Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 2
12 W HELGIN
Laugardagur 23. júní 1990
SML,
TOPP ▼ GÆÐI
SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR
Garösnyrtitæki frá Skil eru byggö samkvæmt
ströngustu öryggis- og neytendakröfum,
viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins.
SPÁÐU í VERÐIÐ!
vr\r\oo ■ Mnr
Vorhappdrætti Framsóknarflokksins
1990
Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings-
númer eru sem hér segir:
1. vinningur nr. 29352
2. vinningur nr. 14359
3. vinningur nr. 38822
4. vinningur nr. 8039
5. vinningur nr. 13391
6. vinningur nr. 33369
7. vinningur nr. 14360
8. vinningur nr. 14874
9. vinningur nr. 127
10. vinningur nr. 33064
11. vinningur nr. 2606
12. vinningur nr. 6749
13. vinningur nr. 17642
14. vinningur nr. 29032
15. vinningur nr. 13417
Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379.
Framsóknarflokkurinn
Lokað vegna sumarleyfa
Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og
imeð 2. júni 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks.
Framsóknarflokkurlnn.
PÓSTFAX TÍMANS
Elizabeth Alexandra Mary, prins-
essa, fæddist að Bruton Street 17 í
London þann 21. april 1926, dóttir
hertogahjónanna af York. Hún var
skírð fimm vikum síðar í kapelluni í
Buckingham-höll og gefið nafnið El-
isabeth Alexandra Mary.
Hún hafði ekki náð tíu ára aldri,
þegar ffændi hennar, Edward 8.,
sagði af sér konungdómi og ljóst
varð að hún stóð næst ríkiserfðum.
Eftir það var uppeldi hennar við þetta
væntanlega mikla hlutverk miðað.
En þar gætti í engu þeirrar forme-
festu og stífhi sem varpað hafði
skugga á bemsku svo margra ætt-
ingja hennar. Þeir sem nánast fylgd-
ust með henni urðu þess varir hve vel
hún sem bam hugsaði um Margréti
Rose, yngri systur sína, og sáu i því
eiginleika sem koma mundu henni til
góða er hún hefði verið krýnd. Móðir
hennar skipulagði uppeldi hennar og
lagði áherslu á virðulega ffamkomu
og að búa hana undir háskólanám.
Fljótt kom í ljós að hún kunni best
við sig úti í sveit og hafði mikla
ánægju af hestum, og þar kippti
henni í kynið. Hún sagði líka að hefði
hún ekki sest í hásætið hefði hún vilj-
að „búa á sveitasetri og eiga fjölda af
hestum og hundurn."
í herþjónustu
Elizabeth (hér eftir Elíasbet) bjó í
Windsor á stríðsámnum, en snemma
á árinu 1945 fékk hún foður sinn, Ge-
org konung VI., til þess að leyfa sér
að fara í herþjónustu, „eins og aðrar
ungar stúlkur á mínum aldri“. Hún
gekk í flutningadeild hjálparsveit-
anna og sannaði að hún var ágætur
bílstjóri og þó nokkuð góður bifvéla-
virki. Fyrir stríðið höfðu verið gerðar
tilraunir með að lofa prinsessunum
að umgangast böm á sama aldri, án
þess að hirðsiðameistaramir vektu
yfir þeim, en þær tilraunir höfðu ekki
heppnast sem best, nema böm vina
foreldra þeirra ættu í hlut. En sem
undirliðþjálfinn Elísabet Windsor,
gat hún nú umgengist unga karla og
konur af öllum stigum. Raunar vildu
foreldrar hennar að hún kynnstist
ungum mönnum, þótt þau hafi varla
ætlast til að hún tæki sér eiginmann
nema einhvem af háum stigum. Kon-
ungur skrifaði móður hennar að svo
virtist vera að hún hefði þó þegar séð
sér út þann „rétta“, þótt honum fynd-
ist það ótrúlegt að hún hefði fallið
fyrir þeim fyrsta sem hún kynntist.
