Tíminn - 11.08.1990, Qupperneq 7
Föstudagur 10. ágúst 1990
HELGIN
15
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Hin smávaxna, Ijóshærða og græneyga
Denise var þekkt fýrir einstaka sam-
viskusemi. Því heyrðist þá ekkert frá
henni?
lögreglan hafði voru ættingjar og
vinir Camerons Seaholm ekki sann-
færðir um að hann gæti framið slíkan
glæp. Cameron var einkar stórvax-
inn, yfír 190 sm hár og 115 kíló.
Hann var iðulega kallaður „góðlyndi
risinn" og var oft í slagtogi með
Scott Brady og vinum hans sem
gjaman neyttu kókaíns en yfirleitt
var hann einfari. —Ef við spiluðum
á spil horfði hann bara á, sagði einn
kunninginn. —Hann virtist ekki eiga
nein áhugamál.
Annar kunningi sagðist aldrei hafa
getað litið Cameron réttu auga síðan
hann skildi eftir 300 dollara síma-
reikning hjá Scott og Denise. —Þau
gerðu honum greiða en hann launaði
fyrir sig með þessu.
Athyglisverðasta vitnið sem lög-
reglan hafði uppi á var þó þriðji
skólafélagi þeirra Camerons og
Scotts. Sá fullyrði að Cameron hefði
tilbeðið Scott og viljað allt fyrir hann
gera.
—Jafhvel myrða? vildi lögreglan
vita.
—Svo er að sjá, svaraði vitnið.
—Cameron var líka afbrýðisamur ef
athygli Scotts beindist um of að ein-
hveijum öðrum. —Hann hafði alltaf
haft hom i síðu Denise og var jafnvel
illa við að Scott gæfi henni jólagjaf-
ir.
Það var langt í ffá að ættingjar
Camerons sæju hann í þessu ljósi.
Þeir töldu hann gersamlega lausan
við ofbeldi og tryggan þeim vinum
sem hann tæki. Scott og Denise hefði
alltaf samið vel við hann.
Þrátt fyrir það var Cameron Sea-
holm undir smásjá lögreglunnar sem
safnaði saman öllum þeim upplýs-
ingum um hann sem lágu á lausu.
Eftir menntaskóla var hann skamma
stund í hemum en var leystur ffá
þjónustu eftir slys á vélhjóli. Nokkm
síðar fór hann í flotann en var sendur
heim þegar hann gat ekki lagt ffam
þær upplýsingar sem krafist var.
Óábyrgur
heimilisvinur
Næst missti hann störf á tveimur
skyndibitastöðum og fór í_ fussi.
Annar vinnuveitandinn sagði að
hann hefði ekki sýnt neinn metnað
og farið sínar eigin leiðir við allt,
jafhvel hefði hann talið að umferðar-
reglur og allar aðrar reglur giltu bara
fyrir annað fólk, ekki Cameron Sea-
holm.
Fram kom einnig að Cameron átti
son og skuldaði tæplega 1.000 doll-
ara í meðlög. Samkvæmt dómsúr-
skurði átti að halda 130 dollurum eft-
ir af mánaðarlaunum hans en hann
var aldrei nógu lengi í vinnu til að
það væri hægt.
I eina viku ók hann dráttarbíl og
síðan vann hann á bílapartasölu.
Hann þótti lofa góðu fyrstu dagana
en svo fór hann að missa dag og dag
úr vinnu og var látinn hætta. Einn
vinnuveitenda hans komst svo að
orði að góðlyndi risinn væri til einsk-
is nýtur sem starfskraftur
og líklega yrði aldrei neitt úr honum.
Hann væri stefnulaust rekald.
Lögreglan yfirheyrði félagana ræki-
lega en hvemig sem að var farið
stönguðust sögur þeirra alltaf á og
einnig við ffásagnir axmarra sem séð
höfðu til þeirra. Nú beindi lögreglan
aðgerðum sínum að því að fá á hreint
hvor gerði hvað.
Cameron sagðist svo ffá að hann
hefði búið heima hjá Scott og Denise
í þijár vikur. Um miðjan apríl kom-
ust þeir yfir 250 grömm af kókaíni
og pökkuðu það í söluumbúðir.
Cameron kvaðst hafa fengið sér góð-
an skammt, farið út og ætt um en síð-
an hnigið niður. Hann mundi ekki
eftir sér fyrr en að morgni 17. apríl
þegar hann komst einhvem veginn
aftur heim til Denise og Scott og sá
þá svarta bílinn í skúmum með lykl-
ana í skottlæsingunni. Hann kvaðst
hafa tekið lyklana, sest inn í bílinn
og ekið beint heim til stjúpfoður
síns.
Klukkan hálf sjö það sama kvöld
var lögreglunni tilkynnt að Denise
Duerr væri týnd. Tveimur dögum
siðar meðan Scott Brady var að
reyna að sannfæra lögregluna um að
hann vissi ekkert um málið kvaðst
Camerson hafa ákveðið að aka til
Anaheim í heimsókn til ættingja. Á
leiðinni sprakk á öðrum hjólbarðan-
um að aftan og Cameron var næstum
búinn að missa stjóm á bílnum.
