Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 22. september 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Geðbilaöur glæpamaður var náðaðuraf vangá Eftir mikinn eltingarleik, þijú morð, mannrán og margs kyns ofbeldi og ógnir af hálfu hins hundelta, sá hann bara eina útgönguleið ... en allt þetta var í raun óþarfi. — Auðvitað erum við hrædd. Ég er með haglabyssu, veiðiriffil og tvær skammbyssur. Vöpnin eru hlaðin og ég hika ekki við að beita þeim. Hver sá ókunnugur, sem kemur upp stíginn og er ekki lögreglumaður, tekur mikla áhættu. Missouri-bóndinn sem mælti þessi orð var með lífið í lúkunum af skelf- ingu og þótti engum mikið. Óttinn al- tók sveitaþorpið Wright City í Norð- vestur-Missouri eins og farsótt. Allir íbúar gengu um vel vopnaðir og fóru ekki út úr húsum sínum nema í brýn- ustu erindum. Þannig hafði það verið síðan geðveikur maður skipaði sjálf- an sig í dauðasveit og réðst inn í þetta 1.200 manna samfélag, mánudags- kvöldið 22. september 1986. Á einni klukkustund skaut hann á mann á mótorhjóli, myrti lögreglu- mann, réðst á þijár konur og stal tveimur bílum. Það bættist við morð, mannrán og rán í þremur ríkjum og var kallað mesta glæpaalda í mið- vesturríkjunum síðan Dillinger og Baker-mamma voru þar á ferðinni. Náunginn sem nú var að verki hefði sómt sér vel í safni meðal heimilda um álíka ruglað fólk. Eltingaleikurinn um þijú ríki hófst með því að lögreglunni í Indianapol- is var tilkynnt um skotárás. Það var kl. 8.17 að morgni mánudags 22. september 1986. Sá sem hringdi sagði að fómarlambið lægi á götunni og væri líklega látið. Lögreglumenn og sjúkralið hröðuðu sér að húsi við East Pleasant Run Parkway. Við gangstéttarbrúnina þar lá maður í jakkaíotum og voru bringa hans og andlit alblóðugt. Við lauslega skoðun sást strax að hann var látinn og breitt var yfir líkið. Maðurinn hét Thomas E. Gahl, var 39 ára og skil- orðseftirlitsmaður lögreglunnar. Vitni sögðu lögreglunni að Gahl hefði gengið að húsinu og barið að dyrum. Enginn svaraði en Gahl hélt áfram að banka. — Hann vissi að einhver var heima, sagði kona í næsta húsi. — Hann ætlaði ekki að hætta fyrr en einhver kæmi til dyra. Nokkrum mínútum síðar heyrði konan skothvell og óp. — Ég hljóp að glugganum og sá mann standa yf- ir hinum i jakkafotunum. Hann lá á jörðinni og hrópaði: — Gerðu það ekki. Hinn skaut hann þá aftur. Kona handan götunnar sá allt sem gerðist og sagði lögreglunni að fóm- arlambið hefði ekki á nokkum hátt ögrað banamanni sinum. — Hann var á leið frá húsinu þegar hann var skotinn. Hann átti enga möguleika. Þetta var hræðilegt. Maður á mótorhjóli átti leið fram- hjá. Hann heyrði þrjú skot og sá mann með sítt hár og þykkt alskegg hlaupa inn í húsið. — Hann kom aft- ur út rétt á eftir og fór upp í gráan Ford-pallbíl, sagði það vitni. — Hann var með byssu og virtist hafa skipt um fot. Eltingarleikurinn hefst Byssumaðurinn var Michael Wayne Jackson, 41 árs og fyrram fangi frá Ponotoc í Mississippi. Nágrannar sögðu að hann hefði hafst við í hús- inu þama í tæpan mánuð. Við athug- un lögreglunnar kom í ljós að húsið hafði staðið mannlaust lengi og þar var hvorki rafmagn né vatn í krönum. Kettir og kanínur hlupu þar út og inn. Allt var fullt af rasli og tómum niður- suðudósum. I einu herberginu stóð höfuðlaus jólasveinn og fót vantaði á eina stólinn sem inni var. Dýnur á gólfum vora greinilega fleti þess sem þama hafðist við. Lögreglan sendi þegar út lýsingu á Jackson og gráa bílnum en menn vom varla búnir að snúa sér við þeg- ar tilkynnt var um tvö mannrán og aðra skotárás. Kl. 8.32 var skotið á eiganda verslunar við Meridian- stræti. Þegar lögreglan kom lá mað- urinn, J.B. Hall, innan við búðar- borðið og vantaði á hann hálft andlit- ið eftir haglaskot. Tveimur mínútum áður hafði hinn vinsæli, ókvænti eigandi búðarinnar verið að spjalla við viðskiptavin og maður frá brauðgerð raðað brauði í hillur þegar náungi með þykkt al- skegg mddist inn og veifaði hagla- byssu. Hann óð að búðarborðinu og hrópaði: — Hvar í fjáranum er send- illinn? — Við sögðum ekkert, sagði vinur Halls lögreglunni. — Náunginn