Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.10.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Laugardagur 20. október 1990 Laugardagur 20. október 1990 Tíminn 17 Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir hugsanlegt að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um orkusölu til Atlantsáls: Erfið ákvörðun framundan Jóhannes Nordal seðlabankastjóri hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði. Hann hefur sem stjórnarformaður Landsvirkjunar og formaður ráðgjafanefndar iðn- aðarráðuneytisins í stóriðjumálum, átt í erfiðum og flóknum samningaviðræðum við fulltrúa Atlantsáls fyrirtækjanna um byggingu nýs álvers á íslandi. Tíminn ræðir í dag við Jóhannes um raforkusamninginn, efnahagsleg áhrif álvers á íslandi og fleira. Hann var fyrst spurður hvort hann liti á samþykkt stjómar Landsvirkjunar frá 11. október síðastliðinn sem gagntýni á hann persónulega. í samþykktinni er málsmeð- ferð iðnaðarráðherra í álmálinu gagnrýnd. „Ég lít svo á að þessi stjómarsamþykkt beinist ekki gegn mínum afskiptum af þessu máli. Páll Pétursson, einn af stjónarmönn- unum í Landsvirkjun sem greiddu þessari tillögu atkvæði, hefur gert grein fyrir sínum skoðunum á málinu í Tímanum fyrir nokkr- um dögum. Ég held að það sé best að vísa til þess að því er varðar afstöðu þeirra manna sem að ályktuninni stóðu.“ Sfjóm Landsvirkjunar stendur frammi fyr- ir erfiðri ákvörðun í þessari grein sem þú vísar til nefndi Páll að æskilegt hefði verði að stjóm Landsvirkj- unar hefði komið að samningunum með beinum hætti. Hefur stjóm Landsvirkjunar fengið að fylgjast nægilega vel með samn- ingsgerðinni? „Stjómin hefur að sjálfsögðu fengið upplýs- ingar um framgang þessara samninga. Hins vegar er ljóst að samningunum er ekki enn- þá lokið og stjóm Landsvirkjunar verður að taka lokaafstöðu til samninganna. Þeir verða að lokum á hennar ábyrgð þó að það þurfi að vísu einnig samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir þeirri niðurstöðu. Ég held að þegar menn ræða um afstöðu Landsvirkjunar í þessu máli og undrast að stjórn Landsvirkjunar telji sig þurfa allvem- legan tíma til þess að ræða málið og kanna það frá öllum hliðum, geri þeir sér ekki allt- af grein fyrir þvf að raforkusamningurinn er langstærsta atriðið í þessum heildarsamn- ingi. Það er einmitt vegna þeirra kjara á orku sem hér bjóðast sem álfyrirtæki hafa áhuga á að koma hingað og byggja hér verk- smiðju. Þannig að við stöndum í alþjóðlegri samkeppni, eins og um útflutningsfyrirtæki væri að ræða, við aðra staði í heiminum sem bjóða hagkvæma orku til álbræðslu. Þar að auki er ljóst að aðrir íslenskir aðilar þurfa ekki að leggja í neina teljandi fjárfestingu vegna þessa máls. Það er eingöngu Lands- virkjun sem þarf að taka á sig mjög miklar fjárhagslegar skuldbindingar til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd. í skatta- málum er það bara spurning fyrir ríkið hvað háa skatta menn fá. Ríkið mun ekki þurfa að leggja fram neitt fé til þess að afla þessara tekna. Á móti þeim tekjum sem Landsvirkj- un fær þarf fyrirtækið hins vegar að leggja í tugmilljarða fjárfestingu og þess vegna er augljóst mál að fyrir stjóm Landsvirkjunar, sem að lokum ber ábyrgð á rekstri og af- komu fyrirtækisins, er hér um að ræða miklu vandasamari ákvörðun heldur en fyrir ýmsa aðra sem að þessu máli koma.