Tíminn - 08.09.1990, Page 9
Laugardagur 8. september 1990
Tíminn 17
„Á þaö aö verða okkar hlutskipti að byggja 50 þúsund manna borg á höfuðborgarsvæðinu á næsta
áratug og horfa upp á yfirgefin mannvirki á landsbyggðinni?” spyr Jón Kristjánsson, alþingismaður.
Jón Kristjánsson alþingismaður:
IBUATALAN
ÁRK> 2000
Er byggðastefna tæki stjórnmálamanna
til að rýra lífskjörin í landinu?
Nú færist i vöxt að miða við árið
2000 þegar menn eru að „spekúl-
era“, eins og sagt er á vondu máli.
Aldamótin eru ekki langt undan og
ef litið er 10 ár aftur í tímann, eða
til ársins 1980, finnst mörgum það
furðu skammur tími.
Fólksflutningar úr dreifbýli í þétt-
býli eru ekki nýtt fyrirbrigði og
hefur straumurinn verið stöðugur
alla þessa öld. Höfuðborgin hefur
breyst úr sjávarþorpi f borg með út-
hverfum, sem enn eru sjálfstæð
sveitarfélög. Þessi straumur hefur
haldið áffam allan síðasta áratug.
Með bættu vegakerfi hafa at-
vinnusvæði stækkað. Það er ekki
með öllu óþekkt að atvinna sé sótt
til Reykjavíkur frá Suðumesjum og
öfugt og jafhvel ffá Hveragerði og
Selfossi þar sem þó er yfir fjallveg
að fara.
Tæknin gerir okkur kleift að gera
alls konar „statistik" og nýlega hef-
ur Byggðastofnun ffamreiknað
þróun siðustu ára i fólksflutningum
til aldamóta. Niðurstaðan er ugg-
vænleg. Hún er i stuttu máli sú að á
Reykjavikursvæðinu yrðu þá bú-
settir 172 þúsund íslendingar en
um 100 þúsund alls staðar annars
staðar á landinu. Mjög stór land-
svæði myndu vera komin niður fyr-
ir þau mörk að þar væri hægt að
halda uppi nútímaþjónustu, eða
nánar tiltekið því samfélagi sem
nútíminn krefst.
Þessir útreikningar eru aðeins
ffamreikningur á staðreyndum
gærdagsins og engar ffamkvæmdir
sem kynnu að flýta þessari þróun
eru teknar með i reikninginn.
Er byggöastefna
skammaryröi?
Hvemig skal við bregðast? Er
byggðastefna skammaryrði eða
tæki í höndum stjómmálamanna til
þess að rýra lífskjörin? Stundum
mætti ætla að svo væri, ef marka
má umræðumar i fjölmiðlum sem
oft bergmála meðal almennings.
Ég hygg að nú séuþáttaskil varð-
andi byggðamálin. A það að verða
okkar hlutskipti að byggja 50 þús-
und manna borg á höfuðborgar-
svæðinu á næsta áratug og horfa
upp á yfirgefin mannvirki á lands-
byggðinni? Það er fullvíst að það
bætir ekki lifskjörin i landinu.
Tæknin gerir okkur kleift
að gera alls konar
„statistik" og nýlega hef-
ur Byggðastofnun fram-
reiknað þróun síðustu
ára í fólksflutningum til
aldamóta. Niðurstaðan
er uggvænleg. Hún er
í stuttu máli sú að á
Reykjavíkursvæðinu
yrðu þá búsettir 172
þúsund íslendingar en
um 100 þúsund alls
staðar annars staðar á
landinu. Mjög stór land-
svæði myndu vera kom-
in niður fyrir þau mörk
að þar væri hægt að
halda uppi nútíma
þjónustu, eða nánar til-
tekið því samfélagi sem
nútíminn krefst. Á sama
tíma verður að draga
úr framkvæmdum ríkis
og sveitarfélaga ef þessi
framkvæmd á ekki að
setja efnahagslíf lands-
manna úr skorðum sök-
um stærðar og
umfangs.
Það mim leiða til þess að stærri
hluti fjárfestingar þjóðarinnar
verður f húsnæði, samgöngumann-
virkjum og þjónustu á höfuðborg-
arsvæðinu sem f mörgum tilfellum
er fyrir hendi á landsbyggðinni.
Fjármunir þjóðarinnar munu fara í
þetta fremur en uppbyggingu at-
vinnulífsins sem er undirstaða vel-
megunar og velferðarþjóðfélags.
