Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 1
15.-16. september 1990 Kurteisi eðakyn legir sióir Kurteisi eins og allar hefðir og venjur varð ekki til á einni nóttu, heldur er samgróin menningu okkar rétt eins og tungumálið og hliðstæð að því leyti að hvoru tveggja tekur breytingum í tímanna rás. Hver þjóð hefur vitaskuld sína eig- in siði og venjur í tengslum við sérstæða menningu. Merk- ingarmunur sömu athafna í mismunandi löndum er nokkuð sem getur verið gaman að velta fýrir sér en því miður fýrir ferðalanginn er svo langt um liðið síðan sum tákn og önnur tjáningarform mannlegra samskipta urðu til, að munurínn getur reynst óþægilega mikill. Við eigum því alltaf á hættu í ókunnu landi að gera okkur sek um argasta dónaskap á kol- röngum forsendum. Hvort íslendingar eru yfir höfuð kurteis þjóð er nokkuð sem fólki ber ekki saman um. Sumir halda því fram að kurteisi fólks hafi almennt dalað á undanfbrnum áratugum. Aðr- ir telja hins vegar breytingar á um- gengnisvenjum til batnaðar, sam- skipti séu nú mun frjálslegri og eðli- legri en þau voru í eina tíð. Skiptir kurteisi einhverju máli? Félagsfræðingar dagsins i dag eru ekki einir um að hafa velt mannleg- um samskiptum fyrir sér og ráðlagt fólki varðandi heppilega hegðun. „Kurteisi á ekki að vera kápa, sem við aðeins leggjum á herðar okkur, þegar við fbrum út ... kurteisi á að byrja heima fyrir og grundvöllur allr- ar kurteisi er óeigingirni," segir með- al annars í bók Rannveigar Smith, „Kurteisi", sem gefin var út árið 1945. Rannveig bætir síðar við: „Margur ungur maður hefur misst af góðri stöðu vegna þess, að hann kunni ekki algildar kurteisisreglur. Hann hefur kannski verið feiminn og óframfærinn og ekki horft á þann, sem stöðuna átti að veita, tvístigið frammi fyrir vinnuveitandanum og ýmist roðnað eða bliknað ..." Jón Jakobsson landsbókavörður hafði sitthvað um málið að segja árið 1920 og gaf því út bókina „Manna- siðir". Hann spyr í forsögn hvort manngildið sé undir kurteisinni kom- ið og svarar: „Já og nei! Ribbaldinn er ribbaldi, fanturinn er fantur og dóninn er dóni innifyrir, hvernig sem hann kemur til dyra. Úlfurinn er úlf- ur, þótt hann sé klæddur i sauðargæru og sú háttprýði ein er sannfögur og hrein, sem kemur innan að og geislar út frá prúðu, góðu hjarta. En það að stjórna geði sínu, að laga sig eftir vel- sæmistilfinningu annarra og hæ- verskum siðum, þótt eldur og ofbeldi ójafhaðar ef til vill brenni innifyrir, er samt góðra gjalda vert, með þvl að það gerir sambúð manna þolanlegri heima fyrir og út á við og gerir yfir- leitt mannlífið mýkra viðkomu. Mannlegt eðli er svo göddótt, að lífið yrði óbærilegt, ef hver ræki odda sína og gadda í annan." Mikil kurteisi að pissa á næsta mann Sinn er siðurinn i landi hverju og mismunandi hlutir eru túlkaðir á mis- munandi hátt, allt eftir því hvar við erum stödd í veröldinni. íslendingur tæki það til dæmis að öllum líkindum illa upp ef Afríkubúi pissaði á hann. En sumir þjóðflokkar í Afríku telja að slík athöfh laði læknandi anda að þeim sem pissað er á. Einfold kurteisi eins og að svara neitandi þegar gestgjafi býður eitt- hvað sem gestinn ekki langar í gæti komið Islendingi á ferð um Aðmír- álseyjar Ástralíu í töluverðan bobba, þekki viðkomandi ekki til siða þar um slóðir. Á Aðmírálseyjum er neit- un nefhilega táknuð með því að Handapat getur veríö afskaplega óheppilegt ef við erum ekki peim mun kunnugri háttum heimamanna. Bæöi í Gríkklandi og f Túnis gætum við til að mynda átt á hættu að vera fleygt út fyrir að láta ánægju í Ijós á þennan hátt strjúka snöggt yfir nefið með einum fingri hægri handar en óákveðnari neitun er táknuð með hægari stroku. Við gætum líka móðgað gestgjafann með því að strunsa í burtu þegar hann bandaði okkur frá sér, en sú hreyfing táknar að eyjaskeggjar vilji kalla ein- hvern til sín. Ef Islendingur nuddar á sér eyrað þýðir það að öllum líkindum ekki annað en að hann klæi eða verki í eyrað. í Júgóslavíu táknar slík hreyf- ing fyrirlitningu á væmni eða kveif- arskap. í Tyrklandi verndar slik hreyfing gegn „illu auga" og í Grikk- landi getur hún verið börnum merki um að nú eigi að fara að skamma þau. í Skotlandi táknar eyrnanudd efa- semdir, á MÖltu vísar hún á upp- ljóstrara og í Portúgal er þetta merki um velþóknun. Tepraöar og taugasjúkar konur Til að flækja málin ekki um of skul- um við takmarka okkur ofurlitla stund við ísland og líta aðeins á ráð- leggingar Jóns varðandi almenna framkomu á opinberum stöðum, þó ráðin geti vel átt við viðar. Hann bendir fólki meðal annars á að taka ekki hunda með sér inn á opinbera staði. „Ekki nema vel vanda og mein- lausa rakka ... Best er að hafa þá alls ekki með sér, því að ýmsir hafa ógeð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.