Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 22. september 1990 rb\/r\r\«j«j ■ Mnr Virðum líf - Vemdum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september nk. Dagskrá: Kl. 10:20 Ráðstefnan sett Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. 10:30 Norrænt umhverfisár Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi í framkvæmdastj. Norræna fé- lagsins. 11:00 Umhverfið er dýrmætt Sigurbjörg Sæmundsdóttir hagverkfræðingur 11:40 Umhverfismál í Vestmannaeyjum Bima Þórhallsdóttir, áður ( heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyja. Eftir hverja framsögu er hægt aö bera fram fyrírspumir 12:00 Matarhlé 13:20 Hópvinna 15:05 Miðdegishlé 15:20 Niðurstöður hópa kynntar/umræður 16:25 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórar Oddný Garðarsdóttir og Svanhildur Guð- laugsdóttir 17:00 Skoðunarferð um Vestmannaeyjar 19:45 Kvöldveröur og kvöldvaka í umsjón heimakvenna. Kvöldið og nóttin frjáls. Ráðstefnan er öllum opin. Þeir sem þurfa gistingu og flug, vin- samlega hringi f Svanhildi í s. 98-12041 e.h. og Þórunni í s. 91- 674580 fyrir 24. september nk. Landssamband framsóknarkvenna REYKJAVÍK Laugardaginn 22. september kl. 10.30 verður „Léttspjallsfundur" að Höfðabakka 9, 2. hæð. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, mun innleiða og stýra umræðum um starf að borgarmálum I upphafi nýs kjörtimabils. Fulltrúaráðið. Unnur Frá SUF Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar SUF verður haldinn laugardaginn 22. september kl. 11.00 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfða- bakka 9. Dagskrá: 1. Verkaskipting stjórnar. 2. Verkefnaáætlun vetrarins. 3. önnur mál. Kl. 18.00 hefst sýning videomyndar frá 23. þingi SUF og ýmislegt annað verður gert til skemmtunar. Formaður. Aðalfundur Framsóknar- félags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 24. september nk. kl. 20.30 í Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður ræða stjómmála- viðhorfið. Stjómln. Gu&mundur G. Þórarinsson Aðalfundur F.U.F. í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 1. október 1990. Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, eropin mánudagatil fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R. Furðulegt ■■■ Hollt fyrir ung börn að baðast upp úr köldu vatni! Af sýslu- og sóknarlýsingum sem Hið íslenska bókmenntafélag lét gera á árunum 1839-1843 sést gjörla að böð hafa ekki verið íslendingum töm um þær mundir. Helst nota menn böð við ýmsum krankleika og meinum. Landsmenn áttu það reyndar til að baða böm eitthvað fyrstu árin, en síðan ekki söguna meir. Sum böm hafa aldrei verið þrifm og gaf slíkt mönnum eins og Magnúsi Stephensen tilefni til skrifa á borð við þessi árið 1822: Eitthvert hið kröptugasta meðal til að styrkja líkama og heilsu Ungbama, er daglegur þvottur alls þeirra kropps, ffá hvirfli til ilja, í vatni. Þetta ber að sé um fyrstu 2 eða 3 vikur þessara lífs valið til þessa volgt, en látið fara kólnandi dag frá degi ... úr því það er mán- aðargamalt og heilbrigt, skal ætíð brúka ískaldt, og ... sækja í vatns- bólið, helzt rennanda-vatn, hvar til er, en annars f brunna. Augljóslega var með þessu miðað að því að ala upp