“ Á hvaða stigi em þessir samningar núna? Tálað hefur verið um að allar meginlínur samninganna liggi fyrir. Þýðir það að atrið- um eins og afsláttartímanum, tengingu við heimsmarkaðsverð á áli og sjálfu raforku- verðinu verði ekki breytt úr þessu? „Það liggur fyrir grundvöllur að samningi varðandi ýmsa mikilvæga þætti í málinu. Hins vegar em nokkrir veigamiklir þættir ennþá óleysti^ þar á meðal er ekki búið að ganga frá endúrskoðunarákvæði sem tengist að sjálfsögðú mjög vemlega ákvörðun um raforkuverð. Það á eftir að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum varðandi orkuafhend- ingu og þess háttar. Þá er eftir að ganga frá ákvæðum varðandi ábyrgðir sem Lands- virkjun fær fyrir því að staðið sé við samn- ingana, sérstaklega þá skuldbindingu fyrir- tækjanna að greiða fyrir orkuna hvort sem hún er notuð eða ekki, en það skiptir að sjálfsögðu meginmáli varðandi þá áhættu sem tekin er. Það verður að segjast um samninga eins og þessa að þó að smám saman komist menn að samkomulagsgrundvelli varðandi einstaka þætti er engu atriði endanlega lokað fyrr en samningurinn er fullgerður. Þetta er hluti af heild og á meðan einhverjir veigamiklir þættir í heildinni em enn ófullgerðir má segja að samningurinn sé allur ennþá op- inn.“ Þeir sem hafa gagnrýnt fyrirliggjandi samningsdrög hafa sagt að samningamenn verði að reyna að gera betur og komast lengra með raforkuverðið og fleiri atriði samningsins. Telur þú að þið komist eitt- hvað lengra? „Ég á eins og gefur að skilja erfitt með að tjá mig um það. Ég held að við séum komnir mjög nálægt því sem við getum fengið í þessum samningum. En meðan samningar em ekki búnir vil ég ekki opinberlega halda fram neinu um það hvar við að lokum end- um.“ Samningsstaða okkar nú er sterkari en fyrir 25 árum Heldur þú að þessi samningur eigi eftir að verða jafnumdeildur og ísalsamningurinn? „Samningamir sem gerðir vom við ísal fyr- ir aldarflórðungi vom ekki aðeins umdeildir þegar þeir vom gerðir, heldur hefur verið deilt um þá æ síðan. Ég held að þessir samn- ingar séu að ýmsu leyti hagstæðari heldur en ísalsamningarnir, enda samningsstaða okkar orðin mun sterkari. Við emm núna með sterkt raforkukerfi, en þegar fyrri samningarnir vom gerðir var uppbygging þess að hefjast. Eftir þessi 25 ár er þó ljóst að ísalsamningurinn hefur reynst Landsvirkj- un hagstæður. Samningurinn er búinn að greiða niður nær alla þá fjárfestingu sem lagt var í vegna álversins í Straumsvík. Þar að auki hefur hann skilað miklum öðmm tekjum í þjóðarbúið. Ekki fyrr en eftir 25 ár getum við svarað með vissu spumingunni, hvernig þessi samningur hefur reynst. Menn verða líka að gera sér grein fyrir að það er enginn atvinnurekstur til sem er ekki að einhverju leyti háður áhættu. Þar er um að ræða markaðsáhættu, áhættu vegna tækni- legra breytinga og margt fleira getur komið til.“ Sé þessi samningur borinn saman við ísal- samninginn, telur þú þá að það sé meiri áhætta falin í þessum samningi? „Ég tel það ekki vera. Þegar ísalsamning- amir vom gerðir, hafði orkuverð í heimin- um verið stöðugt í langan tíma og þess vegna vom sáralítil verðtryggingarákvæði í þeim samningi. Þessi samningur er hins vegar 100% verðtryggður, en verðtrygging- argmndvöllurinn er álverð. Mér virðist að í umræðu síðustu vikna hafí menn lagt of mikla áherslu á að þetta væri áhættusamt vegna þess að álverð væri sveiflukennt og engin vissa fyrir því hvemig það muni þró- ast, en ekki áttað sig á því hve mikilvægt það er að í samningnum er um að ræða 100% verðtryggingu á orku miðað við álverð. Reynslan hefur verið sú að þróun á álverði hefúr til lengri tíma litið fylgt almennu verð- lagi mjög vel.