Tíminn - 08.09.1990, Síða 16

Tíminn - 08.09.1990, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarfiusmu v Tryggvogoiu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS IVIiSSAIM Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 Sími 91-674000 KU y;; HOGG- > DEYFAR VersliA hjá fagmönnum v arahlutir Hamarsböfða 1 - s. 67-6744 1 Ií 11111111 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER1990 Alver á Keilisnesi þýðir að um 1350 ný störf verða til, þar af 580 á Suðurnesjum. ___________Heldur fleiri störf verða til verði álverið staðsett í Eyjafirði:_ Alver á Keilisnesi þýðir áframhaldandi byggðaröskun (skýrslu frá Byggðastofnun, sem lögð varfram á ríkisstjómarfundi í vikunni, kemur fram að stofríunin reiknar með að um 30% af starfs- liði álvers á Keilisnesi komi frá Suðumesjum og 70% af höfuðborg- arsvæðinu. Hlutfall Suðumesjamanna muni síðan hækka og verða komið f 50% áríð 1997. Reiknað er með að ársverk í álverí staðsettu á Keilisnesi verði um 1350, þar af komi 580 frá Suðumesjum en um 770 frá höfuðborgarsvæðinu. í skýrslu Byggðastoftiunar er reynt að meta þær breytingar sem verða á vinnumarkaði í tengslum við byggingu nýs álvers. Áætlað er að 645 starfsmenn vinni í álverinu. Mun fleiri störf verða til vegna áhrifa ffá álverinu, en þar er átt við hin svokölluðu margfeldisáhrif. Þessi margfeldisáhrif verða nokk- uð mismunandi milli svæða. Talið er að þau verði mest á höfuðborg- arsvæðinu, þar myndist tvö störf til viðbótar við hvert eitt í álveri. Á Eyjafjarðarsvæðinu myndast 1,3 viðbótarstörf, á Reyðarfirði 1,0 en á Suðumesjum 0.8. Byggðastofnun áætlar að höfuðborgarsvæðið njóti margfeldisáhrifa af nýju álveri hvar sem það verður staðsett á landinu, mest ef það er staðsett á Suðumesj- um. Álver leysir ekki öll byggðavandamál Sigurður Guðmundsson hjá Byggðastofnun sagði í samtali við Tímann að meginniðurstaða Byggðastofnunar væri að ef álver yrði staðsett á Keilisnesi haldi áff am sú neikvæða þróun í byggða- málum sem verið hefur. Verði Keil- isnes fyrir valinu verði að grípa til umfangsmikilla mótvægisaðgerða til þess að koma í veg fyrir að stað- arvalið valdi meiri skaða fyrir þró- un byggðar f landinu. Verði álverið staðsett í Eyjafirði megi hins vegar búast við að þar hefjist nýtt vaxtarskeið eftir sam- drátt undanfarinna ára. Sigurður tók hins vegar skýrt ffam að álver á landsbyggðinni væri engin töffa- lausn. „Sumir virðast telja að álver sé lausn á byggðavanda allrar þjóð- arinnar. Það er ekki rétt. Þó að álver rísi i Eyjafirði verðm byggðavandi annarra héraða sá sami.“ Sigurður óttast að sá hanaslagur, sem staðið hefur undanfama mán- uði milli landshluta um staðarvalið, valdi skaða umffam það sem nauð- synlegt hefði verið. „Það hefur alla tíð legið fyrir að álverið yrði reist á einum þeirra þriggja staða sem helst hafa verið inni i myndinni í sambandi við stað undir álver. Það er óhjákvæmilegt að hinir tveir staðimir verði undir.“ Sigurður segir óljóst hvaða áhrif það hefur þegar í ljós kemur að væntingar sem margir hafa um byggingu ál- vers í sínu héraði verða ekki að veruleika. „Menn hafa talað um að það sé hægt að blása upp svo miklu pólit- isku moldviðri í kringum ákvörð- unina um staðarvalið að það muni hafa áhrif út fyrir eftiahagslegu áhrifin." Sigurður sagði ábyrgð stjómmálamanna í þessu efhi vera mikla. Ekki mætti fylla fólk óþarfa svartsýni, jafnvel þó að það fengi ekki vinnu af álveri. Sigurður minnti á að alltaf hefur verið talað um að gripa til aðgerða til að vega upp á móti þeirri byggðaröskun sem álverið kann að hafa í for með sér. Sigurður sagði hins vegar að ef menn létu vonbrigði í sambandi við staðarval ná tökum á sér, væri hætt við að mönnum þættu aðgerðimar vera ómerkilegar dúsur. Álver í Eyjafirði þýö- ir 1500 ný ársverk Byggðastofnun telur engan vafa leika á að álver við Eyjafjörð verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í héraðinu, en stoftnmin telur að ekki veiti af því að staðan í atvinnumál- um við Eyjaíjörð sé veik. Fjöldi fólks á vinnumarkaði i Eyjafirði eykst um u.