Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. júní 1990 HELGIN 15 þess sem nasistastjómin afrekaði, eins og kona nokkur komst að orði. V-2 eldflaugin gat borið einnar lestar þunga sprengju af vanalegri gerð, og kraíðist Hitler að framleiddar yrðu 2000 flaugar á mánuði, sem var fimm- falt það magn sem hægt var að fram- leiða. Hefði atómsprengjan verið komin til sögu á þessum tíma, hefði hún orðið vopnið, sem bundið hefði enda á öll stríð. En hann varð of seinn til þess að gera sér grein fyrir þýðingu kjamorkuvísindanna og eldflauganna. Nú stendur til að hreinsa til í kringum leifamar af stöðinni og koma þar upp upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Og snjallir kaupsýslumenn láta ekki á sér standa: V-þýskur kaupahéðinn var þegar kominn á vettvang með miklar ráðgerðir. Hann huggst koma þama upp „friðar- garði" með eldflauga- safrii, sovéskt flugmóðurskip úti á sjónum og „Disneylandi", þar sem boðið verður upp á eftirlíkingu af geimferð! i Bandamenn héldu tilraunum áfram um skeið með þýsku flug- skeytin, eftir að firiður var kominn á. Hér er V-2 flugskeyti skotið á loft í Cuxhaven. Og Ijóöin á skáld- anna tungu í helgarblaði Tímans 9. júní segir Kristján Jónsson frá Snorrastöðum, að Þorsteinn Er- lingsson hafi hjálpað Steingrími um þessa ljóðlinu i kvæðið Vor- hvöt. Þorsteinn sem unglingur hafi þá verið fylgdarmaður þeirra „skáldjöfranna“ Stein- gríms og Matthíasar. Það er víst meira en hálf öld síð- an ég heyrði þessa sögu, sem virðist vera æði lífseig. Gallinn er bara sá, að hún er eintómur tilbúningur. Steingrímur tók stúdentspróf árið 1851 og fór strax til Kaupmannahafnar i há- skólanám. Skömmu eftir að hann kom til Hafnar orti hann þetta kvæði og það kom þá út i Nýjum félagsritum. En Þor- steinn fæddist ekki fyrr en 1858. Ef ég man rétt, þá var Stein- grimur 20 ár í Kaupmannahöfn áður en hann flutti til íslands. Einhvern tíma eftir það voru þeir saman á ferð um Suður- land, skáldin Steingrímur og Matthías, en þá gat þetta kvæði ekki komið við sögu. Ýmsum munnmælum er oft illt að treysta. Stefán Sigurðsson frá Reyðará. Vasa í nýjum húsakynnum Síðastliðinn laugardag var opnað í Stokkhólmi nýtt safnhús, sem geymir hið sögufhega herskip Vasa, en það sökk nokkru eftir að það var sjósett árið 1628. Nýja húsið stendur ofan við strönd- ina á eyjunni Djurgarden og er ætlun- in með byggingu þess að koma skip- inu i réttnefnt sænskt, 17. aldar um- hverfi. Innan veggja þess verður og hægt að kynnast ferli björgunar skipsins og varðveislu. „Vasa er einstætt að því leyti að saga þess varðar 17. öldina og tuttugustu öldina og ekkert þar í milli,“ sagði forstjóri safnsins, Klas Helmerson, í fyrri viku er nýja byggingin var kynnt. Skipið var dregið upp af hafs- botni árið 1961 og var það í ótrúlega góðu ástandi. Það hefur til þessa ver- ið til sýnis í bráðabiigðahúsnæði, sem var allt of þröngt, ekki síst þar sem það laðaði að fleiri ferðamenn en nokkuð annað í Svíþjóð, eða um 550 þúsund manns árlega. í nýja safnhúsinu verður í fyrsta skipti hægt að sjá allt skipið í sjón- hendingu — allt ffá ljóninu í stafhin- um til skrautlegs útskurðarins á skutnum, þar sem Iíta má striðsmenn, engla, púka og sænska skjaldarmerk- ið með kórónum þess og ljónum. Skipið er látið liggja við sérstaklega gerða steinlagða bryggju í aðalsýn- ingarsal, þar sem lýsing er lítil og lágt hitastjg, til þess að skipið varðveitist sem best. Þegar skipinu var hleypt af stokkun- um — en það er 69 metrar að lengd — var það málað skærum litum og skreytt með blaðgulli. En nú eru ei- karraftamir dökkir og máðir og gljá- andi af rotvamarefhum, sem borin hafa verið á skrokkinn allt ffá því er hann reis úr kafinu. Gestir geta séð Vasa ffá sjö mismunandi sjónarhom- um og kynnst því og samtíma þess á níu sérsýningum. Enn em þó ekki nema fjórar sýninganna til reiðu. A sýningunum er m.a. greint ffá ævi þeirra þriggja útskurðarlistamanna, sem mest unnu við skipið, sögð saga björgunarinnar og vinnunnar við að endurgera innréttingar. Innréttingamar em þó ekki sjáanleg- ar, nema það sem grillt verður í gegn- um fallbyssuportin. Safhið reynir talsvert til þess að út- skýra vegna hvers skipið sökk. M.a. em sýndar skuggamyndir til skýring- ar og tölvuleikir em í gangi, þar sem menn geta spreytt sig á að sjósetja gripinn og veðja á hvort honum hvolfi eða ekki. Höfnin í Stokkhólmi, eins og hún leit út 1698, eða 60 árum eftirað Vasa hvolfdi. Myndin