Hann ákvað að skipta um hjól en
þegar hann opnaði skottið blasti þar
við honum blóðugt lík Denise, illa
vafið inn í rúmfatnað. Hann velti fyr-
ir sér aðstæðum um stund en hugsaði
svo með sér að lögreglan tryði aldrei
að hann hefði ekki myrt stúlkuna.
Fjarvistarsönnun
Hann tók það ráð að fleygja líkinu
ífam af lágri háð og velta tijádrumbi
yfir það en þekja svo allt með grein-
um. Síðan skipti hann um hjólbarð-
ann og ók aftur heim til stjúpa síns.
Morguninn eftir var það svo kona
stjúpa hans sem heyrði lýsingu á
bílnum í útvarpinu og gerði lögregl-
unni viðvart.
Lögmaður Camerons fullyrti að
morðinginn væri þegar i haldi. Það
væri enginn annar en Scott Brady.
Cameron hefði aðeins verið sjá kjáni
að taka bílinn traustataki án þess að
vita að í skottinu var lík Denise Du-
err. Hann sagði að rannsókn á blett-
unum á fotum Camerons hlyti að
leiða i ljós sakleysi hans. Lögmaður-
inn sagði einnig að rifin fot Denise
sýndu að nauðgari hefði ráðist á hana
en sannast hlyti einnig að Cameron
væri ekki sá maður.
Enn var útlitið svart fyrir Scott Bra-
dy og öll sund virtust honum lokuð.
Nágrannar gáfu sig ffam og vildu
gjaman lýsa því hvemig kærustupar-
ið hafði rifist og að Scott hefði jafn-
vel lagt hendur á Denise oflar en
einu sinni. Ættingi Denise staðfesti
það en eftir að þau skildu að skiptum
nokkmm mánuðum áður sættust þau
og Denise var ánægð með Scott og
tilveruna.
Hvemig stóð þá á því að Scott sagði
ekki satt um hvar hann var staddur
þegar Denise var myrt? Eftir nokk-
urra mánaða fangelsisvist ákvað
Scott loks að breyta sögu sinni og
skýra hvers vegna hann hafði logið í
upphafi.
Þótt talsmaður lögreglunnar segði
fféttamönnum aldrei nákvæmlega í
hveiju fjarvistarsönnunin fólst sagði
hann að Scott hefði ekki getað sagt
ffá því vegna þess að hún fólst í sölu
kókaíns. Scott var hins vegar aldrei
ákærður fyrir þann glæp.
Það var kominn 31. ágúst þegar öll-
um rannsóknum var lokið og ljóst
þótti að Scott Bradey var alsaklaus af
að hafa nauðgað unnustu sinni eða
myrt hana. Vandræði hans stöfuðu
öll af því að hann hafði ekki getað
sagt satt um hvað hann var að aðhaf-
ast þá stundina. Lögmaður hans
skýrði fféttamönnum ffá rannsókn-
um og því að Scott hefði gengist
undir lygamælispróf og staðist það
með ágætum.
Játning og dómur
Þann 27. september 1989 játaði
Cameron Seaholm á sig morðið gegn
því að hann slyppi við ákæm fyrir
nauðgtm. Sú ákæra að auki hefði
tryggt honum lífstíðarfangelsi án
möguleika á náðun. í byijun desem-
ber var hann svo dæmdur í 25 ára
fangelsi. Hann á möguleika á náðun
eftir 20 ár.
Cameron sagði fyrir réttinum að
hann hefði ffamið verknaðinn í
kókaínvimu en hann minntist þess að
meðan hann stakk Denise hvað eftir
annað með ísbroddinum hefði hann
grátið og beðið hana fyrirgefhingar.
Hann kvaðst iðrast gerða sinna af
heilum hug.
Eftir á sagði einn af aðstandendum
Denise að réttlætinu hefði verið fiill-
nægt að vissu marki og vonandi
hefði Cameron verið alvara með iðr-
unina en það bætti hins vegar ekki úr
fyrir Denise og líf Scotts Brady gæti
heldur aldrei orðið eðlilegt ffamar.
Hvalir hafa orðið tilefni ýmissa sagna í gegn um tíðina bæði sökum illskeytni og hjálpsemi.
Hvalurinn og þjóðtrúin
Þjóðtrú íslendinga tengist að
flestum ef ekki öllum sviðum þjóð-
lífsins. Virðist sem reglur gildi um
nær hveija athöfn manna og sögur
hafi spunnist um allt er viðkemur
hinu daglega lifi svo maður tali nú
ekki um tyllidagana. Þær skepnur
sem íslendingar hafa lagt sér til
munns um aldimar eða nytjað á
annan hátt eru þar engin imdan-
tekning. Hver kannast til að mynda
ekki við að kýmar tali á nýársnótt?
Minna hefur aftur á móti borið á
þjóðsögum um sjávardýrin nema
þá helst þessi óvenjulegu eins og
sækýmar.
