Tíminn - 28.07.1990, Side 11

Tíminn - 28.07.1990, Side 11
Laugardagur 28. júlí 1990 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL og hjóp burt. Þetta var einmitt á þvi svæði sem mörg innbrot höfðu verið framin undanfarið. Annar lögreglumaðurinn nefndi við hinn að best væri að athuga náungann betur. Þeir eltu hann uppi á bílnum og báðu hann um skilríki. Hann setti upp þijóskusvip en rétti síðan ffam öku- skírteini um leið og hann spurði, hvað þeir vildu honum. Engar sakir en alræmdur samt -Það erum við sem spyijum, svaraði annar lögreglumaðurinn og leit á skír- teinið. Eigandi þess var Kevin Beard Hayley, tvítugur og til heimilis við Bronson Avenue. -Hvað varstu að gera þama? var hann spurður. -Hvar? -Þar sem þú sást okkur og tókst á ras. -Ég var bara úti að ganga. Ég fer oft í gönguferðir á nætumar. -Notarðu þær til að virða fyrir þér opna glugga á íbúðum? vildi lögreglan vita. -Um hvað emð þið að tala? næstum hrópaði Haley. Nafni Haleys var rennt gegnum tölvu en ekkert kom fram. Hann hafði aldrei verið handtekinn. -Við gátum ekki handtekið hann fyr- ir neitt, sagði umferðarlögreglumaður- inn. -Samt var eitthvað ekki eins og átti að vera. -Hann var óravegu að heiman, það var komið fram á nótt og hann var að kanna gluggann. Ákveðið var að færa Haley á stöðina til að ná fingraforum hans. Siðan var honum sleppt. Fingraförin vom send til rannsóknar- stofunnar til samanburðar við skrár þar og viti menn. I ljós kom að Haley haföi svo ekki var um villst verið heima hjá Dolores Clement. Þetta reyndist þó aðeins toppur ísjak- ans. Cliflf Bames þekkti Haley aftur sem „Grace Jones" þá sem gekk heim að húsi Laveme Stolzy og fór síðan á bílnum hennar. Lisa Virden þekkti hann líka aftur sem náungann sem skaut hana fimm skotum í bakið. Þar með var hann einnig kominn efstur og einn á lista yfir gmnaða um morð Sam-Jo. Kevin Haley og Reginald bróðir hans, 23 ára, vom handteknir í íbúð- inni við Bronson Avenue þar sem þeir bjuggu saman. Við yfirheyrslur yfir Kevin kom í ljós að hann liföi alveg tvöföldu lífi. Hann var lærður hunda- snyrtir og klippti kjölturakka á daginn en stundaði innbrot og rán að nætur- lagi. Hann kvaðst hafa byrjað að ræna fyrir einum fimm ámm eftir að hann ánetjaðist kókaíni. Þeir bræður heföu byijað á þessu um helgar en fljótlega fór neyslan upp í 100 dollara virðí á dag. -Ég get ekki orðið unnið eða gert neitt án kókaíns, sagði Haley. Þeir bræður fóm að bijótast inn í fyrirtæki og síðan á heimili. Það reyndist lygi- lega auðvelt, sagði hann. Engu væri líkara en sumt fólk byði þjófum inn. Kevin var heilinn að baki fjáröflunar- innar. Lögreglan komst síðar að þvi að hann valdi fómarlömbin vandlega. Flest vom þau miðaldra, einhleypar konur. Þær lágu beinast við höggi og vom minnst varðar. Haley elti konum- ar heim til þeirra, athugaði aðstæður og kom aftur seinna. Hálfnakinn í klæðaskáp Eitt af vinsælustu brögðum Haleys var að fara inn og fela sig í klæðaskáp- um. Þegar húsráðandi kom heim, stökk hann út, nakinn fyrir neðan mitti. Hann var fus til að ræða innbrotin við lögregluna. -Hvað heldurðu að þú hafir brotist