stakk byssunni undir höku Halls og skipaði honum að tæma peningakass- ann. Hall seildist eftir peningunum en var ekki nógu snöggur að afhenda þá að áliti byssumanns svo hann hleypti af. Vitni úti fyrir sá skeggjaða manninn með byssuna hlaupa út og stökkva upp í brauðbílinn sem ökumaður var í þann veginn að fara á. Lögreglan sendi út allsheijarviðvörun og lýs- ingu á bílnum sem síðast sást aka norður Meridian-stræti. Klukkan 8.45 hringdi ökumaður brauðbílsins til lögreglunnar af al- þjóðaflugvelli Indianapolis. — Hann ógnaði mér með byssunni og skipaði mér að aka, sagði sendillinn. — Ég gerði eins og hann sagði. Meðan lögreglan leitaði á flugvell- inum var grái pallbíllinn athugaður vandlega en hann stóð á bak við verslun Halls. í honum fannst hálfur pakki af haglaskotum, ótal tóm skot- hylki, stráhattur, blár jakki og kort af Indiana-ríki. Sönnunargögnin þóttu benda til þess að Jackson hefði í huga að ffemja mörg rán á næstunni. Ekki varð þó ráðið af þessu dóti hvar hann myndi láta til skarar skríða næst. Það kom þó í Ijós þegar rætt var við mann sem hafði ekið húsbónda sínum á Holiday Inn-hótelið á flug- vellinum sex minútum áður en Jack- son sleppti sendlinum. Konur og barn í gíslingu — Ég fór inn til að hringja og síðan affur út í bíl, sagði maðurinn. — Ég var að ræsa hann þegar farþegadym- ar opnuðust og þar stóð maður með stóra haglabyssu. — Út með þig, æpti hann að mér. Ég lyfti höndunum og hypjaði mig en hann fór á bílnum. Bíllinn geystist ffá flugvellinum og stansaði 11 mínútum síðar við hús við Charles Avenue þar sem 27 ára gömul kona var á leið til vinnu sinn- ar, en hún var sjúkraliði á Wishard- sjúkrahúsinu. Þegar lögreglan náði loks tali af henni var hún orðin sjúk- lingur með brotinn fótlegg. — Hann gekk að mér með byssuna og sagðist þurfa bílinn, sagði konan. Hún lét hann fá lyklana og bjóst við að hann tæki bílinn og færi. Þess í stað greip hann um handlegg hennar og dró hana inn i bílinn við hlið sér. Hún sagði að hann hefði fyllt bílinn af bensíni á næstu bensínstöð en ekið burt án þess að borga og stefht norð- ur í Clinton-umdæmi. Konan var gísl í 75 skelfilegar mín- útur áður en hún ákvað að reyna að komast undan. Hún sá tækifærið þeg- ar byssumaðurinn hægði á sér við umferðarskilti í Frankfort í Indiana. — Ég opnaði dymar og lét mig detta út, sagði hún. — Ég meiddi mig á handlegg þegar ég skall á malbikið og það var skelfilegt að finna fótinn brotna þegar hann varð undir aftur- hjólinu. Henni tókst samt að sleppa. Hróp konunnar drógu að fólk sem hjálpaði henni. Hún var flutt á Clin- ton-sjúkrahúsið þar sem fóturinn var gipsaður og gert var að sárum á hand- legg og öxl og hún fékk róandi lyf. Lýsing hennar á mannræningjanum kom alveg heim og saman við Mi- chael Wayne Jackson. — Ég taldi hann bijálaðan, sagði hún lögregl- unni. — Hann var með þykkt og úfið skegg. Ég virti hann vel fyrir mér af því ég vissi að lögreglan þyrfti góða lýsingu. Það var silfurlituð málning á andliti hans og buxum. Hann var kurteis við mig en ég sá að hann var fullur örvæntingar. Lögreglan fann bíl konunnar yfir- gefinn við hjólhýsasvæði í útjaðri Frankfort, þar sem Jackson tók aðra 27 ára konu og ungan son hennar í gíslingu og neyddi hana til að aka. Hún var á drapplitum Mercury. Hún sagði að þau hefðu ekið um 15 mín- útna akstur út fyrir bæinn en þar fengu hún og bamið að fara úr bíln- um. — Ég bað hann að sleppa okkur, því drengurinn var með brunasár og átti að fara í meðferð á slysadeidina. Hann sagði að það væri í lagi en tók giftingarhringinn minn og alla pen- inga sem ég hafði á mér. Blíölyndur sem barn Jackson nefndi ekki við konuna hvert för hans væri heitið eða hvað Þegar Thomas Gahl, eftirlrtsmað- ur skilorðs, barði að dyrum fékk hann haglaskot í andlitið. hann heföi í hyggju. Lögreglan gerði ráð fyrir að hann færi til Illinois, aft- ur til Indianapolis eða í suðurátt. Eft- ir kortinu að dæma ætlaði hann til Springfield í Missouri þar sem hann haföi verið fangelsaður. — Það er erfitt að segja fyrir um hvað hann gerir, sögðu lögreglumenn i Indiana- polis. — Hann er bilaður á geði