Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 29. september 1990 I Auglýsing um veitingu leyfis til áætlunar- flugs innanlands Samkvæmt auglýsingu um veitingu leyfa til áætl- unarflugs innanlands nr. 523/1989, lið lla, gildir sérleyfið Reykjavík-Húsavík-Reykjavík til 31. des- ember 1990 og breytist þá í leyfi til almenns áætlunarflugs (án sérleyfis) til 31. desember 1997. Samgönguráðherra mun, samkvæmt heimild í VII. kafla laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir og reglugerð um flugrekstur, nr. 381/1989 sbr. 580/ 1989 og 279/1990, veita leyfi til ofangreinds áætlunarflugs með farþega, vörur og póst fyrir tímabilið 1. janúar 1991 til 31. desember 1997. Ráðuneytið lýsir hér með eftir umsóknum flugrek- enda um leyfi til áætlunarflugs á téðri flugleið. í umsókninni skal greina, auk nafns flugrekanda og heimilisfangs: • mat umsækjanda á flutningsþörf á viðkomandi flugleið, • drög að áætlun á viðkomandi leið, • önnur atriði sem umsækjandi telur skipta máli. Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til sam- gönguráðuneytisins eigi síðar en 25. október 1990. Samgönguráðuneytið, 27. september 1990 Byggðastofnun Bátur til sölu Byggðastofnun auglýsir til sölu Vesturlax BA-79 sem er 5 brl. dekkaður bátur smíðaður úr trefja- plasti árið 1987. í bátnum er 52 KW Ford Mermaid vél. Upplýsingar um bátinn veitir Páll Jónsson, Byggðastofnun í Reykjavík, í síma 91-605400 eða 99-6600 (Gjaldfrítt). MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Réttindaveitingar í rafveituvirkjun Með reglugerð nr. 102/1990 um löggiltar iðngreinar, náms- samninga, sveinspróf og meistararéttindi var rafveituvirkjun löggilt sem iðngrein. Þeir sem hafa unnið við dreifikerfi rafveitna geta sótt um réttindi í iðninni. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum fást hjá Menntamálaráðuneytinu, sími 609500, Rafiðnaðarsam- bandi íslands, sími 681433, og Sambandi íslenskra raf- veitna, sími 621250. Umsóknir sendist: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið III 1 S V BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK ^ Skúlatúni 2,105 Reykjavík, sími 91-18000 Útboð Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í efnisútvegun á „JATOBA“ parketti, smíðaviði og viðarspæni til notkunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. SONJA byltingarmenn. Sonja geymdi vopn handa þeim í kistu og starfaði sem sendiboði á ferli um haettuleg stræti borgarinnar. Hún kynntist Sorge sem kvennaflagara og drykkjurút, en „mjög aðlaðandi og myndarlegum". Hún segist ekki hafa verið í tygjum við hann, „þótt ég viti ekki hvað gerst hefði, ef hann hefði gefið mér undir fótinn'1. „Ég dáði hann eins og skólastúlka dáir kennarann, hreifst af gáfum hans og útliti.“ Þegar sonur hennar Michael (Mi- cha) fæddist f febrúar 1931, sá hún að Sorge brosti dapurlega yfir vögg- unni og sagði: „Hvemig ætli ævi hans muni nú verða?“ Sorge gaf henni dulnefnið „Sonia“. Þau voru samvistum í tvö ár og var það námstími hennar í samsærislist- inni. f desember 1932, þegar Sonia var með „ógurlega leiðinlegt heim- boð“, hringdi síminn. Hún hafði ætl- að að hitta Sorge þennan dag, en gat ekki komist. En nú var hann að kveðja. Hann varð að fara frá Shanghai um kvöld- ið. Sonia var ráðalaus. Gestimir biðu í næsta herbergi og hún átti bágt með að hafa stjóm á sér. „Fyrst þá varð mér ljóst hve ég var nátengd honum. Mér leið skelfilega." Hún sá Sorge aldrei framar. „Það næsta sem ég heyrði af honum var eftir stríðið, þegar ég opnaði tímarit og sá að Richard hafði verið hengdur af Japönum sem njósnari." Á ferð og flugi Eftir brottför Sorge var Sonia köll- uð til Rússlands til þjálfunar. Hún vissi að þetta gat þýtt íok hjónabands hennar