Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 5
 HEIMSMYND MEÐ FORSETAEFNI Miklar vangaveltur hafa veríð uppi manna á meðal að undanfömu um hverjir muni bjóða sig fram til forseta í næstu forsetakosningum 1992. Allar þessar vangaveltur eru þó skilyrtar af því að Vigdís Finnbogadóttir dragi sig í hlé,enda fullvíst talið að hún yrði sjálfkjörín ef hún gæfi kost á sér. Forsetinn hefur hins vegar engar af- gerandi yfirlýsingar gefið um þetta enda tæplega tímabært. í nýjasta tölublaði tímaritsins Heimsmyndar eru taldir upp hugsanlegir frambjóð- endur og vöngum velt yfir stöðu þeirra. Við gluggum aðeins í þessa umfjöllum til gamans. Meðal þeirra sem Heimsmynd nefnir til sögunnar er Sigmundur Guðbjamarson há- skólarektor. Sigmundur er fulltrúi há- skólaborgara samkvæmt Heims- mynd, góður og gegn embættismaður sem er virðulegur í fasi og ffam- göngu. Hins vegar vanti léttleika samfara alvömnni sem hafi einkennt fyrri forseta. Úr hópi menntamanna er einnig nefndur Matthías Jóhaimes- sen, ritstjóri Morgunblaðsins. Heims- mynd telur að hann yrði „öðmvísi forseti" sem þó hvíli þétt við þjóðar- hjartað og greini vel hjartslátt þess. Hins vegar eigi hann til að tala um- búðalaust sama hver í hlut á. Úr hópi stjómmálamanna er Stein- grímur Hermannsson meðal annarra talinn vera inni í myndinni. Heims- mynd telur þó að stjómmálabaráttan á síðasta kjörtímabili muni há Stein- grimi og erfitt sé að hugsa sér að sjálfstæðismenn fylki sér að baki Steingrími. Annar stjómmálamaður sem Heimsmynd tilnefnir er Guðrún Agnarsdóttir sem sé í hugum flestra forystukona hins formannslausa Kvennalista. Tímaritið telur að Guð- rún höíði til þeirra sem vilji konu á forsetastóli og hún hafi áunnið sér virðingu fyrir hóglátan, skömlegan og málefnalegan málflutning. Loks má nefna kandidatsefni Heimsmyndar úr bankaheiminum, Jóhannes Nordal seðlabankastjóra. „Hann er virðulegur, vel ættaður, sonur Sigurðar Nordal og Ólafar Jónsdóttur af ættbálki Jóns Sigurðs- sonar forseta, þaulvanur að umgang- ast erlend stórmenni og fyrirfólk og jafnhagur á sviði menningar og mennta og í stjóm peningamála," segir Heimsmynd. Jóhannes er hins vegar umdeildur og Heimsmynd seg- ir að hann hafi hugsað sér til hreyf- ings 1980 en fengið dræmar undir- tektir. Laugardagur 15. september 1990 Laugardagur 15. september 1990 l iminn Í5 Tvö hundruð ungmenni taka þátt í hringborðsumræðum: Frjáls æskulýösamtök ætla að bjarga lífi milljóna bama Dagana 15.-18. septembertakafulltrúartvö hundruð landa þátt (hríngsborðsumræðum í Genf í Sviss. Fulltrúamir eru allir ungir meðlimir aðildarfélaga Fijálsra æskulýðssamtaka en umræðan er byrjunin á átaki Frjálsra æskulýðssamtaka til að kynna heim bamanna undir slagorðinu „Bömin koma fyrst“. Þetta átak Fijálsra æskulýðssamtaka er stutt af Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna. Því er ætlað að vera hvatn- ing til hinna ungu fulltrúa um að hefja virkt starf til að ná ákveðnu markmiði sem hinn alþjóðlegi heimur hefur sett. Markmið þessa áratugar er að finna leið til að bæta og bjarga lífi milljóna bama. Leiðtogar þjóða heimsins mimu hittast á Heimsfundi bama i New York dagana 29.-30. september og mun hringborðsumræða Fijálsu æskulýðssamtakanna beina athygli þeirra að nauðsyn þess að fylgja þess- um markmiðum eftir. Hringborðsumræðan er skipulögð af ráðgjafahóp sem í sitja fulltrúar sautj- án aðildarfélaga Fijálsu æskulýðs- samtakanna. Þar mun gefast tækifæri til að hlusta á ungmenni ræða um mál- efni bama og fylgjast með þeim þróa áætlun um leiðir til úrbóta. Ennffemur veitir hún Fijálsu æskulýðssamtökun- um og Bamahjálp Sameinuðu þjóð- anna tækifæri til samstarfs við al- menning og félög um allan heim. Meðal fulltrúanna tvö hundmð em nokkrir frá AlÞjóðasamtökum kven- skáta, samtaka stúlkna sem í sjálf- boðavinnu vinna að fræðslumálum. í dag em 110 skátafélög aðilar að Al- þjóðasamtökum kvenskáta og er Bandalag íslenskra skáta eitt af þeim. Einn fulltrúi, Hulda Guðmundsdóttir, var valin úr hópi íslenskra ungmenna til þátttöku í hringborðsumræðunum. Hulda er 22 ára Reykvíkingur og hef- ur verið meðlimur í Bandalagi ís- lenskra skáta