Tíminn - 17.01.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Halnarhusinu v Tryggvogolu,
S 28822
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstaklinga
POSTFAX
91-68-76-91
AKTU EKKI UT
í ÓVISSUNA.
AKTUÁ
SUBARU
Ingvar
Helgason hff.
Sævartiöfða 2
Slml 91-674000
líniinn
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR1991
mtm
BIRGIR ISLEIFUR
SEÐLABANKASTJÓRI
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra skipaði í gær Birgi ísleif
Gunnarsson alþingismann seðiabankastjóra til næstu sex
ára frá 1. febrúar næstkomandi að telja. Birgir ísleifur tek-
urvið stöðunni af Geir Hallgrímssyni, sem lést 1. september
á síðasta ári. Sólveig Pétursdóttir, lögfræðingur, verður
þingmaður í stað Birgis ísleifs.
Þessi skipan er hin fyrsta tii af- Birgir ísleifur hlaut bindandi
markaðs tíma á grundvelli lag-
anna um Seðlabanka íslands frá
árinu 1986, en þar er skipunar-
tíma seðlabankastjóra sett ákveð-
in mörk, sem ekki voru áður.
Birgir ísleifur Gunnarsson er
fæddur í Reykjavík árið 1936.
Hann lauk embættisprófi í lög-
fræði árið 1961, var kjörinn borg-
arfulltrúi í Reykjavík 1962 og var
borgarstjóri í Reykjavík 1972-
1978. Hann var fyrst kjörinn á
þing árið 1979 og hefur verið al-
þingismaður Reykvíkinga síðan.
Hann var menntamálaráðherra
frá miðju ári 1987 til hausts
1988.
Sólveig Pétursdóttir lögfræð-
ingur mun taka sæti á þingi á
næstu dögum þegar Birgir ísleif-
ur segir af sér þingmennsku.
kosningu í fjórða sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri
sem fram fór síðastliðið haust.
Búist er við að frambjóðendur
sem lentu fyrir aftan hann í próf-
kjörinu verði færðir upp, sem
þýðir að góðar líkur eru á að Geir
H. Haarde verði áfram þingmað-
ur, en verulegar líkur eru á að
hann hefði ekki náð kjöri ef úrslit
prófkjörsins hefðu verið látin
gilda. Kjörnefnd er nú að störfum
og stefnir að því að skila tillögu
að framboðslista til fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á
næstu dögum. Frá honum verður
endanlega gengið á fundi full-
trúaráðsins 29. janúar næstkom-
andi.
Auk tillögugerðar um skipun í
stöðu bankastjóra samþykkti
Birgir isleifur Gunnarsson, ný-
skipaður seðlabankastjóri.
bankaráðið að beina því til við-
skiptaráðherra að hann skipi
nefnd til þess að endurskoða
ákvæði laga um stjórnskipan
Seðlabankans. Viðskiptaráðherra
hefur fallist á þessi tilmæli og
ákveðið að skipa nefnd til þess að
fjalla um endurskoðun laga um
Seðlabanka íslands og til þess að
gera tillögur um breytingar í
samræmi við niðurstöður slíkrar
endurskoðunar.
í fréttatilkynningu frá viðskipta-
ráðuneytinu segir að breyttar að-
stæður á íslenskum fjármagns-
markaði frá því núgildandi lög
voru samin og aukið fjölþjóða-
samstarf á sviði gengis- og vaxta-
mála muni í vaxandi mæli setja
mark sitt á efnahagslíf íslendinga
í framtíðinni. Breyttar aðstæður
kalli á breytt vinnubrögð og bætt
stjórntæki Seðlabankans í geng-
is-, vaxta- og peningamálum.
Ástæða sé því til þess að taka
skipan og hlutverk bankastjórnar
og bankaráðs til endurskoðunar.
Markmið endurskoðunar á lög-
um Seðlabanka íslands er að
stjórnskipulag bankans tryggi
sem best faglega stjórnun bank-
ans og þátttöku hans í hagstjórn.
Viðskiptaráðherra mun leita eftir
tilnefningum fulltrúa frá þing-
flokkum í endurskoðunarnefnd-
ina.
-EÓ
ólafur Egilsson, sendihem
í Moskvu, og Stefán L. Stef-
ánsson sendiráðsritari áttu í
gær fund með Boris N. Yelts-
in, forseta Rússlands, segir í
fréttatilkynningu frá utanrík-
isráðuneytinu.
Fundurinn stóð í klukkutíma
og á honum var farið yfir
stoðu mála í Eystrasaitslönd-
unum og sendihem greindi
frá fyrirhugaðri heimsókn
Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra til þeim.
