Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 4. janúar 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin i Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300.
Auglýsingéisfmi: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Varnaðarorð forseta
íslands
í nýársávarpi sínu tók forseti íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir, svo til orða að þegar
skyggnst væri um heimsbyggðina á áramótum
mætti í senn finna mörg fagnaðarefni og margt
sem vekti ugg, hin jákvæða þróun í heiminum
væri líka blandin kvfða. Forsetinn vísaði til
þess að samtímis því sem drægi úr vígbúnaðar-
keppni milli stórvelda ætti sér stað stórháska-
legur vígbúnaður í Þriðja heiminum, eins og
nú kæmi fram við Persaflóa, rétt eins og heim-
urinn væri sleginn blindu um það sem tengjast
ætti batnandi sambúð risaveldanna.
Forsetinn vék alvöru- og varnaðarorðum að
þeirri þróun sem á sér stað um hugsanlegan
pólitískan samruna Evrópuríkja. „Það gefur
auga leið að við hljótum að fylgjast með þessari
þróun, bregðast við henni, taka þátt í henni að
okkar hætti,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir. „Við
vonum að við getum leyst úr því dæmi af skyn-
semi og framsýni," mælti forsetinn ennfremur,
„en það hlýtur að vekja nokkurn ugg, hve þoku-
kenndar hugmyndir stór hluti landsmanna
virðist hafa, ekki aðeins um valkosti okkar,
heldur blátt áfram um núverandi stöðu okkar
gagnvart EFTA og Evrópubandalagi."
í framhaldi af því sagði forseti íslands:
„Hér er um stórmál að ræða, sem heimta að
bestu kostir lýðræðislegrar umræðu séu nýttir,
og það gerist ekki nema almenningur viti sem
gleggst hvað um er að ræða. Og á þessu sviði
hlýtur að gilda hið sama og í allri samvinnu
einstaklinga og þjóða: Því aðeins er hún frjó og
gjöful að allir haldi sinni reisn og sínum sjálf-
stæða vilja. Samvinna má aldrei byggjast á kúg-
un og hún felst heldur ekki í að vilji manna sé
keyptur. Hér ætti gróin menningarþjóð að geta
verið bjartsýn. Sjálfstæði hennar ... ætti sann-
arlega að vera tryggt, ef farið er með gát.“
Forseti íslands minnti á hin mörgu dæmi þess
úr sögu þjóðanna sem hvettu til þess að „stíga
varlega til jarðar þegar ákvarðanir eru teknar
um framtíð þjóðar.“ Hún minnti sérstaklega á
örlög Litháens sem sjálfstæðs ríkis. Landið fékk
fullveldi um svipað leyti og ísland fyrir meira
en 70 árum, en glataði því, svo að Litháar verða
nú að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu. Vigdís
minnti á orð Landsbergis, forseta Litháens,
sem sagði í ávarpi til íslensku þjóðarinnar:
„Frelsið er dýrmætara en brauðið."
Með nýársávarpi sínu flutti forseti íslands
tímabær varnaðarorð, sem þjóðinni allri, og
ekki síst valda- og áhrifamönnum hennar, er
skylt að veita athygli.
Stundum, þegar höfundur þess*
ara pistla er hálfgert á milH svefiis
og vöku á morgoana og er aö bíða
eftir útvarpsfréttum, koma meoo
í útvarpiö, sem eíginlega aldrei
heyrist tii á opínberum vettvangí
og eru skemmtilegir. liinn slíkur
kom í útvarp í gærmorgun og tai-
afti um fingurinn á Schumann.
Þetta var tónskáldið Jón Ásgeirs-
son, maöur hávaðasamur í vina-
hópi, söngvari á baðhcrbergjum
og gulltunga i Hressó þann tíma á
morgnana, þegar Flosi ÓJafsson
er varla vaknaður og Finnur Slg-
urjónsson |æðir út úr ser mein-
legum athugasemáum um stór-
stjömur bókmenntanna. I þeim
hópi sat Cuðmundur ijóðasjóður á
meðan hann var á dögum, flma-
smekkvís á skáidskap, og Agnar
Þórðarson lítur inn og ræðír mál*
in. Svo kemur Jón Ásgeirsson og
úti er friðorinn, stór og sterkur og
hávær, og viðstaddlr híða með
öndina í háisinum yflr að hann
fari að bjóða í sjómann.
