Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 3
L Laugardagur 23. júní 1990 HELGIN 13 skrána, hafa ákveðið að hún mundi ekki giftast höfuðsmanninum. Þetta skelfdi þá sem fannst að hún ætti ekki að taka slík formsatriði alvar- lega, en líka aðra, sem fannst óbæri- legt að hún skyldi svo mikið sem hafa látið sér slíkan ráðahag til hugar koma. Umfjöllun blaða um þetta mál og það er prinsessan síðar trúlofaðist Anthony Armstrong Jones (sem varð Snowdon lávarður við brúðkaup þeirra), sýndi íram á þær þverstæður sem hlutu að myndast er konunglegt fólk vildi virðast taka þátt í daglegu lífi. Því fylgdi að það gaf færi á að með því yrði fylgst að því marki að valda mundi skaða og að hegðun þess yrði rangtúlkuð. 1957 varð konungsfjölskyldan fyrir gagnrýni af öðrum toga og hún byggðist ekki á slúðursögum. Altrin- cham lávarður ritaði grein í National Review og sagði: „Drottningin flytur ræður sínar þannig við opinber tilefni að það er hræðilegt að hlusta á það og röddin er eins og í teprulegri skóla- stelpu. Hún er alveg úr tengslum við nútímann og og ráðgjafar hennar eru staðnaðir karlar sem ekkert vita hvað gerist utan veggja kerfisins.“ Þessi gagnrýni var áreiðanlega hluti af þeirri almennu óánægju sem ríkti meðal almennings með stöðu breskra mála, eftir slæma útreið Breta við Súez. Konungsfjölskyldan mátti heyra ýmis fleiri móðgandi ummæli og drottning var gagnrýnd (mjög ranglátlega) þegar hún bað McMillan að mynda stjóm á eftir Sir Anthony Eden. Hafði hún þó farið fyllilega að fyrirmælum stjómarskrárinnar og hlýtt tillögum ráðuneytisins. Erffið ferðalög En þessi gagnrýni er löngu hljóðn- uð. Eftir 1957 hefur Elísabet farið margar erfiðar ferðir er sumar, eins og heimsókn hennar til Ghana 1961 og til Kanada 1964, reyndu á vegna vandræðalegs ástands stjómmála- lega. Það er bæði Ghana og Kanada héldust innan Samveldisins var áreiðanlega ekki minnst að þakka því trausti er hún ávann sér við þessi til- efni. Árið 1973 nefhdi hún í jólaboð- skap sínum tvo atburði sem þá merk- ustu á liðnu ári. Var annar brúðkaup dóttur hennar, Önnu, og Mark Philips, ungs herforingja af alþýðæu- ættum, en faðir hans rak matvæla- verksmiðju. En hinn atburðurinn var ráðstefna Samveldisríkjanna í Otta- wa. Þótti þetta merki um hve umhug- að henni væri um einingu Samveldis- ins. Árið 1977 var silfurbrúðkaup drottn- ingar og manns hennar hátíðlegt haldið um allt Samveldið og ferðuð- ust þau það ár 56 þúsund mílur til þess að taka þátt í hátíðarhöldum þegnanna. Heimsóknir hennar til annarra landa yrði of langt mál upp að telja. Haust- ið 1954 lauk hún heimsókn þeirri til Samveldislandanna sem orðið hafði að fresta við dauða föður hennar og fór hún þá til Bermuda, Jamaica, Fiji- eyja, Tonga, Nýja Sjálands, Ástralíu, Ceylon, Uganda, Möltu og Gíbraltar. Með heimsókn sinni til íslands nú heftir hún heimsótt öll Norðurlöndin. Til Finnlands fór hún 1976, til Dan- merkur 1979, til Noregs 1981 og til Sviþjóðar 1983. Fjölskyldan fremur en þjóöhöföing- inn sjálfur Drottningin á sex bamaböm. Þau em Peter Philips, fæddur 1977, sonur Önnu prinsessu og Mark Philips og dóttir þeirra Zara. Hin bamabömin em þeir William prins, fæddur 1982 og Henry prins, fæddur 1984, synir prinsins af Wales og lafði Diönu Höfuð elstu veraldlegrar stofnunar Bretaveldis Spencer. Þá er það Beatrice prins- essa, dóttir þeirra Andrew hertoga af York og Söm Ferguson. Hún er fædd 1986. Aðra dóttur eignuðust