Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.06.1990, Blaðsíða 12
22 HELGIN Laugardagur 23. júní 1990 Portúgal: Maður á sjötugs- aldri ákærður fyrir þrælahald En engar afsökunarbeiðnir duga til að vega upp á móti því sem foreldr- ar Miriam Schillaci hafa orðið að þola. Hún var einkabam stærðfræði- kennara og bókmenntakennara, sem búsett vom í Mílanó. I apríl sl. fóm þau með hana á sjúkrahús vegna blóðkúlna á þjóhnöppunum. Fylltist þá einn læknirinn gmnsemdum um að barnið hefði verið kynferðislega misnotað og tilkynnti um það til yf- irvalda. Foreldmnum var bannað að heim- sækja dóttur sína á sjúkrahúsið og ekki leið á löngu þar til dagblað í Mílanó birti frétt um tilkynningu læknisins. Þar með fór skriðan af stað. Fjölmiðlar linntu ckki látunum að lýsa því hvað faðir Miriam væri óhugnanleg persóna og nú rifjaðist upp fyrir nágrönnunum að í rauninni hefði hann sýnt dóttur sinni enn meiri umhyggju en nauðsynlegt væri. Foreldramir vom aldrei formlega ákærðir og endanlega var úrskurður dómskvaddra lækna sá að blóðkúl- umar væm vegna ofnæmis fyrir stíl- um sem Miriam hefði fengið gegn inflúensu, svo og hefðu læknamir ekki sýnt næga varfæmi þegar þeir skoðuðu endaþarm litlu stúlkunnar. Miriam var aftur send heim til for- eldra sinna, en enn vom sumir lækn- ar efins um sakleysi þeirra. Og of- sóknimar og árásimar i fjölmiðlun- um héldu áfram. Loks fengu foreldrar Miriam sig fullsadda og fóm á gamlar heima- slóðir sínar á Sikiley. Þar komust læknar loks að raun um hvað amaði að barninu. Miriam reyndist hafa sjaldgæfa tegund af krabbameini í endaþarmi, sem var of langt á veg komið til að nokkuð yrði að gert. Miriam dó fyrr í þessum mánuði og ítalska þjóðin skammast sín. Nútímaþrælahald í Portúgal Eftirfarandi frásögn var nýlega í breska blaðinu The Sunday Times: Portúgalar em nú í uppnámi vegna óvenjulegs dómsmáls. Þar er rosk- inn maður ákærður fyrir að hafa haldið tvær ungar angólskar stúlkur sem ambáttir í meira en áratug. Jorge Ferreira kom til Portúgal með stúlkumar á bamsaldri frá Angóla, sem áður var portúgölsk nýlenda, og er sagður hafa búið þannig að þeim að ekki sé við annað að líkja en að- stæður þær sem svartir þrælar bjuggu við á öldum áður. Því er haldið fram að stúlkumar hafi verið neyddar til að vinna á bú- garði Ferreiras frá sólampprás og langt fram á kvöld, en þá vom þær lokaðar inni í skúr bak við hús hans í Sao Joao de Loure, afskekktu þorpi 160 mílur norðan við Lissabon. Fæða þeirra var afgangar, þegar best lét, eða dýrafóður í versta falli, og þær vom lúlamdar svo harkalega og oft að menjar þess em óafmáan- legar. Þessar raunir urðu þær að þola fram á táningsaldur, en þá tókst þeim að komast úr jámgreipum Ferreiras. Önnur þeirra framdi svo sjálfsmorð. Flúði frá Angóla 1975 Málið, sem álitið er að eigi sér ekk- ert fordæmi í Portúgal, hefur slegið óhug á þjóðina alla. Samfara því að saga ambáttanna Susana dos Santos þeirra í þeim tilgangi að hneppa þær í þrælahald. Þegar Angóla hlaut sjálfstæði 1975 flúði Ferreira aftur til Portúgal. Hon- um tókst að taka stúlkubömin tvö með sér, þó að þær væm vegabréfs- lausar. Þegar heim var komið kom hann þeim fyrir bak við húsið sitt, þar sem hann bjó með konu sinni og þrem dætmm sem gengu í skóla og lifðu lífinu eins og fólk flest. Jorge Ferreira bjó lengi í Angóla og efríaðist vel. Þegar hann fór aft- ur heim til Portúgal, eftir að Angóla hlaut sjálfstæði, tók hann með sér tvö angólsk stúlkuböm. Nú er hann ákærður fyrir að hafa brotið lög gegn þræiahaldi vegna meðferðarinnar á þeim. Susana var áfram hjá Ferreira næstu tvö árin þar til henni hafði tek- ist að safha í sig nógu miklum kjarki til að flýja frá honum og biðja um Fyrírskömmu geróist þaó á Ítalíu að jarðsett varþríggja ára stúlkubam. Foreldramirfengu blóm og samúðarkveðjur frá þúsundum samborgara sinna og sjálfur forseti Ítalíu, Francesco Cossiga, bað þá afsökunar fyrírþað óréttlæti sem þjóðin hefði sýnt þeim og þær þjáningar sem þau hefðu orðið að líða. Útfararathöfninni varútvarpað. og Emiliu, hefúr verið dregin fram í dagsljósið hefúr almenningur verið upptekinn af því að fyllast hneyksl- un, en líka naflaskoðun. Margir