oft inn? vildi Parks vita. -Oft. Að minnsta kosti 50 sinnum, kannski miklu oftar, jafnvel hundrað sinnum. Ég veit það ekki. Við gemm þetta oft þrisvar í viku. Hann var spurður hvort hann þekkti Dolores Clement en kvaðst aldrei hafa heyrt hana nefnda. Parks sagði honum að henni heföi verið nauðgað og hún kyrkt. -Ég kem hvergi nálægt morðum, staðhæföi Haley. -Fingarför þín fundust innan á klæða- skápshurðinni. -Það er þvættingur, hrópaði Haley. -Þú um það, sagði Parks. -Við fiind- um þau samt þar. Haley gretti sig og yppti öxlum. -Ég vissi ekki hvað hún hét, sagði hann loks. Afhir var Haley lesinn réttur hans. Auðvitað heföi hann áft að þagna þar sem dauðadómur er í gildi í Kalifomíu en munnurinn á honum jafnaðist alveg á við sjálfsálitið og hann hélt áfram eins og hann væri að hafa ofan af fyrir hópi áheyrenda. Hann játaði morðið og átta nauðganir. Fimm þeirra höföu aldrei verið kærðar. Fómarlömb hans vom á aldrinum 35 til 90 ára. Hann haföi ráðist á þau á heimilum þeirra, oftast seint að kvöldi eða um miðjar nætur. Undantekningar- laust vora konumar vamarlausar. -Ég naut þess, viðurkenndi Haley. -Það æsti mig upp. Varðandi Dolores Dolores Clement bjó á jarðhæð og glugginn á svefnherberginu var eng- in hindrnn. kom hann að henni í svefhherberginu og nokkur átök urðu meðan hann tryggði að hún æpti ekki. rEg varð æstur af þvi, sagði hann. -Ég fór að slíta af henni fötin. Auðvit- að streittist konan þá enn meira á móti og Haley varð enn æstari. Hann nauðgaði henni og myrti hana síðan. Kevin Haley var formlega ákærður fyrir morðið á Dolores Haley og báðir bræðumir fyrir margar nauðganir, rán og innbrot. A fféttamaimaftindi sagði Daryl Gat- es lögreglustjóri að Haley-bræðumir væm ábyrgir fyrir einni mestu glæpa- öldu sem riðið heföi yfir borg engl- anna. -Okkur tókst að tengja þá við að að minnsta kosti 100 ofbeldisglæpi og eflaust em þeir mun fleiri. Gates sagði að þess vegna heföi mynd af Haley verið gerð opinber og allir sem teldu sig þekkja hann af illu væm beðnir að gefa sig fram. Mikið málavafstur Steven Barshop saksóknari kraföist dauðadóms og kvaðst viss um að Hal- ey yrði fundinn sekur um morðið á Dolores. Þar vom sannanir sterkastar og Haley haföi játað verknaðinn. Ef svo færi af einhveijum ástæðum að Haley yrði sýknaður, yrði tekið fyrir annað mál gegn honum. Hið opinbera héldi áffam þar til tryggt væri að þessi maður yrði ekki á almannafæri ffamar. -Hvað gera veijendur þegar sækjandi hefiir allt sín megin? var hann spurður. -Þeir draga málið á langinn Það tók hvorki meira né minna en fjögur ár af alls kyns málalengingum og ffestunum að koma Haley-bræðr- unum fyrir rétt. Reginald var á undan. Eftir þriggja vikna réttarhöld var hann sekur fundinn um maigar nauðganir, innbrot, mannrán og innbrot og dæmd- ur í lífstíðarfangelsi. Samkvæmt lög- um Kalifomíu þarf hann að sitja inni að minnsta kosti 45 ár áður en náðun kemur til greina. Kevin Haley kom fyrir rétt i maí 1988 og 6. júni var hann sekur fundinn um morð og nauðgun Dolores Clement. Kviðdómendum gat hins vegar alls ekki komið saman um hvort hann myrti Laveme Stolzy