Tíminn - 11.08.1990, Page 1

Tíminn - 11.08.1990, Page 1
 Eggert Ólafsson lýsir á himni íslandsögunnar eins og leiftur um nótt. A aðeins 42 ára æviferli skapaði hann sér ímynd sem löngum var umvafin meiri róm- antík, en ímynd nokkurs íslendings annars. Þessi rómantík hefur að vísu runnið sitt skeið að miklu leyti og stóð sól hennar í hádegisstað á ofanverðri 18. öld- inni og fýrrí hluta þeirrar 19. Goðsagnamyndin af Egg- erti fór að myndast þegar eftir dauða hans, er menn neituðu margir að trúa að hann hefði faríst í Breiða- firði og mundi hafa bjargast í eríent skip. Mundi hann því koma „í skýjum“ einn daginn að hjálpa þjóð sinni áfram til viðreisnar. Á nítjándu öldinni eru Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar líklega styrkasti votturinn um Irfskraft rómantíkurínnar í kríng um Eggert. Nú á dög- um er þessi Ijómi orðinn fölskvaður af efahyggju ald- ar, sem á öllu þykist kunna skil og þykir mönnum Egg- ert í aðra röndina karínske ögn broslegur og veldur því ekki síst hinn fymskulegi skáldskapur hans. En hér verður nokkuð frá Eggerti sagt og þá einkum ferðabók hans hinni miklu og tildrögum þess að í þetta stórvirki var ráðist Þótt efnið sé vonandi fleirum en færrí nokkuð kunnugt, má þó ætla að margur les- andi megi talsvert af frásögninni fræðast og ef til vill fá gleggrí sýn á ástæður þess hví samtímamenn Egg- erts litu löngum upp til hans með nærtrúaríegrí aðdá- un og lotningu. Veturinn 1749—50 voru þeir Bjami Pálsson og Eggert Olafsson fengnir til þess að ráði Möllmanns prófessors að semja skrá um bækur í bókasafhi háskólans í Kaupmanna- höfn. Mun Möllmann, sem var mik- ill bókasafhari, hafa ráðið þvi að um vorið voru þeir Eggert og Bjami sendir til Islands að safna gömlum íslenskum bókum og svo náttúm- gripum. Var för þessi kostuð af sjóði Ama Magnússonar og tókst hún hið besta. Ferðuðust þeir félagar um Suðurland og allt austur undL' Eyja- fjöll, gengu á Heklu, er engir höföu áður þorað vegna hjátrúar, sem þar lá á, skoðuðu Geysi; Krísuvikur- námur og Þingvelli. A Þingvöllum skildi leiðir og hélt Eggert vestur til átthaga sinna og skoðaði i leiðinni hellinn Surt. En Bjami fór norður, alla leið til Mývatns. Um haustið héldu þeir utan. Varð för þessi all- fræg og þótti í hvívetna vel hafa tek- ist. Um veturinn fékk stjóm vísinda- félagsins Bjama til þess að fara yfir skýrslur Horrebows, er hann haföi utan sent og skilaði hann áliti um niðurstöður hans, áform og tillögur um rannsóknir á Islandi. Hlaut hér í ljós að koma hveija yfirburði Bjami haföi yfir Horrebow, fyrst og fremst vegna kunnleika síns um landið og landshagi alla, en svo var hann ef- laust einnig miklu betur að sér um náttúmfrasði og haföi auk þess feng- ið talsverða reynslu af rannsóknum þeirra Eggerts um sumarið áður. Eggert samdi þennan vetur grein um eldfjöll á Islandi og hjátrú er þar lá á, merkisrit á sínum tíma. Horrebow kallaður heim Þegar vísindafélagsmenn tóku að athuga nánar skýrslur þeirra Egg- erts og Bjama frá ferðalagi þeima sumarið 1750 og íhuga betur ís- landsrannsóknimar, er nú vom efst á baugi í félaginu, varð sú skoðun æ ríkari að þeir Eggert og Bjami mundi vera betur til þess fallnir en Horrebow að leiða þær til lykta. í raun réttri haföi það aldrei verið ætlun þeirra manna, er gengust fyr- ir ferð Horrebows í fyrstu að hann framkvæmdi miklar rannsóknir á íslandi. Heldur var för hans gerð i því skyni að losa hann úr landi, meðan sakir hvíldu þyngst á hon- um og veita honum færi á því að rétta við álit sitt að nýju. Þeim til- gangi var nú fúllkomlega náð og viðurhlutamikið að hleypa honum í miklu víðtækari rannsóknarverk, er hann var naumast fær um vegna takmarkaðrar þekkingar. Vinum og stuðningsmönnum Horrebows í vísindafelaginu var því engan veg- inn fast í hendi að hann dveldist lengur á íslandi. Var málið tekið upp að nýju og ákveðið að kalla Horrebow heim, en senda þá Egg- ert og Bjama til Islands í hans stað. Var Ludvig Harboe milligöngu- maður við þá Eggert. Holstein greifi, formaður vísindafélagsins og ráðgjafi konungs, var mjög fylgjandi þessu ráði, en aðstaða hans í stjóminni var þannig að hann átti hægt með að fylgja mál- inu fram