Tíminn - 14.09.1990, Side 14
14 Tíminn
Föstudagur 14. september 1990
Við Miðjarðarhafið:
Leitað er nýrra
vatnsuppspretta
Palermo þarf fólk aö sækja sér vatn á brúsa í almenningstanka.
I Parthenon-hofinu á Akro-
polis settu gömlu Aþening-
amir upp styttu af gyðjunni
Jörð, sem sárfoað „þann sem
færir skýin“, guðaföðurinn
Seif um regn. Nú, 2400 árum
síðar, á ákallið síst minna er-
indi.
Það er ekki bara í Aþenu,
heldur því sem næst við alla
norðurströnd Miðjarðarhafs-
ins, frá Suður- Frakklandi til
Bosporus-sunds, sem gætir
æ meiri vatnsskorts. Stöðu-
vötn og fljót þoma upp, rækt-
arlönd faíla í auðn, drykkjar-
vatnsforði þverr. Grísk blöð
flalla um að „skelfingar-
ástand í þeim mæli sem rætt
er um í biblíunni" sé í nánd.
Annað mikla
þurrkaárið í röð
Þegar á árinu 1989 varð Suður-
Evrópa að þola margra mánaða
þurrk, en á árinu 1990 er útlitið enn
svartara. í Frakklandi hefúr úrkoma
í þriðjungi landsins verið helmingi
minni en venjulega. Á Ítalíu féll
40% minna regn en í fyrra. Grikk-
land hefúr orðið að þola versta og
mest eyðileggjandi þurrk í heila
öld.
í Istanbul rennur vatn úr krönum
einungis í fjórar klukkustundir á
dag. Borgarstjómin hefúr fengið
bandarísku fyrirtæki það verkefúi
fyrir 577.000 dollara að koma skýj-
unum til að hleypa úr sér rigningu
yfir borgina.
Vatnslón og forðabúr í Grikklandi
eru fyrir löngu orðin þurr. Á Suður-
Ítalíu skrælnaði helmingur ólífú-
uppskerunnar. Lönd, sem um lang-
an aldur hafa flutt út uppskeru af
ökrum verða nú í fyrsta sinn að
flytja inn ávexti og grænmeti. I lok
júlímánaðar fluttu Grikkir inn tóm-
ata ffá Hollandi.
Greiði EB skaða-
bætur sparar það
niðurgreiöslur
Suðurrikin í Evrópubandalaginu
snúa sér til Brussel í leit að aðstoð.
Fagfélög þeirra sem vinna við land-
búnað í Grikklandi hafa tilkynnt að
fyrstu tölur um skaða af völdum
þurrka séu upp á 58 milljarða isl. kr.
og fara ffam á skaðabætur. Kröfú-
hafamir rökstyðja tilmæli sín klók-
indalega með því að verði skaða-
bætur reiddar af hendi hljóti það að
koma EB til góða fjárhagslega þar
sem það þurfi þá ekki að greiða nið-
urgreiðslur.
Landbúnaðarráðherrar EB hafa til-
kynnt að þeir taki ákvörðun í lok
september, en hafa heimilað af-
hendingu á 250.000 tonnum af
byggi og 300.000 tonnum af maís
Grikkjum að kostnaðarlausu, til að
fóðra búpening þeirra.
Bómullarbændur í landbúnaðar-
héraðinu Kopais í miðhluta Grikk-
lands hafa ekki áhyggjur af því þó
að borgarbúa þyrsti, þeir sækja sér
vatn í vatnsforða borgarbúa til að
Svona er ástandið vfða orðlð í
Grikklandi. Fólk gengur þurrum
fótum á botni uppþomaðs stöðu-
vatns.
vökva akrana sína. Nú lætur vatn-
sveita Aþenu vopnaða verði gæta
vatnsbirgða sinna allan sólarhring-
inn til að vemda það gegn „vatns-
ræningjum", sem tappa af vatni úr
vatnslónum og leiðslum að nætur-
lagi.
Skrælnuð jörðin er gróðrarstía alls
kyns skaðræðiskvikinda. í fjóram
sveitarhéraðum á Krit eta ormar
vínþrúgumar og eta sig jafnvel inn í
íbúðir fólks.
