Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKiSSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Trvggvagotu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NORЗ AUSTURLAND AKTU EKKI ÚT I ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Tíniiiin FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR1991 Nokkrír þeirra 90 einstaklinga sem rítuðu undir áskorunina um að íslendingar styðji ekki stríðsrekstur gegn frökum. Frá vinstrí Haraldur Ólafsson, Heimir Pálsson, Matthías Halldórsson, ÖmólfurThoriacius, Gunnar Krístjánsson, Elías Davíðsson og Gísli Sigurðsson. Askorun 90 þjóðkunnra einstaklinga: Islendingar styðji ekki stríðsrekstur gegn írökum Kynnt var í gær, á blaðamannafundi, áskorun, sem 90 einstaklingar hafa skrifað undir, þar sem ríkisstjórn íslands er hvött til að lýsa ótvírætt andstöðu gegn stríðsaðgerðum gegn nokkurrí þjóð í Aust- urlöndum nær, jafnframt því að fríðsamleg lausn verði fundin á Persaflóadeilunni. Forsætisráðherra um yfirlýsinguna: ÍSLENDINGAR GETA EKKIMIKIÐ GERT Með stuðningi sínum við Samein- uðu þjóðirnar og við þá, sem vilja koma írökum með hervaldi út úr Kúvæt, vill þessi 90 manna hópur meina að íslendingar beri ótvírætt pólitíska ábyrgð, ef að til átaka kem- ur. Eins vill hópurinn að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að hald- in verði sem fyrst alþjóðleg friðar- ráðstefna um Austurlönd nær með þátttöku allra deiluaðila í samræmi við ályktanir S.þ. Áskorun þessa efnis var afhent forsætisráðherra þann 19. desember, en ekki hafa enn borist viðbrögð frá ríkisstjórn- inni varðandi hana. „Við erum ekki talsmenn ein- hverra samtaka, við erum aðeins einstaklingar, hver um sig með sína skoðun á íslenskum stjórnvöldum og framkomu þeirra á alþjóðavett- vangi. Við erum með þessu að biðja íslensk stjórnvöld að gera allt sem hægt er til að rödd okkar fái að heyrast. Við trúum því ekki að deil- ur verði leystar með styrjöld og ótt- umst það ástand sem er að skapast við Persaflóa. Og ljóst er að við er- um orðin þátttakendur í stríði og okkur öllum hrýs persónulega hug- ur við þeirri skelfingu sem getur dunið yfir okkur á næstu vikum," sagði Heimir Pálsson, formaður BHM. „Þetta er ekki vantraust á íslensk stjórnvöld, miklu frekar hvatning um að taka ekki þegjandi þátt í hugsanlegum stríðsátökum," sagði Haraldur Ólafsson dósent. „Fréttir síðustu daga benda til að stríðsátök hefðu ekki aðeins átök á þessu hrjáða svæði, heldur geti þau haft geigvænleg áhrif á öllum hnettin- um, vegna veðurfarsbreytinga af völdum stríðsátaka á þessu mjög eldfima svæði, í bókstaflegri merk- ingu,“ sagði Haraldur. „Ég hef sagt að það sé nauðsynlegt að Islendingar standi með S.þ. í þeirra samþykktum, enda mikil- vægt fyrir smáþjóðir eins og okkur að þær séu eins sterkar og mögu- Iegt er,“ sagði Gísli Sigurðsson læknir, einn þeirra sem töluðu á fundinum í gær. „Það þarf ekki að líta á þessa samþykkt S.þ., sem leyf- ir vopnuð átök, að nauðsyn sé að framfylgja henni. Öll ríkin fimm sem eiga sæti í öryggisráðinu hafa mikið að svara fyrir í þessari deilu. Þau hafa stutt írak með oddi og egg í meira en 10 ár og bera því mikla ábyrgð á því hvað Saddam Hussein hefur á milli handanna. Þess vegna má segja að þau hafi sérstaka ástæðu til þess að standa saman núna, því þau hafa vonda sam- visku,“ sagði Gísli ennfremur. -sbs. „Ég lagði þetta fram á ríkisstjórn- arfundi og ég held ég megi fullyrða að allir hafi verið mjög jákvæðir gagnvart þessari viljayfirlýsingu," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tím- ann um áskorun þeirra 90 einstak- linga, sem fara þess á leit við ríkis- stjómina að hún styðji ekki stríðs- rekstur gegn írökum og taki ótví- ræða afstöðu þar á móti. „Hins vegar, eins og ég sagði þeg- ar þeir afhentu mér þessa yfirlýs- ingu, er það kannski lítið sem við íslendingar getum gert til að grípa inn í þessa atburðarás. Nema kannski að lýsa yfir nánast þeirri von okkar að ekki komi til hernað- arátaka og tíminn verði notaður vel fram að 15. jan. En því miður er það lítið sem við getum gert. Vitn- lega hafa menn lifað í þeirri von að þrýstingurinn gegn þessum brjál- æðingi yrði til þess að hann myndi sjá að sér og kannski gerir hann það. Ég sagði það líka í áramóta- ávarpi mínu að vonandi yrði tím- inn notaður vel. En við höfum ekki sent vopn, eins og allir vita, og stuðningur okkar hefur aðeins ver- ið bundinn við flóttafólkið. Svo ég tel að við höfum nú ratað nokkuð milli skers og báru í þessu máli." -sbs. Vangaveitur hafa verið uppi um það hvort loðnan hafi farið til Norðmanna. Jakob Jakobsson: LANGSÓTT EN EKKIÚTILOKAÐ Mikil veiöi Norðmanna að und- anfömu á loðnu í Barentshafí hef- ur vakið upp spumingar um það hvort hugsanlega geti verið að týnda ioðnan, sem nú er veríð að ieita að, geti hafa faríð þangað. A6 sögn Jakobs Jakobssonar, for* stjóra Hafrannsóknarstofnunar, er ákaflega langsótt að ætla það, en hugsanlega er það ekki útilok- að. Loðnuveiðibann hefur verið hjá Norðmönnum síðastliðin ár. Loðnustofninn hmndi hjá þeim fyrir um fjórum ámm og hafa þeir nokkuð snöggt upp hjá Norð- ekki veitt loðnu týrr en nú. Jafeob mönnum á þessari vertíð og þár Jakobsson sagði að þeir hjá Haf- væri um að ræða ‘88-árganginn, rannsóknarstofnun hefðu velt því en það er einmitt sami árgangur fyrir sér hvort hluti af ísienska og okkur vantar. „Þetta er ákaf- loðnustofninum hefði farið yfír í iega langsótt, en hugsanlega er Barentshaf. Loðnan hefði komið það ekld útílokað að eitthvað hafi farið þaraa yfír, eu við höfum efeki neitt í höndunum til að sanna það,“ sagði Jakob. Leitarskipin átta voru í gær stödd fyrir sunnan landið á leið á leitar- svæðin nustan og norðan við land- ið. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.