Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. september 1990 HELGIN 11 kona Símonar Dalaskálds. Hún „var björt í ásjónu, enda bleytti hún stundum þurrkuhom í mjólk og strauk því svo yfir andlitið; hafði trú á því, að það héldi hörundinu björtu og hreinu.“ Þetta var um 1900 og viðbúið að islenskar konur hafi þá almennt verið búnar að leggja þenn- an sið niður. Keytan hafði mýkjandi og græðandi áhrif Annar siður var hins vegar lífseig- ari, en hann var sá að þvo hár úr keytu. Slíkt var alvanalegt alla 19. öld, ekki aðeins vegna þess að verið væri að spara sápu, heldur einnig vegna þess að slíkt þótti gera hárið blæfallegt og vel hreint. Það gat líka haft sínar slæmu afleiðingar ef menn trássuðu keytuþvottinn. Ólína Jónasdóttir (f. 1885) segir frúna á bænum Kúskerpi hafa talið það boða hverjum þeim ógæfu sem ekki þvoði höfúðið úr stækri keytu úti í fjósi á fostudaginn langa. Keytan var best sem elst og þótti hún meðal annars hafa mýkjandi og græðandi áhrif. Það var kannski þess vegna sem karlamir í Reykjavík og eflaust víðar migu gjaman á hendur sínar á síðari hluta 19. aldar. Ekki fannst öllum það geðslegt og i þeim hópi var Þorkell Bjamason. Hann hryllti við þeirri sögu að um 1840 hafi klerkur nokkur dregið ffam koppinn að morgni og þvegið sér upp úr hlandi. Segir hann að slíkt hafi tæp- ast getað verið almennur siður með- al presta um það leyti. Þó er hann al- veg fus að viðurkenna þá staðreynd að hreinlæti þjóðarinnar hafi ekki verið upp á marga fiska og sé það jafhvel ekki enn um 1892. Hann segir þó svo það ár: Það er gleðilegt, að sjá það, hversu þrifiiaði fer einlægt fram, og er það ljósasti votturinn, hversu margfalt meira er nú keypt af sápu en um miðja öldina. Nú munu fæstir af yngra fólkinu, sem nokk- uð vilja að manni vera, sem ekki þvoi sjer og greiði daglega, að minnsta kosti að kvöldinu, þegar vinnunni er lokið. Að koma óhreinn og með hárið allt í snepl- um á mannamót, þykir nú flestum hin mesta vanvirða, og sjaldan sjást menn nú borða, sízt ungt fólk, með mjög óhreinum höndum. Böð talin draga úr hinni aigengu taugaveiklun kvenna Þessi lýsing sýnir greinilega fram- for frá því sem áður var, en eitthvað virðast íslendingar enn hafa þráast við að baða sig. Þorkeli finnst þann- ig sem landsmenn mættu að ósekju vera iðnari við að stunda vatns- og sjóböð. Helst telur hann unga drengi busla eitthvað í þeim laugum sem þá voru komnar til sögunnar, ungar stúlkur komu hins vegar ekki nálægt slíku. Aðstaðan var slæm og varla hefur þótt tilhlýðilegt að konur væru að striplast út og suður. Það voru þó ýmsir sem töldu brýna nauðsyn á því að konur hæfu böð og sjóböð af kappi og töldu að slíkt myndi reyn- ast þeim allra meina bót, þar sem það kynni að „draga úr hinni al- gengu taugaveiklun kvenna, gigt og tannpínu, sem kvelur þær svo marg- ar.“ Höfundur þessara orða hvetur konur líka eindregið til að búa sér böð eða jafnvel sundlaugar heima við ef þær treysti sér ekki til að að stunda opinberar laugar. Slíkar ráð- leggingar hafa nú líklega verið flest- um fulldýrar í framkvæmd. Lausnin var frekar fólgin í því að laugar landsins hefðu sérstaka kvennatíma, eins og til dæmis var í laug Mosfell- inga árið 1895. Þá var líka komið baðhús í Reykjavík að Aðalstræti 9. Þar gátu menn þvegið allan líkam- ann í ró og næði fyrir luktum dyrum í baðkerum, sem á þeim tíma hlýtur að hafa verið mikill munaður. Voru baðkerin í baðhúsinu fjögur talsins og hreint ágæt að mati þýska ferða- mannsins Bemard Kahle sem kom hér árið 1897. Honum leist þau hrein og þrifaleg, en eitthvað henti Magnús Stephensen, dómsstjóri í Viðey, taldi að ung böm hefðu gott af því að baða sig í köldu vatn. Magn ús mælti árið 1822 með því að ungböm yrðu böðuð daglega upp úr ísköldu vatni. Snorra Sturiusyni þótti gott að liggja í baði daglangt Síðar lagð- ist sá siður að baða sig nær al- geriega niður. Á19. öld fóru ýms- ir menn að benda á að rétt væri að endurvekja þennan gamla sið. hann gaman að notkun íslendinga á slíkum gripum. Þannig segir hann þá sögu að á hótelinu sem hann dvaldist á hafi aðeins verið eitt bað- ker. Það hafi jú verið notað til baða, en jafnframt sem gestarúm í hallæri! Heldur virðist þetta nú ótrúleg saga, enda virðast baðker þessa tíma ekki í stærra lagi, eiginlega nokkurs kon- ar stórir balar. En stærð þeirra hefur náttúrlega verið upp og niður eins og annað, og eflaust hafa einhverjir átt stór baðker. Þeir hafa hins vegar verið fáir, enda jafnkostulegir gripir ekki á hvers manns færi langt fram á 20. öld. Úr BA-ritgerð Unnar Bjarkar Lárusdóttur „ Ymislegt um hrein- lœti ogþrifnað á Islandi á 19. öld". KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA ELDAVELAR 0G 0FNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞV0TTAVÉLAR ÞURRKARAR KAUPFELOGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ aukne cht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓDU VERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.