Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 1
Ofjfil' io<i/nofnfe5. 05 T.iOf.hi.cci-BJ nnirr'iT 8 22.-23. september 1990 Voru íslendingar eins miklir sóðar á 19. öld og erlendir ferðamenn sem hingað komu vildu vera láta? Það er furðulegt tiltæki að þvo sér á hverjum morgni Reykjavík þótti framan af heldur sóðalegur bær. Eins og sjá má á myndinni var vatnsbrunnurinn í Reykjavík staðsettur steinsnar frá holræsunum. Hætt er við að vatnið hafi ekki alltaf verið heilnæmi í grein sem Halldór Lax- ness ritaði í Alþýðubókina snemma á þessari öld fer skáldið nokkrum orðum um þrifnað landa sinna. Þar segir hann m.a: „Þótt alkunnugt sé að íslend- íngar eru náttúraðir fyrir óþverraskap, spillir ekki að ámálga þessa heims- frœgð vora einu sinni enn. “ Fólk sem býr í skítugum húsum hirðir líklega lítið um líkamsþrif. Þetta virð- ist altént vera Ijóst sé litið á útganginn á íslensku þjóðinni í aldanna rás. Hugsanlega voru þó áar þjóðarinnarþrifnir, sam- anber heitin laugardagur og baðstofa. Laugardag- urinn tengdur því að ganga til lauga og bað- stofan tengd böðum. Hörður Agústsson fullyrð- ir að baðstofan hafi upp- runalega verið nokkurs konar gufubað, en síðar breyst í svefnhús. Islend- ingar hafa þá með tíman- um þjappað sér saman í hlýjustu vistarveruna og jafnframt gleymt þarfsemi baða. Ekki eru allir sam- mála þeirri fullyrðingu og telja að baðstofan hafi aldrei þjónað sem baðhús. En hvað með það, burtséð frá því hvort menn böð- uðu sig á miðöldum eður ei, þá er það að minnsta kosti Ijóst að böð hafa verið úr sögunni á 19. öld. Langtfiram eftir öldinni virðast landsmenn hafa talið sig hafa ýmsu öðru þaifara að gegna en þvottum og líkamshirð- ingu. Slíkt fór ekki fram hjá erlendum ferðamönn- um. Sveitafólkið var „horað, skítugt og gráðugt" Ferðamenn sem hingað komu fyrr á öldum höfðu sumir hverjir mörg orð um sóðaskap íslendinga. Árið 1789 er íslensku sveitafólki lýst svo að það sé „horað, skítugt og gráð- ugt“. Rúmum 20 árum síðar eru lýs- ingamar á Islendingum enn fremur bágbomar. Bretinn Henry Holland lýsir prestinum í Skálholti um það leyti svo: „Hann er ruddalegur útlits og óhreinn, og líkist einna helzt í klæðnaði og yfirbragði burðarkörl- unum á hafnarbakkanum i enskum hafnarbæ.“ Fleiri em þær lýsingam- ar sem gefa fremur óhijálega mynd af þrifnaði landsmanna. Og ef hefð- armennimir vom svo skítugir, hvemig var þá almúginn? Auðvitað virðist það liggja beinast við að áætla sem svo að pöpullinn hafi ver- ið enn sóðalegri, en þá ber á það að líta að ferðamönnum var gjamt að lýsa fremur því sem miður fór og var sláandi eða skondið en hinu sem var betra og ef til vill minna f frásögur færandi. Efnahagur klerka var einn- ig misjafn og menntunin eftir því. Margir bændur vom þeim ríkari og upplýstari. Útlit manna hefur því verið upp og ofan, en athyglisvert er að margir þessara sömu ótótlegu karlmanna vom áhugamenn um þrifalegt útlit kvenna. Sæll er sá sem siðaða konu hlýtur ef þrifnaði ann íslenska konan átti að vera „góð- fus, forsjál, hagnaðarsöm, þrifin, sparsöm ...“ og sitthvað fleira, svo vitnað sé til orða Halldórs Pálssonar sem fæddur var á Sleggjulæk árið 1773. Menn vissu nákvæmlega hvemig hin fullkomna eiginkona átti að vera. í kvæðinu „Þrifna kon- an“ sem birtist í Klausturpóstinum árið 1818 segir meðal annars svo: Sœll er sá maður til frambúðar hlýtur, siðaða konu, ef þrifnaði ann; heimilis sælda ef hollra við nýtur, og hjónabands yndœlis saknar ei hann. :/: Því yfrið hugglaður sjer árla og seint, allt húsið og rúmið ogfatið tárhreint. J: Magnús Stephensen dómsstjóri sem sá um að koma þessum boðskap á framfæri var auðvitað 1 hópi sið- menntuðustu manna samtímans. Hann hafði háleitar hugsjónir, og tæplega þarf að draga það f efa að hann hefur verið mörgum mannin- um fyrirmynd. Það er því eilítið skrítið að lesa lýsingu Henry Hol- lands á heimilisbragnum í húsi Ól- afs Stephensens í Viðey árið 1810. Þar kvartar Holland hástöfum yfir þeim hvimleiða sið systur Magnúsar og lagskonu hennar að skyrpa í sí- fellu. Holland sakar þær ungfrúmar einnig um hirðuleysi. Ekki beint að- laðandi lýsing, en þess ber að geta að Holland var lítt um Magnús Stephensen gefið og ef til vill ekki fær um að láta hann eða hans nán- ustu njóta sannmælis á stundum. Eftir stendur það þó svart á hvítu að um margt skorti á hreinlætið hjá fs- lenskum konum rétt eins og körlun- um. William Morris fannst húsfreyj- an á Bjargi vera ósköp óhrein og eymdarleg árið 1871 og svo var um fleiri. Þeir töldu íslendinga, jafut konur sem karla, ekki nógu hirðu- sama um útlitið. Eitthvað kann þó kvenfólkið að hafa verið skárra í þessum efnum, enda er þess yfirleitt getið í heimildum að kvenþjóðin hugsi meira um útlitið en karlpen- ingurinn. Það urðu þær sjálfsagt að gera vildu þær eiga einhverja mögu- leika á því að ganga út. í Handbók fyrir Hvörn Mann ffá árinu 1812 fá óhreinar kvensniptir þá áminn- ingu að biðlar þeirra muni snúa sneyptir heim er þeir sjái á þeim út- ganginn og ekki láta sjá sig meira. Óþrifin stúlka er þar talin litt hæf til að sjá um heimili og bamauppeldi, en sem húsfreyjur vom kvinnumar líka andlit heimilisins út á við. Þær vom vegnar og metnar af flestum eftir því hvemig þær stóðu sig i stykkinu sem myndarkvinnur. í ísa- fold árið 1892 kemur þetta ljóslega fram, en þar segir svo: Þrifnaöur bóndans til lítils ef konan er sóöi Á hveiju heimili er meira komið undir því, að konan sje þrifin en bóndinn; þrifnaður bóndans kemur að litlu haldi, ef konan er sóði. Þrifin og hirðusöm kona er prýði hvers heimilis; en óþrifin og hirðu- laus kona aflar heimilinu óvirðing- ar... Margir karlanna hafa eflaust gripið á lofti fyrmefhdar hugmyndir í anda Magnúsar Stephensens og hugsað sem svo: Það er vandi að velja sér víf i standi þrifa. En ólánsjjandi ef illa fer i þvi bandi að lifa. Konumar áttu þvf tæpast um annað að velja en grípa sápu og kamb og þvo sér rækilega eða var það ekki svo?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.