síðan 1979. Hún hefur gengið i gegnum alla foringjaþjálfun BÍS og starfað sem foringi f skátunum í mörg ár, auk þess að hafa sótt alþjóð- legt leiðbeinendanámskeið. Hún er nú á öðm ári í sálarffæði við Háskóla Ís- lands. khg. Bæjarstjóri Pisa telur fjárveitingum stjórnarinnar gróflega misskipt: TURNINN LOKAÐUR EN LEYNIGÖNGIN OPNUÐ Á sama tíma og velflestír íbúar Mið-Evrópu hafa áhyggjur af vandamálum er fylgja í kjölfar mik- ils Qölda ferðamanna velta íbúar Pisa vöngum yfir því hvað þeir geti aðhafst til að laða ferðamenn til bæjaríns. Orsök vanda bæjarbúa er sú að hinum ffæga skakka tumi þar í borg var lokað fyrír meira en hálfu árí þar sem hallinn var orðinn svo mikill að ekki þótti lengur óhætt að hleypa ferðamönnum upp í hann. Skakki tuminn, sem var byggður ár- ið 1173, er hið eina sem bærinn hefur haft upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Hann hefur hingað til staðið það vel fyrir sínu að ekki þótti ástæða til að ráðast í ffamkvæmdir til ffekari styrktar ferðamannaiðnaðinum. Þann- ig hafa um milljón ferðamenn komið árlega til bæjarins, 800 þús. þeirra borgað fyrir að fá að prila upp og að öllum líkindum velflestir keypt minja- gripi um tuminn, borðað á veitinga- stöðum í nágrenni hans o.s.ffv. En nú er öldin önnur, tuminn lokaður og ferðamannastraumurinn hefur hmnið niður úr öllu valdi. Bæjarstjór- inn í Pisa, Sergio Cortopassi, er ösku- illur þar sem hann telur fjárffamlögum til viðgerða fomminja í landinu vera gróflega misskipt og því sé ekki fyrir- sjáanlegt hvenær tuminn verður opn- aður aftur. Hann bendir m.a. á að þó itölsk stjómvöld sitji fast á buddunni hvað varðar framkvæmdir við skakka tuminn em þau þó óspör á fjárútlát til annarra og minna aðkallandi verk- efna. Þar á meðal era ráðagerðir um að opna aftur leynigöng sem liggja ffá Vatikaninu niður að kastala heilags 'Angelo, við bakka Tiber. Göngin vom síðast notuð árið 1527 þegar páfinn Clement 7. þurfti að flýja undan óvin- um sínum. Þau gegna nú hlutverki eins konar hitaveitustokka og hlífa vatns- og gasleiðslum. Samþykkt hef- ur verið að veita 15 milljörðum líra til verksins er Cortopassi telur að betur hefði verið varið í viðgerðir á tumin- um sem myndu kosta um 500 milljón- ir líra. Bæjarstjórinn var enn síður hrifinn er fféttist af því að nú stendur til að opna píramída Cestios fyrir almenning. Cestio þessi var eins konar æðstiprest- ur í Róm fyrir einum 2000 árum. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir um eigin stöðu í næsta lífi og hreifst svo mjög af byggingarlist Egypta að hann mælti fyrir um að 27 metra hár píramídi, klæddur marmara, skyldi reistur. Atti byggingunni að vera lokið eigi síðar en 330 dögum eftir andlát hans. Fram til þessa hefur piramídinn ekki verið opinn almenningi en nú stendur sem sagt til að bæta úr því, Cortopassi til mikillar armæðu. Bæjarstjórí Pisa er hálf miður sín þessa dagana því engin fæst fjár- veitingin til lagfærínga lífsviður- værís bæjarbúa á meðan fé er ausið í gæluverkefni stjómarinnar. Sigmundur Guðbjamarson Matthías Jóhannessen Steingrímur Hermannsson Guðrún Agnarsdóttir Jóhannes Nordal FRYSTIKISTUR SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 152 101 230 205 342 300 480 587 lítra kr. lítra. kr, lítra kr. lítra kr. lítra kr. lítra kr. lítra kr. lítra kr. 31.050,- * 34.000,- 38.730,- 41.105,- 43.360,- 45.870,- 40.710,- 62.460,- * Öll verð mlöast við staögreiöslu HEIMILISTÆKJADEILD FALKANS SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. # Innrabyrði úr hömruðu áli # Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt # Djúpfrystihólf # Viðvörunarljós # Kælistilling # Körfur # Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum eru þegar ný aíkvæmi líta dagsins ljós Við fögnum tveimur nýjum afkvæmum þykkmjólkurkýrinnar góðu. Þykkmjólk með súkkulaði og appelsínum og trefjaríkri þykkmjólk með möndlum, hnetum, ananas, appelsínum, rúsínum og marsípani. Kærkomnar nýjungar - ekki síst fýrir smáfólkið. Þykkmjólk er mildsýrð, hnausþykk, bragðljúf, holl og næringarrík með B!Ogarde®gerlum sem öllum gera gott. * 3 <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.