Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 18. ágúst 1990 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTlG 47 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Sálfræðing í 50% starf, sem ætlað er að þjóna barna- deild Heilsuverndarstöðvarinnar og heilsu- gæslustöðvum í Reykjavík. Upplýsingar veitir Halldór Hansen, yfirlæknir barnadeildar, í síma 22400 alla virka daga. Sjúkraliða í 50% starf, vegna heimahjúkrunar við HEILSUGÆSLUSTÖÐ ÁRBÆJAR, Hraun- bæ 102, Reykjavík. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 671500 fyrir hádegi alla virka daga. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 27. ágúst 1990. j|| Útboð innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum i viðbyggingar við geymsluhús og verkstæði i Árbæjarsafni. Viðbyggingarnar eru úr timbri og stáli. Flatarmál verkstæðisbyggingar: 108 fm. Flatarmál geymsluhúss: 134 fm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriöjudeginum 21. ágúst 1990, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 4. september 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 HRARIK RAFMAGNSVEmjR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða verk- stjóra með aðsetri á Hvolsvelli. Rafvirkjamenntun áskilin. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til Rafmagnsveitna ríkisins fyrir 30. ág- úst nk. Rafmagnsveitur ríkisins, Dufþaksbraut 12, 860 HVOLSVELLI ^^PÓSTUROG SÍMI Laus störf bréfbera: Kópavogur- upplýsingar veitir stöðvarstjóri í síma 91-41225. Hafríarfjörður - upplýsingar veitir stöðvar- stjóri í síma 91-50933. Holtaskóli, Keflavík Kennara vantar næsta skólaár. Kennslu- greinar: Líffræði, stærðfræði, sérkennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92- 15597. Skólastjóri. VÆTTATAL geir þá bóndanum í Merki og kvað draumvísur þess efnis að prestur hætti við.“ Stuttu síðar kemur í handritinu að langafa Grettis sterka, landnámsmann- inum Ásmundi í Vatnsdal. Sá góði maður trylltist í elli sinni og gekk í Ás- mundargnúp milli Vatnsdals og Viði- dals. Vopn og herklæði festi hann i hamar í gnúpnum og skyldi sá einn ná þeim sem ekki léti skirast og ælist ekki á öðru en kaplamjólk og hrossakjöti fyrstu tólf aldursár sin. Ásmundur þessi gerðist ásamt Jörundi í Jörundar- felli vemdarvættur og ármaður Vatns- dals. Annars Ásmundar er einnig getið en sá var sonur draugs og mennskrar stúlku. Eins huggulega og það nú hljómar, eða hitt þó heldur, gerðist hann prestur í Norðfirði. Enda varð að reka Ásmund í gegn þegar hann skyldi útdeila altarissakramenti í fyrsta sinn, ella hefði kirkjan sokkið með öllu fólkinu. Ekkert sást eftir af presti nema messuklæðin og sjö blóðdropar. Hjónadjöfull, móri, puttalingur og fleira merkisfólk Ef við bregðum okkur aðeins aftar í handritið komum við að Geirmundum. Fyrstan ber þar að nefna Geirmund- arstaðadraug. Honum hefúr verið lýst sem meðalháum grannlegum strák, hoknum í göngu. Geirmundar- staðadraugurinn var á ferð um miðja 18. öld og sagði sjálfúr að Jón Bjama- son, prestur í Skarðsþingum í Dala- sýslu, hefði vakið sig upp til áreitingar við sóknarfólkið. Það mætti halda að fólki fyrr á öldum hafi verið töluvert uppsigað við presta ef dæma má af fjölda draugasagna sem klerkamir tengjast á einn eða annan hátt. En hvað sem því líður ónáðaði þessi draugur menn lóluvert, svifti af fólki rúmfotunum og drap nokkrar skepnur á Geirmundarstöðum og Manheimum. íslenskar vættir em ekki allsendis lausar við hjónadjöfla úr sínum röðum. Mun einn Móranna meðal annars hafa verið fenginn til að spilla á milli hjóna. Segir sagan að á Geirmundarstöðum í Skagafirði hafi hugir hjóna ekki farið saman. Annar maður spillti á milli þeirra og magnaði fjanda í mórauðu hundslíki. Mun þar vera kominn Geir- mundarstaðamóri sem lagði trýnið upp á rúmið milli hjónanna og geisp- aði ólundarlega. Fóm þá hjónin ævin- lega að rífast þar til öldmð kona sagði konunni til. Tók hún þá að vægja til við bónda sinn og Móri hætti að sjást. Ekki em allar vættimar upprunnar í fymdinni því nokkrar þeirra sem getið er komu fyrst ffam á tuttugustu öld- inni. Þannig er sagt að haustið 1911 eða 1912 hafi fólk af tveimur bæjum í Geirþjófsfirði séð einkennileg spor og hvitar klessur í fjörunni. Sporin virtust helst eftir tvífætta skepnu og vom teiknuð upp en klessumar sýndust vera saurindi. Himdar á bæjunum urðu mjög trylltir um sama leyti og er haft fyrir satt að því hafi valdið Geirþjófs- fjarðardýrið. Annar ófognuður á þessari öld er nefhdur Geithálsdraugur. Kringum 1930 dó piltur er Jón hét snögglega á Geithálsi í Mosfellssveit. Var mikill reykur eftir hann svo að hann sást bæði heima á Geithálsi og á veginum í grennd við Rauðavatn. Hann