Tíminn - 17.01.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. janúar 1991 Tíminn 9 FÓLK | . , . ... . . . . Kólumbíu — aðallega vegna þess hvað hún er falleg! Þar til fyrir fáum mánuðum var hún varla þekkt utan þeirra múra sem eiga að umkringja leynilögreglu Kólumbíu, en þar vann hún sem lágt launaður ritari. En óheppilegur hnútur á örlögunum varð tii þess að gerbreyta lífí Diönu Fonseca, 27 ára gamallar fegurðardísar. Núna er hún köliuð Mata Hari Kólumbíu. Þessi nafngift hefur vafasamt gildi en stafar að hluta til af því hvað Di- ana er falleg. Hún var einu sinni kjörin fegurðardrottning lögregl- unnar og það er ekki svo lítil upp- hefð í landi þar sem slík keppni er litin jafnalvarlegum augum og fót- boltakeppni. Nafngiftin er þó að meirihluta vegna þess að Diana var handtekin og kærð fyrir að vera njósnari fyrir hinn illræmda eitur- lyfjahring sem kenndur er við Med- ellín. Mynd af henni var birt í yfirstærð á forsíðum blaðanna f landinu og hleypti ímyndunarafli almennings af stað sem enn eitt dæmið um ótrúlega klæki eiturlyfjabarónanna til að koma sínu fólki að í innstu hringjum stjómvalda. Ákærumar gegn Diönu felldar niður - en það breytir engu Sú staðreynd að allar ákærur á hendur henni hafa verið felldar nið- ur hafa lítil áhrif haft í þá átt að draga úr ákefð almennings við að velta vöngum yfir hversu langt inn í efstu valdalögin í landinu eiturlyfja- hringimir hafa komið sínum mönnum. f ljós kom að mistök Diönu vom þau að hún hafði tekið upp sambúð við Guillermo Gomez, háttsettan starfsmann Medellín- eiturlyfja- hringsins, sem e.t.v. hefur fengið mikilvægar upplýsingar hjá henni til að gera auðveldari skipulagn- ingu hryðjuverka. Lögreglan hefur þá trú að Gomez hafi eingöngu sýnt henni áhuga vegna þess að hún starfaði hjá þeim. Gomez var handtekinn á sama tíma og Diana í október sl. og kærður fyrir að hafa í sinni vörslu mörg tonn af dýnamíti sem notað var til árása á ríkiseignir. Eitur- lyfjabarónamir gerðu sér vonir um að þeim mætti takast að hrella stjórnvöld svo að þau legðu á hill- una áætlanir um að framselja þá til Bandaríkjanna, en þar áttu þeiryfir höfði sér margra ára fangelsis- dóma. Fjölmiðlar í Kólumbíu skemmtu sér hið besta við að fara ofan í saumana á sögu Diönu. Þeir drógu fram kvikmyndir frá þeim sögulega atburði þegar hún var krýnd feg- urðardrottning lögreglunnar 1988, klædd skrúða sem hefði hæft Kle- ópötru. Reyndar má segja að það hvað Kól- umbíumenn eru uppteknir af Di- önu Fonseca segi eins mikið um af- stöðu þeirra til kvenna og um það hversu vel ágengt eiturlyfjabarón- unum hefur orðið við að koma sínu fólki að innan lögreglunnar og í öðmm stofnunum ríkisins, en hug- myndin um svikular tælandi konur á sér djúpar rætur í þjóðsögum Kólumbíu. Njósnarar eitur- lyfjabarónanna á hverju strái innan ríkisstofnana Enginn vafi leikur á að þær stofn- anir sem berjast gegn eiturlyfjum í Kólumbíu eiga í miklum vandræð- um vegna starfsmanna, sem em á mála hjá eiturlyfjahringunum. Þessar stofnanir, og herinn, hafa haldið uppi stöðugri leit að Pablo Escobar, hinum alræmda foringja Medellín-hringsins, og öðmm hátt- settum eiturlyfjafurstum, en sú leit hefur hingað til ekki borið árangur. Álitið var að vinna þessara aðila, ásamt þeirri stefnubreytingu stjórnvalda að lofa vægari refsing- um til handa þeim eiturlyfjabrösk- umm sem gæfu sig sjálfviljugir fram í stað framsals til Bandaríkj- anna, hefðu borið nokkum árangur í desember sl., þegar Fabio Ochoa, einn eiturlyfjabarónanna, gaf sig fram við lögregluna. Hins vegar halda bandarískir og evrópskir eiturlyfjalögreglumenn því fram að launaðir