Maí-stjarnan
Jón Ásgeirsson kom sem sagt f
útvarpið í gærmorgun og talaði
þar um sjálfan síg í viðtali og tón-
listina eins og hún er. Þeir sem
Hressó heyra hann aldrei tala um
tóniist eða sjáifan sig. Þar gætu
ókunnugir haldiö að kominn væri
einn af togaraflotanum —
kannski af Halamiðum, vel iesinn
og viða heima f öllu nema þá hclst
tónlist En Jón er snildarmaður í
tóniist og hefur samið svo vinsæl
lög, eins og t.d. Maí-stjaraan við
kvæði liaildórs Laxoess, að si-
felldur flutningur þess ætiar
hreint allt að drepa. En sagan af
fingri Schumanns ó að vissu leytí
við um Jón Asgeirsson.
eitthvað kom fyrir einn
þýska tónskátdsins varð hann ekki
ptanóleikari, eins og hugur hans
stóð til, heldur tók til viðað semja
músík. Jón Ásgeirsson söng mik-
ið t dentid og syngur iíklega enn í
baðherberginu. En þar sem hann
missti af því að fara tíl Sovétríkj-
anna í söngnám varð hann tón-
skáid og má þakka fyrir það. Hár
er nóg af söngvurum en ekki
nema einn Jóo <
Tónn frá vélum
Þótt Jón Ásgeirsson sé vel
menntaður í tónlistarfræðum og
hafi kennt þau fræöí í ein tuttugu
ár, er hann engu að síður sprott-
inn upp sem náttúrubam í list
sínni. Hann æfði tón sinn sem
bam og unglingur við sónino í
gamalii skilvindu meðal annars.
Þœrvoru handsnúnar Í þá daga og
úr þeim kom rjóminn og undan-
rennan. En það hefur ekki verið
bent á, að þær hafl komið að gagni
fyrir íslenskt tónlistarlíf fyrr en í
útvarpsviðtalinu við Jón Asgeirs-
son. Þær byijuðu í bassa, en eftir
því sem hraðinn jókst hækkaði og
iýstist tónninn og ijóminn
streymdi út. Það lætur lika hátt f
kaffivélinni á Hressó, en Jón hef-
ur ekki fundið neina tóniistargáfu
f þeim véiarskratta. Aö minnsta
kosti hefur ekkert heyrst frá Finni
Sigurjónssyni um að tÓnskáidlð
sé byrjað að herma cftir kaffivél-
inni. Fínnnr er nefnilega tíundar-
maður merkálegra afbrigða Í
mannh'finu, einkum aibrigða f
listalífinu, og slíkt hefði ekld farið
framhjá honum. Hann gætir bóka
af samviskusemi vesttir i Sel-
tjarnaraesi og ber þess meriri að
hann situr í húsi fuiiu af andagift.
I minningu átmnaðar
Jón Ásgeirsson sagði f viðtalinu,
að hann þyrfti að læra ijóð utan að
til að smíða sönginn við þau. Það
eru skemmtileg vinnubrögð. Ekki
er vitað hveraig Jóni faraast við
þá ósjálfráðu skrift sem nú kaliast
ijóðagerð. En hann minntist á Ijóð
efthr Einar Benediktsson og fleiri
hann hugleiddi á sfnum tfma að
fara til Sovétrikjanna og var að
auki tengdur MÍH hér á áram áð-
ur, sem hann hefur líka samið lög
við ijóð eftir gamla pólitíska vini
eins og Einar Braga. Þau ljóð hef-
ur hann varia lært utan að, en það
má margt rcyna f minningu átrún-
aðar. Engu breytir þetta um ágæti
Jóns sem tónskálds. Hann er
trölivaxinn í því scm öðru. Ljóðin
sem hann lærir verða söngur f
munni hans. Það er söngur sem
daga. Garri
1 VÍTT OG BREITT :
Hverjir standa undir
skattfríöindunum?
Mikil hlutafélög hafa verið stofn-
uð til að hafa fé af ríkissjóði. Þau
eru kölluð hlutabréfasjóðir og
standa ríkisfyrirtæki að einhverj-
um þeirra. Tilvist svona sjóða í
hlutafélagagervi byggist á því að
safna saman peningum hjá þeim
sem svíkja löglega undan skatti
og kaupa alvöruhlutabréf fyrir
svo sem 45% af því sem skattfríð-
indafólk skilar inn. Löggjafanum
er talin trú um að þetta brall
styrki atvinnulífið í landinu.
Til að njóta skattfríðindanna
þurfti fólk að kaupa pappírana
fyrir áramót og koma aurunum
þannig fyrir í gervihlutafélögum
til að plata skattinn.