þar. Var vísindafélaginu tilkynnt um þetta með bréfi 23. apr- íl 1751 og svo til ætlast í fyrstu, að þeir félagar færu til íslands þá um vorið. Gert var ráð fyrir að þeir yrðu í nokkur ár í för þessari og höguðu störfúm líkt og áður haföi verið ákveðið um Horrebow. Með- an þeir störfuðu að rannsóknum sínum áttu þeir að njóta styrks úr sjóði Ama Magnússonar, auk launa Táknræn mynd úr „Draumadikti" eftir Ólaf Ólavius. Myndin sýnir ólgandi haf og bát á hvolfi. Tvær hendur, karlmannshönd og kven- mannshönd, halda sér við borð skipsins. Milli þeirra er letrað: „Mors vita nobis“—dauðinn vort líf. Til hægri handar er gyðjan Mínerva með alvæpni, búin að hjálpa vini sínum og unnusta, er hún sér í fári staddan, en fær ekki að gert. Haninn og uglan er gyðjunni fylgja, „tákna kostgæfrii hennar og árvekni, skarpsýni og spakleika. Konumar á vinstri hönd í sorgarbúningi, gráta missi og flón sinnar dyggu stallsystur." úr konungssjóði og svo ókeypis flutnings á ferðum sínum um land- ið, og var sú kvöð lögð landsmönn- um á herðar. Loks var þeim heitið Hér segir frá Eggert Ólafssyni og einkum dval- ið við ferða- bókina miklu og tildrög þess að í hana var ráðist góðvild og stuðningi stjómarinnar til meiri frama, er þeir heföu lokið verki þessu á þann hátt sem til var ætlast. Vegna þess hve áliðið var er þetta var ráðið og naumur tími til stefúu um viðbúnað til slíkrar farar, var sú breyting á gerð, að ósk þeirra fé- laga og tilmælum frá vísindafélag- inu, að þeir skyldu fresta för sinni til næsta vors og nota tímann til þess að búa ferð sína sem best og fúllkomna sjálfa sig í ýmsum fræð- um, svo sem stjömufræði, reikn- ingslist, grasafræði og aflfræði, er þeir þyrftu mest við til þess að koma verki sínu fram. Nutu þeir þetta ár launa þeirra er þeim höföu í upphafi ætluð verið og mun við- búnaður þessi hafa orðið þeim næsta gagnlegur. Náttúrufræði- rannsóknir Vorið 1752 fengu þeir 300 ríkis- dali til þess að kaupa sér áhöld og útbúnað til ferðarinnar og héldu síðan heim til íslands. Þess er hér ekki kostur að segja nánara frá ferðum þeirra, enda þarflítið. Fyrsta sumarið áttu þeir við erfið- leika að stríða, vegna þess hve treg- lega gekk með flutninga, er lands- menn áttu að kosta. Var sú breyting gerð á næsta ári að þeim var greiddur ferðakostnaður úr kon- ungssjóði og önnuðust þeir síðan sjálfir um allt er að ferðum þeirra og flutningi laut. Var ferð þeirra að öllu leyti vel efhuð. Höfðu þeir lengst af rúma 200 ríkisdali hvor á ári, auk ferðakostnaðar og var það allmikið fé á þeim tíma. Ferðir þeirra og rannsóknir stóðu yfir frá því vorið 1752, er þeir fóru firá KaupmannahÓfn og til hausts 1757, er þeir komu þangað aftur, eða rúm fimm ár. Á sumrin vom þeir lengstum á ferðalagi, en dvöld- ust á vetrum oftast nær báðir saman í Viðey hjá Skúla Magnússyni. Ferðuðust þeir um byggðir allar, gengu á Qöll og jökla næst byggð, söfnuðu miklu af náttúmgripum, steinum, dýmm og grösum, gerðu margs konar mælingar, veðurat- huganir og þess háttar, rannsökuðu surtarbrand, ölkeldur, brennisteins- námur og jarðtegundir, er að gagni mætti verða og gerðu tilraunir með hreinsun brennisteins og saltsuðu. Náttúmgripi þá er þeir söfnuðu sendu þeir jafúharðan til vísindafé- lagsins og gáfú árlega skýrslur um rannsóknimar. Auk þess áttu þeir allmikil bréfaskipti við menn í vís- indafélaginu, Rantzau stiftamt- mann og Holstein ráðherra, um ýmisleg efni varðandi landið, hagi þess og tilraunir, sem þá vom gerð- ar eða í ráði um endurbætur at- vinnuvega í landinu. En sá var í raun réttri hinn upphaflegi tilgang- ur þessara rannsókna, að þær leiddu í ljós hversu landinu og nátt- úmfari þess væri háttað og hversu ástatt væri um atvinnuháttu og at- vinnuhagi landsmanna. En erþekk- ing væri um þetta fengin yrði ljós- ara en áður hvað gera þyrfti og unnt væri að gera landinu til viðreisnar. Þegar þeir félagar komu til Kaup- mannahafnar haustið 1757 var þeim vel tekið. Vísindafélagið veitti þeim nokkum fjársfyrk og stjómin ákvað að þeir fengju að halda launum sínum enn um hrið. Hófst nú vinna við að raða náttúra- gripum er þeir höfóu safnað og þvi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.