Tíminn - 16.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 16. október 1990 ÚTLÖND Gorbatsjev hlaut friöarverölaunin Leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjev, hlaut friðarverðlaun Nóbels í gær fyrir framlag sitt til framfara í Austur-Evrópu og þess að Ieiða kaida stríðið til lykta, að sögn norsku Nóbelsnefnd- arinnar. „Gorbatsjev fær friðarverðlaunin fyrir að hafa leitt gönguna til friðar,“ sagði í tilkynningu nefndarinnar. Mikhail Gorhatsjev hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár. Ennfremur sagði í tilkynningunni: „Undanfarin ár hafa átt sér afdrifa- ríkar breytingar í samskiptum austurs og vesturs. Viðræður hafa komið í stað ögrana. Gömul Evrópuríki hafa endur- heimt lyrra frelsi. Það hægir á vopnakapphlaupinu og við sjáum ákveðnar og stöðugar breytingar í átt til afvopnunar." Verðlaunin — orða úr bronsi, heiðursskjal og ávísun upp á fjórar milljónir sænskra króna — verða afhent í Osló 10. desember nk. Andlegur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, hlaut friðarverðlaunin í fyrra. Fimm manna leynileg nefnd valdi Gorbatsjev, sem hefur verið til- nefndur nokkrum sinnum áður, úr hópi hundrað manna sem til greina komu. Verðlaun þessi voru fyrst afhent árið 1901. „Mörg vandamál hafa verið leyst eða að minnsta kosti hafa þau færst í átt til lausnar. Sameinuðu þjóð- irnar eru farnar að gegna því hlut- verki sem þeim var upphaflega ætl- að sem alþjóðleg nefnd sem stjórn- að er af lögum. Þessar sögulegu breytingar eiga sér ýmsar rætur, en árið 1990 hefur nefndin ákveðið að heiðra Mikhail Gorbatsjev fyrir hans mikla og góða framlag," sagði nefndin ennfremur. Gorbatsjev er fyrsti leiðtogi kommúnistaríkis sem fær verð- launin, þótt aðrir menn handan járntjalds hafi áður veitt þeim við- Slíkar viðræður gætu innifalið kröfur til olíu og umdeildra eyja, sagði Rashid Salem al-Ameeri olíu- málaráðherra. „Eftir brotthvarf hersins og eftir að lögleg stjórn landsins hefur snúið heim, eru Kúvætar reiðubúnir til viðræðna um þau mál sem um er deilt," sagði hann á blaðamanna- fundi í Jeddah í Saudi-Arabíu. Það voru deilur um landsvæði og olíu sem urðu til að hrinda innrás íraka í Kúvæt af stað, eftir að við- ræður í Saudi-Arabíu höfðu siglt í strand. írak krefst yfirráða yfir kúvæsku eyjunum Bubuiyan og Warba og Ru- meilah-olíusvæðinu sem er við landamæri ríkjanna. Yfirráð eyjanna gefa írökum að- gengi að Persaflóanum, en áður urðu þeir að treysta á fljótið Shatt töku. Þar má nefna Andrei Sak- harov árið 1975 og Samstöðufor- ingjann Lech Walesa árið 1983, en þær veitingar vöktu mótmælaöldu austan Berlínarmúrsins sem nú er hruninn. Fréttaskýrendur í Skandinavíu hafa sumir hverjir efast um að Gor- batsjev fengi verðlaunin í ár, þar sem aðgerðir eins og að hindra sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj- anna og senda hersveitir til að bæla niður óeirðir í Azerbadjan gerðu hann of umdeildan. Einn af þeim, sem taldir voru lík- legir til að hljóta friðarverðlaunin 1990, var Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sem fyrir aðeins ári var leikritahöfundur sem skrifaði gegn stjórnvöldum og stjórnandi grasrótarhreyfingar andófsmanna. Nelson Mandela, foringi Afríska þjóðarráðsins, og Chai Ling, leið- togi stúdentasamtakanna sem voru keyrð niður með skriðdrekum í Beijing á síðasta ári, voru einnig taldir koma til greina. Gorbatsjev hefúr komið á gífur- legum pólitískum breytingum í Sovétríkjunum og bylt utanríkis- stefnu Sovétríkjanna á þeim fimm árum sem liðin eru frá því hann komst til valda. Hann hefur leitt viðræður um af- vopnun, flutt sovéskar hersveitir frá Afganistan og tekið þátt í al- þjóðlegri fordæmingu á athæfi fyrrum bandamanna sinna, íraka, í Kúvæt. Hann andæfði ekki almennum al-Arab sem þeir deildu með fyrrum fjendum sínum, írönum. írakar héldu því einnig fram að Kú- vætar hefðu skaðað efnahag þeirra með því að dæla upp of miklu af olíu og þar með lækkað olíuverð. Þeir sökuðu Kúvæta ennfremur um að stela billjóna dollara virði af olíu úr íröskum olíulindum við landamæri ríkjanna. Ameeri sagði að Kúvætar vildu að írakar drægju sig alveg út úr landi þeirra, í samræmi við kröfur Sam- einuðu þjóðanna. Aðspurður hvort þeir myndu sætta sig við að írakar hyrfu á brott með hluta herliðs síns, sagði hann að stjórnin, sem nú er í Saudi-Arabíu, yrði að taka ákvörðun um það. Ameeri sagði að hersveitir íraka hefðu sprengt upp nokkrar olíulind- ir og olíuhreinsunarstöðvar í Kú- byltingum, sem steyptu fyrrum kommúnistastjórnum af stóli, og ruddi þannig leiðina til sameining- ar Þýskalands. En eftir rúmlega fimm ára pere- strojku og nýfengið frelsi, sem fáa hefði dreymt um undir áratuga harðstjórn kommúnista, er efna- hagur Sovétríkjanna í rúst. Nóbelsverðlaunanefndin er skip- uð fimm mönnum, sem valdir eru væt; vélbúnaður, borar og flutninga- tæki hafa verið flutt til írak. Nær allt í Kúvæt hefur verið skemmt, frá skólum til iðnfyrir- tækja. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið fjárhagslegt tjón er um að ræða. Hann sagði að erfitt væri að spá um hversu mikið olíuiðnaðurinn myndi skaðast ef styrjöld brytist út, en von- aði jafnframt að unnt yrði að hefja af þinginu en eru óháðir norskum yfirvöldum. Meðal annarra í nefnd- inni nú voru fyrrum forsætisráð- herra, rithöfundur og verkalýðs- leiðtogi. Þúsundum manna gefst kostur á að útnefna menn til verðlaunanna, þar á meðal þingmenn og prófess- orar í lögum, sögu og stjórnmála- fræði með því einu að skrifa nefnd- inni. framleiðslu þar sem frá var horfið strax og deilan leystist. Ameeri taldi að spár um að olíu- verðið myndi rjúka upp í 100 dollara á tunnu, ef til styrjaldar kæmi, væru ýkjur. Birgðir í Evrópu og Banda- ríkjunum væru nægilegar til að halda verðinu niðri. Ef friðsamleg lausn fengist á deilunni myndi olíu- verð verða stöðugt, eða um 21 doll- ari á tunnu. ísraelar neita samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar Blaðafulltrúi Yitzhaks Shamir, for- sætisráðherra ísraels, sagði frönsk- um fréttamönnum í gær að sú ákvörðun stjómarinnar að neita samvinnu við Sameinuðu þjóðimar um rannsókn á morðunum á Must- erishæð væri óhagganleg. Hann varaði einnig Palestínumenn á herteknu svæðunum við að skipta á steinum fyrir byssur og taka upp hernaðaraðgerðir, eftir morðin á Musterishæð sem framin voru 8. október og hafa verið fordæmd af Öryggisráði SÞ. Aðspurður hvort fsraelar myndu hugsanlega láta undan þrýstingi Bandaríkjamanna og láta af þeirri ákvörðun sinni að hafna samvinnu við SÞ, sagði hann að ákvörðun stjórnarinnar væri óhagganleg. „Öll fullvalda ríki myndu neita slík- um afskiptum af málum sínum. Þessi ákvörðun varðar grundvallar- reglur og henni verður ekki breytt," sagði blaðafulltrúinn, Avi Pazner. Með þessari ákvörðun hefur verið ákveðið að yfirvöld fsraels munu engin samskipti hafa við þrjá rann- sóknarmenn frá Sameinuðu þjóðun- um. Útvarpið í fsrael skýrði frá því að tillaga um að þeim yrði alfarið mein- aður aðgangur að landinu hefði ver- ið felld í þinginu. Pazner sagði að rannsókn ísraela sjálfra á morðunum, sem hann kall- aði „óheppilegt atvik“, yrði lokið innan fárra daga og hún myndi leiða í ljós að orsök drápanna væri ögrun við gyðinga sem hefðu verið að biðj- ast fyrir við Grátmúrinn. Hópur sem starfar að mannrétt- indamálum í ísrael, B’Tselem, segir að lögreglan hafi skotið handahófs- kennt og án tilefnis á mótmælendur, áhorfendur og hjúkrunarfólk á Musterishæð, sem er helgur staður bæði múslima og gyðinga. ísraelar lögðu undir sig austur- hluta Jerúsalem eftir sex daga stríð- ið árið 1967. Aðspurður hvort ísraelar óttuðust að Palestínumenn á herteknu svæð- unum myndu nú taka upp vopn að nýju, sagði Avi Pazner: „Það væri hörmulegt fyrir Palestínumenn. Af- leiðingar slíks yrðu mjög alvarlegar fyrir þá sem beittu vopnum gegn okkur." Hann kvaðst harma að bænastöð- um múslima hefði verið lokað í kjöl- far morðanna. Lokunin væri aðeins til bráðabirgða og hann vildi full- vissa alla múslima heims um að fullt trúfrelsi ríki í ísrael. Hann sagðist vona að unnt yrði innan skamms tíma, um leið og friður væri aftur kominn á, að opna Musterishæð að nýju án nokkurra takmarkana. Pazner vísaði enn og aftur frá beiðnum um ráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda og sagði ísraela frábitna því að eiga viðræður við PLO. LEONARD BERNSTEIN ER LÁTINN Leonard Bemstein, hljómsveitar- sflóri og tónskáld. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Leonard Bemstein lést á sunnudag- inn, 72 ára að aldri. Bernstein er frægasti hljómsveitar- stjóri 20. aldarinnar og höfundur tónlistar á borð við þá, sem heimur- inn hreifst af í söngleiknum West Side Story. Hann hætti hljómsveit- arstjórn nýlega vegna heilsubrests. Banamein Bernsteins var hjarta- áfall, en hann hafði verið veill fyrir hjarta og einnig þjáðst af lungna- sjúkdómi. Hann lést í íbúð sinni í New York. Hann lætur eftir sig ald- urhnigna móður og þrjú börn. Blaðafulltrúi Bernsteins tilkynnti að jarðarförin muni fara fram í kyrr- þey. Persaflóadeilan: Kúvætar reiðubúnir til viðræðna við Iraka Ríkisstjórn Kúvæt, sem verið hefur í útlegð eftir innrás íraka, kveðst vera reiðubúin til að ræða óútkljáð deilumál við íraka, að því tilskildu að þeir hverfí með herlið sitt frá furstadæm- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.