Ungi maðurinn var Philip (hér eftir
Filippus) prins af Grikklandi, en fað-
ir hans, Andrés prins, hafði verið
gerður útlægur eftir uppreisn hersins
árið 1922. Til þcss að hann drægist
ekki inn í hringiðu pólitíksra atburða
á Balkanskaga, trúðu foreldramir
enskum ættingjum hans fyrir uppeldi
hans — Mountbatten hjónunum.
Hann gegndi þjónustu í breska flot-
anum í stríðinu og þótti standa sig
með ágætum. M.a. var hans getið í
tilkynningum hersins eftir sigurinn
yfir ítölum við Cape Matapan. Sem
firændi Elísabetar var hann velkom-
inn gestur í Windsor og á stríðsámn-
um lagði hann sig fram um að afla sér
bresks ríkisborgararéttar. Án rikis-
borgararéttar hefði hann ekki getað
skapað sér framtíð sem foringi í flot-
anum. Þetta var þó erfitt og flókið
viðfangs af pólitískum ástæðum, en
fékkst þó framgengt. Snemma árs
1947 varð Filippus Mountbatten,
liðsforingi, breskur þegn.
Konunglegt brúðkaup
Unga fólkið var þegar farið að hug-
leiða brúðkaup árið 1946, en konung-
ur lagði áherslu á að Elísabet væri
Elísabet hin önnur, af Guös náð drottning Stóra-Bretlands og Norður- ír-
lands og fleiri yfiiráðasvæða og nýlendna, vemdari trúarinnar og höfuð
Samveldisns ásamt eiginmanni sínum Filippus Montbattein hertoga.
orðin 21 árs, áður en hún tæki endan-
lega ákvörðun. Nokkmm vikum eftir
að hún hafði náð þessum tilskilda
aldri var trúlofunin tilkynnt. Brúð-
kaupinu, sem fór ffarn þann 20. nóv-
ember, var útvarpað og sjónvarpað
og varð það til að votta að konung-
dómur í Englandi stóð á traustum
gmnni, því fögnuður þjóðarinnar var
almennur. Hinn 14. nóvember 1948
fæddist þeim svo fyrsta bamið, Karl
prins. Dóttirin Anna fæddist 1950 og
þá komu tveir synir, Andrew árið
1960 ogEdward 1964.
Þau Elísabet og maður hennar, sem
nú hafði verið aðlaður sem hertoginn
af Edinborg, nutu lítils næðis meðan
á hveitibrauðsdögunum stóð, vegna
herskara af forvitnum áhorfendum
og urðu því að leita skjóls í Skot-
landi. 1948 fóm þau í opinbera heim-
sókn til Parísar, sem þótti takst fram-
úrskarandi vel, og á næstu ámm,
meðan Georg VI. lifði, gegndu þau
fjölda af opinbemm skyldum. Veik-
indi konungsins hlóðu sífellt nýjum
verkefnum á dóttur hans.
Elísabet II.
Tíðindin um dauða konungs bámst
þeim er þau vom í heimsókn í Kenya
og þar með flugu þau samstundis
heim til Englands. Elísabet var krýnd
hinn 2. júní 1953 og var titill hennar:
„Elísabet hin önnur, af Guðs náð
drottning Stóra-Bretlands og Norður-
Irlands og fleiri yfirráðasvæða og ný-
lendna, höfuð Samveldisins, vemdari
trúarinnar." Þætti orðalagið „fleiri yf-
irráðasvæða og nýlendna" heldur
loðið, þá hentaði það vel er heims-
veldi Breta var að að taka ömm um-
skiptum.
Árið 1947 hafði faðir hennar hætt að
vera Indlandskeisari og árið 1948
varð Ceylon samveldisland. Burma
varð sjálfstætt 1949 og Malayasam-
bandið varð heimsveldislandsvæði.