þ.b. 100 ársverk á ári, en atvinnuleysi er þar nú um 200 ársverk. Því má ljóst vera að nauð- synlegt er að flytja talsvert af vinnuafli til Eyjafjarðarsvæðisins, verði álveri valinn staður þar. Talað er um 800 ársverk i þessu sam- bandi, en það þýðir að samtals um 1600 manns koma til með að flytja á svæðið á næstu 4-5 árum. Erfitt er að spá um hvaðan þetta fólk kemur, en Byggðastofhun telur líklegast að það komi ffá hémðum á Norður- landi, Austiu-landi og Vestfjörðum. Heildarviðbót á vinnumarkaði vegna álvers með matgfeldisáhrif- um er tæplega 1500 ársverk. Ekki er reiknað með að tilkoma álvers ryðji burt neinum störfum í Eyja- firði. Meginniðurstaða Byggðastofnun- ar er því að álver í Eyjafirði muni ekki raska umtalsvert þeirri mynd búferlaflutninga á landsbyggðinni, sem verið hefiir, heldur spyma gegn flutningum fólks til höfuð- borgarsvæðisins. Flytja veröur 2100 manns austur verði álverið í Reyðarfirði Byggðastofnun telur að álver í Reyðarfirði myndi þýða gerbylt- ingu í búsetu á Austfjörðum. Reiknað er með að þegar álverið verður komið í fiillan rekstur, verði þörf fyrir 1300 ársverk þar. Ljóst er að ef álver verður reist í Reyðar- firði verða að eiga sér stað miklir fólksflutningar á vinnusvæðið, en það saman stendur af Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðs- firði. Byggðastofnun áætlar að 2100 verði að flytjast á svæðið á næstu ámm, en það er 47% aukn- ing á ibúafjölda þar. Byggðastofnun telur að grípa verði til ákveðinna ráðstafana til að álver á Reyðarfirði valdi ekki skað- legri röskun. Orðrétt segir í skýrsl- unni: „Við teljum mjög áhættusamt miðað við aðra valkosti að leggja til að reisa álver i Reyðarfirði. Ef það ætti að takast farsællega þyrfti að skipuleggja mjög itarlega alla uppbyggingu sem gera þarf við hlið byggingaffamkvæmda við ál- verið sjálft. Er þar átt við byggingu íbúðarhúsnæðis, samgöngubætur og alla opinbera þjónustu sem þarf til að hinn skyndilegi vöxtur mann- fjölda verði áfallalaus." Um 50% starfs- manna verði af Suð- urnesjum verði ál- verið á Keilisnesi Keilisnes liggur nokkum veginn mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og megin þéttbýlisins á Suðumesj- um. Þvi má reikna með að fólk muni sækja vinnu ffá báðum svæð- unum, en þó gætu vinnureglur verkalýðsfélaga tryggt Suðumesja- mönnum forgang að vinnu. Ef einungis er tekið tillit til land- ffæðilegra aðstæðna og íbúafjölda má reikna með að 90% starfs- manna í álveri á Keilisnesi komi ffá höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Guðmundsson Tijá Byggðastofnun segir hins vegar líklegra að hlutur Suðumesja- manna verði mun hærri, eða u.þ.b. 30%, þegar verksmiðjan tekur til starfa og hækki síðan ár ffá ári þannig að skiptingin verði um 50% árið 1997. Þetta er allt önnur niður- staða en Ólafiir Ragnar Grímsson fjármálaráðherra las út úr skýrsl- mmi eftir ríkisstjómarfund á mið- vikudag, en þá talaði hann um að einungis 10% mannaflans kæmi af Suðumesjum. Sigurður segir erfitt að meta hvort miklir fólksflutningar verði til Suð- umesja ef álverið verður byggt þar. Ljóst þykir þó að þeir fólksflutn- ingar á höfuðborgarsvæðið sem staðið hafa yfir undanfarin ár myndu halda áffam, hugsanlega í enn meira mæli. Sigurður sagði að reikna mætti með talsverðri upp- byggingu í Vogum þegar fram líða stundir. Hann benti jafhffamt á að yfirmenn og sérffæðingar myndu að öllum líkindum verða búsettir á höfuðborgarsvæðinu en almennir verkamenn á Suðumesjum. Verði álver reist á Keilisnesi og 50% mannaflans kæmu ffá Suður- nesjunum er reikaað með að um 580 ný störf verði til á Suðumcsj- um þegar tekið hefur verið tillit til margfeldisáhrifa og um 750-770 störf á höfuðborgarsvæðinu. Miklum endurbótum á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni lokið: Kostnaður um 100 milljónir Nýlega er lokið umfangsmiklum end- urbótum á rannsóknarskipinu Áma Friðrikssyni. Skipið var smíðað í Bret- landi árið 1967 og er því orðið 23 ára gamalt. Það var upphaflega notað til sildarleitar, en hin síðari ár við maigs konar aðrar hafrannsóknir. Endurbæt- umar felast einkum í því að byggt var yfir afturhluta skipsins og allt tog- og vindukerfi þess að endumýjað. Þá vom vélar skipsins yfirfamar og end- umýjaðar eftir því sem þurfa þótti. Ný og fullkomin rannsóknarstofa var smíðuð á milliþilfari og sjórannsókn- arstofa á effa þilfari var endumýjuð. Það var skipasmíðastöð Þoigeirs og Ellerts á Akranesi sem sá um breyting- amar. Samtals kostuðu þær tæpar hundrað milljónir króna. -hs. Útför Geirs Hallgrímssonar var gerö firá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Útförín var á vegum ríkisins og hér má sjá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson, fbrmann og varaformann Sjálfstæðisflokksins, bera kistuna ásamt Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra, Haraldi Sveinssyni, framkvæmdastjóra Morgunblaðsins, Ólafí B. Thors, stjómarformanni Sjóvá-Almennra, Matthíasi Johannessen, ritstjóra Morgun- blaðsins, Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, og Bimi Bjamasyni, aðstoðamtstjóra Morgunblaðsins. Prestur við útförína var séra Ámi Bergur Sigurbjömsson. Kammersveit Reykjavíkur lék við athöfnina og félagar úr karíakómum Fóstbræðrum sungu. Organisti var Marteinn Hunger Fríðríksson. Ungir sjáifstæðismenn mynduðu fánaborg fyrír utan kirkjuna að athöfninni lokinni. Tímamynd: pjetur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.