flugumenn eit- urlyfjasalanna, einkum og sér í lagi I_________________________________ Áríð 1988 var Diana Fonseca kosin fegurðardrottning lögregl- unnar í Kólumbíu. Nú er nafn hennar á hvers manns vörum í landinu þar sem hún hefur veríð sökuð um að leka upplýsingum til eituríyfjabarónanna. innan hersins, hafi átt stóran þátt í því að stórlaxar eins og Escobar hafa til þessa komist hjá handtöku. Sú var tíðin að starfsemi Escobars var svo umfangsmikil að farið var að líta á hana sem aðra yfirstjórn í landinu. Og satt best að segja hefur reynst ógerlegt að koma böndun- um á hina ábatasömu kókaínsölu þrátt fyrir gífurlega aðstoð Banda- ríkjamanna við kólumbísk stjóm- völd í þeirri baráttu. Kostimir eru: „Silfur eða blý, peningar eða bani“ „Okkur hefur orðið nokkuð ágengt J þessu stríði," segir lögregluforingi einn sem áður vann með Diönu Fonseca. En hann bætti því við að það væri „alvarlegt vandamál" hversu margir flugumenn eitur- lyfjasalanna væru búnir að koma sér fyrir í öryggisþjónustunni og á öllum stigum opinberrar stjórn- sýslu. Hann sagði það auðvelt verk fyrir þá sem hefðu yfir jafnmiklu fé að ráða og eiturlyfjabarónarnir að kaupa sér þjónustu fjölda fólks. „Það er sérstaklega auðvelt ef fólki em gefnir þeir kostir sem eitur- lyfjabarónarnir gefa því, annað- hvort silfur eða blý, peningar eða bani,“ segir hann. Flest þau Evrópulönd sem rétt hafa Kólumbíu hjálparhönd í bar- áttunni við eitursalana, harðneita að eiga samstarf við kólumbíska herinn vegna þeirrar spillingar sem ríkir innan hans. Evrópulöndin kjósa heldur að vinna með lögregl- unni, sem að vísu er tortryggð en nýtur þó meira trausts vegna þess að komið hefur fyrir að lögreglu- mönnum, sem sannast hefur að hafa verið glæpamönnunum innan handar, hefur verið refsað. Óbeitin á kommúnist- um sameinar herínn og eitur- lyfjabarónana Ein aðalástæða þess að herinn hef- ur svo vont orð á sér er sú að nokkr- ir æðstu yfirmenn hans aðhyllast sömu harðskeyttu andkommún- ismastefnu og eiturlyfjasalamir. Þeir hafa komið sér saman um sam- eiginlegan óvin, marxistaskæruliða sem hafa staðið í stríði við ríkisvald- ið í yfir 30 ár eða lengur en nokkur önnur skæruliðahreyfing í Róm- önsku Ameríku. Reyndar hafa eiturlyfjabarónarnir komið á fót mörg þúsund manna liði, sem herinn hefúr þjálfað og búið vopnum. Þessu liði er ætlað að mynda „sjálfsvamar“hópa til að berjast gegn skæmliðunum í dreif- býlinu. Eiturlyfjasalarnir hafa líka keypt ísraelska og breska málaliða til að þjálfa þessa vopnuðu „sjálf- svamar“hópa í meðferð sprengi- efna og flókinna hemaðaraðgerða. Því er haldið fram að ítök eitur- lyfjasalanna í hemum séu svo mikil að sveitum hersins sem berjast gegn eiturlyfjasölunum úr lofti séu oft ekki gefin fyrirmæli um hvert ferðinni sé heitið fyrr en þær eru komnar á loft. Erlendir sérfræðing- ar í eiturlyfjabaráttu halda því fram að eina skýringin á því hvað Esco- bar hefur oft tekist að sleppa naum- lega sé að hann fái upplýsingar úr innsta hring þeirra sem eiga að berjast gegn honum. Háttsettur yfirmaður í hernum í Medellín, heimabæ Escobars og höfúðmiðstöð í heimsviðskiptun- um með kókaín, hefur staðfest þetta. Þegar þessi liðsforingi tók við yfirstjóm nærliggjandi herstöðvar íét hann skipta um allar símalínur þangað í vamaðarskyni. Hann bannaði líka mönnum sínum að hafa nokkur samskipti við íbúana á staðnum. „Áður en hálfur mánuður var lið- inn voru allar símalínurnar hlerað- ar á ný og eiturlyfjabraskaramir vissu aftur um hverja hreyfingu hjá okkur. Við vitum ekki hvemig þeir fara að þessu, en þeir gera það,“ segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.