Tíminn - 28.07.1990, Síða 10
18
HELGIN
Laugardagur 28. júlí 1990
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Það hlýtur að vera raun að eiga tvo syni sem nær fullvíst þykir að hafi
framið níu morð, nauðgað yfir 100 konum og rænt tugi heimila og fyrir-
tækja. Hver láir foreldrum að losa bæði sig og samfélagið við slíka byrði?
Foreldrar bræðranna voru
úrslitavitni gegn þeim
Hin laglega Jodi Samuel, 15 ára nýnemi í St. Mary’s-
skólanum í Los Angeles, var glaðvær og greind stúlka
sem gerði sér far um að gleðja aðra. Þegar hún frétti
að stjómandi kirkjukórsins ætti bráðum afmæli hvatti
hún hina nemana til að halda honum veislu og sjálf
lagði hún til þriggja laga súkkulaðitertu með 42 kert-
um.
Kevin Haley var talinn alvarleg ógnun við samfélagið og dæmdur til
dauða.
Enginn hafði búist við tertunni og
hún vakti mikinn fognuð. Kórstjórinn
þakkaði nemendunum og með tárin í
augunum sagði hann að þetta væri eitt
það indælasta sem nokkur hefði gert
fyiir sig. Jodi var sælust allra í kaþ-
ólska skólanum þann daginn. Vrnir
hennar kölluðu hana Sam-Jo eða
Sammy.
Þann 18. maí 1984 fór Sam-Jo að
heiman ftá sér í skólabúningi og með
bækumar. Hún hljóp út á götuhom til
að ná skólabílnum. Meðan hún hljóp
kom rauður Mustang inn á götuna, ók
að henni og fylgdi henni hægt við
gangstéttarbrúnina. Ökumaðurinn
stakk höfðinu út og kallaði á stúlkuna.
Sam-Jo leit á hann, beygði fyrir hom
og hljóp áfram. Andartaki seinna
kváðu við byssuskot.
Skothriðin var tilkynnt lögreglunni í
Wilshire-hverfinu klukkan 8.15 að
morgni. Þegar fyrsti lögreglumaðurinn
kom á vettvang hafði þegar safnast
saman nokkur hópur fólks. A gang-
stéttinni lá ung, dökkhærð stúlka í hni-
pri, klædd í skólabúning og með bæk-
umar í fanginu.
-Það er Sam-Jo, sagði rödd í hópn-
um. Lögregluþjónn kraup niður hjá
særðu stúlkunni. Blóð rann úr skotsári
ofan við eyra hennar. Hún var meðvit-
undarlaus en enn lifandi. Andartaki
síðar kom sjúkrabíll á vettvang. Stúlk-
an var sett á bömr og henni ekið í hasti
á næsta sjúkrahús.
Rétt á eftir kom rannsóknarlögreglan.
Eitt vitrianna sagði Oakes fúlltrúa að
hann hefði verið á gangi eftir Long-
wood-stræti þegar hann heyrði skot-
hvell og sá rauðan Mustang aka frá
gangstéttinni og fara á ofsahraða í átt-
ina að 23. stræti.
-Það rauk undan hjólbörðunum,
sagði vitnið. -Eg sneri mér við og sá
stúlkuna liggja á stéttinni. Auðvitað
fór ég til að athuga hvort hún væri
meidd.
Haft var samband við móður Sam-Jo
sem auðvitað varð fyrir miklu áfalli.
Ekið var með hana á sjúkrahúsið til að
vera hjá dóttur sinni. Hún kvaðst ekki
vita um neina ástæðu til að neinn vildi
Sam-Jo feiga.
Lögreglan var enn að tala við fólk og
leita vísbendinga þegar tilkynning
barst um aðra skotárás í Crecent-hæð-
um.
Skotið á skokkara
-Því svipar til atviksins hjá ykkur,
sagði lögreglumaður við Oakes. -Hún
var skotin fimm skotum en er enn á
lífí.
Sú sem þar var um að ræða var hin 43
ára Lisa Virden sem skokkaði með-
ffam Whitworth Drive þegar maður á
bíl stansaði við hlið hennar og skipaði
henni að koma inn. Hún tók á rás og
maðurinn elti hana hlaupandi. Hann
minnkaði bilið milli þeirra og skaut
Lisu fimm sinnum í bakið cn hljóp þá
aftur að bílnum og geystist burt. Lisa
var flutt á sama sjúkrahús og Sam-Jo
sem enn var meðvitundarlaus og barð-
ist fyrir lífi sínu.