“ Telur þú mistök að hafa ekki í samningnum gólf og þak út samningstímann? „Það er hægt að verðtryggja svona samning með ýmsum hætti. Hættan sem felst í því að hafa gólf og þak ásamt einhverri tiltekinni verðtryggingu er að verðlag í heiminum er sífellt á uppleið og enginn býst við að það breytist á næstu áratugum. Á meðan svo er, þá er mjög hætt við því að þakið verði okkur mjög fljótlega skaðlegt, vegna þess að smám saman mun verðið verða komið upp undir þakið og festast þar. Við þekkjum þetta vel, því að í núverandi ísalsamningi er þessu þannig varið." Verðum að draga úr opinberum fram- kvæmdum á árunum 1992-93 Fjármálaráðherra hefur nefnt að það væri mjög æskilegt að það lánsfé sem þarf að taka vegna virkjanaframkvæmdanna verði tekið innanlands. Er það mögulegt? „Ég tel ekki mögulegt að taka nema lítinn hluta af því fjármagni sem þarf til þessara framkvæmda að Iáni hér innanlands, en að því ætti að stefna. Á hinn bóginn er ljóst að framkvæmdir bæði við virkjanimar og ál- bræðsluna sjálfa munu auka eftirspum eftir vinnuafli og íslenskri þjónustu mjög mikið. Það er því hagstjórnarlegt viðfangseftii að koma í veg fyrir að sú aukna eftirspum sem af þvf leiðir hafi í för með sér efnahagslega þenslu sem raski þvf jafnvægi sem við ann- ars stefnum að.“ Sumir hafa sagt að álver setji efnahagslífið á annan endann. „Mér finnst þetta ekki vera góð röksemd gegn því að fara í þessar framkvæmdir. Ef við vissum að framundan væm þrjú eða fjögur síldarár þá vitum við líka að það myndi hafa í för með sér aukna þenslu í þjóðfélaginu. Ég býst ekki við að mönnum fyndist það góð röksemd fyrir að takmarka veiðar. Það væri betra að haga efnahagsstefnunni þannig að þensluáhrifúnum yrði eytt með aðhaldi á öðmm sviðum. Þess vegna þurfum við að taka tillit til þessara hluta í rekstri ríkisbú- skaparins og ákvörðunum um aðrar opin- berar framkvæmdir á meðan þessi toppur stendur. Mestu framkvæmdimar vara ekki nema tvö ár, aðallega 1992-93. Á þeim ámm verður að reyna að draga úr sams konar framkvæmdum annars staðar í þjóðfélaginu. Ég held að það ætti ekki að vera mikil fóm fyrir menn að gera það. Ef framkvæmdum er frestað til áranna á eftir, fæst um leið jafnari atvinna fyrir þá sem em í byggingaiðnaðin- um í landinu. Öll tekjuaukning, sem er í sjálfu sér góð fyr- ir þjóðarbúið, felur í sér möguleika til þenslu. Hagstjóm felst í því að koma í veg fyrir að sú þensla fari fram úr því sem fram- boð á vinnuafli og þjónustu í landinu þolir án þess að til verðbólgu komi. Hins vegar tel ég að við þolum dálítið hærra eftirspumar- stig við höfum í dag. Það er í sjálfu sér já- kvætt að framkvæmdir sem þessar skuli koma til einmitt þegar samdráttar gætir mjög víða annars staðar í hagkerfinu. Við sjáum ekki fyrir að það muni verða nein aukning á fjárfestingum atvinnuveganna á næstu tveimur til þremur árum.“ Orkujöfnun mál ríkisstjómar, en ekki Landsvirkjunar Kemur þessi orkusala til Atlantsáls til með að hafa einhver áhrif á orkuverð til almenn- ings? „Það er gmndvöllur þeirra útreikninga sem gerðir hafa verið að ná í þessum samningum orkuverði sem tryggi að annað orkuverð í landinu þurfi ekki að hækka þess vegna, þ.e. að þessi orkusala standi undir þeim kostnaði sem þarf að leggja í hennar vegna. Þetta er ekki bara æskilegt almennt markmið heldur er þetta beinlínis bundið í lögum Lands- virkjunar. Á þetta atriði verða bæði stjóm Landsvirkjunar og ríkisstjómin að leggja sitt mat.