Tíminn - 14.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.09.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. september 1990 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: 19. nóvember Það erengan veginn ólíklegur spádómur að 19. nóvember nk. eigi eftir að verða stór dagur í sögu Evrópu, en þann dag á að hefjast í París fundur leiðtoga 23 Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada, eða samtals 25 ríkja. Þetta eru ríkin sem stóðu á sínum tíma að Helsinkisáttmálanum svonefnda. Líklegt er tal- ið að fyrír þennan fund bætist Albanir í hópinn, en Albanía var eina Evrópuríkið, sem ekki tók þátt í ráðstefnunni í Helsinki. Tilgangur fundarins er að undirrita samning um takmörkun hefðbund- inna vopna. Fulltrúar þessara ríkja hafa unnið að undirbúningi siíks samnings í Vínarborg síðan í mars 1989 og er enn mikið verk eftir, ef því á að vera lokið fyrir fúndinn í París 19. nóvember. I júní tókst að ná mikilvægum áfanga eða sam- komulagi um tölu skriðdreka og annarra vopnaðra farartækja, sem rikin mega hafa, en eftir var að ná samkomulagi um tölu flugvéla. Þá strandaði á þvi að Bandaríkin vildu ekki aðeins ná til flugvéla flughers- ins, heldur einnig þeirra flugvéla sjóhersins sem hefðu stuðning af flugvöllum. Rússar vildu þá láta takmörkunina einnig ná til flug- vélamóðurskipa, en því höfnuðu Bandaríkjamenn. Síðan hefúr verið þóf um þetta atriði og stóð þannig þegar fúlltrúamir tóku sér stutt fri. Þeir komu svo aftur saman til loka- fúndar í Vín 28. ágúst. Þá var að mati sérffæðinga búið að ná sam- komulagi um þriðjung af texta samningsins og helming þess hluta hans sem fjallar um eftirlit með því að samningurinn verði haldinn. Sennilegt þykir að fúndur forseta Bandaríkjanna og Sovétrikjanna í Helsinki 9. þ.m. hafi greitt fyrir því að samningurinn verði tilbúinn til undirskriftar á áætluðum tíma. Miklar vonir eru bundnar við þennan fúnd og er því ekki síst spáð að hann geti orðið stórt skref í átt til sameiningar Evrópu, sem er marg- klofm. Vestur-Evrópa er klofin í tvö bandalög, EB og EFTA, en Austur- Evrópa er sundruð í mörg ríki eftir að Varsjárbandalagið leið að mestu undir lok. Veruleg hætta er á að rík- in tólf, sem mynda EB, lokist innan tollmúrs, sem taki við því hlutverki Berlínarmúrsins að halda Evrópu sundraðri. Líklegt virðist að EFTA klofni og leiti sum ríki þess inn fyr- ir tollmúr EB. Fundurinn í París 19. nóvember gæti breytt þessari öfúgþróun. Með honum verður sennilega stigið fyrsta stóra skrefið til að sameina öll Evrópuríki ásamt Bandaríkjun- um og Kanada í eitt bandalag um öryggismál, en þetta bandalag gæti leitt Evrópusamvinnu á mörgum öðrum sviðum. Það gæti haft í fíjr með sér að tollmúrar EB hryndu innan ekki langs tíma og álfan öll ásamt Bandaríkjunum og Kanada yrði eitt friverslunarsvæði. Hér yrði ekki um nýtt ríki að ræða, heldur bandalag margra ríkja fijálslega tengt saman. í dag er þetta aðeins draumsýn, en sé dregin ályktun af þeim miklu og öru breytingum sem orðið hafa í Evrópu síðustu árin er hún ekki ósennileg. Það veitir henni sennileika að samkomulag virðist orðið um að Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og fleiri ríki veiti Sovétrikjunum