Það era fyrst og ffemst borgarbúar
sem verða illa úti. Drykkjarvatns-
miðlun á mörgum þéttbýlisstöðum
við Miðjarðarhafíð er að niðurlot-
um komin. Áratugavanræksla einn-
ar ríkisstjómarinnar og sveitar-
stjómarinnar af annarri hefhir sín
nú.
Mannleg vanræksla
á sinn hlut
í vandanum
Það er nefnilega langt í ffá að það
sé aðeins hægt að kenna lítilli úr-
komu um vatnsskortinn, þar á líka
sinn hlut lélegt ástand vatnsleiðsln-
anna. I Aþenu og Píreus tapast um
35% neysluvatnsins vegna bilaðra
leiðslna. Um 750.000 vatnsmælar
eru í ólagi og vegna þess er ekki
hægt að rakka fyrir meira en þriðj-
ung notkunarinnar. Sífellt skora út-
varps- og sjónvarpsauglýsingar auk
blaðaauglýsinga á Aþenubúa að
spara vatnið.
Áætlun um að flytja vatn úr stöðu-
vötnum og fljótum með tankskip-
um til Aþenu var lögð á hilluna.
Bygging nauðsynlegra hafna og
dælubúnaðar, auk vatnsleiðslna
tæki átta mánuði.
Nú vofir yfir neyðar-
ástand við norðanvert
Miðjarðarhaf vegna
gífurlegra þurrka. En
það er ekki bara við
þurrkana að sakast,
mannleg vanræksla á
sinn þátt í ófremdar-
ástandinu.
Vatnsleit í fullum
gangi
Þá er ekki annar möguleiki fyrir
hendi en að leita að nýjum vatns-
uppsprettum. Sveitarstjómamenn
fengu sérstakt leyfi til að bora eftir
drykkjarvatni í landi borgarinnar.
Vatnsveitan hefúr m.a.s. höfðað til
vatnsleitarmanna sem era flinkir
með spákvist og fá þeir greitt skv.
árangri. Bóndinn Charalampos
Lambrinidis skundaði til Aþenu ffá
Rrít og er sagður hafa fúndið neð-
anjarðará undir Aþenu með spá-
kvistinum sínum. Hann hyggst
leysa vatnsvanda höfúðborgarinnar.
Grískir sérffæðingar ráða eindreg-
ið ffá þvi að taka upp vatnsskömmt-
un, eins og ekki aðeins Istanbul,
heldur líka Palermo og aðrar borgir
á Sikiley hafa gripið til. Röksemd
þeirra er að ef vatnsstreymið verði
rofið, þó ekki sé nema um stundar-
sakir, aukist hættan á því að pestir
gjósi upp.
Sjúkdómavaldandi bakteriur geti
þá komist i brotnar og sprungnar
vatnsleiðslumar og rannið beint til
neytandans þegar vatnsstraumnum
er aftur hleypt á.
Reyndar hefúr 400 prósenta hækk-
un á vatnsskatti sýnt nokkum ár-
angur. Neyslan dróst saman um
fimmtung. En engin varanleg lausn
felst þó i því. Vatnsbirgðir Aþenu
duga í besta lagi til októberloka.
„Næstum hálf griska þjóðin á nú á
hættu að líða hræðilegan fjölda-
dauða, þorstadauða, eftir þijá mán-
uði,“ stendur í fjármálablaðinu Oi-
konomikow Tachydromos.
Skriffæðisbáknið á líka sinn þátt i
vatnsneyðinni á öðrum stöðum. Í
Napólí sagði borgarstjórinn af sér
til að mótmæla því að embættis-
menn á svæðinu hafa ekki enn lagt
ffam það fé sem heimilað var fyrir
þrem áram til að fúllgera vatns-
leiðslu sem á að bera 11.000 lítra af
vatni á sekúndu til borgarinnar.
Undir borginni Napólí eru 2500 km
vatnsleiðslur, sem náð hafa 100 ára
aldri.
Stríð vegna vatns
brjótast út
Víða við Miðjarðarhafið hefúr
þegar brotist út stríð vegna vatns.
Franskir bændur eyðilögðu vatns-
leiðslur sem liggja að borgum.
Vopnaðir lögreglumenn innsigla
vökvunarkerfi þegar opinberlega
leyft magn hefúr úðast út í loffið.