Tíminn - 16.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 16. október 1990 Tímlrm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrHstDfurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fjármál ríkissjóðs Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1991 hefur verið lagt fram og má taka undir það sem fram kemur í greinargerð þess að setning fjárlaga sé ein af allra mikilvægustu efnahagsákvörðunum hvers árs. Sjálf- sagt er hægt að segja það með ýmsum orðum í hverju mikilvægi fjárlaganna felst fyrir efnahags- kerfið, en eðlilegast er að menn sjái fjárlögin í því hlutverki sem þeim er ætlað fyrst og fremst: að vera fjárhagsáætlun fyrir rekstur og framkvæmdir ríkis- sjóðs. Fjárlögin eru spegill ríkisumsvifa og gera grein fyrir samneyslu þjóðarinnar í stórum dráttum. Þótt lögð sé mikil áhersla á að sýna fram á að fjár- lög séu „hagstjórnartæki", sem þau hljóta alltaf að vera, fer þó fjarri því að hægt sé að stjórna hagkerf- inu með fjárlögum einum. Ríkisumsvif eru þrátt fyr- ir allt aðeins hluti efnahagskerfís og þjóðarbúskapar. Svo nauðsynlegt sem það er að rekstur ríkissjóðs sé skilvirkur og sem kostnaðarminnstur verður að gera sömu kröfu til annarra hluta þjóðarbúskapar- ins, almenns atvinnulífs, þjónustustarfsemi, heimil- isrekstrar og einkaneyslu, því að ekki eru þetta síður „hagstjómartæki" en þau viðfangsefni sem fjárlögin fjalla um. Þetta er allt hluti af þeirri nauðsyn að halda uppi jafnvægi í þjóðarbúskapnum þannig að hver þáttur hans standi undir sér en raski ekki jafn- væginu. Ef þetta jafnvægi fer úr skorðum er naum- ast rétt að ríkisfjárlögin séu eina tækið til þess að jafna þá röskun. En hitt er satt að þau eru eitt af tækjunum. Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla síðustu 6- 7 ár. Hallareksturinn hófst á þeim árum sem sjálf- stæðismenn gegndu embætti fjármálaráðherra. Eft- irmönnum Alberts Guðmundssonar og Þorsteins Pálssonar hefur ekki tekist að ráða niðurlögum hall- ans. Þess vegna er fjárlagafrumvarpið enn lagt fram með um 3,7 milljarða halla, útgjöld á rekstrarreikn- ingi eru 103,2 milljarðar en tekjur 99,5 milljarðar. Engu skal spáð um það hvernig þessar tölur breytast í meðförum þingsins, en ólíklegt er að þingið fínni ráð til að jafna hallann. Vert er að benda á að dregið hefur úr ríkissjóðshall- anum í tíð núverandi stjórnarsamstarfs, a.m.k. tvö síðustu ár. í greinargerð fjárlagafrumvarpsins segir að halli frumvarpsins nú (3,7 milljarðar) nemi 1% af landsframleiðslu, en hafi árið 1988 numið 2,8% eða jafnvirði 10,5 milljarða króna. Samtímis hefur ríkis- sjóður þurft að taka minni lán, auk þess sem slíkri lánsfjárþörf er fullnægt á innlendum lánamarkaði í vaxandi mæli í stað þess að taka erlend lán. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 3,3% af lands- framleiðslu 1988 og innlend fjáröflun í því sambandi (utan Seðlabanka) var aðeins 18%. Á árinu 1990 er útlit fyrir að hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs muni nema 1,9% af landsframleiðslu og verði lánin að öllu leyti tekin á innlendum lánamarkaði. Augljóst er því að það sækir í betra horf í ríkisfjár- málum. Umskiptin frá ári til árs eru greinileg, enda fullur vilji í stjórnarsamstarfinu að spara í ríkisút- gjöldum og nýta ríkissjóðstekjur sem best. Alþýðuflokkurinn efadl til flokks- ituti. Síðan skaut hann fóstu skoti þíngs í Hafnarfnrði um helgina og vakti athygli aö samkoraulag for- að læra að hemja sig í málflutn- maitna flokksins, twrfonnanns vin. Það var Jón Sigurðsson af Gautiandaætt. Báðir