Tíminn - 28.07.1990, Page 1

Tíminn - 28.07.1990, Page 1
j Bft ~z „Margur af fávísum almúga hafði knurrað og illa mælt fyrir Hóladómkirkju byggingarverki," enda voru bændur skikkaðir til að reisa hana kauplaust. Fyrsta viðarstofan á íslandi var reist á Hólum árið 1313, en það var Auðunarstofa Auðuns biskups rauða. Auðun hafði ætlað sér að gera kirkju af steini á Hólum, en gafst upp á þeirri fyrirætlan, og var það mjög miður, því miklu hefði saga íslenskr- ar húsagerðarlistar orðið auðugri þá. Samt fór það svo að fyrsta steinkirkjan í landinu reis á Hól- um, þótt ekki yrði það fýrr en rúmum fjórum öldum eftir daga Auðuns. Aðdragandinn og byggingar- verkið allt er forvitnileg saga og verður hún nú rakin hér og er frásögnin í megindráttum eftir Þorkel Jóhannesson. Hóladómkirkja var annað steinhúsið sem á íslandi reis, en hið fyrsta var Viðeyjarstofa, sem kunnugt er. Víkur nú sögunni til biskupstíðar Gísla Magnússonar á Hólum. Merkasta ÍTamkvæmdin á biskups- árum Gísla Magnússonar var smíð dómkirkjunnar, þeirrar er enn stend- ur á Hólum. Eftir fráfall Halldórs biskups Brynj- ólfssonar var húsum öllum á biskups- setrinu skilað í hinu versta standi. Alag, sem greiða átti, galst í misjöfn- um aurum, sumt í lítt útgengilegum bókaupplögum. Voru því lítil sem engin efni fyrir höndum til þess að endurreisa staðinn og dómkirkjuna og vegna harðærisins var sýnt að ekki mundi úr rakna fyrst um sinn og horfði hér til vandræða. Var ástand þetta fúllkunnugt stjóminni og svo Gísla Magnússyni sjálfúm, enda skoraðist hann svo fast undan því að taka við biskupsdómi, er til Kaup- mannahafnar var komið, að lengi vetrar var fúllkomin óvissa um hvemig þetta réðist. Ludvig Harboe, sem jafnan'var mjög riðinn við ís- lensk kirkjumál og átti mikinn þátt í því að Gísli varutan kvaddur, taldi að full vorkunn væri á því þótt Gísli væri tregur til þess að taka við bisk- upsdæminu og er efalaust að bæði Harboe og kirkjustjómarráðið urðu að heita honum afdráttarlausu fúll- tingi til þess að reisa staðinn úr rúst- um áður en hann játaðist undir þann vanda að takast biskupsembættið á hendur. Nóg af fallegum, rauðum sandsteini Þegar Gísli biskup kom að Hólum haustið 1755 var aðkoman líkust til öllu verri en hann hafði þó vænst. Dómkirkjan var fom orðin, reist á ár- unum 1625-1627 og þótt hún væri af sumum talin nokkuð stæðileg enn, var fúllkomið álitamál hvort það myndi borga sig að kosta til hennar mikilli aðgerð og dýrri. íbúð biskups- ins sjálfs var alls kostar óviðunandi. En við þetta varð hann að una hinn fyrsta vetur, í þeirri von að kirkju- stjómarráðið sæi ráð til þess að bæta úr vandræðum þessum. í febrúar 1756 tók Harboe biskup sæti í kirkjustjómarráðinu og ekki löngu síðar tók ráðið að velta þvi fyr- ir sér með hveiju móti unnt myndi að endurreisa staðinn á Hólum og þá fyrst og fremst sjálfa dómkirkjuna. Var loks til ráðs tekið að biðja kon- ung að skipa svo fyrir að gjalda skyldi eða gefa af hverri kirkju í Dan- mörku og Noregi 2 mörk til bygging- ar dómkirkjunni á Hólum. Myndi á þann hátt fást um 500 rd. Var þetta að' ráði gert og svo til ætlast að fé þetta yrði handbært vorið 1757. Var bisk- upi tilkynnt um þetta með bréfi 18. maí 1756. Um haustið ritaði Magnús amtmaður Gíslason kirkjustjómar- ráðinu skýrslu um þetta mál. Aætlaði hann að ný dómkirkja úr timbri myndi kostarúml. 2161 rd.,en efhún væri gerð úr steini myndi hún verða nokkru ódýrari, 1709 rd., því að á Hólum væri nóg af fallegum rauðum sandsteini nærtækt. Má kalla áætlun amtmanns í skritnara lagi. En kirkju- stjómarráðinu leist vel á þetta og féllst á að kirkjan yrði af steini ger. Fékk það síðan generalmajor de Thurah, hinn fræga húsameistara konungs, til þess að gera uppdrætti Hóladómkirfcja þótU hiö veglegasta hús og er enn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.