Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. júní 1990 HELGIN 21 feia r SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Hin laglega Jennifer Gardner í tveimur útgáfum. Myndin til vinstrí var tekin skömmu áður en hún var myrt í maí 1989. Leitin að líki Jennifer hélt áfram en án árangurs. Þegar búið var að þraut- leita stórt svæði út ffá staðnum þar sem höfúðið fannst, vissi enginn hvar leita skyldi næst. Story City er um 50 km norðan við Ames. Steve Holdr- edge lögreglustjóri þar vissi auðvitað um höfúðið og nú rifjaðist upp fyrir honum að hann hafði verið með vini sínum við veiðar á báti á Little Wall- vatni sömu helgina þegar þeir heyrðu skvamp og sáu bíl á hægri ferð aka ffá vatninu. Þeir höfðu ekki athugað mál- ið nánar þá en nú fór lögreglustjórann að gruna að þama hefði höfúðlausu líkinu ef til vill verið fleygt í vatnið og hann ákvað að ganga úr skugga um það. Er hann kom á staðinn þar sem skvampið hafði heyrst, maraði þar gegnblautur, stór pappakassi í vatns- borðinu. Hann var tómur en þegar bet- ur var að gáð í aðeins tveggja metra fjarlægð ffá landi, á grunnu vatni sást greinilega hvítur plastpoki. Holdredge fór úr skóm og sokkum, óð út í og dró pokann að landi. I honum var lík. Um sama leyti hringdi lögreglan í Dallas til Ames og kvðast hafa fúndið manninn. Hann kom með flugi ffá Des Moines á laugardeginum. Lögreglan hafði hitt hann hjá ættingjum sínum og tilkynnt honum lát Jennifer. Það fékk á hann. Hann viðurkenndi að hún hefði búið hjá þeim bræðranum í Ames í nokkrar vikur. Ekki hafði hann hug- mynd um hver hefði myrt hana eða hvers vegna. Yngsti bróðirinn játar - Hann segist koma til baka og hjálpa eftir megni við rannsóknina, sagði lög- reglumaður í Dallas. - Þá er hann laus mála hjá okkur, hvað sem fíkniefndae- ildin i Des Moines kann að eiga van- talað við hann. Það tekur srnn tíma að myrða stúlkuna og losa sig við líkið á tveimur stöðum. Það gæti ekki hafa gerst fyrr en á sunnudagsnóttina og þá var hann komin til Dallas. Þá barst tilkynningin um líkfúndmn og lausleg rannsókn leiddi strax i ljós að líkið var af Jennifer og nú vöknuðu margar spumingar: Hvers vegna var höfðinu fleygt í einum poka og líkinu t öðrum poka með 40 km millibili? Hver hafði myrt stúlkuna? Hvar var hún myrt? Hvers vegna var höfúðið tekið af? Óvænt svör við sumum þessara spuminga biðu manna þegar þeir komu afhrr á skrifstofú lögreglustjóra. Yfirmaður í Boys Town hafði hringt og nú hringdi lögreglan til baka. Mað- urinn sagðist hafa verið spurður um hugsanlegt morð Jennifer Gardner og einnig manninn sem hún hafði búið hjá. Hann kvaðst minnast þess að yngsti bróðirinn, sem enn var í Boys Town, hafði fengið leyfi til að heim- sækja bræður sína um löngu helgina og komið aftur á sunnudagskvöldi. Starfsmenn tóku þá eftir að hann var í miklu uppnámi og er hann var spurður hvort eitthvað hefði komið fyrir, svar- aði hann því til að sér liði bara ekki vel, það væri ekkert að. Yfirmaðurinn sagði að þegar lögreglan hefði komið, spurt um elsta bróðurinn og sagt sér frá morðinu, hefði hann farið að íhuga málið og spurt drenginn nánar um at- burði helgarinnar. I það skiptið féll unglingurinn saman í táraflóði og játaði að bræður hans hefðu myrt Jennifer og skorið af henni höfúðið. Með þessar upplýsingar í handraðan- um fóra Anderson og þrir aðstoðar- menn hans til Boys Town til nánari rannsóknar en Stark og menn hans fóra til að handtaka bræðuma, Ruben og Edward Deases, 17 ára og 21 árs. Yngsti bróðirinn sagði lögreglunni að hann hefði verið með hinum tveimur í íbúðinni í Ames þegar sá elsti var far- inn til Dallas. Edwin