Lisa var alvarlega særð en talin
myndu halda lífi. Hún sagði lögregl-
unni að hún botnaði ekkert i þvi sem
gerðist. -Ég fékk enga viðvörun. Hann
birtist bara og skipaði mér inn í bílinn.
Þegar ég neitaði, skaut hann á mig.
Hún lýsti bílnum sem rauðum Mu-
stang og ökumanninum svörtum, lík-
lega nálægt þrítugu, meðalháum og
fremur þybbnum, með þunnt yfir-
skegg, i gallabuxum og hvítum bol.
Lisa hjálpaði teiknara lögreglunnar að
setja saman mynd af manninum og
kvaðst myndu þekkja hann aftur ef
hún sæi hann.
Skólafélagar Sam-Jo voru sem þrumu
lostnir yfir árásinni og það var deyfð
yfir lífinu á skólagöngunum. Einn
kennaranna sagðist aldrei hafa heyrt
aðra eins þögn í skólanum. -Enginn
botnaði neitt í þessu, sagði hann.
Stúlkumar báðu fyrir Sam-Jo og
fögnuðu innilega þegar sú ffétt barst
að hún heföi hreyff annan handlegginn
og margt benti til að hún vaknaði brátt
af dauðadáinu. Sama kvöld fóm
nokkrar skólasystur hennar í heimsókn
og stóðu þögular umhverfis rúmið, uns
einhver tók að syngja „Amazing
Grace“ en einmitt það lag haföi Sam-
Jo sungið á skólahátíð hálfum mánuði
áður.
Sam-Jo komst aldrei meðvitundar og
fimm dögum síðar lést hún. Blaða-
maður, sem lagði leið sína í skólann,
sagði að allt heföi verið þjakað af sorg
en samt vildu maigir endilega tala um
Sam-Jo. -Þú verður að segja ffá hvað
hún var góð og vildi alltaf gleðja aðra,
sagði ein skólasystir hennar. Aðrar
tóku undir og sögðu blaðamanninum
mörg dæmi um hjartagæsku Sam-Jo
Jodi Samuel var 15 ára og á leið í
skólann þegar hún var skotin úr
bfl eins og hver önnur bráð.
og báðu hann að muna þetta vel.
Blaðamaðurinn gleymdi engu og lög-
reglan ekki heldur en vísbendingar
voru fáar aðrar en rauði Mustanginn
og kúlumar sem fjarlægðar vom úr
Lisu Virden og Sam-Jo.
Eldri lögregluskýrslur voru rannsak-
aðar en ekkert fannst í þeim sem dugði
þegar betur var að gáð.
Grunsamlegur gestur
Nokkrum dögum síðar var maður
handtekinn á stolnum, rauðum Mu-
stang. Hann var ekki ólíkur mannin-
um sem Lisa Virden haföi lýst en hon-
um var sleppt þegar fjarvistarsönnun
hans umræddan morgun var í lagi.
26. júlí var lögreglan kölluð til að
rannsaka annað morð. Fómarlambið
var Laveme Stolzy og fannst hún bar-
in til dauðs í íbúð sinni í Wilshire.
Vinkona hennar fann líkið. Laveme
haföi lofað að aka henni í vinnuna en
þegar hún kom ekki fékk vinkonan
áhyggjur og fór heim til Laveme. Þeg-
ar hún kom að dyrunum sá hún kven-
veski á grasflötinni og rifú á dyrunum.
Þá tók hún það ráð að fara í næsta hús
og biðja íbúa þar að koma með sér
inn.
Þau fúndu hina 56 ára Laveme nakta
á gólfinu. Hún haföi verið barin illa í
andlitið og gólfteppið var gegndrepa
af blóði við opinn munn hennar. Parið
hringdi þegar í stað til lögreglunnar.
Lík Laveme lá þijá metra frá stól
gegnt sjónvarpinu og föt hennar
skammt ffá. Leitað haföi verið í hverri
hirslu í íbúðinni og peningar, skart-
gripir og annað smálegt verðmæti var
allt horfíð.
Krufning leiddi í ljós að Laveme
haföi látist af barsmíðum og meðal
annars var höfúðkúpa hennar moluð.
Fyrir barsmíðamar haföi henni verið
nauðgað hrottalega.
