Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. september 1990 'Tíminn 21 Stefán Krístjánsson fyrrverandi íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar Fæddur 30. júní 1924 Dáinn 1. september 1990 Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þessi sannindi eru sífellt að minna á sig. Nú síðast við ffáfall Stefáns Kristjánssonar, fyrrverandi íþrótta- fulltrúa, Stóragerði 31 í Reykjavík. Hann kvaddi í þann mund er grösin voru að byija að sölna í toppinn og stöku lauf að falla af tijánum, rétt til að minna á að sumri væri tekið að halla að hausti. Hann hafði slegið upphafshöggið á 9. brautinni áNesvellinum. Það hafði heppnast vel og annað höggið var í undirbúningi. Mið var tekið á flötina með blaktandi fánanum á stönginni. Þar átti kúlan að lenda. Golfið er skemmtileg íþrótt. Það veitir í senn hæfilega áreynslu, úti- veru og síðast en ekki síst afþreyingu fyrir þá sem lokið hafa mesta amstri ævinnar og eignast stundir til að sinna hugðarefhum. Það er ánægjuleg tilfmning að hafa slegið vel heppnað upphafshögg, standa hjá kúlunni, meta fjarlægðina, velja rétt jám og búa sig undir að senda kúluna inn á flötina. Þetta allt fékk vinur minn til margra ára að reyna á Nesvellinum áður en kallið kom. En annað höggið var aldrei slegið á níundu brautinni. Áð- ur en að þvi kom hneig hann niður með golfkylfuna í höndunum. Það var um hádegisbil. Eftir það kom hann ekki til meðvitundar og var ör- endur um kvöldmatarleytið. Það er mikið áfall fyrir aðstandend- ur og vini þegar fólk á góðum aldri og vel á sig komið andlega og líkam- lega fellur ffá svo skyndilega og óvænt. En þannig er nú þetta stundum. Röddin sem kallar fólk yfir móðuna miklu kemur oft á tíðum óvænt og er hvorki mild né hlý heldur „kuldaleg og djúp“ eins og Jón Helgason orðar það i kvæði sínu, Áföngum. I þeim fátæklegu svipmyndum, sem hér verða dregnar upp, er ekki ætlun- in að rekja æviferil né ævistörf Stef- áns Kristjánssonar. Reyndar kynntist ég honum ekki fyrr en við vorum komnir vel á miðj- an aldur sem kallað er. Að vísu hafði ég vitað af honum í fjarlægð. Ég vissi að hann var Þingeyingur að ætt og uppruna, hafði lesið i blöðum um af- rek hans í skiðaíþróttinni bæði hér heima og erlendis, einkum á sjötta áratugnum. Þá var altalað meðal kennara að íþróttakennarinn í Laug- amesskólanum væri mjög stjómsam- ur og góður kennari og liðtækur skákmaður í sveit kennara skólans sem stundum keppti við sveitir ann- arra skóla. En fyrst og fremst mundi ég samt eftir honum sem frábærum fimleikamanni í flokki Jóns Þor- steinssonar. Þá vom fimleikar í heiðri hafðir og úrvalsflokkar í þeirri grein aufusugestir hvar sem þeir komu til að sýna. Þá skipti miklu máli hver fór hæst í heljarstökki eða hvort sex eða sjö gátu staðið samtímis í handstöðu á kistunni. Ég vissi að hann var giftur ágætri konu að vestan sem líka var íþróttakennari. Þetta allt og kannski dálítið meira vissi ég þegar leiðir okkar lágu sam- an af tilviljun í veiðiskap og siðar i störfum hjá Reykjavíkurborg. Stefán var veiðimaður af lífi og sál. Hann hafði bæði næmleika og þá út- sjónarsemi sem góður laxveiðimaður þarf að hafa. Oft vorum við saman um stöng, einkum seinni árin. I hundruðum talið eru þeir laxar sem stöngin okkar skilaði á land úr Selá, Norðurá, Laxá í Ásum og Stóru- Laxá. Þegar farið var í Vopnafjörðinn ásamt eiginkonum okkar, var jafnan stansað í Þingeyjarsýslunni. Þá var urriðinn í Laxá heimsóttur, skroppið á golfvöllinn á Húsavík og héraðið skoðað. Ekki leyndi sér að Stefán var Þing- eyingur og það var bæði ffóðlegt og skemmtilegt að ferðast með honum um æskuslóðimar. Sagan að fomu og nýju og hvers konar fróðleikur annar um héraðið var honum ofarlega í sinni og stökur hinna ffábæm