og Jennifer höfðu sífellt verið að rifast enda kom þeim aldrei vel saman. Jennifer var að horfa á sjón- varpið þegar Edwin sagði eitthvað við hana svo hún rauk upp og sagði að ef hann þegði ekki skyldi hún segja eldri bróður hans að hann hefði reynt við sig meðan hann var fjarverandi. Þá yrði honum fleygt á dyr. Kassinn var of lítiil Skömmu seinna gekk Edward á bak við sófann þar sem Jnenifer sat, greip hana hálstaki og dró hana yfir sófa- bakið. Þegar hún æpti, greip hann fyr- ir vit hennar og hélt þangað til hún kafhaði. Síðan sagði hann Ruben að þeir yrðu að losa sig við líkið. Þeir fóra út og komu aftur með þykkan pappakassa undan sjónvarpstæki. Þeir reyndu að troða líkinu í hann en það komst ekki. Þá þóttist Edward finna ráð til þess. Hann dró líkið inn á baðherbergi, lyfti því upp í baðkerið og sargaði höfúðið af. Hann stakk höfðinu í einn poka en búknum í ann- an og stakk báðum í kassann. Síðan fóra þeir Ruben á bíl elsta bróðurins snemma á sunnudagsmorgun með kassann og vora nokkra tíma í burtu. Þegar þeir komu aflur sögðu þeir yngsta bróðumum að þeir yrðu að fara með hann til Boys Town en hann mætti ekkert segja. Ef hann gerði það væri hann jafhsekur þeim þar sem hann hefði verið á staðnum þegar þeir myrtu Jennifer. Grátandi drengurinn kvaðst hafa reynt það en hann hefði ekki getað sof- ið því hann fékk stöðugar martraðir um líkið í plastpokunum. Nú var Edward ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði en Ruben var falinn unglingadómstóli. Edward Deases hafði andúö á vinkonu bróður síns af því hann taldi sig verða af peningum henn- ar vegna. Við fyrstu yfirheyrslur sagði Edawrd að það hefði verið Ruben sem kæfði Jennifer. Sjálfúr hefði hann aðeins hjálpað til við að koma líkinu í kass- ann en orðið illt af öllu blóðrnu og Ru- ben hefði lokið verkinu. Edward skýrði líka hvers vegna höfúðið var á einum stað og búkurinn á öðram. Þeir höfðu stansað á leiðinni og ákveðið að setja pokann með höfðinu á veginn og aka yfir hann nokkrum sinnum til að tortíma því. Þeir þeir vora komnir út með pokann kom annar bíll aðvífandi. Þá urðu þeir svo hræddir um að sjást að þeir fleygðu pokanum í vegarskurð- inn og héldu áfram upp að vatninu með líkið í kassanum. Saksóknari taldi víst að Edward reyndi að kenna bróður sínum um af því harrn var of ungur til að hljóta dóm nema samkæmt lögum um unglinga. Þá yrði hann í varðhaldi til 18 ára ald- urs og ekki yrði hægt að ákæra hann fyrir morðið eftir það. Nú var sótt um undanþágu til að ákæra Ruben sem fúllorðinn og hún fékkst. Nú virtist sem málinu væri lokið en fleira átti eftir að koma fram og sumt af því í meira lagi óhugnanlegt. Elsti bróðirinn var handtekinn í Kansas fyr- ir fikniefnasölu. í bíl hans fannst nokk- urt magn af kókaíni. Hann var ákærð- ur og dæmdur til fangelsisvistar. Greip hana hálstaki Ruben kom fyrstur fyrir réttinn og yngsti bróðirinn var aðalvitni ákæra- valdsins. Hann breytti þar fyrri fram- burði sínum og sagði að það hefði ver- ið Ruben en ekki Edward sem banaði Jennifer á meðan elsti bróðir þeirra var í Texas að ganga ffá fíkniefhasamn- ingi. Smátt og smátt kom til orðaskaks sem færðist í aukana. Edward sagði Jennifer að hypja sig úr íbúðinni og sakaði hana um að kúga fé af bróður þeirra. Hún svaraði fúllum hálsi og dró loks byssu upp úr skúffu og sagðist ætla að drepa hann. Hún ró- aðist þó aftur og fór inn í herbergi sitt. Þá hefðu Ruben og Edward farið að tala um hvemig þeir gætu komið Jennifer fyrir kattamef. Hún væri farin að færa sig of langt upp á skaftið við að aðstoða bróður þeirra og hlyti því að fá eitthvað af peningunum. Þeir