hafa jþessir ríðherrar verið kúasroalar í ðgri itík við að fást við nautpening. asti tiafnarijarðarhrandarinn. Það ekki & öðru en þingmenn færu heint með friði. En þótt hátt léti í þeim formönnum unt tíma var Þá brá GuðmundurÁmi Stefáns- ins um helgina. Svo bar við í fyrsta sinn í sögu bandaiagsins að jafnvel iljörleifur þagði. Þingflokkur bregst Það var Jóhanna Sigurðardóttir, tækjust í hendur. (Jr síðan hanna var sýnilega ekkert á því að taka í hönd á Jóni. Hafði hún stjóm. Það gæti því farið svo að litla stoð gerði þótt þingflokkurinn floklrinn. Pótitik er Ust hins . Jóhanna krefst umar á Hún ásakaði þingflolririnn fyrir sinnuleys) um kjörmál flokksins, jafnvel mál sem samið hefði verið unt þegar stjórain var mynduö. Prúin hefur lent í nokkrum ná htind hennar úr vasanum. Það tókst að lokum. Hélt Jón fasfc Sneri þá Jóhanna að honum og þuldt honum lesturinn, en ekki heyrðist hvað bún sagði. Hefði sam- starfsflokka á hárinu. Hann ætti málinu og umræðunum um EB. í stjómar- fyrir drbótnm eða framlögum á Qáriögum. Þetta þykir henni hart Jón Baldvin tók mál frúarinnar persónulega tllsínog sagöi að erf- ítt væri fyrir tiu manna þíngflokk í Qögurra flokka stjóraarsamstarfi, að fá sérmálum framfylgt á stund- En Jón Baldvin er Vestfirðíngur 'j» Hann er í móðúr- ætt kominn frá Strandseljum, en þar vorn menn þybbnir fyrir, Síðan var boðað til morgunfundar við Jó- hönnu og settist þáannarVestfirð- ingur að hcnni ásamt Jóni Bald- gera það Itka. Samkvæmt fondi þehrra Alþýðubandalagsmanna um logni af ótta við að vindrokur kunni að feykja í burtu því sem eflir er af flokknum. Garri VITT OG BREITT Frelsið og mælskan Setning Alþingis er látlaus athöfn og einföld í sniðum. í því efni hefúr lítið breyst frá upphafi endurreists Alþingis. Vöxtur og útþensla þings- ins hefúr orðið með öðru og en við- hafnarprjáli og er það vel. Sálmvers og draumar Sérstakur gestur þingsins við setn- inguna í fyrri viku, Landsbergis for- seti Litháens, varð því ekki vitni að neinum skrautsýningum þegar hann virti fyrir sér setningarathöfnina úr hliðarherbergi við þingsalinn og hlýddi messu í Dómkirkjunni þar sem sunginn var m.a. bænarsálmur undir rússnesku lagi, þar sem þess var beðið að Drottinn leiði þjóð sína á tímum þegar allt er að „breytast" og vemdi „arfleifðina" sem hann hefur látið þjóðinni eftir, þ.e. íslensku þjóð- inni, því sálmurinn var okkar. Þótt síst megi telja að tónlistannað- urinn Landsbergis hafi ekki þekkt rússneska keisarasönginn, sem not- aður er sem sálmalag á íslandi, en vitað þeim mun minna um efni sálmsins, kom skýrt í ljós í ávarpi því sem hann flutti til íslensku þjóðar- innar frá Ráðherrabústaðnum í Reykjavík þingsetningardaginn, að hann veit sjálfur hvers biðja ber fyrir sig og sína og var ekki feiminn við að nefna Guðs nafn þegar hann lýsti vonum sínum og draumum um end- urheimt þjóðfrelsis og mannúðar fyrir sína þjóð sem hún hefur verið svipt í meira en hálfo öld. í draumi listamannsins Landsberg- is, sem orðinn er stjómmálamaður, felst sú von að breytingar á stjómar- háttum í Sovétríkjunum skili Lithá- um aftur því þjóðfrelsi sem nauðsyn- legt er til þess að rækja þann menn- ingararf sem Guð gaf þjóðinni. Landsbergis hefur vafalaust verið þess fúllviss að ræða sín um þjóð- frelsið, mannúðina og mannréttind- in, sem auk þess var kallað ,Ávarp til íslendinga", fyndi hljómgrunn í hug- um íslenskra áheyrenda. Hann hafði fúlla ástæðu til að trúa því að smá- þjóðin íslenska, sem notið hefur meira persónufrelsis en flestar aðrar þjóðir