þingeysku hagyrðinga og skálda lágu honum létt á tungu. Hann las jafhan mikið og var fróður um marga hluti. Á vefrum var gripið I tafl og spil og farið á skíði, bæði hér heima og er- lendis. Aldrei skapaðist tómarúm. Ég geri ráð fyrir að aðrir muni greina ít- arlega ffá störfum Stefáns að íþrótta- málum og þá einkum frá starfi hans sem íþróttafu 1 ltrúi Reykjavíkurborg- ar. Því kynntist ég bæði sem borgar- fulltrúi og formaður fræðsluráðs. Einnig þegar unnið var að hönnun skautahallar og við framkvæmdir við skíðasvæðið í Bláfjöllum. Sá Stefán sem ég kynntist á þeim vettvangi var starfsamur og góður verkstjóri. Hann var fastur fyrir ef því var að skipta en laginn að leysa þau ágreiningsmál sem upp komu. Atvikin höguðu því þannig svo og viðhorf í æsku að íþróttimar urðu hans áhugamál og störf að þeim hans ævistarf. Alla burði haföi hann til að ljúka langskólanámi og hasla sér völl á öðmm vettvangi. Slíkt heföi tæpast gefið honum meiri lífsfyllingu eða orðið samfélaginu að meira gagni. Hann var réttur maður á réttum stað. Rúm hans var vel skipað. Eiginkona Stefáns var honum betri en enginn á lífsleiðinni. Á afmælis- daginn, 30. júní 1950, gekk hann að eiga Kristjönu Jónsdóttur íþrótta- kennara ffá Hesteyri við Ísaíjarðar- djúp. Þau eignuðust íjögur böm. Eldri dætumar, Helga og Jóhanna, eiga sin eigin heimili og fjölskyldur. Yngsta dóttirin Anna og sonurinn Stefán dvelja í heimahúsum. Þau em bæði við nám i Háskóla íslands, hún í læknisfræði en hann i rafmagns- verkffæði. Við hjónin vottum Kristjönu, böm- unum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill. En það er einnig skarð fyrir skildi hjá okkur golffélögunum. Við mun- um ekki sjá löngu og fallegu „drivin“ hans Stefáns ffamar. Við munum ekki heldur heyra hann skamma sjálfan sig þegar eitthvað fer úrskeið- is og koma síðan næsta dag og tjá okkur að hann væri búinn að finna það sem að var. Við mættum því vara oklcur. Þannig var hann, kappsfullur og nákvæmur. Vildi gera hlutina rétt og ná árangri. Ég held að það hljóti að vera gott að enda ævina á sama hátt og Stefán Kristjánsson, áhyggjulaus mitt í gleði og spennu leiksins. Ævi hans varð bara allt of stutt. Kristján Benediktsson Á útmánuðum 1957 var mikið ann- riki hjá íþróttakennurum í Reykjavík, því að félag þeirra haföi ákveðið að minnast þess að hundrað ár vora lið- in ffá því íslenskur skóli fékk ráðinn íþróttakennara og nemendur gengu til leikfimiæfmga inn í leikfimisal. Til hátíðahalds var efnt af stórhug. Þriggja daga sýningar i íþróttahúsinu að Hálogalandi og hápunktur hátíðar- innar skyldi vera hátíðasýningar i sjálfu Þjóðleikhúsinu. Formaður íþróttakennarafélags íslands, Stefán Kristjánsson, haföi þvi í mörg hom að líta, svo að hátíðin heppnaðist. Iþróttakennarar era ffamtakssamir og trúverðugir, en þó liðsmenn séu traustir, þá þarf að skipuleggja störfin og stjóma liðinu. Inn á svið Þjóðleik- húss, um þröng búningsherbergi, þurfti að greiða leið um 300 bama og unglinga í smáum og stóram flokk- um til sýninga auk ræðumanna, söngvara og hljómlistarfólks. Hæfi- leikar Stefáns greiddu úr margþætt- um vanda af glöggskyggni og stjóm- semi. Sýningamar bára vott góðum skólaíþróttum, sem ötulleiki og kunnátta íþróttakennara stóð undir. Þar var styrkust stoða Stefán Krist- jánsson, formaður samtaka þeirra. Inn í dymbilviku gengu hátíðasýn- ingar og í henni og á páskum skyldi Skíðamót íslands 1957 á Hlíðarfjalli við Akureyri fara ffam. Stefán haföi þá um árabil verið í flokki færastu skíðamanna íslands í alpagreinum. Var 1956 í hópi keppenda á vetrar- ólympíuleikum í Cortina á Ítalíu og einnig í Osló 1952. Hann haföi náð að æfa íþróttina og þjálfa sig sæmd- arvænlega undir Islandsmótið. Hér- lendis var þá staddur Tony