og stórhættulegur. Hann væri vís til alls. Þessi geðsjúki glæpamaður var svo sannarlega undarlegur. Lyf gætu hjálpað honum, en hann tók þau ekki samkvæmt fyrirmælum. Auk þess neytti hann fiknieíha, kókaíns, am- fetamíns og heróíns. Eitt skilyrði þess að hann var Iátinn laus gegn skilorði var að hann tæki aðeins þau Iyf sem læknar skrifúðu upp á, en Jackson lét engan segja sér fyrir verkum í því frekar en öðru. Hann haföi ekki alltaf verið ofbeld- issinnaður. Þegar hann var drengur á býlinu heima hjá sér i Mississippi varð honum illt af að horfa á móður sína höggva kjúklinga. — Honum þótti vænt um allt á sinn hátt, sagði náinn ættingi hans um hann. — Hann vildi að öll dýr væru fijáls og ekkert væri haft í búrum eða stíum. En drengurinn sem var svo mikill dýravinur breyttist í uppreisnargjam- an ofbeldissegg. Árið 1962 var hann handtekinn ásamt tveimur öðram unglingum fyrir að ræna leigubíl- stjóra í Indianapolis. Á næstu tveim- ur áratugum gekk hann út og inn um fangelsisdyr i Indiana, Tennessee og Missouri þar sem hann sat af sér dóma fyrir nauðgun, líkamsárás, mannrán, bílþjóínaði, innbrot og rán. Hann hafði verið handtekinn 35 sinn- um. Sálfræðingar sögðu hann haldinn ofsóknaræði og ofbeldishneigð og hann haföi nokkram sinnum verið vistaður á stofhunum. — Hann var ágætur meðan hann tók lyfin reglu- lega, sagði annar ættingi hans. — Ef misbrestur varð á því lenti hann í vandræðum. Jackson var illa við lyf- in. Hann kvartaði yfir að þau gerðu sig latan og máttlausan. Hann sagðist heldur ekki þarfhast þeirra. Lyf væra handa bijáluðu fólki og hann væri alls ekki bijálaður. Læknar sögðu þessi viðbrögð algeng hjá geðbiluðu fólki og vissulega var Jackson alvar- lega geðsjúkur. Stundum lýsti sjúkdómurinn sér I afbrigðilegu skopskyni. Eitt sinn meðan Jackson beið réttarhalda, af- henti hann veijanda sínum lista með nöfhum fólks sem hann sagði geta vottað að hann væri heill á geðsmun- um og hinn vænsti maður. Á listanum voru nokkur nöfh heimsffægs fólks. í annað sinn, meðan hann sat inni í Indianapolis, sendi hann Reagan for- seta hótunarbréf og skrifaði undir það sem Ted Kennedy, Marion-fang- elsinu. Fíkniefni og geðlyf Öllu verra bréf fengu ættingjar hans frá honum 1985. Þá var hann enn í fangelsi og kvaðst ætla að myrða fólk og hræða vegna þess að hann þyrfti að hefna harma sinna. Jackson kvæntist árið 1964 en skildi í fangelsi nokkram árum síðar. Þau giftust aftur 1971 en skildu þá eftir ár. Hann átti tvær dætur og haföi að- eins séð þær þrisvar um dagana. Þegar Jackson var ekki í fangelsi, gæsluvarðhaldi eða á stofnunum, starfaði hann sem verkamaður, eink- um við logsuðu og trésmíðar. Hann átti vanda til að hóta yfirmönnum og starfsfélögum þegar eitthvað fór úr- skeiðis og því átti hann erfitt með að halda nokkru starfi. Hann var at- vinnulaus þegar hann tók til við glæpina í þetta sinn. Þegar lögreglan fór yfir feril hans á skýrslum þótti næsta undarlegt hvemig stóð á því að nokkrum dytti í hug að náða hann og sleppa honum lausum meðal fólks. 1. mars 1985 var hann handtekinn fyrir búðaþjófhað og viku seinna var leitað í bíl hans, þar sem fúndust heimasmíðuð hagla- byssa og fjórar bensínsprengjur. Meðan Jackson var í fangelsi skrif- aði náinn ættingi hans lögreglustjóra fjögur bréf þar sem hann varaði sterklega við ofbeldi hans og sendi umsögn geðlæknis með. Jackson ját- aði að hafa haft byssuna og sprengj- umar í fórum sínum og var fangels- aður í Springfield. Þrir geðlæknar kváðu upp úr með að hann væri hættulegur umhverfi sinu og þyrfti á meðferð í einangrun að halda. Sak- sóknari fékk dómsúrskurð til að hon- um yrði haldið á geðsjúkrahúsi þegar fangavist hans lyki. Þrátt fyrir allar viðvaranir var Jack- son náðaður í april 1986. Sálfræðing- ur á hælinu viðurkenndi að hann væri hættulega geðsjúkur en taldi að allt yrði i lagi meðan hann tæki tiltekið lyf. Skömmu eftir að Jackson var látinn laus, var lögreglunni gert viðvart um að hann neitaði að taka lyfin og hag- aði sér undarlega. Ættinginn sagðist halda að hann væri farinn að taka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.