Á næstu tíu ámm sagði Egyptaland
sig úr lögum við Breta, Gullströndin
gerðist sjálfstætt ríki og efnt var til
hinnar óskynsamlegu samsteypu
Rhodesíu og Nyasalands. Með brott-
hvarfi Indlands má segja að heims-
veldið hafi ekki verið orðið nema
svipur hjá sjón. Þetta var orðið los-
aralegt samband ríkja með sameigin-
lega sögu í stjómarfari, sem flest not-
uðu ensku sem opinbert mál og áttu
drottninguna að þjóðhöfðingja. Kon-
unglegar heimsóknir höfðu nú á sinn
hátt meira gildi en verið hafði fyrir
stríðið, en áhrifa þeirra sá lítinn stað.
Þegar svo var komið og farið var að
bera á að hinn almenni Breti tók vel-
ferðarkerfið sem sjálfsagt mál og lét
sér fátt um finnast þótt heimsveldið
hryndi, var ekki nema eðlilegt að
ásýnd konungsvaldsins breyttist líka.
Sá sem mest stuðlaði að slíkum
breytingum var hertoginn af Edin-
borg. Þegar hann var í skóla hafði
skólastjóri hans lofað forystuhæfi-
leika hans, en tekið fram að stundum
hneigðist hann til óþolinmæði og
skorts á umburðarlyndi. Sem fylgd-
armaður drottningarinnar við opinber
tilefni komu allir þessir eiginleikar
prinsins fram. (Að ráði McMillans
hafði drottning sæmt hann prins-
nafnbót 1957.) Samt væri ekki rétt að
segja að hann hafi vakið á sér athygli
fyrir skort á umburðarlyndi. Hann
lagði sig fram um að færa ímynd
þjóðhöfðingjans til nútímalegra
forms og „ímynd“ er orð, sem á vel
við hér. Utvarp, kvikmyndir og þó
fyrst og fremst sjónvarp höfðu nú
tekið að sér að stjóma öllum „al-
mannatengslum" er hina konunglegu
fjölskyldu snertu og hirðsiðameistar-
inn og aðrir embættismenn fengu
minnstu lengur um það ráðið á hvaða
nótur var slegið. Þá endurskipulagði
Filippus húshaldið í Buckinghamhöll
og Windsorkastala, kom á verðlaun-
um hertogans af Edinborg, lærði
flug, tók kvikmyndir og lék póló á
sunnudögum. Þá fór hann að krydda
ræður sínar ýmsum skrýtlum og orð-
um úr talmáli, og þótti sumt af þessu
varla viðeigandi. Karl prins var látinn
feta í fótspor hans er hann gekk í
Cheam gagnfræðaskólann og síðar í
Gordonstoun menntaskólann, en þar
hafði Filippus stundað nám og unað
sér vel. Markmiðið með þessu var að
nú skyldu hin konungbomu böm
ekki lengur vera aðskilin frá daglegu
lífi þjóðarinnar, heldur verða þátttak-
endur í því.
Gagnrýnar raddir
Þessi tilraun, ef hægt er að kalla það
tilraun sem ekki verður aftur tekið,
tókst ekki að öllu leyti vel. Breyting-
ar, hversu vel sem þær em undirbún-
ar, munu alltaf verða of hraðar eða of
hægar í augum þeirra sem með þeim
fylgjast. Árið 1955 kom sá kvittur
upp í blöðum að Margrét prinsessa
hyggðist giftast Peter Townsend höf-
uðsmanni. Hann hafði lent í skilnað-
armáli, þótt hann hefði ekki verið sá
aðilinn sem frumkvæðið átti. Varð
orðrómurinn svo magnaður að ekki
varð hjá komist að gefa út opinbera
yfirlýsingu. Var hún í þá vem að
Margrét kvaðst, eftir að hafa ráðgast
við kenningu kirkjunnar og stjómar-