Spiess, Austurríkismaður sem haföi hlotið silfurverðlaun í stórsvigi á Oslóar- leikunum. Stefán mætti seint til mótsins og fékk við rásmark númer 13. Brautin fannst honum hrikaleg, lögð af ólympíukappanum, sem ætl- aði einnig að reyna sig við íslending- ana í henni. Sólskin var en nokkurt frost við fjallsbrún og því þurfti kænsku til að smyija rétt gegn skora efst en sólbráð neðst. Huga þurfti Stefán að öllum sem þá festu skíði við skó. Stefán var í öllu ffamferði hygginn og forsjáll. Meðan tólf renndu sér, vannst honum tími til að betra smuming og lagfæra bindingar. Hann mætti þvi í rásmarkinu eins hann greindi frá síðar: „.. fann ég allt í einu ekki lengur fyrir spennu og kvíða, heldur fannst mér ég vera ör- uggur og búa yfir nægum kröftum." Hér bera orð hans vitni hugarró þeirri sem við samstarfsmenn hans fundum er við stóðum við hlið hans frammi fyrir lausn erfiðra verkefna. Enda lagði hann sig ffam án vafsturs og fums að greiða úr vandanum. í rás- marki á fjallsbrún stóð hann 33 ára, kvíðalaus og með næga krafta til þess að renna í svigum á geysihraða niður bratta klepraða fjallshlíð. Hann bauð brattanum, hlíðunum og hraðanum birginn, sigraði og haföi tvo tíundu úr sekúndu betri brautartima en Tony Spiess. Allt frá þvi að Stefán, smár en knár drengur, stóð á skiðum brekkumar ofan Húsavíkur, átti við jafhingja í leikjum og íþróttum úti á Höföavelli, lagði sig ffam í námi, kepptist við lestur Islendingasagna, sótti sjó á op- inni trillu og dró stórlúður — og þar til búinn lærdómi ffá innlendum og erlendum skólum, styrktur af íþrótta- félögum og hertur í keppni margra íþrótta, tekur að sér íþróttakennslu í skólum, sem hann leysir með ágæt- um, er falin þjálftin affeksmanna í skíða- og fijálsíþróttum og stjóm þeirra i landskeppnum, gerist for- stöðumaður Reykjavíkurborgar að rekstri ýmissa íþróttamannvirkja ffá því ofan af fjöllum og niður í fjöra, sum þeirra nýrrar gerðar í íslensku þjóðlífi, falið að axla framkvæmda- stjóm þjóðhátíðar í Reykjavík 1974 og 200 ára affnælishátíðar borgarinn- ar, má nú að loknum lífsferli skoðast sem hann 1957 var í rásmarki á svig- braut og í brekkurótum brattrar hlíð- ar, standandi og sigurvegari. Þessa sýn til hans liðins eigum við sem nut- um samstarfs við hann. Hann leysti þau verk sem honum var trúað fyrir með sóma, sem er hann sýndi og keppti í íþróttum. A Húsavik fæddist og ólst Stefán upp. Foreldrar hans vora Kristján Pétursson skipstjóri og kona hans Jó- hanna Númadóttir Elíassonar, bónda að Tröllakoti á Tjömesi. Umf. Ófeig- ur starfaði ffá 1908 öfluglega að íþróttum á Húsavík og ffam að 1927 að íþróttafélagið Völsungur hóf fjöl- þætt íþróttastarf. Rnattspymufélag Húsavíkur, sem var stofhað 1919 þar í bæ, hélt uppi iðkun knattspymu til 1930. I bamaskóla störfuðu skóla- stjórar og kennarar sem létu nemend- ur njóta leikfimi þó aðstaða væri ekki þénug. Sundkermslu fengu nemendur ffá um 1910. Árið 1939 innritaðist Stefán í Héraðsskólann á Laugum og nemur þar i tvo vetur. Þar nýtur hann kennslu lærðs iþróttakennara, Þor- geirs Sveinbjamarsonar. Hjá honum iðkar Stefán margar iþróttir, einkum leikfimi og sund. Báða vetuma kenndi ffábær skíðamaður ffá Siglu- firði skíðaíþróttir. Þorgeir sá hvaða mannsefni bjó í hinum kvika ljósa Húsvíkingi og sótti um fyrir hann hjá Bimi Jakobssyni sem starfrækti þá íþróttaskóla sinn að Laugarvatni. Frá þeim skóla lauk Stefán íþróttakenn- araprófi 1942. Hann vann 1942-43 hjá Þingeyingi, samtökum ung- mennafélaga, og kom íþróttafólki þeirra í annað sæti Landsmóts UMFÍ að Hvanneyri 1943, sem varð til þess að Suður- Þingeyingar tóku að sér þriðja endurvakta Landsmótið 1946 og héldu að Laugum. Stefán var suð- ur- þingeysku íþróttafólki stórlega til aðstoðar allt fram