Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 4
Laugardagur 22. september 1990 Laugardagur 22. september .1990 12 W. HELGIN HELGIN W Í3 Aut „í Englandi bíður mín autt herbergi. Ég tek ekkert með mér þangað inn nema minn eigin hugarheim og fáeinar skissur. Upp frá því getur allt gerst. Það eina sem ég hef ákveðið er að vinna eins og brjálæð- ingur og sýna afraksturinn einhvem tíma á árinu 1992.“ Sigurður Þórir listmálari er nýbúinn að senda fjölskylduna til Reading við Lundúni og fer sjálfur í kjölfarið þegar sýningu hans í Listasafni ASÍ lýkur 23. september. Þar ætlar hann svo að dvelja í tæpt ár. Auða herbergið er vinnustofan sem bíður tilbúin eftir honum. „Eiginlega er þetta ævintýramennska,“ segir Sigurður Þórir og lætur eins og spumingin komi flatt upp á hann. „Um- hverfíð hefur alltaf verið áleitið í mínum myndum og mér finnst spennandi að fara í algerlega nýtt umhverfi og sjá hvað kemur út úr því. Það er óhjákvæmilegt annað en það hafi mikil áhrif, því annars væri maður ónæmur og einrænn, einhver taugalaus tréhestur. Og það er ég alls ekki.“ \ vegna þinna nánustu A nœstu dögum . mun fjölda Islendinga Innihald þess markar þáttaskil í íslenskri tryggingasögu MEÐ VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF AS BAKHJARLI itMÚU 3. SÍMI 60 SO iO, PÓSTHÓlf 8400. 13! REYKJAVIK Heimslistin til sýnis Bretar hafa alla heimslistina til sýnis í söfnum. Landkönnuðir þeirra og frumkvöðlar fornleifafræðinnar víluðu ekki fyrir sér að taka með sér fornar egypskar og grískar gersemar heim. Afríka, Indland og mörg fleiri lönd urðu fyrir barðinu á þeim. Rán og rupl segja sumir, björgun menningarverð- mæta fullyrða aðrir, en eftir situr sú staðreynd að hvergi á heimsbyggðin öll greiðari leið að heimslistinni en einmitt í breskum söfnum. „Þeir hafa líka verið duglegir við að kaupa listaverk frá öllum heimsins hornum,“ bendir Sigurður Þórir á. „Og þar fyrir utan er breska samfélag- ið í dag ákaflega margbrotið og galler- íin þar endurspegla þetta fjölþjóðlega umhverfi. Þetta á líka að verða náms- ferð hjá mér og frá Bretlandi ætla ég að fara í kynnisferðir til annarra borga í Evrópu.“ Hugmyndin að dvölinni ytra kvikn- aði fyrst hjá eiginkonu Sigurðar. Hún heitir Sigrún Ágústsdóttir og hafði hug á að kynna sér námsráðgjöf. Hún gat gert það bæði hérlendis og í ýms- um öðrum löndum, en ástæðan fyrir því að England varð fyrir valinu var að þar gæti Sigurður ekki síður nýtt sér dvölina. Þau eiga tvö börn, Geirmund Örn sem er 19 ára og Helgu, 13 ára, og fara þau bæði með. Dauður maður án mál- verksins Þegar Sigurður Þórir talar um vinnu sína og fjölskylduna gætir sérkenni- legrar mótsagnar í máli hans, sem kannski er dæmigerð fyrir afstöðu listamanna til fjölskyldna sinna. „Ég get ekki verið án þess að mála. Og best þykir mér að fara einn í sum- arbústað í svona viku tíma, skilja eftir símann og blöðin, börnin, konuna, er- ilinn og allt mitt daglega líf og tæma hugann algerlega. Að komast í harm- óní við náttúruna skiptir sköpum og eftir eina svona viku hef ég 30 til 40 skissur sem ég get síðan unnið áfram með á vinnustofunni. Að mála er allt mitt líf. Ef ég þyrfti að velja á milli þess og einhvers annars myndi ég velja málverkið.“ „Gildir það líka um fjölskylduna?“ „Já,“ svarar Sigurður hiklaust, en þegar hann heldur áfram að tala um fjölskyldu sína er hvert orð borið uppi af sterkum straumi þakklætis og virð- ingar. „Fjölskyldan mín skilur þetta. Ef ég hefði ekki málverkið væri ég dauður maður. Það er svo furðulegt, en konan mín er sú manneskja sem skilur þetta best. Henni er ljóst hvað mér er mikil alvara með myndlistinni og hún hefur stutt mig af alefli. Þegar ég ákvað að hætta að kenna í Mynd- listaskólanum árið 1984 til að helga mig myndlistinni með öllu því óöryggi sem því fylgdi var hún sú eina sem studdi mig og hvatti. Síðan hefur allt snúist um það að vera málari. Meðan ég var í kennslu gat ég ekki sinnt mál- verkinu heilshugar. Maður vill gera allt vel og ég vildi vera góður kennari. Ég held ég hafi verið það. Það þýddi að ég varð stöðugt að miðla mínum nem- endum og gefa af mér. Það var ekkert eftir fyrir mínar myndir. Á þessum tíma voru allir að kvarta. Enginn seldi neitt af myndum en ég hugsaði bara með mér; úr því allir eru kvartandi hlýtur að vera óhætt fyrir mig að hella mér út í málverkið. Ég vissi að ef ég gerði það ekki myndi ég eyða ævinni við að naga mig í handarbökin og ekki er það