Hins vegar er engin trygging
fyrir að nema brot af peningun-
um fari inn í hlutafélög og annan
atvinnurekstur en peninga- og
verðbréfabrask. Það er langur
vegur frá að svokölluð hluta-
bréfakaup fyrir áramótin séu
komin inn í atvinnulíf eða neins
konar þjóðhagslega starfsemi.
Auglýsingafarganið um skattaaf-
sláttinn fyrir áramótin tekur af
öll tvímæli um hvað hér var og er
á ferðinni.
Þeir sem eiga aura þurfa ekki að
borga skatta nema að takmörk-
uðu leyti og löggjafinn og fjár-
málaráðuneytið horfir með vel-
þóknun á hvernig peningabrask-
arar féfletta ríkissjóð og ríkisfyr-
irtæki sækjast grimmt eftir
slíkum viðskiptum og lofa þau
upp í hástert í auglýsingaskrumi
sínu.
Örlætí og skattheimta
Auglýsingaherferðin til að hafa fé af
ríkissjóði hafði þau góðu áhrif að
sala á hlutabréfum, þar með talin á
pappírum sem ávísa á gervihlutafé-
lög, fjórfaldaðist miðað við árið á
undan.
Áætla má að ríkissjóður verði af svo
sem einum milljarði skatttekna
vegna ákvæða um að fría þá efhuðu
af að borga tekjuskatt. Munu gjald-
heimtur borga þeim milljarðinn
síðla sumars. Eru það um 8% af öll-
um tekjuskatti þessa árs.
Allt að 20 þúsund manns munu
njóta góðs af því örlæti sem stjóm-
völd sýna þeim efnuðu. Satt best að
segja er það dáfríður hópur í fá-
mennu þjóðfélagi.
í hástemmdum auglýsingum ríkis-
fyrirtækja og Seðlabanka um skatt-
fríar tekjur til handa efnafólki er
hvergi tekið fram að einhvers staðar
verður að taka peningana sem þeim
loðnu um lófana eru endurgreiddir.
í fjárlögum er áætlað hve tekju-
skattar verða háir og þegar endur-
greiða þarf milljarð króna eða 8% af
heildartekjuskatti hlýtur að verða
að leggja þá upphæð á aðra.
Hverjir skyldu það vera?
Auðveld bráð
Flogið hefur fyrir að fjármálaráð-
herrann okkar sé að fá einhverja eft-
irþanka um endurgreiðslu skatta
hlutabréfakaupenda og er seint í
rassinn gripið ef það reynist rétt.
í stöðunni getur fjármálaráðuneyt-
ið ekki gert annað en hækka tekju-
skatta á þeim sem hefðin er að láta
borga og við það situr. Launaum-
slögin eru svo auðveld bráð að það
væri nánast yfirnáttúrlegt ef gráðug
ríkishítin heldur ekki áfram að seil-
ast æ dýpra í þau til að borga þeim
efnuðu skattana til baka.
Þá má einnig hækka tekjuskatta
fyrirtækja, en skattfríðindi efna-
fólksins eiga einmitt að koma þeim
til góða. Það er að segja þegar hluta-
bréfasjóðimir fara að kaupa hluta-
bréf í alvöru hlutafélögum sem rísa
undir nafni og hægt er að kalla at-
vinnufyrirtæki.
Almenningshlutafélög og þátttaka
sem flestra í þeim er af hinu góða.
Er næsta furðulegt hve seinir ís-
lendingar hafa verið að skilja svo
einföld efnahagslögmál. Reyndin er
sú að flest eða öll hlutafélög hafa
verið og em lokuð öllum almenn-
ingi. Einstaklingar og fjölskyldur
hafa einokað þau og hefur nó-
menklatúra íslands komið í veg fyr-
ir öll eðlileg hlutabréfaviðskipti og
dreifingu auðs og áhrifa í viðskipta-
og atvinnulífi.
Þegar svo loks á að fara að hvetja
almenning til að gerast þátttakend-
ur í rekstri fyrirtækja og verða sér
úti um eignarhlut er það gert með
slíkum endemum að sparifé hinna
efnameiri er keypt með skattfríðind-
um í einhverja milliliði sem enginn
veit hvort skila aurunum inn í at-
vinnu- og viðskiptalífið eða ekki.
Og hverjir borga skattfríðindin?
Rétt að þeir sem setja saman oi
samþykkja fjárlög svari því. O