spyija hvemig það megi vera að íbúar Sao Joao de Loure að- höfðust ekkert til að koma stúlkun- um til hjálpar þó að þeir hafi haft gmnsemdir um að Ferreira færi illa með þær. Sú illa meðferð sem þær hlutu er álitin hafa hafist þegar jjær komust í hendur Ferreira fyrir 16 ámm í An- góla, en ekki er vitað hvemig þær lentu í vörslu hans. Hann hafði sest að í Angóla á ámnum upp úr 1950 og rakaði saman fé á viðskiptum með nautgripi, viðarkol og nýlendu- vömr í stijálbýlinu. Hann gortar af þvi við portúgalskt blað að á þeim tíma hafi 3.000 innfæddir verið í þjónustu hans. Jorge Ferreira heldur því ffarn að Susana og Emilia, kynblendingar og líklega dætur portúgalskra her- manna og angólskra kvenna, hafi verið gefnar honum þegar þær vom rétt famar að ganga. En Susana, sem orðin er tvítug, segir að Ferreira hafi tekið hana og Emiliu ffá mæðmm lllur aöbúnaöur Susana segir þær Emiliu hafa verið neyddar til að strita á hveijum degi ffá sólampprás langt ffam á kvöld á búgarðinum og fæðið hafi verið svo lélegt að nálgast hafi hungurmörk, afgangar sem hellt hafi verið i skál og þær mokað upp í sig með hönd- unum. Stundum fengu þær engan mat og fyrir kom að , Jiann fór með okkur út á akrana og sagði okkur að eta dýra- fóðrið,“ segir Susana. Hún bætti því við að þegar Emilia kvartaði undan hungri hafi Ferreira troðið kúamykju ofan í kokið á henni. Off vom stúlkumar barðar með svipum, kylfúm og tunnustöfúm, og þær sváfú á hálmi þar sem rottur nörtuðu í þær, að sögn Susönu. Hún ber ör á andlitinu sem hún segir sum stafa af barsmíðum en önnur af rottubiti. 1985 gerði faðir Emiliu tilkall til að fá hana til sín en hann var Portúgali sem virðist hafa þekkt Ferreira f An- góla. Hann flutti hana með sér til annars þorps en skömmu síðar svipti hún sig lífi. hæli á heimili nágranna, hjónanna Fatima og Antonio Abreu. Hjónin töldu Susönu á að segja lög- reglunni sögu sína og síðar á þessu ári verður Ferreira látinn svara til saka fyrir dómstóli, ákærður fyrir að hafa brotið lög um bann á þræla- haldi. Ef hann verður sekur fundinn getur hann hlotið allt að 15 ára fang- elsisdóm. Þorpsbúar vissu hvað var á seyði - en aðhöfðust ekkert Ferreira hafði bannað stúlkunum tveim að tala við fólkið í bænum, en stundum vom þær sendar á stúfana til að kaupa inn og Fatima Abreu, hárgreiðslukona, segir að engum hafi dulist að illa væri farið með þær vegna sáranna, marblettanna og kúlnanna sem sí og æ mátti sjá á andlitum þeirra. Hún segir þetta ástand hafa verið skammarblett á bænum en enginn hafi þorað að bjóða stúlkunum húsaskjól þar sem Ferreira hafi verið svo ofsafenginn. Hárgreiðslukonan segir Susönu hafa verið orðna 18 ára þegar hún loks sleit sig lausa úr þrælavistinni og leitaði hælis hjá Abreu-hjónun- um. Samt hafi hún ekki kunnað að nota salemi né hnífapör og verið mjög sködduð sálarlega. Síðan hefúr Susana tekið stórkost- legum breytingum, þó að hún búi nú í aðeins 200 metra fjarlægð frá fyrr- verandi „eiganda“ sínum. Hún sér Ferreira oft en talar aldrei við hann. Susana ætlar aö gifta sig - en Ferreira skilur ekki hvaö gengur á Nú býr Susana sig undir að halda brúðkaup og er fúll vonar og sjálfs- trausts. Enn hefúr hún engin per- sónuskilriki í höndunum en er að reyna að afla þeirra með hjálp sendi- ráðs Angóla í Lissabon. An þeirra getur hún ekki gift sig. „Eg man að upphaflega afríska nafnið mitt var Kiumbi,“ segir hún. Ferreira hafi gefið henni nafnið Sus- ana en hins vegar hafi hún aldrei verið ávörpuð öðmvísi en „niggari" þau 13 ár sem hún var í vörslu hans. Hvað varðar Ferreira sjálfan, feit- laginn mann á sjötugsaldri, eyðir hann mestu af tíma sínum á verönd- inni heima hjá sér og veltir fyrir sér því sem hann lítur á sem óréttlæti í málarekstrinum sem bíður hans. Hann getur ekki séð að hann hafi gert neitt rangt, þó að hann viður- kenni að hafa stundum slegið til Sus- önu til að refsa henni fyrir að hafa stolið ávöxtum frá nágrörtnunum. „Hvemig geta þeir stefnt svona gömlum manni fyrir rétt? Ég eyddi miklum peningum í að ala þessar stelpur upp. Ég gaf þeim allt sem þær þörfnuðust og svona fæ ég það launað,“ segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.