og fleiri ríkjum í Austur-Evrópu efna- hagslega hjálp til að tryggja um- bætur í anda perestroíku. Síðan fyrsta Helsmkiráðstefnan var haldin hafa verið haldnar nokkrar ráðstefnur í framhaldi af Fundurinn í París 19. nóvember gæti breytt þessari öfugþróun. Með honum verður senni- iega stigið fyrsta stóra skrefið til að sameina öll Evrópuríki ásamt Bandaríkjunum og Kan- ada í eitt bandalag um öryggismál, en þetta bandalag gæti leitt Evr- ópusamvinnu á mörg- um öðrum sviðum. Það gæti haft í för með sér að tollmúrar EB hryndu innan ekki langs tíma og álfan öll ásamt Bandaríkjunum og Kan- ada yrði eitt fríverslun- arsvæði. Hér yrði ekki um nýtt ríki að ræða, heldur bandalag margra ríkja frjálslega tengt saman. henni og fjallað um ýmis sérmál, sem rædd voru á henni. Seinasta slík ráðstefna var nýlega haldin í Kaupmannahöfh og var viðfangs- efni hennar að ræða um mannrétt- indi. Þessari ráðstefnu lauk með samkomulagi um stefnuskrá, sem hefúr verið nefnd af sumum þátt- takendum ffelsisskrá Evrópu. Markmið hennar er að tiyggja ekki aðeins ffelsi og réttindi einstaklinga og félagasamtaka þeirra, heldur einnig ffelsi og réttindi þjóða og þjóðarbrota. Hún er i augum þess- ara manna góður grundvöllur fyrir samvinnu margra þjóða og þjóðem- ishópa. Ef vel tækist til um ffamkvæmdina ætti draumur um sameinaða og fijálsa Evrópu að geta ræst. Fundur þjóðarleiðtoga ffá 25 rikj- um Evrópu og Norður-Ameríku, sem á að koma saman 19. nóvem- ber, getur gefið nokkrar vísbend- ingar um það hvort draumur um bandalag þessara þjóða eigi eftir að rætast. En margt getur átt eftir að gerast ffam að 19. nóvember, sem gæti breytt þeim spám, sem margir telja nú sennilegar. Það getur t.d. breytt miklu, hvaða tíðindi verða á og við Persaflóa ffam að þeim tíma. aðbftgð- SS.’ . .Lv.vúSbaö *Trítf£.'5-íi ekki uppfy'llf S eft, stoln- Það sem í vantaði Tímanum lánaðist ekki að koma grein Jóns Sigurðssonar rektors á prent i heilu lagi i gær. Greinin birtist á 7. síðu undir fyrir- sögninni „Áffam - ekki aftur á bak.“ Þar leggur höfúndur til ferskar hug- myndir til endurskipulagningar og nýsköpunar samvinnuhnreyfmgar- innar sem umræðugnindvöll þeirra mikilsverðu mála. í kaflanum um arð, sem er þriðji kafli greinarinnar, féll niður málsgrein í prentun og verður kaflinn og reyndar greinin öll heldur endaslepp jyrir vikið. Eru greinarhöftmdur og lesendur beðnir velvirðingar á mistökunum, en hér verður gerð tilraun til að prenta kaflann um arð eins og höf- undur gekk ffá honum. 3. Arður reiknaður á tvennan hátt Ávöxtun hlutafjár eða stofnfjár skal annaðhvort miðast við verðtryggingu að hámarki eða aðeins lága almenna bankavexti umffam það. Allur arður umftam þetta er reiknaður sam- kvæmt viðskiptahlut við félagið en ekki samkvæmt eignarhlutnum sjálf- um. En samvinnufélagi ber engin skylda til að hafa aðrar hömlur á meðferð eiganda á eignarhlut og ákvæði nú- gildandi íslenskra laga um takmörk á fijálsræði við ráðstöfún stofúsjóðs- eigna eru óviðkomandi samvinnu- reglum. Þó er óhjákvæmilegt að hafa ákvæði um sölu eignarhlutar t.d. til kaupanda sem ekki uppfyllir skilyrði til inngöngu og er þá eðlilegt að hafa ákvæði um sölu eignarhlutar t.d. til kaupanda sem