á áttunda tug aldar- innar, enda virti stjóm HSÞ þetta framtak með því að bjóða honum og konu hans, Kristjönu Jónsdóttur, sem heiðursgesti Landsmóts UMFÍ á Húsavík 1987. Við Laugamesskólann í Reykjavik varð Stefán íþróttakennari 1943. Hélt hann þeirri stöðu í 10 ár. Fékk í 2 mánuði 1945 leyfi til þess að nema skíðaíþróttir og afla sér skíðakenn- araréttinda við Skíðaskólann á Isa- firði. Leyfi fékk hann í tvo vetur til þess að dvelja í íþróttakennaraskóla Svía. Poul Högberg skólastjóri mat Stefán mikils fyrir námsgáfur og öt- ulleika í hvaða íþrótt sem var. Meðan Pouls naut við varð ég í umsögnum með námsfólki að miða hæfni þess við Stefán. Ein staða i íþróttum var mynduð við Kennaraháskóla íslands og 2 gagnfræðaskóla, sem Stefán annaðist 1953-57, að hann varð fa- stakennari hjá Kennaraháskóla ís- lands. Iþróttafulltrúi Reykjavíkur- borgar varð hann 1965 og hélt þeirri stöðu til 1985 en haföi síðan með höndum ýmis sérstörf fyrir borgina sem vörðuðu íþróttir. Mörg ný íþróttamannvirki haföi borgin tekið i notkun og sum nýrra gerða, svo marga starffækslu þurfti að skipu- leggja frá grunni. Þá haföi borginni verið skipt í íþróttahverfi og íþrótta- félögin i þeim landnemar sem höföu ffumkvæði við íþróttamannvirki. Fé- lagsstörfum þurfti að sinna, t.d. sam- vinnu félaga og íþróttabandalaga þeirra við borgarstjóm og forráða- menn íþróttamannvirkja skóla. Fram- kvæmdastjóri var íþróttafulltrúi íþróttaráðs borgarinnar. Fljótt eftir komu sína til Reykjavík- ur gerðist Stefán félagi í Glímufélag- inu Armanni. Hann tók að iðka leik- fimi hjá Jóni Þorsteinssyni og fór með honum í sýningarferðir. Þjálfari hjá félaginu í ffjálsíþróttum 1944-46 og 1950-60. Eignaðist félagið á þess- um áram athyglisverða affeksmenn. Sjálfur gerðist hann virkur iðkandi skíðaíþrótta á skíðastöðum félagsins í Jósefsdal og komst fljótt í flokk ís- lenskra skíðagarpa. Landsliðsþjálfari í fijálsum íþróttum var Stefán og fór með liðum til Finnlands 1954, Dan- merkur, Hollands og Þýskalands 1956 og stjómaði landskeppni þeirra hérlendis við Dani 1956 og 57 og Hollendinga 1956. I stjóm Fijálsíþróttasambands ís- lands var Stefán 1957-59. Sat í stjóm Skíðasambands íslands 1959-69 og þar af formaður frá 1964. Eftir Stefán liggja margar ritgerðir um iþróttir, t.d. í íþróltablaðinu, dagblöðum, bók Haraldar Sigurðssonar (‘81): Skíða- kappar fyrr og nú. Meðhöfundur minn var hann að kennslubókunum Fijálsar íþróttir (‘51) og Leiðbeining- ar um skíðaferðir skólabama (‘56). Stefán kvæntist 30. júní 1959 Kristj- önu Ragnheiði Jónsdóttur íþrótta- kennara. Böm eiga þau fjögur: Helgu og Jóhönnu sem báðar era giftar, Önnu læknanema og Stefán nema. Ég sem þessi minningarorð rita á Stefáni stóra þakkarskuld að gjalda fyrir náið samstarf um langt skeið. Það var notadijúgt að vita af honum í kallfæri. Hann var fljótur að bregða við, sjá ýmsar lausnir á vandamáli og ræða þær af einlægni. Eiginkonu hans og bömum votta ég samhryggð. Þorst. Gunnarsson t Lltför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Gunnlaugs Ólafssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Álfheimum 50 verður cjerðrfrá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. septem- Oddný Pétursdóttir, Álfrún Gunnarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Margrét Ingimarsdóttir, Gyifi Gunnlaugsson, Ragnhildur Hannesdóttir og bamaböm t Björg Sveinsdóttir frá Skógum Vesturgötu 103, Akranesi verðurjarðsungin frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 11. september kl. 14.00. Sveinn Þórðarson, Björg Loftsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Sigurrós Ámadóttir, Ingvi Þórðarson, Auður Þorkelsdóttir, bamaböm og bamabamaböm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.