Tíminn - 17.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 17. janúar 1991
Borgarstjóri og borgarfulltrúar aldrei átt erindi út fyrir Reykjavík í þrjú ár, nema til útlanda:
í 02 milljónir í 730
utanferðir á 2 árum
Reykjavíkurborg greiddi um 102 milljónir króna fyrir um 730 utan-
landsferðir starfsmanna sinna á árunum 1989 og 1990, samkvæmt
svari endurskoðunardeildar borgarinnar við fyrirspum borgarfulltrúa
Nýs vettvangs. Þar af var ferðakostnaður kjörinna borgarfulltrúa
(annarra en Davíðs Oddssonar) um 10%. En 90% kostnaðarins voru
vegna ferða starfsmanna stofnana og fyrirtælqa sem að fuilu em í
eigu og undir stjóm borgarsjóðs m.a. veitufyrirtækin, höfnin, SVR og
Borgarspítalinn.
Hver utanlandsferð kostaði Reykja- 140 þús. kr., sem t.d. er álíka upp-
víkurborg að meðaltali í kringum hæð og meðalkostnaður af 7 utan-
Stefnt er að því að gera nákvæma talningu
á arnarstofninum hér á landi í sumar:
12 af 40arnar-
pörum komu
upp 19 ungum
Árið 1990 reyndu 40 arnarpör varp
hér á landi. Þar af komu 12 pör upp
19 ungum en varp misfórst hjá 28
pörum af ýmsum orsökum. Auk þess
sást 21 stakur örn víðs vegar um
landið. Vonast er eftir að á komandi
sumri verði hægt að telja nákvæm-
lega erni við landið og gera rann-
sókn á lífsskilyrðum þeirra.
Lítil breyting hefúr orðið á arnar-
stofninum síðustu 4-5 ár. Örnum
fjölgaði hins vegar mikið eftir 1960
þegar hætt var að eitra fyrir ref, en
margir ernir dóu eftir að hafa étið
eitrað kjöt sem refum var ætlað. Tal-
ið er að um 1960 hafi verið til um 12
arnarpör á íslandi.
Örninn var friðaður hér á landi ár-
ið 1913. Ævar Petersen fuglafræð-
ingur sagði að telja mætti ákvörðun-
ina um að friða örninn allmerka. Á
þessum tíma hefðu menn litið á örn-
inn sem skaðræðisskepnu. Menn
sáu hins vegar fram á að örninn yrði
aldauða hér á landi yrði ekkert að
gert. Arnarstofninum hafði þá fækk-
að mikið á áratugunum í kringum
aldamótin, en talið er að um 1880
hafi verið yfir 150 arnarpör hér á
landi. örn var þá í flestum lands-
hlutum, en nú heldur örninn sig
nær eingöngu við Faxaflóa, Breiða-
fiörð og Vestfirði.
Ekki nærri öll arnarpör náðu að
eignast unga í sumar. I sumum til-
fellum var annar örninn ekki kyn-
þroska og þar af leiðandi voru eggin
ófrjó. Örninn verður ekki kynþroska
fyrr en 5-6 ára gamall. Meðan örn-
inn liggur á eggjum er hann mjög
viðkvæmur. Ef hann verður fyrir
óvæntri truflun er mikil hætta á að
hann leggist ekki aftur á eggin. Örn-
inn er að mörgu leyti viðkvæmari en
margir aðrir fuglar, sérstaklega
snemma á varptímanum.
Ævar Petersen sagði að það væri lít-
ið sem maðurinn gæti gert til að
fjölga í arnarstofninum, nema þá
helst að láta hann í friði. Erlendis
hefur verið reynt að bera út hræ til
að auðvelda honum að komast í æti,
en Ævar sagðist telja að ernir hér við
land hefðu nægilegt æti. Hann sagð-
ist þó vita um að bændur hér á landi
hefðu fóðrað arnarunga og í ein-
hverjum tilvikum hefði það hjálpað
þeim að komast til fullorðinsára.
Fyrstu æviárin eru erninum hættu-
legust, en þá eru þeir að læra að afla
sér fæðu og varast hættur. Ekki er
fullrannsakað hversu gamlir ernir
verða hér við land. Dæmi eru um
það að ernir í dýragörðum erlendis
hafa orðið allt að 60 ára gamlir.
