Tíminn - 14.09.1990, Page 9
8 Tíminn
Föstudagur 14. september 1990
Föstudagur 14. september 1990
Tíminn 9
Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson
Það var hin sanna réttarstemming í
Hrunaréttum í Hrunamannahreppi í gær-
dag. Fólk dró fé í dilka af kappi og þegar
því var lokið, var tekið til við að reka féð
heim á bæi. Þótt það væri ausandi rigning
í Hrunaréttum í gær var létt yfír fólki og
það lét hana ekki hafa áhrif á sig. Auðvit-
að eru göngur og réttir fyrst og fremst
vinna, en grunntóninn er léttur enda er
réttardagurinn dagur gleði og samfunda.
Sveitungar hittast og brottfluttir sveita-
menn koma, og raunar margir aðrir, til að
komast í snertingu við þennan þátt sveita-
lífsins. Og síðan er hnykkt á öllu með rétt-
arballi, sem er ómissandi þáttur þessa alls.
Stefán Jónsson, fjallkóngur Hrunamanna,
sagði að göngumar hefðu gengið vel.enda
hefði þetta verið hörkumannskapur. Á ell-
efta þúsund fjár var réttað í Hrunaréttum í
gær. Það leiðindaveður, sem var um síð-
ustu helgi, hefði ekki sett strik í reikning-
inn, nema hvað vatnavextir hefðu verið í
einni á, Sandá, og þar hefði ekki verið
hægt að reka féð yfir, heldur þurfti að sel-
flytja það. í fyrra voru vatnavextimar í
ánni raunar slikir að Hrunaréttum seinkaði
um einn dag, ffam á fostudag, en fimmtu-
dagurinn er hinn hefðbundni réttardagur
Hrunamanna. Samkvæmt lista Búnaðaifé-
lags Islands em þær réttir, sem eftir em,
þessar:
I dag, föstudaginn 14. september, verður
réttað í Rauðsgilsrétt í Borgarfirði,
Skeiðarétt í Ámessýslu og Valdarásrétt í
V-Hún. Á morgun, laugardaginn 15. sept-
ember, verður réttað í Auðkúlurétt í A-
Hún., Laufskálarétt í Skagafirði, Skaftár-
rétt í V-Skafb, Stafhsrétt í A-Hún., Undir-
fellsrétt í A-Hún. og Víðidalstungurétt í V-
Hún. Á sunnudaginn kemur, 16. sept. em
eftirtaldar réttir haldnar; Brekkuréttir í
Mýrasýslu, Hlíðarréttir í A-Hún., Skrapat-
unguréttir í A-Hún. og loks Þórkötlustaða-
réttir við Grindavík. Hinn 17. verða þijár
réttir í Mýrasýslu; Hítardals-, Þverár- og
Svignaskarðsréttir. Einnig verður réttað í
Silfrastaðarétt í Skagafirði og Vogarétt í
Gullbringusýslu þennan dag. Þriðjudaginn
18. em einar réttir á landinu þ.e. í Gríms-
staðarétt í Mýrasýslu og daginn eftir, hinn
19. er réttað á tveimur stöðum: í Lang-
holtsrétt á Snæfellsnesi og Klausturhóla-
rétt í Ámessýslu. Næsti réttadagur á land-
inu er síðan 22. september en þá verða
fimm réttir á landinu, sem em Heiðarbæj-
ar-, Húsmúla- og Nesjavallaréttir í Ámes-
sýslu, Kaldárréttir við Hafharfjörð, og
Skaftártunguréttir í V-Skaft. Daginn eftir
em Fossvallaréttir haldnar sem er í ná-
grenni Reykjavíkur. Dalsréttir í Kjós em
hinn 24. og sömuleiðis Kjósar- og Kolla-
fjarðarréttir í Kjósarsýslu og svo Selflatar->
og Selvogsréttir í Ámessýslu. Síðasti
fjárréttadagurinn er svo þriðjudagurinn 25.
september en þá er smalað í Ölfusrétt í Ár-
nessýslu.
Norðanlands em síðan stóðréttimar sem
heQast á sunnudaginn kemur, en þá verða
þijár slíkar í Skagafirði: Skarðs-, Reynis-
staða-, og Silfrastaðaréttir í Skagafirði.
Sunnudaginn 23. er stóðið réttað í Hlíðar-,
og Skrapatunguréttum í A- Húnavatns-
sýslu. Síðastar koma svo Laufskálaréttir í
Skagafirði og Víðidalstunguréttir í V-
Hún., en í þeim verður stóðið réttað hinn
6. október.
Ámi Johnsen var meðal þeirra sem mættu í Hmnaréttir í gær.
Féð rekið úr gerðinu inn í almenninginn í Hmnarétt
Guðni Ágústsson alþingsmaður ræðir við Guðmund Kiistmundsson bónda í Skiphoiti. Stefán Jónsson, bóndi í Hrepphólum, Qallkóngur Hmnamanna á spjalli við Dagbjart Einarsson úr Grindavík, formann SÍF.