og „stækkað“ vegna stjómar- farslegs sjálfstæðis og fúllveldis, hefði skilning á því umfram aðrar þjóðir hvað það er sem býr í draumi hans sjálfs um að þjóð sín losni und- an erlendum yfirráðum og útlendri íhlutun um mál sín. Vonandi er það svo að íslensk þjóð og ekki sfst áhrifa- og valdamenn hennar hafi hlustað á það sem Landsbergis var að segja. Stefnuskránræða Kjaminn í ræðu forsetans var að sýna fram á að smáþjóðir geti verið sterkar og áhrifamiklar, ef þær standa saman um grundvallaratriði réttlátrar stjómar og mannréttinda. Hann sér það fyrir sér að í framtíð- inni sameinist smáþjóðimar um að standa gegn þeim yfirgangi stórvelda og hervelda sem sett hefúr svip sinn á heimsstjómarmálin og aldrei frem- ur en á síðustu 40-50 árum. Heimur- inn hefúr á þessum tíma lotið fimm stórveldum sem hafa skipt honum milli sín, þar sem smáþjóðunum bar að gera það sem þeim var sagt. Landsbergis dreymir um að snúa þessu við. Hann vill að smáþjóðimar gangi fram á völlinn og fari að hafa áhrif með samtakamætti sínum. En til þess að sá draumur geti orðið að veruleika verða smáþjóðimar að vera frjálsar og sýna vilja til þess að taka frelsi og þjóðréttindi fram yfir annað sem býðst og á að vera þeim til hags- bóta, segir Landsbergis. Á þeim breytingum sem nú ganga yfir í alþjóðamálum er íslendingum hollt að hugleiða orð listamannsins frá Litháen um stöðu og hlutverk smáþjóðanna. ,Ávarp hans til íslend- inga“ er ekki skálaræða heldur stefnuskrárræða, en umfram allt uppgjör talsmanns kúgaðrar þjóðar við tímabil, sem hann vonar að sé lið- ið. Hann setur von sína á það að Lit- háen verði frjálst og fullvalda ríki. Hann er þakklátur íslendingum fyrir þann stuðning við sjálfstæðiskröfur Litháa sem fram kom í ályktun Al- þingis frá 12. mars sl. og orðum ut- anríkisráðherra í ræðu á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna nýlega. Hann hefúr látið í ljós að engin þjóð hafi sýnt Litháen meiri stuðning og skilning en íslendingar. Ekki er hægt annað en að fagna einlægni Lands- bergis í afstöðu sinni til Islendinga, en hún er líka vísbending um að honum þykir stuðningur annarra ríkja og þeirra sem meira mega sín, harla lítill. Þverstæöur Því miður er það svo að draumur Landsbergis um að smáþjóðir rísi upp gegn vilja stórvelda til þess að losna undan valdi þeirra, er ekki að rætasL Þvert á móti er stórvelda- skipulagið að leita nýrra leiða til þess að efla sjálft sig í heimi framtíðarinn- ar. Stórveldin sýna því lítinn áhuga að Eystrasaltslöndin verði sjálfstæð og fullvalda og þau vinna að því að þær þjóðir sem nú eru frjálsar og stjómskipunarlega fúllvalda, verði það ekki í framtíðinni. Þetta veit Landsbergis áreiðanlega, því að hann hefúr ágæt skilyrði til þess að fylgjast með þróun Evrópumála og alþjóða- mála yfirleitt Hins vegar er ekki víst að hann átti sig á hvemig sjálfstæðis- málin eru að þróast í því vonarlandi frelsis- og fúllveldishugsjóna sem hann heldur að ísland sé, að þar búi þjóð sem skilur draum hans um samtakamátt smáþjóðanna. Lands- bergis er áreiðanlega grunlaus um mælsku íslendinga, en það gerir ekki svo mikið til. Hitt er verra ef íslend- ingar fara að trúa sinni eigin mælsku eins og hún birtist í fúndarsam- þykktum og skálaræðum upp á síð- kastið. Þar eru menn vísir til að krefj- ast fullveldis fyrir Eystrasaltslönd í öðru orðinu en heimta afsal ís- lenskra fullveldisréttinda í hinu. Er með ólíkindum hvað þessar þver- stæður em orðnar munntamar Þor- steini Pálssyni. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.