Ævar sagðist telja sennilegt að ernir
í náttúrunni gætu orðið 30- 50 ára
gamlir, jafnvel eldri.
Fuglaverndarfélag íslands hefur
séð um að safna upplýsingum um ís-
lenska arnarstofninn. Sótt hefur
verið til Vísindasjóðs um styrk svo
að hægt verði að gera nákvæma
talningu á örnum hér við land. -EÓ
landsferðum félagsmálaráðherra ís-
lands þessi sömu ár, svo dæmi sé
nefnt til samanburðar.
Meira en einn utan
dag hvern 1990
Árið 1989 fóru 266 borgarfulltrú-
ar/starfsmenn í 337 utanlandsferðir,
sem kostuðu samtals um 48
millj.kr..
Árið 1990 fjölgaði ferðamönnum á
vegum borgarinnar í 313 manns og
ferðunum í 385 sem kostuðu borg-
ina um 54 milljónir króna.
Fyrirspurnin og svörin náðu raun-
ar einnig til ársins 1988. Utanfarar
borgarinnar voru þá miklu færri,
eða 140 manns sem fóru í um 190
utanferðir. Ekki er Ijóst hvort utan-
ferðum hefur fjölgað svo mjög síð-
ari árin tvö, ellegar hvort skýringin
felst fýrst og fremst í því að saman-
tektin náði ekki til ferðalaga/kostn-
aðar vegna starfsmanna Borgarspít-
alans árið 1988.
Aðeins 1,8 milljónir
í ferðakostnað
innanlands
Á sama tíma og utanlandsferðum
fjölgaði fækkaði hins vegar þeim
borgarstarfsmönnum sem brugðu
sér út fyrir borgarmörkin á í erinda-
gerðum Reykjavíkurborgar. Kostn-
aður Reykjavíkurborgar vegna ferða
borgarstarfsmanna/fulltrúa innan-
lands var aðeins um 1.780 þús. kr. á
ári að meðaltali. Væri fróðlegt að
vita hvort nokkurt bæjarfélag á ís-
landi hefur minni kostnað af ferða-
lögum fulltrúa sinna innan íslands
heldur en Reykjavíkurborg, jafnvel
þótt ekki væri miðað við fólks-
fjölda?
Borgarstjóri
aldrei út á land ...
Árið 1988 fóru 67 starfsmenn í 200
ferðir innanlands. Meðal þeirra
voru aðeins tveir kjörnir borgarfull-
trúar sem hvor fór eina ferð. Tæpast
hafa þær ferðir þó verið langt út fyr-
ir borgarmörkin, því ferðakostnað-
urinn var aðeins 4.038 kr. Árið 1990
hafði borgarstarfsmönnum í innan-
landsferðum fækkað í 55 og ferðum
þeirra niður í 174.
Hvorki árið 1989 né 1990 virðist
nokkur kjörinn borgarfulltrúi hafa
átt erindi út fyrir höfuðborgarsvæð-
ið í embættiserindum, þ.e. innan ís-
lands. Borgarstjóri höfuðborgar ís-
lands virðist heldur ekki í eitt ein-
asta skipti hafa séð ástæðu tii að
heimsækja íbúa annarra sveitarfé-
laga á landinu þau þrjú ár sem sam-
antekt endurkoðunardeildar
Reykjavík spannar.
... en 14 sinnum
úr landi...
Borgarstjóri sá aftur á móti 14
sinnum ástæðu til að sækja erlenda
höfðingja heim á sama árabili (þar
af 7 sinnum árið 1989), svo ekki
virðist hann alveg frábitinn ferða-
lögum. Var ferðakostnaður borgar-
sjóðs tæplega 3,4 milljónir kr.
vegna þessara ferða Davíðs, eða um
242 þús.kr. að meðaltali í hverri
ferð. Þar af voru dagpeningar alls
um 1.370 þús. kr. og ferðakostnaður
vegna borgarstjórafrúar um 590
þús.kr.
Sem fyrr greinir er Davíð Oddsson
ekki talinn með kjörnum borgar-
fulltrúum í þessari samantekt held-
ur í hópi ráðinna borgarstarfs-
manna.