skemmtilegt. Um þetta leyti las ég ævisögu Kjarvals og uppgötvaði að hann lifði allt sitt líf á víxlum og ve- seni. Fyrst hann gat það hlaut ég að geta gert það líka og fjölskyldan mín var tilbúin í slaginn með mér,“ segir Sigurður. Fólk er bara svona elskulegt Fyrstu árin voru erfið. Sigrún vann fyrir föstum útgjöldum fjölskyldunnar og fljótlega fór Sigurður Þórir að sýna myndir sínar. ,Á fyrstu sýningunum seldust þetta frá einni upp í sex, sjö myndir. Það var ekkert ósvipað og hjá mörgum öðrum. Á sýningu minni á Kjarvalsstöðum ‘88 varð mikill vendipunktur. Þar seldi ég vel og allt í einu þurfti ég ekki að fá vasapeninga lengur hjá Sigrúnu. Hvers vegna ég seldi? Ég veit það ekki,“ segir Sigurður og hugsar sig um drykklanga stund. „Ég held að fólk sé bara svona elsku- legt,“ svarar hann allt í einu af fullri einlægni. „í sannleika sagt þá reiknaði ég aldrei með því að selja myndir. Hvort listamaður selur mikið eða lítið er auðvitað lítill mælikvarði á hvort list hans er góð eða slæm. En það skiptir listamanninn samt miklu máli að geta selt myndir.“ Sigurður fer daglega til vinnustofu sinnar og leggur áherslu á að það sé honum algerlega ómissandi. „Ég er eins og allt annað fólk sem fer til vinnu sinnar. Ég mála á hverjum degi. í raun og veru er ég vinnubrjál- æðingur. Einstaka sinnum hefur kom- ið fyrir að ég hef þurft að útrétta og sinna erindum og hef ekki komist í að mála þann daginn. Samt verð ég að skreppa inn á vinnustofuna mína eins og til að ná sambandi við sjálfan mig. Annars er dagurinn týndur, eins og honum hafi aldrei verið lifað.“ Málverkið gerði mig að taóista „Hvernig ertu þegar þú málar? Reið- ur?“ „Ég er aldrei reiður þegar ég mála. Ég verð að vera í algeru jafnvægi til að geta málað, eins konar hugleiðslu- ástandi. Málverkið hefur eiginlega gert mig að hálfgerðum taóista. Eg þoli ekki truflanir og heldur ekki stöðnun. Ég verð að vera í góðu sambandi og finna mína myndauppsprettu innra með mér, því ég mála það sem ég hugsa.“ „Og myndirnar, hvernig eru þær?“ „Ég hef eiginlega gengið í gegnum þrjú tímabil sem málari. Öll fjalla þau um manninn og umhverfi hans. Fyrsta tímabilið var svona heimspólit- ískt. Þá leitaði ég afskaplega langt að umhverfi mannsins. Á næsta tímabili færðist umhverfið nær manninum og Sigurður Þórir með nokkrum verka sinna ég málaði manninn í vinn- unni, atvinnulífsmyndir. Þriðja tímabilið mitt sem er núna er eiginlega innra um- hverfi mannsins. Maðurinn er sjálfur umhverfi sitt. Ég er að leita að nýrri fegurð í manninum sjálfum og um- hverfi hans og myndirnar mínar eru einhvers konar út- ópía um það hvernig maður- inn ætti að harmónera í sínu umhverfi. Svo kemur tog- streita milli manns og konu oft fyrir í myndunum mínum og þetta er auðvitað einhvers staðar úr sjálfum mér því ég nota mínar eigin upplifanir í myndirnar." „Kanntu einhver nöfn yfir þinn stíl? Notarðu einhver nöfn?“ Stíll skiptir engu máli Sigurði Þóri líst ekki nema miðlungi vel á spurninguna. ,Æi nei. Mig varðar ekkert um stfl eða stefnu eða snobb. Ég er bara að mála mínar myndir og það er ekki mitt mál að kalla þær einhverjum nöfnum. Og þó, kannski ex- pressjónistísk rómantík. Hljómar það ekki ágætlega? Annars skiptir stfll engu máli í sjálfu sér. Sumir segja að málverk sé bara litir, línur og form. Það er ekki rétt. Mál- verk er litir, línur, form og boðskapur. Listamenn eiga að vita hvað þeir eru að vilja yf- irleitt með því að mála. Með því er ég ekki að halda því fram að ég þurfi að segja fólki hvernig það á að túlka mynd- irnar mínar. Því ræður það sjálft. En ég verð að vita hverju ég vil koma frá mér, hverju ég vil miðla. Svo geta aðrir skilgreint." ,Áttu von á að myndir þínar breytist við Englandsdvöl- ina?“ „Það hef ég ekki hugmynd um. í raun og veru getur allt gerst. Þess vegna er þetta svo spennandi." ÍÓU3USJÓÁSÖGU ÖMAR.HALU OG LADDI sameina skemmtikiaftana PANTIÐ TIMANLEGA Uppselt var á allar sýningar frá síðastliönum áramótum til vors. OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3 MÍMISBAR opinn frá kl. 19. Miðaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr. Tilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 91-29900. I I& llj) líj) lf| Ilj) ll$) l$) llj) Ifj) llj) l$) llft líj) lf! Ifj) & $ !$) lí^) l& tj llj) l^) l$) llj) líj) l^) Ifj) I& l& Ij! FYRSTA SYNING LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 22. SEPT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.