Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 4
4T(minn Föstudagur4. janúar 1990 Ellefu dagar þangað til stríð verður heimilað af Sameinuðu þjóðunum: Spenna eykst enn og fresturinn stvttist Nú, þegar einungis 11 dagar eru þar til 15. janúar rennur upp, lokadagsetningin sem Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna gaf Saddam Hussein til að hverfa á braut frá írak eil- egar veijast árás, eykst spenna vegna Persaflóa. Yfírlýsing- ar, orðræður og óskir um friðsamlega lausn berast frá fleiri og fleiri ríkjum. Bandaríkjamenn lögðu til dag- setningu fyrir friðarviðræður milli utanríkisráðherra Bandaríkjanna og íraks og kölluðu þær umleitan- ir síðustu tilraun til þess að koma í veg fyrir stríð við Persaflóa vegna innrásar íraka í Kúvæt í ágúst s.I. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, sagði að James Baker ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna væri tilbúinn til þess að hitta utan- ríkisráðherra íraks, Tareq Aziz, í Sviss milli 7. janúar og 9. janúar n.k. Samningar um dagsetningu fyrir viðræður milli utanríkisráðherr- anna hafa gengið afar hægt og þær dagsetningar, sem nefndar hafa verið hingað til, ekki verið sam- þykktar af mótaðilanum. George Bush Bandaríkjaforseti lét þau orð falla í sjónvarpsviðtali á miðvikudagskvöld að Saddam yrði komið burt frá Kúvæt „sama hvað það kostaði". En búist er við því að bandaríska þingið muni hvetja hann til að gera sitt allra ýtrasta til að finna friðsamlega lausn Persa- flóadeilunnar. írakar vilja einungis tala við EB með skilyrðum Orðsending, sem írak sendi Efna- hagsbandalagi Evrópu í gær, er á þá leið að tilgangslaust sé fyrir EB- ríkin að reyna að hafa samband við Baghdad án þess að þeir væru til- búnir til viðræðna um jafnvægi á Persaflóasvæðinu. Zaid Haidar, sendiherra íraks í Belgíu, tilkynnti þetta á blaða- mannafundi í gær og sagði að hann vonaði að á fundi utanríkisráð- herra EB-þjóðanna í Lúxemborg, sem fer fram í dag, myndu friðar- umleitanir verða ræddar. Hann sagði einnig að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með að for- seti EB í Lúxemborg hefði lýst því yfir að ferð til Baghdad yrði til að leita skýringa og til þrýstings, frek- ar en til samningaviðræðna. „Ef það er markmiðið, þá er eins gott að senda engan," sagði sendiherr- ann. Ráðstefna í Lýbíu vegna ástandsins við Persaflóa Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, hélt til Lýbíu í gær til við- ræðna við Muammar Gaddafi, leið- toga Lýbíu, um ástandið við Persa- flóa. Fréttastofa Miðausturlanda í Egyptalandi sagði að leiðtogarnir tveir myndu einnig hitta Hafez al- Assad, forseta Sýrlands, og Omar Hassan al-Bashir, hershöfðingja Súdan. Gaddafi kallaði þessar viðræður saman til þess, að hans sögn, að reyna að stöðva Sþ í að fara í stríð við írak eftir 15. janúar. Þessir fjórir leiðtogar hafa allir hvatt Saddam Hussein til að hörfa og bjarga sér frá niðurlægjandi ósigri gegn 500.000 manna herliði bandamanna, sem safnast hafa saman við Persaflóa s.l. fimm mán- uði. En Saddam Hussein skellti skolla- eyrum við og hefur sagt að hann sé tilbúinn að berjast ef nauðsyn kref- ur. „Við viljum ekki stríð, við vilj- um frið,“ sagði hann við sovéska þingsendinefnd á miðvikudags- kvöld. „Ef það verða okkar örlög að berjast, munum við berjast til að verja frelsi okkar, heiður og sjálf- stæði.“ Sovéska þingið hvetur til friðsamlegrar lausnar Sovéska þingið samþykkti í lok des- ember s.l. yfirlýsingu þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum vegna ástandsins við Persaflóa. Þingið lýsir yfir stuðningi við samþykktir Öryggis- ráðs Sþ og leggur sérstaka áheyrslu á að leitað verði friðsamlegra lausna á deilunni. Þingið er einnig sammála þeirri pólitísku stefnu sem ráðamenn og ríkisstjóm Sovétríkjanna hafa tek- ið í Persaflóadeilunni. Jafhframt beinir sovéska þingið þeim tiimælum til íraskra ráðamanna og þjóðir íraks að „ábyrgðartilfinning gagrrvart örlögum föðurlandsins og umheimsins verði látin ráða og farið verði að kröfum heimsbyggðarinnar, sem byggjast á reglum og lögum sið- menntaðs samfélags. írakskt herlið verður að fara frá Kúvæt og endur- reisa ber þar í landi sjálfstæði og full- veldi". Vígbúnaður eykst enn Atlantshafsbandalagið sendi á mið- vikudag 40 sprengjuflugvélar til Tyrk- lands til að verja landamæri þar gegn