og miklar fjarvistir frá Mi- cha. Að ganga í leyniþjónustu Rauða hersins var hið sama og sverja eið um hlýðni og fátækt, eins og í klausturreglu, en hún kveðst ekki hafa hikað. Sonia fór frá Shanghai 1934 og hélt um Rússland til Tékkóslóvakíu. Þar skildi hún Micha eftir hjá foreldrum Rolf, svo hann mundi ekki læra rúss- nesku og verða óafvitandi til þess að koma upp um hana síðar. Eftir þjálf- un í Moskvu þar sem hún lærði dul- mál, Morsestafrófið og gerð sprengi- efna var hún send til Mansjúríu, en þar skyldi hún aðstoða skæruliða í viðureigninni við Japani. Næsta verkefni var Pólland - njósn- ir gegn Þýskalandi nasismans - og var hún þá í mikilli hættu að verða gripin af Gestapo. 1937 sneri hún til Moskvu og þar var hún gerð að höf- uðsmanni og veitt orða Rauða fán- ans, sem er æðsta viðurkenning Rauða hersins. Enn geymir hún litla málmmerkið sem orðunni íylgdi í skrifborðsskúffu. Árið eftir hélt hún til Sviss og veitti þar njósnahring gegn Þýskalandi forstöðu. Hún leigði sér lítið hús við Genfarvatnið og réð Englending í þjónustu sína, en hann hafði barist í Alþjóðlegu herdeildinni á Spáni. Nafri hans var Len Burton. Til Englands Að tillögu manna í Moskva giftist Sonia Len árið 1940 í því skyni að fá breskt vegabréf. í hennar augum var hjónabandið aðeins leið til að auð- velda sér störfin. í hans augum var um að ræða ást við fyrstu sýn. Hún var mjög vel vaxin og hafði sérlega fallega fótleggi. Þau hafa verið sam- vistum í fimmtíu ár. Foreldrar Sonju höfðu flúið til Eng- lands árið 1934 ásamt fjórum systr- um hennar. Bróðir hennar og kona hans höfðu farið á eftir 1935. Faðir hennar var framúrskarandi lýðfræð- ingur og hafði fengið starf við Hag- fræðiskólann í London. Nú gat hún sameinast þeim. Sonia yfirgaf Len um sinn, til þess að vinna með öðrum útsendara er- lendis. Fór hún í bíl um þvert Frakk- Oailu tfts IRat! iffiVEALEÍJ for the first tiiM...lww BritninJi SIIV catchff íor njiyjmg WKS afecisai of warfcn>g for the KOB MI5 CHIEF WAS RUSSIAN SPY SUSPECT hy CluqwMW PÍwher iplSSí ( Grunurínn um svik Hollis vakti óguríegt uppnám í Bretlandi. Var hann á snærum Soniu? land stríðsáranna með þau Micha níu ára og Ninu fimm ára, en hana hafði hún eignast með enn einum útsendara Sovétríkjanna í Póllandi. „Ferðin um Spán var ákaflega falleg," segir hún, „tunglsljós og syfjuleg, lítil þorp.“ í Lissabon biðu þau í þrjár vik- ur um jólaleytið eftir að skipalest færi til Liverpool. Stórfenglegasti tíminn í ævi Soniu var í vændum. Foreldrar Soniu höfðu verið flutt til Oxford. Þangað fór hún til þeirra og var nú þægilega nærri höftiðstöðv- um M15, sem fluttar höfðu verið til Blenheimhallar og Keble College. Árið 1942 hafði hún flutt í kofa á lóð stórhýsis eins við Woodstock Road, en þarbjó Neville Laski dómari. Son- ia setti upp langt loftnet utan við kofann, sem hún notaði við skeyta- sendingar til Moskvu. Klaus Fuchs Klaus Fuchs var þýskur eðlisfræð- ingur, sem gerst hafði félagi í Kommúnistaflokknum áður en hann kom til Bretlands veturinn 1933-1934. Þegar stríðið braust út var hann fangelsaður sem maður af þjóðerni óvinarins. En 1941 var hann látinn Iaus og látinn ganga í þjónustu Rudolfs Peierls prófessors, sem stjómaði áætlun Breta um að hanna og smíða atómsprengju. Þeg- ar Fuchs vissi hvað til stóð lét hann Rússa þegar vita af því. Sonia hitti Fuchs íyrst á vegamót- um nærri Banbury. Hún var á reið- hjóli. Þau gengu hönd í hönd niður ástarstíg staðarins. „Hann var ákaf- lega viðkvæmur og gáfaður, var með gleraugu og ekki hraustlegur. Hárið var tekið að þynnast, en hann var mjög góðmannlegur." Þau ræddu um stjórnmál og leikhús og gengu út á engi þar sem fjöldi kúa var á beit. Þar leituðu þau að stað til þess að fela