Borgarfulltrúar
í 100 utanferðir
Hvert þessara þriggja ára fóru frá
20 til 25 aðrir kjörnir borgarfulltrú-
ar til útlanda samtals 100 sinnum á
kostnað borgarsjóðs. Flestar voru
ferðirnar 36 árið 1990. Kjörnir
borgarfulltrúar eru nálega einu
borgarstarfsmennirnir sem stöku
sinnum hafa fengið greiddan ein-
hvern ferðakostnað vegna maka
sinna sem voru með í för (enginn
þeirra þó 1990). Ferðakostnaður
borgarfulltrúa var þrátt fyrir það
sáralítið hærri en annarra borgar-
starfsmanna, eða um 148 þús.kr. að
meðaltali í hverri ferð sl. tvö ár.
Júlíus Hafstein var sá borgarfull-
trúi sem næst komst borgarstjóra í
fjölda utanlandsferða, samtals 8
sinnum á þrem árum. í sex ferðir
þessi þrjú ár fóru: Guðrún Ágústs-
dóttir, Katrín Fjeldsted, Sigurjón
Pétursson og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson.
Nokkrir úr hópi ráðinna starfs-
manna borgarinnar ná einnig álíka
ferðafjölda og sumir raunar gott
betur. Svo dæmi sé tekið hefur
gatnamálastjóri farið 11 sinnum ut-
an á vegum borgarinnar á þessum
árum og slagar því hátt upp í sjálfan
borgarstjórann í ferðafjölda. - HEI
Tillaga Sígrúnar Magnúsdóttur í borgarráði:
Gjaldtökumælar í stað-
inn fyrir smámyntina
þæginda og myndi vafalaust auka
notkun á stæðunum, ef notuð
væru kort, svipuð og þau sem
ganga í símasjálfsala.
Þá leggur Sigrún til að borgin
kaupi jarðhýsin í Ártúnsholti sem
nú hafa verið auglýst til sölu. Það
eru 7 samtengd hús, samtals
1400 fermetrar. Sigrún sagðist
hugsa þetta sem ákveðið framhaid
af gamalli tillögu sinni í borgar-
stjóm um að útvega almenningi
garðlönd, en nú væri gott fyrir
fólk að geta geymt uppskeruna
þaraa. Eins sagði Sigrún að vel
mætti hugsa sér þessi hús í sam-
bandi við almannavamir, þau
væru niðurgrafin og gæfu gott
toiic pyna snem ao greioa siæotn ... skjól.
með smámynt og segir það vera til Sigrun Magnusdóttir. ,s|jS
Sigrun luagnusuotur, borgarlull-
trúi Framsóknarflokksins, hefur
Íagt fram tvær tillögur í borgar-
ráði. Önnur er um að hönnuð
verði kort í gjaldtökumæla á bfla-
stæðum og í bflastæðahúsum
borgarínnar og sú síðari er að
borgin kaupi jarðhýsin í Ártúns-
holti.
Sigrún sagði í samtali við Tfm-
ann að við umræður um fjárhags-
áætlun borgarinnar hefðu komið
fram áhyggjur vegna þess hve
bflastæði og bflastæðahús í mið-
borginni væru illa nýtt og það
skyti skökku við þegar talað væri
um bflastæðaskort í miðborginni.
Hún sagði það vera óþægilegt að
Norræn sjávarútvegsraðstefna
Dagana 18. og 19. janúar verður
haldin norræn ráðstefna um stöðu
sjávarútvegs á Norðurlöndunum á
Flughótelinu í Keflavík. Ráðstefnan
er upphafið að þriggja ára norrænu
verkefni um tengsl fiskveiðistjórn-
unar, markaðsþróunar og verð-
mætaaukningar sjávarafla og þá sér-
staklega með tilliti til þeirra land-
svæða þar sem sjávarútvegur er
mikilvægasta atvinnugreinin.
Ráðstefnan er haldin af Sjávarút-
vegsstofnun Háskóla íslands og
Byggðastofnun í samvinnu við Nor-
rænu rannsóknastofnunina í
byggðamálum. Á ráðstefnunni verða
haldin ellefu erindi. Frá íslandi tala
Ragnar Árnason, Sigurður Guð-
mundsson, Þorkell Helgason og In-
gjaldur Hannibalsson.
Erindin verða flutt á Norðurlanda-
málum og ensku. Öllum er frjálst að
koma og hlýða á erindin.
-EÓ