hugsanlegri árás íraka. Skipafloti 13 skipa bandaríska sjóhersins yfirgaf Filippseyjar á leið til Persaflóa einnig á miðvikudag og annar floti til lagði upp frá vesturströnd Bandaríkjanna. Upplýsingar frá leyniþjónustu banda- ríska hersins herma að Saddam Hus- sein hafi styrkt herlið sitt í Kúvæt og safnað um 510.000 manna herliði, 4000 skriðdrekum, 2500 herbílum og 2700 stórskotaliðstækjum. Saddam hefur lofað hermönnum sín- um 200 prósent kauphækkun með því að borga þeim mánaðarlegan bónus upp á 50 dínera sem samsvarar um 8800 íslenskum krónum. Bretar reka átta starfs- menn íraska sendiráðs- ins úr landi Bretar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að reka átta starfsmenn í íraska sendi- ráðinu úr landi og einnig 67 aðra ír- aka sem dvelja þar í landi. Tcilsmaður breska utanríkisráðuneyt- isins sagði að ástæðan fyrir brottvís- uninni væri sú að írakar hefðu haft í stöðugum hótunum við Breta og þá aðallega um hugsanlegar gíslatökur. Sendiherra íraka, Azmi Al-Salihi, var tilkynnt um þessa ákvörðun í gær- morgun. Talsmaðurinn sagði að þessum átta hafi verið gefinn 24 stunda frestur til að yfirgefa landið. Bretar hafa nú 34.000 manna her- lið við Persaflóa. —Reuter, GEÓ FRETTAYFIRLIT NEW YORK - Sendiherra íraks í Bandaríkjunum hefur gefið það í skyn að möguleiki sé á fríðsamlegri lausn Persaflóadeðunnar, en nú er beðlð eftir svari íraka við tilboði Bandaríkjanna um viðræður utanrík- israðherra landanna í næstu viku. BAGHDAD - Michei Vauzelle, for- maður utanríkisnefndarinnar franska þingsins, fór í einkaheim- sókn til íraks tíl viðræðna vegna Persaflóadeilunnar. PARÍS - Samkvæmt fréttum í írönskum fjölmiðlum þá samþykktu írakar í grundvallaratríðum á meðan á leynilegum viðræðum stóð, að yfir- gefaKúvæL LONDON - Hussein, konungur Jórdaníu, notfærði sér sérstöðu sína sem samníngamaður í Persaflóadeil- unni og hóf að reyna að vinna stuðn- ing Evrópu tií aö finna fríðsamlega lausn á Persaflóadeilunni LÚXEMBQRG - Evrópubandalag- ið krefst þess að írak hörfi frá Kúvæt áður en ástandiö vlð Persaflóa verðí raett, að sÖgn utanríkisráðherra Lúx- emborgar. „Það verða engar samn- ingaviðræður. Samband verður haft gegnum sfáíaboó," sagði Jacques Po- os, en honum verður líklega frrir- síápað að heQa viðræður við íraka efth fund utanríkisráðherra EB- þjóðanaa í dag. 1 - Forsefi Lífhaugaiands, Vy- tautas Landsbergis, sagði að sováska ríkisstjómin hafi aukið varúöarráð- stafanirí mikilvægum byggingum og bað um víðtækari stuðning frá vest- rænum ríkjum í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. RÓM - Ráðamenn á Ítalíu segja að forseti Sómalíu, Mohammed Siad Barre, hafl gefið leyfi öl brottflutn- ings útlendinga þaöari á sjó og í iofti frá höfuðborghini Mogadishu. En sagt er að björgun útlendinganna velti áþvíhvortvopnahlé næst á mílli stríðandi fyödnga í höfuöborginni. PEKING - Hinn aldni leiðtogi Kína, Deng Xiaoping, hefur frrirskipað Kommúnistaflokknum að hætta aö þrátla um formsatriói og einbeita sér að því að betrumbæta hið staðnaða efhahagskerfi IQha. ÓSLÓ - Norsk ob'ufyriríæki í Norð- ursjó hafa hert varúðarráðstafanír vegna hugsanlegra hryðjuverka út af Persaflóadeíluniii. MANILA - Corazon Aquino, forseti Fiiippseyja, fór fram á aukin völd til bráðabirgða í sex mánuði tíl að taka á hugsanlegum afleiðmgum þar í landi ef til stríðs kemur við Persaflóa. TÚNIS - Sallah Mukhfar frá írak sagði af sér embætti aðstoðarrítara í Arababandalaginu í gær til að mót- mæla afstöðu Egypta í Persafíóadeil- unni. VÍN - Kommúnistasíjóm Albam'u, seœ nú gh'mir víð mikinn fólksflótía tíl nágrannaríkisins Grikklands, gaf út 22.000 vegabréf á sfóasta ári til fólks sem hafði ferðalög í huga. COLOMBO - Ríkisstjóm Sri Lanka sagði að ötyggisherír sínir myndu stöðva ofbeldisaðgerðir gegn upp- retsnum deginumí dag. DUBLIN - Peter Brook, Norður- ír- iandsráðhena Bretíands, hlaut frfó- arverðlaun írska lýðveldisins fyrir að stuðla að fríðarviðræðum mifli strfó- andi fylkínga kaþólskra og mótmæl- enda á Noröur-írlandi. LONDON - John Major, forsætis- ráðherra Bretlantís, hyggst halda til Saudi-Arabíu á sunnudag til að heimsækja breska hermems sem staddir eru þar nú, Hann dvelur þar $ tvo daga, en mun síðan verja nótí í Óman og svo degi í Kairó í Egypta- landi. ■—Reuter, GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.