var lot- inn í herðum með enska húfú og dró hana nokkuð langt niður á ennið. Jón þessi tók sér stundum far með bíl og kom í heimsókn að Miðdal. Sem sagt ekki taka upp puttaferðalanga með enska húfú á þessari leið. Mannætur og aörar öllu fframúrstefnu- legri skessur Skessur skipa veglegan sess f vætta- talinu. Áður en við vindum okkur yfir f næsta bókstaf verður að minnast á eina heldur óskemmtilega að nafúi Gellivör. Sú bjó í Staðarfjalli suður frá Desjarmýri i Borgarfirði eystra. Hún eignaðist bam og þurfti að útvega því nýtt mannakjöt á hveijum jólum. Gellivör drap þvi bónda og húskarl á bænum Hvoli, en um hin þriðju jól hjálpaði álfkona ekkju bóndans að komast undan og deyddi skessubamið. Ónnur heldur framúrstefnulegri skessa sleit sambúð við bónda sinn og hitti hann síðar öðm hveiju við sil- ungsveiðar. Þessi var Hrefna kona Bergþórs í Bláfelli. Henni þótti óskemmtilegt útsýni þar á bæ eftir að land kristnaðist en Bergþór vildi ekki flytjast búferlum. Þau hjónin skildu því að borði og sæng og Hrefúa tók sér bólfestu í Hrefnubúðum norðan Hvít- árvatns. Sumir bergbúa hafa helst unnið sér það til frægðar að hafa verið almenni- legir við mannfólkið eins og Hreggn- asi jötunn í samnefndu fjalli fyrir norðan Rauðkúlu vestan í Ljósufjöll- um. Eftir kristnitöku hættu tröll að ganga nær byggð en fram á fjallsbrún- ir en Hieggnasi hélt áfram að eiga góð skipti við bónda að nafni Ásgrímur á Svelgsá í Helgafellssveit Skaut jötun- inn meðal annars skjólshúsi yfir bónd- ann og fjölskyldu hans á meðan Svartidauði gekk hér á landi. Skýringa á ýmsum ömefúum og nátt- úmfyrirbrigðum má leita í þjóðsögun- um, burtséð fiá því hvaða trúnað við síðan leggjum í þær skýringar. Ef við höldum aðeins lengra áfram með bók- stafinn H í vættatalinu komum við að tröllkonunni Hremmsu eða Hremmu. Um hana segir að prestur á leið að þjónusta kerlingu austur í Ör- æfúm hafi mætt tröllkonu á gijóthrygg sem var umlukinn mýmm. Tröllkonan kom neðan fra sjó og hafði bjamdýr á baki en hvalkálf í fyrir. Fylgdarmaður prests hné dauður niður fyrir augna- ráði hennar en klerkur hélt uppi sam- ræðum við hana uns dagur rann í austri. Varð skessan þá að steini ásamt bjamdýrinu og hvalkálfinum og em Undir stíganum í gamla Skarðs- bænum var Skottu skammtaður matur því hún hafði verið vakin upp kvik. Myndin af bænum á Skarði er ein þeirra sem koma til með að birtast í vættatalinu. þessi þrir steinar uppi á Hremmsuhálsi sem annars er ekkert annað en smá- möl. Argur biöill og staöföst Hrúga Líklega má draga nokkum lærdóm af örlögum söguhetja þjóðsagnanna. Það er allavega ems fallegt að fara finlega í það að bíta af sér biðlana miðað við söguna af Hringsdalsdraugnum. Segir sagan að um eða eftir miðja 18. öld hafi festarmaður heimasætunnar í Hringsdal við Amarfjörð eitt srnn komið í heimsókn á bæinn. Mærin dró af honum sokkaplöggin en bauð svo við sárum á fótum mannsins að hún sagði honum upp. Unnustinn fyrrver- andi heitaðist við hana og sendi henni draug í líki strákhnokka sem angraði hana og fleiri heimilismenn, einkum þá sem bám fólki mat í öskum. Kunn- áttumaður setti drauginn loks niður f gamla landamerkjaþúfú á Hringsdals- hfygg- I annarri gerð sögunnar er draugurinn fra síðustu árum séra Páls Bjömssonar í Selárdal og biðlinum var umsvifa- laust hafúað. Aðra drauga hefúr ekki reynst eins auðvelt að kveða niður og hafa þeir jafnvel fylgt afkomendum þeúra sem upphaflega stóð til að hrella. Hrúga er ein þeirra en hún er þannig komin til sögunnar að hjá séra Þorsteini Jóns- syni á Dvergasteini á Seyðisfirði var seint á 18. öld stúlka að nafni Þuriður og kölluð Stássa. Hélt prestur mikið upp á stúlkuna en hún dró sig saman við Svein Skúlason ffá Kleppjáms- stöðum. Prestur sendi Sveini því digr- an og lágvaxinn kvendraug sem var kallaður Hrúga. Hún fylgdi siðan Sveini og Þuriði á Seljamýri og síðar afkomendum þeirra. Þessi draugur hlaut seinna meir nafnið Bárðar- staða-Hrúga. Hjálparkokkar Irtla mannsins Einstaka vættir starfa einvörðungu mannfólkinu til góðs. Þá er yfirleitt um að ræða finlegri verur eins og huldu- fólk þó jötnar geri stöku sinnum góða hluti eins og áður hefúr verið minnst á. Ein þessara heilladisa er nefnd í vættatalinu undir nafúinu Hulda. Þar segir Huldu vera draumkonu sem birt- ist Halldóru Guðlaugsdóttur í Tjamar- húsum á Akranesi og bað hana að gefa sér bót fyrir skóinn sinn. 1 staðinn bauðst hún til að taka fyrir hana lag. Halldóra lét bamið sem hún gekk með heita Hulda. Varð stúlkan sönghneigð og hefúr sungið bæði í útvarp og kirkju á Akranesi. Huldufólkið hefúr sömuleiðis, erns og fleiri, gripið i taumana til hjálpar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.