hrausta einstak- linga. Andinn er sá hinn sami og kemur fram í þessum ffægu ljóðlín- um Bjama Thorarensen amtmanns (1786-1841): „Fjör kenni’oss eldur- inn, frostið oss herði“. Þeir Bjami vom reyndar litlir vinir, en þama virðast skoðanir þeirra Magnúsar ná saman að einhveiju leyti. Að því skyldi stefnt að ala upp böm sem sprikluðu af hreysti, hert í kulda. Magnús leggur hins vegar minni áherslu á þrif fullorðinna. Hann nefhir það reyndar að böð geri full- orðnum tæplega nema gott eitt og þau séu sérlega heilsusamleg ef sjúkleika beri að höndum. Vatnið virðist að mati hans og margra ann- arra hafa styrkjandi áhrif og nær- andi. Þannig telur séra Bjöm Páls- son að uppgangspestir nái lítilli fót- festu f Þingvallasókn um 1840 vegna „hreina og góða“ vatnsins í Þingvallavatni. Að hans mati mundi það „máske draga til sin illsku- dampa, en frá mönnum.“ Hann hef- ur ákveðnar skoðanir á heilnæmi vatnsins og gengur jafnvel svo langt að telja það hina mestu hneisu að menn skuli ekki gera sér jarðböð eða laugar, svo mikið sem sé nú af vatni og hvemm á landinu. í sama streng tekur Jón Hjaltalín landlæknir, en hann segir: Jeg þori óhætt að fullyrða það, að ef menn héldu uppi venju forfeðra vorra, og gengju í laugar að minnsta kosti einusinni í hvörjum mánuði, þá mundu bæði kláði og aðrir hömnds kvillar verða lángt- um sjaldgæfari á íslandi; og það er undarlegt, að fólk ekki skiptir sér af þessu, jafnvel þó náttúran á mörgum stöðum minni þá á það með heita hveravatninu. Hreinæti styrkir heilsu og skynsemi Menn virtust þannig ekkert draga í efa laugarferðir fommanna og vom sumir meira að segja á þvf að slíkt væri ekki aðeins líkamanum hollt heldur og andanum. Sveinn Pálsson settur landlæknir telur árið 1803 að Hreinlæti... [styrkij heilsu manns og skynsemi;... [auki] hans náttúr- ugiæði, glaðsinni og iðiusemi ... í einu orði: hreinlát manneskia ei- núngis nær sinni ásköpuðu, há- dýrmætu fullkomnun, og nýtur lífsins í allri þess yndælis og far- sældar fyllingu. Eitthvað virðist þjóðin lítt hafa tek- ið mark á sliku tali eða þá það farið fram hjá mönnum, þvf gamlar laug- ar fengu víðast hvar að grotna niður og menn eins og ferðamaðurinn C. W. Shephard hörmuðu örlög þeirra. Hann segir það um Snorralaug í Reykholtsdal árið 1862 að hún sé í „aumkunarverðu ástandi... einungis notuð til að skafa úr óhreinum fot- um. Það vom því sannarlega breyttir tímar frá því að Snorri og aðrir höfð- ingjar gáfu sér tíma til baða, þjóðin mátti vart vera að því að skvetta á sig vatni. Helst virðist svo vera sem menn hafí þvegið sér um allan kroppinn fyrir stórhátíðir og stöku kirkjuferðir. Það var ágætt, svo langt sem það náði. Jól og páskar em að- eins einu sinni á ári og kirkjuferðir vom ekki ávallt á hveijum sunnu- degi. Guðjón Jónsson, sem fæddur var í Gufudalssveit árið 1870, minn- ist strjálla kirkjuferða ffá unglings- ámm. Farið var til kirkju tvisvar hvert ár og fyrir þær ferðir skoluðu menn af sér skítinn. Einnig reyndu menn oft að þvo sér ofúrlítið fyrir kaupstaðaferðir og gestakomur. Oft- ar var það nú ekki. Tæpast óvana- legt á þeim tíma, en þó þekktust líka dæmi um hið gagnstæða. Dr. Finnur Jónsson (f. 1865), sonur Jóns Borg- firðings, getur þess „furðulega" til- tækis húsffeyjunnar að Varðgjá f Öngulsstaðahreppi að láta hann ungan þvo sér og greiða á hveijum morgni. Fleiri em þeir líka sem nefna tíðari þvotta en nokkmm sinn- um á ári. Að sögn Ólafs Jónssonar og Þórbergs Þórðarsonar var það al- menn venja f Reykjavík á síðari hluta aldarinnar að karlar þvægju ffaman úr sér um það bil þrisvar í viku. Konumar oftar, jafnvel dag- lega, og allir vættu hendur sfnar. Slíkt hefur þó eflaust af mörgum verið álitin hin mesta fordild á þess- um tfma. Altént fékk Ólöf ffá Hlöð- um skömm í hattinn fyrir að vilja þvo sér oftar en á sunnudögum um 1860-1870. Hún mátti líka gera sér það að góðu við andlitsþvott að nugga framan úr sér með blautum lepp. Strigahandklæði vom ekki til á heimili hennar, svo að þvotti lokn- um þurrkuðu menn sér á þurrum vaðmálslepp eða svuntuhomi. Sápu Það orð fór af íslenskum sjávar- plássum á 19. öld að þar væri sóðalegt um að lítast fslenskir sveitamenn þóttu heldur ekki ýkja þrifalegir. Stanley, sem var hér á ferð 1789, talaði um að sveita- fólkið værí „horað, skítugt og gráðugt". þekkti hún ekki heldur fyrr en full- tíða, vatnið og keytan urðu að duga. Landsmenn læra smátf og smátt aö meta sápu Ólöfu frá Hlöðum fannst reyndar eftir á sem bemskuheimili hennar hefði verið óvenju illa statt menn- ingarlega séð, og vfst er um það að sápa var ekki óþekkt á íslandi á 19. öld. Flest heimili keyptu eitthvað af sápu og ýmsar gerðir vom til af henni. Þorkell Bjamason, sem var prestur á Reynivöllum (f. 1839), segir að um 1850 hafi á alþýðuheim- ilum gjaman verið keypt eitt til tvö pund af blautsápu á ári og lítið eitt af handsápu. Hafi sápunotkunin svo aukist með tímanum. Verslunarskýrslur staðfesta þessi orð Þorkels, en þó varð aukningin á sápukaupum ekki stöðug, enda fóm sápukaup eftir efnahagsástandi á hveijum tíma. Yfirlit yfir þau og kaup á öðmm „lúxusvömm" gefur því jafnframt nokkra mynd af hag íslensku þjóðarinnar. Innflutningur á sápu, kaffi og tóbaki um miðja 19. öld í pundum Ár Sápa Kaffi Tóbak 1840 7168 88808 82948 1849 12819 293833 79967 1855 18132 426980 79967 1862 17435 373095 102566 1864 23627 357413 111671 1866 31055 439866 130927 1868 24796 367007 82997 1870 28644 402956 113377 1872 38513 408577 123221 Heimild: Skýrslurum landshagi, l-V. bindi, (Kbh., 1858-1875). Á þessum áram fjölgaði lands- mönnum úr um 57 þúsundum í um 70 þúsund manns. Það þýðir til dæmis, að árið 1872 hafi hver lands- maður getað haft um 550 gr af sápu til afnota það árið og þá ekki ein- göngu til líkamsþvotta, heldur líka á allt annað sem þvegið var með sápu. Ekki er það mikið sé litið til sápu- notkunar í dag, en fólk sparaði sáp- una f lengstu lög. Sápan þótti lfka svo merkileg að hún var notuð til gjafa eftir kaupstaðarferðir, rétt eins og hárkambar og ýmislegt smálegt. Sápa var þannig nokkurs konar „lúxusvamingur", en hún var þó ekki af öllum talin það besta sem hægt væri að þvo sér úr. Jónas frá Hrafnagili segir að á 19. öld hafi til- haldsstúlkur gjaman þvegið sér úr mjólk, mysu eða skyrblöndu. Átti slíkt að gefa fallegra útlit. Ein þeirra kvenna sem töldu slíkt heilagan sannleik var Margrét Sigurðardóttir, L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.