftam- komu, röddin ekki köld. Svo var hann „Ég sótb' yfirsetukonu, þegar Indr- iði G. Þorsteinsson fæddist. Hann er nú nafrikennd persóna meðal lýðsins." víða heima og ræddi um smátt og stórt í mannlegum samskiptum, eins og gamall sveitabóndi, sem aldrei hafði setið á skólabekk. Þegar eg sagði til min, kom það upp úr kafinu, að eg var í ftændsemi við konu Ólafs. Faðir minn og hún vom systk- inaböm. Eg er viss um að þessi ftænd- semi hafði engin áhrif á það, sem Ólaf- ur vildi greiða fyrir mér. Hann vildi hvers manns vandræði leysa, sem til hans leituðu, eins við alla. Ýmsar sögur vora sagðar af Ólafi Thors eins og gengur um slíka menn. Ein var á þessa leið: Kona Ólafs hafði tekið til gjöf, sem kostaði lítið, til að gefa vinnukonu sem lengi hafði verið hjá þeim og sýndi manni sínum. Þá sagði Ólafúr: „Nei, þetta getum við ekki verið þekkt fyrir, Imba mín“; og tók upp 500 kr., er gefa skyldi. 500 kr. var þá vertíðarkaup fyrir fúllgildan sjó- mann. Svo vann eg ftam í maí við höfnina, á eyrinni eins og það var kallað. Það var mikil vinna ;:ð skipa upp úr togurum og svo komu millilandaskip með kol og salt. Eg vann aldrei í kolaskipum, kærði mig ekki um það, þvi þá urðu menn að fara í bað tvisvar á dag, ef þeir vildu ekki verða svertingjar. Kveldúlfúr gerði út eina fjóra togara og hafði verkstjóra við höfhina, sem kallaði menn til vinnu þegar skipin komu. Mig minnir að verkstjórinn héti Jónas, eldri maður syfjulegur með hálf- lokuð augu, en hann vissi sínu viti. Stundum mundi hann ekki hvað eg hét og kallaði mig Geira. Það vora nokkrir menn, sem fyrst vora kallaðir til vinnu og þeir hafa sennilega verið fastraðnir. Eg var einhversstaðar í miðjum röðum, en aldrei með þeim síðustu. Eg hugsa að Ólafúr Thórs hafi beðið verkstjór- ann að láta mig hafa einhveija vinnu, en veit þó ekkert um það. Oddur sterki - matsala Dýrunnar Þennan vetur var mikið atvinnuleysi. Flópur af mönnum komu á vinnustað snemma á morgnana og stóðu þar eða sátu inni í verkamannaskýlinu til há- degis, fóra þá heim og sumir komu aft- ur eftir hádegi, sumir ekki. Eg hugsaði stundum um, hvað það vasri illa gert af mér, að koma hingað og taka vinnu ffá þessum mönnum og sumir þeirra gætu verið með fúllt hús af bömrun. Málafylgja var í mér og það kom önn- ur hugsun á móti. Fyrst ekki var bannað með lögum að sækja vinnu til Reykja- vikur mátti eg gera það og hugsa bara um mig sjálfan og vera ekki á hreppn- um á bezta aldri mér til skammar. Það var ekki á mínu valdi að frelsa heiminn. Stundum komu verkalýðsforingjar, að tala við verkamenn. Það vora þeir Jón Baldvinsson og Ólafúr Friðriksson. Þeir gátu ekki frelsað heiminn ffemur en eg, en þeir vildu reyna að frelsa landið okkar með ráðum og dáð. Ekki er eg búinn að gleyma Oddi Sig- urgeirssyni sterka af Skaganum. Hann gekk um götur .í fommannabúningi, ekki mikill á velli, en snöggur í hreyf- ingum, heymarlítill og með stór- mennskubijálæði í svip, orðinn gamall og hættur að vinna. Veturinn 1930 var ýmislegt að gerast í Reykjavík eins og nú. Þá var verið að Ijúka við að byggja Hótel Botg og þá var verið að reisa útvarpstumana á Vatnsendahæð. Þá var Hótel Borg talið fúllkomið veitinga- og gistihús á mæli- kvarða Evrópu og er það kannski enn. Vel sé stjómendum Reykjavíkurborgar fyrir að hafa keypt þetta hús nú. Það verður aldrei nema einn miðbær í Reykjavík. Það vora margir menn i vinnu á Vatns- endahæð og nokkrir þeirra voru útlend- ingar. Yfirmaðurinn var þýzkur eða danskur. Islendingar vora á effir, að yf- irvinna óttann við aðdráttarafl jarðar, en Frakkar sem byggðu Eiffeltuminn vora búnir að því. Eitt sinn var yfirmaðurinn í mikilli hæð uppi í grindverkinu og missti mutt- eringu úr höndum sér og um leið heyrð- ist hann krossbölva. Mutteringin hefði steindrepið mann sem fyrir varð, en jámstykki þetta drap ekki mann, en gekk á kaf ofan í jörðina. Eg hafði herbergi á leigu á Skóla- vörðustíg með öðrum rnanni, en borð- aði á matsölustað í Veltusundi 1, er Dýrunn Jónsdóttir rak. Hún var skagf- irzk að ætt, systír Bjöms hreppstjóra á Stóra-Seylu og Margeirs fræðimanns á Ögmundarstöðum. Dýrunn var góð