Tíminn - 28.07.1990, Page 5

Tíminn - 28.07.1990, Page 5
Laugardagur 28. júlí 1990 HELGIN 13 Oft hefur veríö þétt tjaldað í Húsafelli um verslunarmannahelgina, en stundum hefur þó umgengnin mátt vera betrí. fótboltaskóla, forðunarsvæði, fjár- sjóðaleit, leiki, hjólabrettakeppni, leikfangabingó, danssýningar bamadansleik, brúðudans, leikhús bamanna og fl. Þá mun trúður mæta á svæðið, Brúðubílinn, Eddi ffændi og Rokklingamir. Haldin verður sérstök Rokklingasöngvarakeppni þar sem leitað verður að Rokkling- um til að syngja inn á nýja Rokk- lingaplötu. Einnig verður bama- og unglingahljómsveitakeppni, Húsa- fellshlaup og fjallareiðhjólakeppni. Á sunnudeginum verður hápunktur hátiðarinnar. Þá verður farið í skrúðgöngu með lúðrasveit, haldin skógarhátíð og kvöldvaka. Hljóm- sveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fýrir dansi öll kvöldin. Aðstaða er góð í Húsafelli. Þar er sundlaug, veitingasala, bensínsala og hægt er að flytja alla dagskrá inn í hús ef illa viðrar. Hjálparsveit skáta Reykjavík verður með sjúkra- tjald á svæðinu og sér um gæslu. Miðfjöldi verður takmarkaður við 1.500 miða og eftir að sá fjöldi er kominn inn á svæðið verður því lokað. Hægt er að tryggja sér að- göngumiða í forsölu í síma 91- 689440. Verð miða er 4.500 kr, en yngri en 12 ára fá ókeypis inn. Ferðir frá BSI verða famar á fostu- dag kl. 18:30 og á laugardag kl. 13:00. Frá Húsafelli verður farið kl.l5:15 á sunnudag og mánudag. Rútugjald er kr.2.340 báðar leiðir. Vík ‘90 Nú í ár, líkt og í fyrra, mun Björg- unarsveitin Víkveiji og Ungmenn- félagið Drangur standa fyrir fjöl- skyldumóti í Vík í Mýrdal. Þar verður m.a. boðið upp á fasta liði eins og vatnsslöngufótbolta, útsýn- isferðir á hjólabátum, varðeld, minigolf og stórt útigrill. Ókeypis verður inn á svæðið en botga þarf aðgangseyri inn á dansleiki sem verða í félagsheimilinu Leikskál- um. Þar mun hljómsveit Stefáns R leika fyrir dansi á laugardags- og sunnudagskvöld. Einnig verður söngvakeppni krakka haldin þar á sunnudeginum. Nálægt Vík í Mýrdal má frnna fjöl- margar spennandi gönguleiðir og einnig má benda á að aðeins 45 mínútna keyrsla er frá mótssvæðinu að skíðalyftu á Mýrdalsjökli. Ferðir til Víkur em daglega kl.8:30 fráBSÍ. Valaskjálfti Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum stendur fyrir dansleikjahaldi á fostudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld undir yfirskriftinni „Valaskjálfti“. Hljómsveitimar Rokkabillyband Reykjavíkur, „Ýmsir flytjendur“ og Trió Valgeirs skemmta gestum. Einnig verður dansleikur í Végarði á sunnudags- kvöld þar sem Ýmsir flytjendur leika. „Ormsteiti" verður alla helg- ina með ýmsum uppákomum og af- þreyingu. Boðið verður upp á tjaldstæði í Atlavík og á Egilsstöðum, á 300 kr. nóttina. Sætaferðir verða fiá Nes- kaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Atlavik, Reykjavík, Akureyri og Höfn í Homafirði. Þórsmörk Ekkert skipulagt mótshald verður í Þórsmörk um verslunarmanna- helgina, þó má búast við að mergð manna verði þar nú sem endranær. Fjöldi fólks er takmarkaður í Langadal og verður að panta tjald- stæði hjá Ferðafélagi íslands. í Húsadal verður hins vegar ótak- markaður fjöldi, í fyrra voru þar um 3000 manns. Farið verður í Þórsmörk daglega frá BSÍ kl.8:30, auk þess verða ferðir kl 13:00 og 20:00 á föstudag. Frá Þórs- mörk verður farið daglega kl. 15:30 og auk þess kl. 13:00 á sunnudag og mánudag. Bætt verður við aukaferð- um eftir þörf. Rúta til og frá Þórs- mörk kostar 3.000 kr. og tjaldstæði eru á 300 kr. nóttin. Af öðrum stöð- um þar sem búast má við fjölmenni má nefha Laugarvatn, Þingvelli, Landmannalaugar, Skaflafell og Mývatn. Rútuferðir þangað verða samkvæmt áætlun BSI. Nógaðgera hjálög- reglu Lögreglan mun hafa í nógu að snú- ast um verslunarmannahelgina. Reynt verður eftir ffemsta megni að sjá til þess að umferð gangi vel fyr- ir sig og koma í veg fýrir öngþveiti. Að sögn Amþórs Ingólfssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Umferð- ardeild, verða lögreglubifreiðar á ferðinni út á vegum, þá helst í grennd við Reykjavík. Lögreglan verðu i nánu sambandi við Land- helgisgæsluna og þyrla hennar verður á ferðinni. Þá mun Umferð- arráð líkt og undanfarin ár standa fýrir útvarpi, þar sem upplýsingar um umferð munu koma fram. En vonandi mun umferðin og allar samkomur ganga stóráfallalaust fýr- ir sig. Og mörlandinn fer nú að huga að þvf að pakka í bakpokann og smyrja nestið sitt. GS. TOSHIBA örbylgjuofnarnir skara ótvírætt fram úr. 17 gerðir. Verð við allra hæfi. Toshiba er stærsti framleiðandi heims á örbylgjuofnum, því eru Toshiba ofnarnir ávallt búnir því besta og nýjasta. I nýlegri skoðanakönnun Neytendasamtakanna kem- Frítt námskeið í matreiðslu í ofnum hjá Dröfn ur fram að Toshiba ofnar em langmest seldu ofnamir Farestveit fylgir með. Aðeins 10 eigendur á og að eigendur þeirra noti þá mikið I allri matseld. hveg'u námskeiði og öll gögn á íslensku. Þú getur valið úr 17 gerðum I brúnum eða hvítum lit. Þú ert velkominn til okkar og við munum leiðbeina þér um val á réttum ofni fyrir þfna notkun. Yfir 50 valdar uppskriftir ásamt leiðbeiningum á fslensku fylgja með. Aðild að Toshiba uppskriftaklúbbnum stendur þér til boða. Veldu réttan örbylgjuofn strax. Euro og Visa greiðslukjör. / * Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 622901 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI Tm'Á

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.