Tíminn - 08.09.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 08.09.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 8.september 1990 Tíminn 5 Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs: Líklegt að gestum f rá Eystrasaltslöndum verði boðið á Norðurlandaþing „Mér finnst líklegt að niðurstaðan verði sú að gestum frá þjóð- þingum Eystrasaltslandanna verði boðið á næsta Norður- landaráðsþing," sagði Páll Pétursson, forseti Norðurlanda- ráðs, í samtali við Tímann, en um nokkurt skeið hefur verið til umræðu innan Norðuriandaráðs að taka upp nánari samskipti við Eystrasaltslöndin. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir skömmu í heimsókn til Litháens og ávarpaði þá m.a. þing Æðsta ráðs- ins í Vilnius. í ávarpi sínu lýsti Þor- steinn því yfir að hann myndi leggja til í Norðurlandaráði að Eystrasalts- þjóðimar fái stöðu áheymarfulltrúa á þingi Norðurlandaráðs. Þorsteinn sagðist jafhffamt ætla að endur- flytja tillögu sem hann flutti'á síð- asta þingi um að Island viðurkenni fullveldi Litháens með þeirri breyt- ingu að tillagan nái til allra Eystra- saltslandanna. Hann sagðist einnig ætla að hvetja íslendinga að taka upp formleg samskipti við þing Eystrasaltsrikjanna. Páll sagði að samskiptin við Eystrasaltslöndin og Sovétrikin hefðu verið ítarlega rædd i forsætis- nefnd Norðurlandaráðs um nokkurt skeið. Hugmyndir líkar þeim sem Þorsteinn viðraði i Vilnius hafa áð- ur komið ffam. Þingmaður danska Framfaraflokksins bar ffam tillögu á síðasta þingi Norðurlandaráðs um að Eystrasaltslöndunum yrði boðin aðild að Norðurlandaráði. Þorsteinn hefur gagnrýnt að aðild- arlönd Nato skuli ekki hafa stutt betur við bakið á Eystrasaltslönd- unum í sjálfstæðisbaráttu sinni. Hann hefur i viðtali við fjölmiðla hvatt til þess að íslendingar sýni i þessu máli sjálfstæða utanríkis- steihu. Páll var spurður út í þessa gagnrýni Þorsteins. Páll Pótursson. „Það er ekki mitt að svara fyrir Nato. AfstaðaNato-ríkjanna mótast væntanlega af því að þau telja sér ekki hag i því að breytingar í lýð- ræðisátt gangi það hratt fyrir sig Þorsteinn Pálsson. þama austur ffá að Sovétrikin lendi i upplausn. Utanrikispólitik er vandasöm og það er eðlilegt að menn hugsi sig um áður en þeir taka afgerandi skref.“ -EÓ Ökumenn! Skólinn er byrjaður! Um þessar mundir er starfsemi gmnnskóla að hefjast um allt land. Böm ffá sex ára aldri þurfa að fara úr því vemdaða umhverfi sem þau þekkja. Leiðin í skólann er nýr heimur fyrir flest böm, heimur sem þau þurfa að takast á við á hveijum degi. Honum geta fylgt hættur ef þeir sem þar era era kunna ekki og virða ekki rikjandi umgengnisreglur. * Fullorðnir þurfa að segja bömum hvaða leið sé öraggust i skólann. Þá er það ekki endilega stýsta leiðin. Ofl getur verið öraggara að fara léngri leið ef hægt er með þvi að sneiða hjá hættulegum stöðum í umferðinni. Nauðsynlegt ér að einhver fullorðinn fylgi bömimum í skólann fyrst um sinn, eða þangað til að bamið er orð- ið fullfært um að fara eitt og þegar það treystir sér til þess. Umferð eykst alltaf á haustin. Þá fer allt athafnalíf í fullan gang og á sama tima era bömin á leiðinni í og úr skóla. Þetta verður hvort tveggja að geta gengið vel fyrir sig. Ökumenn þurfa að komast leiðar sinnar, eins og bömin. En í nágrenni við skóla og þar sem böm era á ferð verða þeir að sýna sérstaka aðgæslu og muna að það getur margborgað sig að draga úr hraða. Þeir ökumenn sem ekki virða hraðatakmörkun verða að átta sig á að of hraður akstur i nágrenni við skóla getur reynst lífshættulegur og er alls ekki í samræmi við siðferðis- lögmál sem í gildi era. khg. Formlegri sam- einingu lokið Formleg sameining Granda hf. og Hraðfrystistöðvar Reykjavikur fór fram fýrir skömmu. Hlutafé Granda var um leið aukið um 200 milljónir króna og nemur nú 850 milljónum króna. Búist er við að hluti hinna nýju hlutabréfa verði seldur á