leyniskjöl. Þau rákust á tré „þar sem ekki varð séð til þeirra úr neinni átt“ og grófu holu með berum höndun- um. „Það hefði virst skrýtið að ferð- ast með skóflu á reiðhjóli." Þau héldu áfram að hittast mánað- arlega fram til 1943, en þá beið í hol- unni „stór blá bók, sem var um 300 síður". í henni voru „svo margar efnafræði- eða eðlisfræðiformúlur að þetta var eins og egypskt letur fyr- ir mér... Mér datt ekki í hug að þetta varðaði atómsprengjuna, því ég vissi ekkert af henni. En ég sá að þetta hlaut að vera mikilvægt." Þegar í stað var haft samband við Simon Kremer, sem var fulltrúi GRU í London á stríðsárunum. Hún hitti Kremer um sjö mílur vestan við mót A40 og A34 veganna, sem eru norðan Oxford. Bláu bókina og öll hennar leyndarmál faldi hún í kodda í bama- stól, sem var aftan við hnakkinn á reiðhjólinu. „Ég fór út í skóginn, skildi reiðhjól- ið þar eftir og hélt út á aðalveginn, horfði til hægri og vinstri og gætti fyllstu varúðar. Þá fór ég inn í bílinn og fékk honum bókina. Við vorum saman í fimm mínútur og mér var mikið létt þegar ég hélt heim og vissi að ég bar ekki ábyrgð á bókinni leng- ur.“ Innan sólarhrings voru afritin af bókinni um gerð atómsprengjunnar á valdi Stalíns. En Sonja leggur áherslu á að hún starfaði að fleiru en að koma upp- skriftinni að atómsprengjunni í hendur Rússum. Frá 1941 safnaði hún pólitískum og hemaðarlegum upplýsingum úr öllum áttum - frá stjórnvöldum og almannaþjónustu, hernum og loks höfuðstöðvum Bandamanna. Hún segir að þetta hafi meðfram verið fölskyldumálefrii. Bróðir henn- ar, Jurgen, umgekkst John Strachey, fyrrum kommúnista og þingmann Verkamannaflokksins, en hann var foringi í Flugmálaráðuneytinu, þar sem sprengjuárásir vom skipulagð- ar. Hann varð neyslumálaráðherra eftir stríðið í stjóm Attlees. Faðir hennar umgekkst Sir Stanford Cripps. Hann hafði verið sendiherra í Moskvu frá 1940-1942, en varð ráð- herra flugvélasmíða fram til 1945. Sonia segir að Cripps hafi masað um viðhorf stjórnarinnar til gangs stríðs- ins. Þar á meðal gat hann um að að- stoð við Sovétríkin mundi verða til einskis, því þýski herinn mundi renna í gegn um Rússland, „eins og hnífur í gegn um srnjör". Þetta fór rétta boðleið til Moskvu. Spádómur Cripps um skjótan ósigur Rússa var talinn svo mikilsverð vísbending um álit Churchills að hún fékk persónu- leg þakkarskilaboð frá yfírmanni upplýsingaþjónustu Rauða hersins. Grunsemdir vakna Sonia segir að sér hafí verið skipað að hætta störfum árið 1947, vegna hættu á að hún yrði handtekin. Komið hafði verið upp um hana af Allan Foote, fyrrum félaga í njósnahringnum er hún stjómaði í Sviss. Hann hafði barist á Spáni, eins og Len. Þegar hann sá fjölda njósn- ara tekna af lífi í hreinsunum Stalíns eftir seinna stríðið, flúði hann frá Sovétríkjunum til Bretlands. Hann ljóstraði upp um njósnastarfsemi sína og nefndi þau Soniu og Len sem njósnara. Vegna þessa komu nú tveir menn frá M15 heim til Soniu 1947. Annar þeirra var WiIIiam Skardon, sem síð- ar tók þátt í yfirheyrslunum yfír Fuchs, þegar þessi atómvísinda- njósnari hafði verið handtekinn. Þeir kváðust vita um starfsemi hennar í Sviss, en ákærðu hana ekki um njósnir í Bretlandi. Þess í stað buðu þeir henni að starfa með sér. „Þeir spurðu hvað ég hefði aðhafst í Sviss. Ég sagðist hafa verið tryggur, breskur borgari eftir að ég fluttist til Bretlands. En liðið væri liðið og ekki meira um það.“ Engin eftirmál urðu vegna þessa, og er það undarlegt. Hafði Skardon raunvemlega haft uppi á sendiboða Fuchs og misst af honum? Sonia kveðst hafa tilkynnt Moskvu að hún Tveir dularfullir menn: Hollis, yfirmaður M15 og Richard Sorge, meistaranjósnarínn mikli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.