Talið var víst að hún heföi verið að
borða við sjónvarpið þegar morðing-
inn braust inn og fór svo hljóðlega að
öllu að enginn nágrannanna kvaðst
hafa heyrt nokkurt hljóð. Eftir morðið
var síðan leitað skipulega í íbúðinni
og hún rænd.
Fátt var um vísbendingar og sönnun-
argögn á vettvangi. Það eina sem eitt-
hvað virtist á að græða kom frá Cliff
Bames sem bjó í næstu íbúð. Hann
sagði að þau Laveme heföu verið góð-
ir vinir og iðulega gert hvort öðra
greiða.
Hann sagðist hafa staðið á gangstétt-
inni kvöldið áður með stúlku sem
hann kynntist nýlega þegar svertingi
gekk ffamhjá og hvarf inn á mjóan
stíg sem lá að húsi Laveme. Honum
fannst það undarlegt.
-Af hveiju? vildi lögreglan vita.
-Þið heföuð átt að sjá náungann,
svaraði Cliff. -Hann var með flat-
klippingu efst á kollinum en rakaður
niður að eyram og klæddur leðri ffá
hvirfli til ilja. Hann minnti mig helst á
Grace Jones.
Þegar sá leðurklæddi hvarf hélt Cliff
áífam að spjalla við stúlkuna á gang-
stéttinni og var næstum búinn að telja
hana á steftiumót þegar náunginn kom
aftur, um það bil hálftíma seinna, steig
upp í bíl og ók burt.
-Geturðu lýst bílnum? spurði lög-
reglumaðurinn.
-Þó það nú væri, svaraði Cliff. -Það
var bíll Laveme sjálffar.
Nauðgun og morð
Bíllinn fannst tveimur dögum síðar á
bílastæði stórmarkaðar. Hann var svo
vel hreinsaður að ekki var eitt einasta
fíngrafar að finna og enginn í verslun-
inni haföi séð ökumanninn.
Nú var gert ráð fyrir að morðinginn
heföi ekki bíl til umráða og því var far-
ið í skýrslur um alla þekkta innbrots-
þjófa í hverfínu sem hugsanlega gátu
gert sig svipaða í útliti og Grace Jones.
Það kom fyrir ekki og vísbendingin
sem varð til að leysa málið kom ekki
fyrr en fjóram mánuðum seinna. Þá
var búið að ffemja enn eitt morð'
Þann 26. september var Iögreglan
kölluð að íbúðablokk til að rannsaka
morð. Fómarlambið var Dolores Cle-
ment, 55 ára prentari. Það var hús-
vörður sem fann lík hennar snemma
morguns þegar hann var að koma af
morgungöngu og sá að gluggahlíf hjá
Dolores lá í grasinu undir glugganum
sem stóð galopinn. Maðurinn varð
smeykur og gægðist inn um gluggann.
Við honum blasti lík konunnar ofan á
rúminu. -Ég sá strax að hún var dáin,
sagði hann lögreglunni.
Litla íbúðin var hrein og snyrtileg og
fúll af minjagripum um æskuár Dolor-
esar í Kanada. Konan sem verið haföi
einkar ungleg og lagleg lá á bakinu á
rúmi sínu og var andlitið þakið blóði.
Krafning leiddi í ljós að hún haföi ver-
ið kyrkt og henni nauðgað.
Lögreglumenn komust að þeirri nið-
urstöðu að Dolores heföi verið sofandi
þegar morðinginn kom inn um glugg-
ann. Vitni á hæðinni fyrir ofan kvaðst
hafa heyrt langdregið, skerandi vein
um miðnættið en síðan ekkert meira.
Konan kvaðst heföu hringt á lögregl-
una ef þessu heföi haldið áífam.
Vísbendingar vora nánast engar en
innan á klæðaskápshurð fannst þó
greinilegt lófafar sem tæknimenn
sögðust geta notað ef einhver granaður
fyndist. Það virtist hins vegar harla
ósennilegt og dagamir liðu hver af
öðram.
Um miðjan október var Parks lög-
reglumaður að lesa skýrslu sem effir-
litslögreglumaður haföi bent honum
sérstaklega á. Þann 9. október höföu
tveir lögreglumenn á bíl ekið um Wils-
hire-hverfið og þá séð mann standa
við íbúðablokk og virða fyrir sér opinn
glugga. Þegar maðurinn sá lögreglu-
bílinn, stakk hann höndunum í vasana