báðu yngsta bróðurinn að vinna verkið af því hann væri of ungur til að fá dóm fyrir morð. Vitnið kvaðst hafa harðneitað að gera neitt. Jennifer kom fram aftur og fór að horfa á sjónvarpið. Þá var það að Ru- ben greip hana hálstaki aftan frá og kæfði hana síðan á gólfinu aftan við sófann. - Hún braust um eins og hún væri að drakkna, sagði pilturinn. - Hún sveifl- aði fótum og handleggjum en loks lá hún kyrr, blá í framan en andartaki síð- ar virtist hún ætla að lifha við og hreyfði sig. Þá sagði hann að Ruben hefði staðið upp og stigið ofan á háls hennar en Ed- ward sótt belti af náttslopp sem þeir gerðu lykkju á og hertu að hálsi Jenni- fer. Edward togaði í meðan Ruben stóð á bringunni. Síðan drógu bræð- umir Jennifer iim á baðhcrbergið. Áheyrendur í réttarsalnum urðu felmtri slegnir af næstu orðum drengs- Hvar var búkurinn og hvaöa hlut- verki gegndu fjórir bræöur sem stúlkan haföi um- gengist mik- iö? ins. Hann sagðist hafa litið inn á bað- herbergið skömmu síðar og séð þá nakið lík Jenniferhanga í sturtuklefan- um. Honum hefði orðið óglatt þegar hann sá Ruben hafa kynmök við líkið. Edward kom og bauð honum að reyna líka, hvað hann afþakkaði. Næst gerðist það að elsti bróðirinn var kallaður til vitnis. Þegar hann gekk framhjá þar sem Ruben sat, hreytti hann í hann svívirðingum. Eftir vitnis- burðrnn gekk hann sömu leið til baka en þá stökk Ruben á hann. Réttarverð- ir skökkuðu leikinn. Ruben flutti sjálfúr vöm sína og byij- aði á neita að hafa haft mök við líkið. Hann sagði ennfremur að þennan dag hefði elsti bróðúinn farið til Texas til að ganga frá 100 þúsund dollara fikni- efhasamningi og Jennifer hefði heimt- að að Edward gæfi sér kókaín. Þegar hann neitaði upphófst rifrildi sem færðist í aukana. Jennifer hefði gripið til byssu og hótað að drepa alla bræð- uma en þessu hefði lokið þegar elsti bróðirinn hringdi frá Texas og talaði við Jennifer. Sagan breytist Ruben sagði að þá hefði hún sleppt byssunni og farið fram i eldhús, náð í bjór en sest svo í sófann ásamt yngsta bróðumum. Spurður hvað hann hefði þá gert, smellti Ruben fingrunum og sagði: - Ég greip hana bara. Hann sagðist hafa hert að hálsi henn- ar en þegar hann sá blóð renna úr nefi hennar hefði hann sleppt takinu. Hann staðhæfði að hann hefði aldrei ætla að að verða henni að bana. - Ég vildi bara jafna ærlega um hana fyrir frekjuna, sagði hann. Næst lýsti hann vitnisburð yngsta bróðurins ósannan og kvaðst aldrei hafa hjálpað Edward við að afhöfða líkið. Hann sagði að þegar hann sá blóðið hefði hann reynt að hjálpa Jennifer. Hann hefði beðið Edward að hætta þegar hann kom með beltið. Hins vegar játaði hann að hafa hjálpað Edward við að losa sig við líkið, enda ekki annað hægt að svo komnu máli, enda hefði Edward líka hótað sér öllu illu annars. Saksóknari hrakti vöm Rubens með vitnum sem Ruben hafði kynnst í varðhaldinu. Þau staðhæfðu að hann hefði sett saman rappsöngva sem fjöll- uðu um það affek hans að myrða Jennifer. Kviðdómur fékk tvennar ólíkar for- sendur i lokaræðum lögmanna. Veij- andinn lýsti Ruben sem hræddum ung- lingi sem hefði í mesta lagi nefbrotið fómarlambið. Akærandinn sagði hins vegar að hann væri kaldrifjaður morð- ingi sem ekki hefði aðeins hjálpað til við að afhöfða líkið, heldur einnig haft kynmök við það. Það tók kviðdóm aðeins rúmar tvær klukkustundir að komast að þeirri nið- urstöðu að Ruben Deases væri sekur um morð að yfirlögðu ráði. Refsing við því er sjálfkrafa lífstíðarfangelsi. Edward Deases var ákærður fyrir sama brot og einnig sakfelldur i febrú- ar 1990.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.