al- mennum markaði. Eigendur Hraðífystistöðvarinnar fá við sameininguna hlutabréf i Granda sem gagngjald fyrir hlutabréf sín i fyrmefnda fyrirtækinu. Við ákvörð- un á verðmæti hlutafjár hvors fyrir- tækis verður miðað við reikningsskil í ágústlok 1990. Hagnaður af rekstri Granda hf. varð 77 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. En hluthafar i fyrirtækinu era nú um 150 talsins. Stjómarmönnum Granda hef- ur verið tjölgað úr fimm i sex, en sá sjötti er Agúst Einarsson, einn aðal- eiganda Hraðfrystistöðvarinnar. jkb Bragi Ásgeirsson með málverkasýningu í dag verður opnuð málverkasýn- ing i Listhúsi, Vesturgötu 17, á 36 olíuverkum eftir Braga Ásgeirsson myndverkasmið. Sýningin ber nafnið „Að hlusta með augunum - mála með skynfærunum“. Bragi Ásgeirsson stundaði nám við HMÍ 1947-50. Eftirþað lá leið hans í Listaháskólana i Kaup- mannahöfh, Osló og Munchen sem og i Listiðnaðarskólann. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sina. Sýn- ing Braga verður opin daglega milli kl. 14 og 18 til 23. september. Þess má geta að í nóvemberbyij- un gengst Listhús fyrir vikulangri menningarferð til New York. Borgin hefur vaknað til vetrarstarfsins og á þessum tíma er þar mikill fjöldi stórkostlegra list- sýninga á myndlistarsviðinu, auk fjölbreytts leikhúslifs og tónleika- halds. Staðkunnugur íslenskur far- arstjóri verður ferðahópnum til að- stoðar, skipuleggur skoðunarferðir Bragi Ásgeirsson við ett verka sinna á sýningu í Norræna hús- inu 1979. og gefur góð ráð. Hægt verður að panta miða fyrirfram i leikhús, á tónleika og í óperur og upplýsing- ar um ferðina fást i sýningarsal Listhúsa að Vesturgötu 17 á sýn- ingartíma. —SE Borðið sem KEA keypti er rétt tæpir átta metrar á lengd. Það eru þeir Júlíus Jónsson (tv.) og Jón V. Ólafs- son matreiðslumenn sem standa upp við borðið á myndinni. Vélsmiðjan Oddi hefur innflutning á kæli- og frystiinnréttingum: KEA fær nýtt og fullkomið kjötborð Um síöustu heigi var lokið við uppsetningu á nýju og fullkomnu kjötborði í Kjörmarkaði KEA, Hrísalundi 5 á Akureyri. Kæling matvæla í nýja borðinu er afar full- komin og öll vörumeðférð verður enn betrí en áður. Borðið er stíl- hreint og mun án efa vekja ánægju meðal viðskiptavina verslunarínn- fimm milljörðum þýskra marka. Vélsmiðjan Oddi hefur í mörg ár hannað kælikerfi fyrir verslanir en þeir hafa ekki áður séð um innflutning á kæliborðunum. Vonast þeir nú til að með þessum samningum við LINDE AG að þeir geti veitt betri þjónustu þegar innflutningurinn og hönnun kælikerfa er öll komin á eina hendi. Hægt verður að fá kæliborð af ýmsum stærðum og gerðum og jafnvel sér- hannaða kæla eins og fyrir blóma- verslanir. KEA-menn vora þeir fyrstu til kaupa sér kjötborð, framleitt af LINDE, af vélsmiðjunni Odda. khg. Starfsmannastjórinn veiddi 25 punda lax ar. Það er Vélsmiðjan Oddi hf. sem seldi og setti upp borðið í Hrísalundi, en Oddi gerði nýlega samning við stór- fyrirtækið LINDE AG i Þýskalandi um sölu og þjónustu á kæli- og frysti- innréttingum í verslanir. LINDE AG er einn stærsti ffamleiðandinn í heimi á slíkum búnaði og er framleiðsla fyr- irtækisins þekkt fyrir gæði. Sem dæmi um stærð þýska fyrirtækisins má nefha að um 25 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og heildarvelta þess á einu ári getur numið allt að Ari Guðmundsson, starfsmanna- stjóri í Landsbankanum, setti í þann stóra um síðustu helgi. Ari veiddi stóra og myndarlega hrygnu, sem vó 25 pund, í svokallaðri Gíslakvöm í Laxá í Dölum. Ari sagði að þetta hefði ekki verið löng athöfh, það hefði tekið um 17 mínútur að landa laxinum. Ari veiddi laxinn á flugu sem heitir Monroe kill- er númer 10. Aðspurður sagði Ari að þetta væri stærsti fiskurinn sem hann hefði veitt um dagana og með þeim stærri, ef ekki sá stærsti, sem veiðst hefðu á flugu i sumar. —SE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.