“ í tengslum við þetta mál hafa menn rætt um að reyna með einhverju móti að jafna orkuverð á öllu landinu. Hefur þessi orku- sala einhver áhrif á það stefnumið? „Nei, þessi orkusala hefur engin áhrif á það til eða frá. Ég vil í þessu sambandi leggja áherslu á að Landsvirkjun selur orku í heild- sölu í öllum landsfjórðungum á sama verði. Sá mismunur sem er á orkuverði milli landshluta stafar ekki af heildsöluverðinu sem Landsvirkjun selur á, heldur á dreifing- arkostnaðinum í einstökum landshlutum. Það hefur ætíð verið afstaða stjómar Lands- virkjunar til þessa máls að verðjöfriun á orku verði að eiga sér stað fyrir tilstilli löggjafans og að það sé ekki eðlilegt að fyrirtæki eins og Landsvirkjun taki að sér að leggja skatt á sína viðskiptamenn til að dreifa síðan þeim ávinningi til viðskiptamanna annarra raf- veitna. Það er ekki Landsvirkjunar að taka ákvarðanir í félagsmálum, sem þama er í raun og vem um að ræða.“ Hugsanlegt er að stofnað verði sérstakt fyrirtæki um orkusölu til Atlantsáls Sú hugmynd hefur verið nefnd að stofria sérstakt fyrirtæki um orkusöluna til Atlants- áls. Telur þú að það komi til greina? „Þessi hugmynd, að stofna sérstakt fyrir- tæki, hefur verið athuguð af okkar hálfu og ég tel að það sé æskilegt að skoða hana bet- ur. Reyndar er verið að gera það núna. Hins vegar treysti ég mér ekki til að leggja mat á það á þessari stundu hvort hún er raunhæf eða til lengdar hagkvæm. í henni myndu fel- ast skýrari línur milli þessara orkuviðskipta og annarra viðskipta Landsvirkjunar. Hins vegar er hætt við því að lánsfé yrði dýrara ef ætti að stofna sérstakt fyrirtæki sem yrði al- veg óháð Landsvirkjun og yrði rekið án ábyrgðar hennar. Dýrara lánsfé myndi að sjálfsögðu vera óhagstætt fyrir málið í heild. Þessa og aðra þætti er verið að skoða með aðstoð erlendra banka sem hefur verið leitað ráða hjá um þetta mál,“ sagði Jóhannes. Breytir þetta einhverju fyrir Atlantsáls fyr- irtækin verði þessi leið farin? „Ég held að þau telji það ekki vera mál sem skipti þau neinu hvort hér um er að ræða sérstakt fyrirtæki eða ekki. Þeir þurfa eftir sem áður á því að halda að á bak við orkusöl- una standi allt Landsvirkjunarkerfið vegna þess að öryggi orkuafhendingarinnar er háð því. Það þyrfti t.d. að samnýta orkuflutnings- kerfið. Ef að gengið er tryggilega frá þessum atriðum og öðrum slíkum, þá tel ég ekki að Atlantsál aðilamir hafi neina ástæðu til að skipta sér af hvor kosturinn er valinn.“ Blönduvirkjun hefúr verið dregin inn í um- ræðu um þetta mál. Telur þú að það hafi ver- ið mistök að hefja virkjun Blöndu á sínum tíma? „Ef orkuspáin sem fyrir lá þegar ákvörðun- in var tekin um Blönduvirkjun hefði staðist, þá var sú ákvörðun rétt. Það hefur dregið úr orkusölu. Þess vegna hefur Landsvirkjun frestað því að ljúka þessari virkjun um þrjú ár frá upphaflegri áætlun. Ég held að það sé erfitt að sakast um þetta núna. Það sem gerðist er að það dró úr aukningu orkusölu hér, og reyndar einnig annars staðar í heim- inum, á níunda áratugnum. Það var þróun sem hvergi var séð fyrir og þetta hefur leitt til þess að í mörgum löndum hefur myndast um tíma nokkuð umframframboð á orku. Þetta er áreiðanlega að einhverju leyti afleið- ing af hækkandi orkuverði í heiminum, sem hefur leitt til þess að það hefur verið Iögð meiri áhersla á orkuspamað." Egill Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.