kona, prúðmannleg í firamgöngu og yf- irlætislaus. Umhverfis hana var alltaf gott andrúmsloft. Hún bjó til góðan mat og seldi vægu verði. Frá Dýrunnarhúsi var stutt að ganga í vinnuna þegar skip- in komu. Að „halda heisi“ Þá vora ekki vélar tíl allra hluta, mik- ið notað handaflið. Tveir menn vora í lestinni á togurunum, rifú fiskinn upp og köstuðu honum upp um lestaropið. Á því máttí enginn stanz verða og þetta þóttí svo erfið vinna, að það vora mannaskiptí með stuttu millibili. Af ÓlafurThors. „Við fyrstu sýn og æ síðan fannst mér hann vera mikill höfðingi." dekkinu var fiskinum kastað upp á bryggju og af bryggjunni upp á bílpall og svo ekið með hann út á Seltjamames eða eitthvað annað, þar sem harrn var vaskaður og þurrkaður. Þetta var vænn þorskur, fallegur fiskur. Karfi sást ekki. Blámenn í Suðurlöndum hafa þá lík- lega ekki viljað éta fiskinn rauða. Á þessum tíma mátti með sanni segja að lífið væri saltfiskur, engin vinna í frystihúsum við fiskverkun. Einu sinni eða oftar vann eg í lest á saltskipi. Við vorum tveir saman og mokuðum saltínu í litla tunnu, sem kölluð var mál. Úr málinu var hvolft í poka, sem áttu að vera fjórir eða sex, svo kom halvírinn með krók á endan- um og lyfti pokunum upp úr skipinu. Ef búið var að fylla pokana og ekki stóð á þvi, þegar krókurinn kom, var það kall- að að „halda heisi“. Ef menn héldu ekki heisi vora þeir látnir hætta, er ekki vísað úr vinnunni, heldur fengifi annað starf. Eg hafði góðan mann mefi mér og við héldum alltaf „heisi“. Það gætu hafa verið 10 eða 12 menri sem að jafnaði borðuðu á matstofú Dýrannar. Þar var ofl glatt á hjalla og skemmtilegar umræður. Einn maðui bar þó af i þessu samfélagi. Eg man ekki íengur hvað hann hét, en mér vai sagt að hann væri prestssonur úr Ár- nes- eða Rangárvallasýslu. Hann vai myndarmaður nálægt þrítugsaldri. menntaður og hafði farið til útlanda. Sérstaklega var hann fróður um skipu- lag kommúnismans og lét að þvi liggja, að það væri óráðlegt fyrir fólk að ganga í hjónaband fyrr en komm- únisminn væri orðinn gildandi hér á landi og þess yrði varla lengi að bíða. Þessi austanmaður sagði fra því afi maður sem hann þekkti hefði farið tíl Rússlands og verið þar eitthvað. Spun var, hvað maður þessi hafi gert þar Svar: Hann var eitthvað við að drepa presta. Eftir þessa vertíð kom eg með pen- inga að sunnan. Eg eyddi litlu, keypti ekki vín eða tóbak og fór ekki á skemmtanir, nema einu sinni í Gamla Bíó. Það hefúr verið sagt um mig, afi eg timdi aungvu. Mér finnst það ekki hnjóðsyrði að eyði ekki peningum i vitleysu. En það er nú svo, að pening- ar hafa ekki tollað hjá mér. Það vantai eitthvað í mig, sem eg kann ekki afi skilgreina. Eg hef aldrei eignast neitt, sem hægt er að telja og þó. Eg á gull- bók í Búnaðarbanka með innieign kr. 2300-. Á þessa fjárhasð safnast vextir. Mér finnst létt yfir mönnum þessa vordaga, vegna þess að Rússakeisari er fallinn í annað sinn. 2. júní 1990. Björn Egilsson BILFERÐ TIL EVROPU MEÐ LLÚXUSSKIPI ■ * 'iT ’r?” “ llllllllllllllll Það er notaleg tilbreyting að sigla með lúxusfleytu til Evrópu. Um borð í þægi- legri ferju með öllum ný- tísku þægindum geturðu slakað á og byrjað að njóta sumarleyfisins. Hreint sjávarloftið hressir ótrú- lega og streitan hverfur eins og dögg fyrir sólu á Atlants- hafsöldunni. Norræna er bílferja af fullkomnustu gerð, búin þeim þægindum sem kröfuharðir ferðamenn nútímans vilja. Um borð í Norrænu er að finna veitingastaði, frí- höfn, bari, diskótek og leikherbergi fyrir bömin. Fullkominn stöð- ugleikabúnaður gerir siglinguna að ljúfum leik. Þannig eiga sumarfríin að vera. Hringdu eða líttu inn og fáðu all- ar upplýsingar um ferðir Norrænu til Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlands, því vel undirbúið sumarfrí er vel heppnað sumarfrí. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SMYRIL-LINE ÍSLAND LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK SIMI 91-62 6362 AUSTFARHF. N0RRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FJfRÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI SIMI 97-21111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.