Tíminn - 16.10.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.10.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 16. október 1990 Tíminn 13 SONGVAKEPPNI SJÓNVARPSSTOÐVA EVROPU Ríkisútvarpið - Sjónvarp auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1991, sem fram fer á Ítalíu 4. maí. Undankeppnin fer fram í Sjónvarpinu í janúar og febrúar. j^r- Þátttökuskilyrði: Þátttaka er öllum heimil. Laginu skal skila á nótum eða hljóðsnældu og má það taka allt að þrjár mínútur í flutningi. Frumsaminn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má ekki hafa komið út á nótum, hljómplötu, snældu eða myndbandi og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. j^r- Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu umslagi, sem merkt skal sama dulnefni. j^r- Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt á flutningi laganna í útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni stendur. J^r- Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið ásamt ferð fyrir höfund lags og texta til að vera við úrslitakeppnina á Ítalíu. Séu höfundar tveir eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og úthlutunarreglur STEFS segja til um. Sigurlagið verður framlag islenska Sjónvarpsins til Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1991. Nánari upplýsingar um tilhógun keppninnar veitir dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, sími 693731, Laugavegi 176, Reykjavík. j^r- Utanáskrift er: Ríkisútvarpið Sjónvarp, „söngvakeppnin 1991", Laugavegi 176, 105 Reykjavík. j^r- Skilafrestur er til 1. desember 1990 xý SJONVARPIÐ Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðu fólki styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1991 fást hjá upplýsinga- og afgreiðsludeildum Trygginga- stofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá um- boðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur ertil 1. nóvember. Tryggingastofnun ríkisins. Glæsileiki Elísabetar Taylor leynir sér ekki þótt umbúðimar utan um hann séu dálítið þykkari en áður. Feit og lukkuleg Elísabet Taylor hefur komist að þeirri niðurstöðu að heilsuleysi það, sem hefur hrjáð hana undan- farin ár, stafi að miklu leyti af þeim ströngu megrunarkúrum sem hún hefur verið á. Fyrr á þessu ári fékk hún heiftar- lega lungnabólgu og þakkar nú guði fyrir það að hún var í bústnara lagi þegar hún veiktist. „Ef ég hefði verið jafngrönn og mér fannst ég eiga að vera, hefði ég varla lifað þetta af,“ segir hún. Hér á árum áður var hún yfirleitt 55-57 kg en núna er hún orðin yfir 80 kg og er hin ánægðasta með það. Hún segist loks hafa gert sér grein fyrir því að aldurinn er farinn að færast yfir hana og heilsu hennar sé þannig háttað að hún þoli ekki að lifa því lífi sem þarf til að vera með líkama eins og tvítug stúlka. Elísabet var orðin mjög feit fyrir mörgum árum og samfara ofneyslu áfengis dró það hana niður í alvar- legt þunglyndi. Hún fór þá í með- ferð á Betty Ford stofnuninni og sneri þaðan glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hún reyndi hvað hún gat að halda því útliti, en heilsan þoldi það ekki og nú hefur hún sætt sig við að vera orðin 58 ára gömul og þybbin. Ekki er henni þó alveg sama því hún hefur látið fjarlægja alla stóra spegla úr húsinu sínu. Sambýlismaður hennar, Larry Fortensky, segist styðja Elísabetu í þessu heils hugar. Honum sé alveg sama þótt hún sé feit, svo framar- lega sem hún sé hraust og ham- ingjusöm. Þannig að Elísabet er steinhætt að narta í sellerístylki og hámar í sig Elísabet bar titilinn fegursta kona heims með réttu, en heilsa hennar alls kyns góðgæti, alsæl. þoldi ekki það álag sem þurfö til að halda þessu útliti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.