þau svo á þessu ári. Prinsinn af Wales kvænt- ist árið 1981. Hann hefur sem kunn- ugt er margoft komið til íslands. Annimar við hinar opinbem skyldur hafa aukist ffemur en hitt á tækniöld og er konungsfoiskyldan, fremur en þjóðhöfðinginn einn, orðin tákn kon- ungsríkisins. Þetta endurspeglar að nokkm að þau drottningin, Filippus prins og nánustu ættingjar þeirra em mjög samrýnd. Á okkar tímum er konungsfjöiskyldan líka ekki lengur sá pýramídi, reistur samkvæmt vegt- yllum, sem áður var. Á hana er litið sem samstæða heild, þar sem allir meðlimimir hafa mikilvægu hlut- verki að gegna. Sjónvarpið hefur rek- ið smiðshöggið á þessa þróun. Kvik- myndagerðarmenn hafa útbúið ffam- haldsþætti um hinar konungbomu persónur og fylgst er með daglegu lífi þeirra nógu grannt til þess að al- menningi finnst hann þekkja þær harla vel. Þegar Anna prinsessa gift- ist árið 1973 leyfðist sjónvarpsmönn- um að fylgjast með undirbúningum að tjaldabaki og er brúðhjónin komu ffam á svalir hallarinnar gafst fólki kostur á að sjá umhverfið með þeirra augum, þar sem sjónvarpsvélum var komið fyrir við hlið þeirra. Þótt gagnrýnibylgjan ffá 1957 hafi löngu fjarað út, þá er langt ffá því að konungsfjölskyldan sé alveg ffið- helg. Stúdentar mótmæltu heimsókn drottningar til Stirling háskóla og dýravemdarsinnar hafa lýst andúð sinni á því að Anna prinsessa fer á veiðar. Þá fmna vinstri sinnaðir og þingmenn Verkamannaflokksins með jöfnu millibili að fjárveitingum þingsins til hirðarinnar. Þau forréttindi sem drottningin nýt- ur em óbreytt að mestu ffá því sem verið hefur. Sú ákvörðun íhalds- flokksins að kjósa formann sinn sjálfir í stað þess að þjóðhöfðinginn útnefndi hann, varð ekki til annars en að létta skylduverki af drottningunni, sem aldrei var hægt að vinna svo að öllum líkaði. Sir Alec Douglas Home var síðasti forsætisráðherrann, sem útnefndur var eftir viðræður þjóð- höfðingjans við aldursforseta flokks hans, ffemur en samkvæmt vilja flokksins sem heildar. Þó mundi koma í hlut drottningar að skera úr, ef svo færi að niðurstöður fengjust ekki í kosningu, eins og við lá að gerðist 1974. Einkahagir í sviðsljósinu Eins og á var minnst em einkahagir og áhugmál meðlima konungsfjöl- skyldunnar stöðugt í sviðsljósinu. Þannig hefur ekki farið fram hjá neinum að gæðingar drottningar hafa unnið til fjölda verðlauna á kapp- reiðum og dóttir hennar hefur getið sér orð sem knapi á heimsmæli- kvarða. Starf Filippusar prins að dýravemd er á allra vitorði. Það hef- ur aflað honum meira álits en þá er hann hefur viljað gera breskum iðn- aði til góða. Karl prins hefur reynst gæddur góðum hæfileikum til há- skólanáms, en slíkir eiginleikar hafa verið óþekktir í fjölskyldunni ffá því Albert, mann Viktoriu drottningar, leið. Hlutverk Elísabetar hefur verið að halda þeim gmnni í horfínu sem konungdómur í Bretlandi byggir á, en án þess að Bretar né aðrir geti treyst á að hann muni aldrei raskast. HELGINA 23.6.-24.6. LAUGARDAG KL. 10-16, SUNNUDAG KL. 12-16 TJALDVAGNARNIR KOMNIR • Fellihýsí • Tjöld • Tjaldvagnar • o. fl. o. fl. 1 TJALDVAGNAR • Innifalið í verði vagnsins er: Stórt fortjald Botn í fortjald Eldavél með 3 hellum Gasjafnari • gardínur Borð • varadekk _FJORÐí Hjaiteyrargðtu 4 - Simi (9Sj 22275 • reístur á 15 sek. SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 - SIMI 62-17-SO • fýrír allar árstíðir • allur hugsanlegur útbúnaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.