eða skaut á Lisu Virden. Lisa gat ekki borið vitni sök- um veikinda og réttarhöldin vom dæmd ógild varðandi þessi tvö mál. Við réttarhöldin kom sitthvað ffam sem tengdi Haley-biæður morðinu á Sam-Jo, svo og ótal nauðgunum og jafnvel fleiri morðum. Veijendur tóku þann kostinn að leggja ekki ffam neitt sem gæti ffeistað kviðdómenda til að þyrma lífi skjólstæðingsins. Heföi það verið gert, kvaðst Barshop reiðubúinn að efna til nýrra og nýrra réttarhalda í að minnsta kosti 50 málum. Aðstandendur réðu úrslitum Endirinn varð sá að þegar nánustu aðstandendur bræðranna fengust til að bera vimi um skapgerð þeirra og ffam- ferði allt, að visu í skrifiiðum skýrsl- um, var ákveðið að farið yrði ffam á dauðadóm yfir Kevin Haley. Hann kom aftur i réttarsalinn 4. októ- ber og áður en dómarinn kvað upp dóminn sagði hann að Haley heföi ráð- ist á viðkvæmustu þegna samfélagsins til að fullnægja losta sínum og þörf fyrir vald og peninga, Slíkt bæri vott um að viðkomandi væri „rotinn inn að beini“. Dómarinn kvaðst hafa lesið skjöl bæði veijenda og sækjenda vandlega en væri sammála kviðdómi um að sannanir styrkm umsókn um dauða- dóm. -Ég er sannfærð um að Kevin Haley myrti að minnsta kosti tvær aðrar manneskjur, reyndi að myrða þá þriðju og nauðgaði þeirri fjórðu, sagði Judith Chirlin dómari.-Hann er alvarleg ógn- un við samfélagið. Að svo mælm dæmdi hún hann til lífláts í rafmagns- stól San Quentin-fangelsisins. Lífláts- dómar áffýjast sjálfkrafa til hæstaréttar og þangað til hann hefur tekið málið fyrir bíður Kevin Haley á dauðagangi San Quentin. Verslunarmannahelgin 3.-6 agúsl Laveme Stolzy fékk gest sem fór á bílnum hennar. kl. 22.00 Föstudagur 3. ágúst. kl. 21.00 Danslelkur ( kúlu: kl. 03.00 Danslelkjum lýkur. kl. 02.00 Dansleikjum Laugardagur 4. ágúst. kl. 11.00 HjólreiSakeppni BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA (BFÖ) Bamalelklr BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR kl. 14.00 ÖKULEIKNI BFÖ á bökkum Rangár Hljómleikar! kúlu: Hljómsveitln ELSKU UNNUR kl. 16.00 Bamadansleikir á palli: HUÖMSVEIT INGIMARS EYDAL BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR kl. 17.00 Fimleikasýning FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK kl. 20.30 Mótssetning: STEFÁN JÖNATANSSON kl. 20.40 KVÖLDVAKA: á palli BENEDIKTSSON, ettirherma INGIMARS EYDAL Hljómsveitin ERTU EKKI ÞOKKALEGA ERN7 Hljómsveitin BUSARNIR Hljómsveltin ELSKU UNNUR kl. 00.01 FLUGELDASÝNING Fjöldasöngur kl. 04.00 Dansleikjum lýkur Sunnudagur 5. ágúst. kl. 11.00 Bamaleikir BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR kl. 14.00 Helgistund: Séra PÁLMI MATTHlASSON KÓR kl. 15.00 Danssýning DANSSKÓLI JÓNS PÉTURS OG KÖRU kl. 15.30 Barnaskemmtun: BJÖSSI BOLLA TRÚÐAR o.fl. kl. 16.00 Barnadanslelkur á palli: HUÓMSVEIT INGIMARS EYDAL Hljómleikar I kúlu: Hljómsveitin BUSARNIR kl. 17.00 MÖGULEIKAHÚSIÐ kl. 20.00 Hátiöarræöa INGÓLFSSON, metsöluhöfundur kl. 20.30 ________ Söngsveitin RADDBANDIÐ Danssýning DANSSKÓLI JÓNS PÉTURS OG KÖRU kl. 22.00 Dansleikur á palli: HUÓMSVEIT INGIMARS EYDAL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.