Hvalurinn er einn þeirra sjávar-
dýra sem íslendingar hafa lengi
nýtt.
Þar sem umræður þessa dagana
hafa snúist um að hvalveiðar verði
jafnvel teknar upp að nýju er ekki
úr vegi að rifja upp nokkuð af því
er þjóðtrúin segir um þetta merka
dýr.
Mannætuhvalir
Meðan enn var róið á litlum bát-
um urðu menn oft óttaslegnir ef
báturimi lenti í miðri hvalatorfu. Af
því sprattu ýmsar sagnir um ill-
hveli sem vom sólgnir í mannakjöt
og áttu það til að gleypa heilu bát-
ana eins og þeir komu fyrir með
manni og mús.
Viðkomandi illhveli vom talin
langminnug með eindæmum - sér-
staklega ef þau komust í þvílíkt
hnossgæti sem mannakjöt. Því var
sagt að þau héldu sig lengi á svip-
uðum slóðum eftir að ódæði var
ffamið og á meðan forðuðust sjó-
menn þær slóðir. Til að bæta grá
ofan á svart vom illhvelin óæt
þannig að ekki þótti mikill fengur í
þeirri veiði.
Góðhveli aftur á móti vom taldir
miklir mannvinir. En þau vom
sögð reyna að koma í veg fyrir að
illhveli kæmust að bátum til að
valda tjóni.
Bannorð á sjó
Hættulega fiska mátti aldrei nefha
réttu nafni á sjó. Jafhvel var óleyfi-
legt að nota orð samsett úr nöfnum
þessara dýra, hluta úr þeim eða
samhljóða nafnanna þó merkingin
væri allsendis óskyld. í þjóðsögum
Jóns Amasonar er að finna eftirfar-
andi vísu til vamaðar.
Varastu búra, hross og hund
haltu svo fram um langa stund,
stökklinum stýrðu frá;
nautið ekki nefna má
nokkur maður sjónum á.
Til útskýringar visunni ber að geta
hvalanafhanna; búrhveli sem var
skipt út fyrir matarhús, hrosshvalur
sem varð hestur eða foli, hundhval-
ur breyttist í deli, stökkli var skipt
út fyrir létti og nauthveli varð fjósi,
kusa eða kálfur. í stað hvals var tal-
að um stórfisk eða einfaldlega fisk.
Varnir gegn
illfiskum
Sjómenn bragðu á ýmis ráð til að
veijast ófognuðinum. Sum illhvel-
in vom talin hræðast urg i jámi og
hávaða af áraskellum. Þá fylgdi
mörgum skipum ferstrendur Imall-
ur með jámkrók út úr einum fletin-
um. Þegar hnallinum var barið
þannig að kengurinn hitti á nagla-
haus utan borðs og í sjó átti hljóðið
að fæla burtu illfiska.
Aðrir notuðust við hamar í sama
skyni.
Sömuleiðis var talið að hvalimir
forðuðust vallhumal, kúamykju og
sauðatað. Blóðlitaður austur átti
jafhffamt að vera þeim eitur í bein-
um sem og austur sem refseistu
höfðu verið brytjuð ofan í.
Góðhvelið
steypireyður
Steypireyðurin taldist til góðhvela
því hún varði fiskibáta sem illhvel-
in ofsóttu. Ef hún synti þrisvar
sinnum í kring um bát þótti það
benda til að illhveli væri í nánd.
Synti reyðarfiskurinn án afláts
kring um bátinn áttu illhvelin að
þreytast og halda leiðar sinnar.
Hún átti að geta varið báta fyrir
þremur illfiskum i senn en ef sá
ijórði bættist í hópinn sprakk hún.
Ef þeir sem steypireyðurin var að
vemda misgerðu henni gat hún ver-
ið langminnug eins og eftirfarandi
saga ber vitni.
Eitt sinn þegar mikil illfiskanauð
sótti að bát á veiðum komu tvær
steypireyðar til vamar mönnunum.
Steypireyðamar fylgdu bátnum að
landi en þá var annar fiskurinn orð-
inn svo móður að hann lá kyrr í
höfninni.
Einn skipveija tók sig illu heilli til
og kastaði stein í blástur hvalsins
svo hann sprakk og lá þar dauður.
Aðrir menn fengu samviskutilfinn-
ingu af þessu óþakkláta verki og
jaftivel hvalsbaninn sjálfur. Var
manninum að svo komnu ráðlagt
að fara ekki á sjó i tuttugu ár. Fór
hann að þessu ráði lengi vel en á ni-
tjánda ári vildi maðurinn ekki una
sjóróðrabanninu lengur og réri.
Þann sama dag kom steypireyðar-
hvalur að skipinu, sletti sporðinum
upp á það, utan um manninn sem
drap hinn hvalinn og steypti honum
i sjóinn. Aðrir sögðu að hvalurinn
hefði rétt tunguna utan um mann-
inn og gleypt hann.
Úr islenskum sjávarháttum
Menningarsjóðs