Eftir situr borgarsamfélag með alla
sfna ókosti, einhvers konar bastarð-
ur milli smáborgar og stórborgar.
Tæki til aö varö-
veita lífskjörin og
manneskjulegt sam-
félag
Mér er ekki ljúft að draga upp
slíkar myndir og væri vissulega
skemmtilegra að festa á blað ein-
hveija betri framtíðarsýn en hér er
að framan. Hins vegar er nauðsyn-
legt einmitt nú að vekja athygli á
þessum staðreyndum. Svo virðist
nú sem margir ræði um það eins og
sjálfsagðan hlut að byggja upp á
mjög skömmum tíma á atvinnu-
svæði höfuðborgarsvæðisins fyrir-
tæki sem kostar 1 milljarð dollara
að byggja og veitir 700 manns at-
vinnu í fyrsta áfanga. Ti) fyrirtæk-
isins á að flytja orku frá fjarlægum
landshlutum og nota til þess bestu
virkjunarmöguleika í landinu, þar
með talið i væntanlega stækkun. Á
sama tíma verður að draga úr ffam-
kvæmdum rfkis og sveitarfélaga ef
þessi framkvæmd á ekki að setja
efnahagslíf landsmanna úr skorð-
um sökum stærðar og umfangs.
Þetta mundi skapa nýtt og áður
óþekkt ástand í byggðamálum og
hraða um allan helming þeirri þró-
un sem ég gat um i upphafi.
Ég er að sjálfsögðu að tala um
byggingu álvers. Allar tölur um
kostnaðarmun á þvi að reisa álver-
ið á Reykjanesi eða á Reyðarfirði
eða við Eyjafjörð eru stórýktar. Það
mun koma fram í dagsljósið innan
tíðar.
Byggðastefna er ekki skammar-
yrði né heldur tæki stjómmála-
manna til þess að rýra lífskjörin.
Byggðastefiia er tæki til þess að
varðveita Hfskjörin og halda mann-
eskjulegu umhverfi í landinu.
SAMr-
KRAFT VERKFÆRI ^ - ÞESSI STERKU
B0RVÉLAR
I
)
ALHLIÐA HÖQQBORVÉL
með elglnlelka lofthðggvéla
Gerö - 6850EMH
500 vatta mótor
13 mm patróna
einstaklega létt að bora í stein
allt að þreföld ending á steinborum
stiglaus hraðarofi fra 0- 1500 sn7mín.
höggtíðni frá 0 - 5000 högg/mín.
báöar snúningsáttir
EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS-
HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL
IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Þekking Reynsla Þjónusta
HÖGGBORVÉL
Gerð - 6434H
520 vatta mótor
13mmpatróna
stillanlegur, stiglaus hraðarofi
frá 0 - 2900 snJmín A
höggtíöni frá 0 - 49000 högg/min. I
báöar snúningsáttir f
fæst einnig í tösku
I
I
I
I FALKINN r i
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Iðnfulltrúar
Laust er til umsóknar hlutastarf iðnfulltrúa til næstu fjög-
urra ára, samkvæmt 12. gr. reglugerðar nr. 105/1990 um
framhaldsskóla, fyrir eftirtalin landsvæði:
Vesturland
Norðurfand vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
Vestmannaeyjar
Reykjanes sunnan Hafnarfjarðar og Hafnarfjörð
Iðnfulltrúa er ætlað að leiðbeina um gerð iðnnámssamn-
inga, staðfesta þá og sjá um að þeir séu skráðir hjá
menntamálaráðuneytinu. Þeir skulu einnig veita hlutað-
eigandi upplýsingar um framkvæmd samninganna og
vera tengiliður milli skóla og atvinnulífs.
Umsækjendur þurfa að hafa haldgóða starfsreynslu á
sviði iðnaðar og yfirsýn yfir störf (iðnaði ásamt þekkingu
á námsleiðum í skólakerfmu. Æskilegt er því að iðnfulltrúi
sé iðnmenntaður og hafi reynslu af fræðslu í iðnfræðslu-
skóla.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 29. sept. nk.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Menningarsjóður
íslands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn-
lands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn veita
ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru
fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök
og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega
stendur á.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1991 skulu
sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands
fýrir 30. september nk. Áritun á íslandi: Mennta-
málaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku,
dönsku, finnsku eða norsku.
Stjóm Menningarsjóðs íslands og Finnlands
5. september 1990