gefur góða hugmynd um aðstæður. I raunvemleikanum sökk Vasa vegna þess að yfirbyggingin var of mikil - - það var of hátt og mjótt og hlaðið fallbyssum, en með of litla kjölfestu. Svíakonungur hafði lagt áherslu á að sjósetningunni yrði hrað- að og að það yrði hlaðið sem flestum fallbyssum. Sjóliðsforinginn haíði heldur ekki skeytt um hve prófanir, sem gera heföi mátt, vom ófullkomn- ar, en engin verkffæðiþekking var fyrir hendi, svo spá mætti fyrir um hegðun skipa á sjó. Skipasmíðar vom list en ekki tæknigrein á þessari öld og öll þekking byggðist á reynslunni og fyrri mistökum. „Þama urðu slæm mistök,“ segir Helmerson og em það orð að sönnu. Nýja byggingin er homhvöss og ílöng í stíl við skipið, en jafhffamt mjög nútímaleg. Þakið sveigir upp til endanna, þannig að það minnir á skipsskrokk. Koparþil - - en kopar var eitt sinn ein mesta útflutningsvara Svía — rísa að baki þriggja málmm- astra með seglabúnaði. Safnið er steinsnar ffá byggingarstað skipsins og ekki nema nokkur hundmð metra frá þeim stað þar sem því hvolfdi. 29. þáttur GUNNA MÍN ER SVONA OG SVONA í fyrsta vísnaþætti mínum birtist vísan „Vindaþengill viti fjær“. Hún er þar sögð eftir Jón S. Bergmann. Það er rangt. Hún er eftir Andrés Bjömsson. Gamlar vísur bregða oft ljósi á skoðanir og staðreyndir sins tíma. Effirgreind vísa minn- ir á að fyrrum vom forráðamenn ekki mjög hressir þegar fátæklingar vom að „hlaða niður ómegð“. Bjami er maður nefhdur, kenndur við þurrabúðarkot á milli Litla- Vatnshoms og Skinnþúfu i Haukadal. Hann var kenndur við kotið og nefndur Barðs- Bjami. Hann kvað svo: Margt vill ganga mér í vil, mín er frjósöm kvinna. Hef ég lengi hugsað til Haukdœlinga minna. Fyrir rúmum 20 ámm gaf Bjami Böðvars- son í Þinghóli Jóhanni G. Guðnasyni í Vatnahjáleigu í Austur- Landeyjum vín- flösku. Bað hann Jóhann að gæta flöskunn- ar vel. Þegar Jóhann fór frá Bjama dvaldist honum um stund í Kaupfélagi Rangæinga. Bjami átti leið um og hugsaði sér gott til glóðarinnar að gera Jóhanni grikk og tók flöskuna úr bifreiðinni. Jóhann þóttist vita hver valdur væri að hvarfi flöskunnar og sendi Bjama þessa vísu: Öll i flœkju andleg bönd, ótugt vart má fela. Því, sem gefur hœgri hönd, hin er fljót að stela. Fékk svo Jóhann flöskuna með skilum. Eitt sinn kom Guðmundur skáld á Sandi i Aðaldal að Ytri-Tungu á Tjömesi. Hann var þar spurður að því hve marga syni hann ætti. Hann svaraði með vísu þessari: Byrði mín og vinna vex, verða fingur krepptir. Eg hefi eignast syni sex, samt eru flórir eftir. Svo fór sem hann spáði, hann eignaðist fjóra syni efltir þetta. Halldóra Helgadóttir, sem lengi var hús- freyja að Svínhóli í Miðdölum, kvað svo til sveitunga síns, Einars Jónssonar í Neðri- Hundadal: Yndi glœðir alltaf þu, aldrei hræðist glingur. Maiga fræðir baugabrú, bögur og kvæði syngur. Magnús Vigfússon, bóndi á Þórólfsstöð- um, var dag einn að vinna á Kvennabrekku. Magnús var þá miðaldra og einhleypur eins og hann var alla tíð. Guðrún, dóttir Sigurðar bónda á Kvennabrekku, var heima í föður- garði, ung og glæsileg stúlka. Hún brá á glens við Magnús og bað hann að yrkja um sig vísu. Þá kvað Magnús: Gunna mín er svona og svona, við sveina miður þægileg. Aldrei góð húnyrði kona, ekki hana vildi ég. Guðmundur Amfinnsson kvað svo um Kristínu Halldórsdóttur, seinna alþingis- konu, þá þau vom í skóla: Gerist mærin alveg œr, eld í skærum hlýtur. Þér var nœr að þoka flær, því að hún slær og bítur. Þegar þetta er skrifað er mikið vetrarríki um allt land. Þess vegna er vel viðeigandi að setja hér þessa vísu Stefáns Stefánssonar frá Móskógum: Þó setjist vetur völdum að vona ég enginn kvíði. Við erum menn að þola það, þó að blási og hríði. Þegar Pétur Gunnlaugsson, bóndi í Álfa- tröðum í Hörðudal, missti konu sína, sendi hinn kunni hagyrðingur Jón Bergmann hon- um þessa stöku: Aldrei hrelli huga þinn harma fellibylui: Haltu velli, vinur minn, viljinn svellið mylur. Hallgrimur Jónasson kennari fór eitt sinn landa á milli flugleiðis. Hann kvaddi með þessari stöku: OJ'ar breiðum ólgu sjá, eftir greiðum linum. Berðu heiður Islands á öllum leiðum þinum. Stefán Steinsson, læknir í Búðardal, kvað svo, að gefhu tilefhi, til félaga síns, er þeir dvöldu við gleðskap í Atlavík: Sú ki-aftameyja, Kristin Freyja, kunni að teygja snagann á þér, og nýjum peyja satt að segja hún seint muii leigja magann á sér. Kristmundur Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.