ekki uppfyllir skilyrði til inngöngu og er þá eðlilegt að hlut- ur eða stofnsjóðseign breytist í skuldabréf eða „áhættuséreign“ eða verði greidd út; sama getur átt við ef félagsmaður gengur úr félaginu. Fyllilega er heimilt að gera ráð fyrir að félagsmenn og aðrir félagsaðilar eða aðrir yfirleitt geti lagt ffam við- bótarhlut, keypt ný hlutabréf eða stofnbréf. Aðalatriðið er að tengsl eignarhlutar við vald og arð eru ekki hin sömu sem í venjulegu hlutafélagi. Viðbótarhlutur getur haft forgang um arð að vissu marki en honum fylgir ekki aukið atkvæði. Rétt er að nefna að bankavextir um- ffam verðtryggingu eru hreint ekki svo lítil ávöxtun miðað við íslenskar aðstæður. Mörg dæmi eru þess er- lendis í samvinnustarfi að þessi skil ávöxtunar á eignarhlut annars vegar og á viðskiptahlut hins vegar séu ekki í þessum þröngu skorðum, t.d. ef um samstarfsfyrirtæki, dótturfyrir- tæki eða rekstrardeildir er að ræða og móðurfyrirtæki fylgir síðan sam- vinnureglum í meðferð þess arðs sem því heimtist. Og til eru blönduð fé- lagsform sem gera ráð fyrir að sam- hliða sé fylgt venjulegri hlutafélags- reglu að hluta og samvinnureglu að hluta og er hlutafé eða stofhfé þá skipt eftir því hvers konar ákvæði eiga við um hvom hlutann; íslensk ákvæði um samlagsfélög eða sam- lagshlutafélög gætu m.a. átt við um þetta. Reglan um takmörkun á ávöxtun eignarhlutar á jafht við um gmnn- samvinnufélag sem samvinnusam- band en í samstarfsfélagi við aðra að- ila verður að taka tillit til óska sam- starfsfélaganna. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Vatnstumamir í Kúvæt Hefja bankar í Delaware trygginga- starfsemi? I maí 1990 heimilaði þing Delaware í Bandaríkjunum bönlaim trygginga- starfsemi, en ffam til þess gátu þeir aðeins selt tryggingar í tengslum við veðlán. Vænst er að ýmsir stórir bankar færi sér þá heimild í nyt, svo sem Citicorp og Chase Manhattan, sem báðir hafa útibú í Delaware, en gefa út greiðslukort, gild um öll Bandaríkin. Aftur á móti hafa ýmsir vátryggingaaðilar heitið á seðlabank- ann að meina stómm bönkum trygg- ingastarfsemi. Seðlabankinn hefúr enn ekki tekið af skarið. Um það sagði Economist 14. júlí 1990 „Eftir þvi sem markaðurinn máir út tilbúnar skorður á milli fjármálalegra þjón- ustugreina í Bandaríkjunum tekur hin reglubundna skipan að sýnast úr sér gengin og illa í stakk búin.“ Vinnsla vatns úr sjó í Kúvæt Kúvæt er ekki aðeins þekkt fyrir ol- fulindir, heldur lika fyrir vinnslu vatns úr sjó. Og vatnstumar em þekktustu kennileiti fúrstadæmisins. Hófst vatnsvinnslan skömmu eftir 1950. Vatnið er unnið í sex vinnslu- stöðvum sem standa við raforkuver. Hin stærsta þeirra er við Doha West raforkuverið (2.400 megawött). Vinnslan hefst á hreinsun sjávardýra, þara og óhreininda úr aðdældum sjó. Síðan fer sjórinn um lofttæmda geima þar sem sjóðheit gufa ffá raf- orkuverunum leikur um hann, uns saltið í honum leggst til. Alkaliefnum er lokst bætt við hið tæra unna vatn. Vmnslustöðvamar sex geta unnið allt að 250 milljónum gallona (4,55 1) á dag, en miðlungsdagsneysla í Kú- væt er 118 milljónir gallona. Vinnsl- an er sögð kosta 2 Kúvætdinera á þúsund gallon. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.