Forsetanum voru afhentar
ályktanir Alþingis og hann
upplýstur um samskipti ríkis-
stjómar íslands og Eystra-
saltsríkjanna.
ólafur Egilsson sendiherra
var í gær viðstaddur minning-
arathöfn sem haidin var í
Moskvu um þá sem fallið hafa
í Litháen undanfama daga.
—SE
Þróunarfélag Reykjavíkur:
Bifreiðaumferð
í Austurstræti
Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag
var lögð fram tillaga frá Þróunar-
félagi Reykjavíkur um að Austur-
stræti verði opnað fyrir bifreiða-
umferð strax í febrúar, í sex
mánuði til reynslu. Að sögn Pét-
urs Sveinbjarnarsonar hjá Þró-
unarfélaginu, tók borgarráð til-
lögunni vel og var henni vísað til
umsagnar borgarverkfræðings.
Þróunarfélagið leggur mikla
áherslu á að opnað verði fyrir um-
ferð strax í febrúar. Aðspurður
sagði Pétur að mikið hefði dofnað
yfir þessu merka stræti og ekki
síður nú eftir að íslandsbanki
hefði lokað sem og fleiri aðilar í
götunni. „Það eru fjögur ár síðan
farið var að tala um það opinber-
lega að gera tilraun með að
Bílvelta
Bíll sem var á leið suður frá
Borgarnesi valt í gærmorgun.
Ökumaðurinn var einn í bílnum
og að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi slasaðist hann lítið sem
ekkert. Hins vegar skemmdist
bíllinn mikið.
—SE
hleypa aftur bifreiðaumferð inn í
götuna og mönnum þykir því vera
kominn tími til að láta þessa til-
raun fara frarn," sagði Pétur. Pét-
ur sagði einnig að miklar fram-
kvæmdir væru fyrirhugaðar við
Vonarstræti sem torveldi mjög
umferð um miðborgina. Auk þess
hafi yfirgnæfandi meirihluti
hagsmunaaðila í miðbænum ein-
dregið óskað eftir opnun Austur-
strætis til reynslu í ákveðinn
tíma. Pétur sagði að það væri leik-
ur einn að opna Austurstrætið án
mikils tilkostnaðar, hugsanlega
þyrfti að gera einhverjar breyting-
ar á umferðinni en það væri eng-
inn biti sem þyrfti að standa í
monnum.
—SE
308 féllu fyrir eigin hendi á síðasta
áratug, 229 karlar og 79 konur:
Fleiri deyja í
sjálfsvígum en
umferðarslysum
Á síðasta áratug frömdu 308 ein-
staklingar sjálfsvíg hér á landi,
229 karlar og 79 konur. Þetta
kemur fram í svari dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn frá Inga
Birni Albertssyni alþingismanni
um sjálfsvíg á íslandi á síðasta
áratug. Fleiri féllu fyrir eigin
hendi á síðasta áratug en létust í
umferðarslysum, en 240 dóu í
umferðarslysum á síðasta áratug.
Algengast er að ungt fólk fremji
Saltfisksútflutningur:
31% VERÐMÆTAAUKNING
Verðmætaaukning hvers saltfisk-
tonns sem fiutt var héðan út f
fyrra jókst um tæpan þriðjung, eða
31%. Alls flutti SÍF, Sölusamband
íslenskra fiskframleiðenda, út
saltfisk fyrir 12 milljarða króna,
eða 49 þúsund tonn sem er 13%
meira magn en í árið á undan.
Fyrir utan stærstu viðsldptalönd
SíF, Portúgal og Spán, en þangað
voru flutt samtals 29 þúsund
tonn, varð mikil söluaukning til
Frakklands og Þýskalands, en til
síðamefnda landsins eru flutt
söltuð usfaflök.
Saltfiskbirgðir í upphafi síðasta
árs voru mjög Htlar eða 2400 tonn
og vom aðeins 1400 tonn um síð-
ustu áramót. Heildarframleiðsla
dróst saman um 11% á síðasta ári
og vegna þess m.a. tókst ekki að
anna eftirspum á öllum mörkuð-
um á síðasta árí
sjálfsvíg. Á þessu tíu ára tímabili
létust 60 einstaklingar á aldrinum
15-24 ára fyrir eigin hendi og fjög-
ur börn 14 ára og yngri. Til saman-
burðar má nefna að 37 einstak-
lingar á aldrinum 40-49 ára
frömdu sjálfsvíg. Svo er að sjá sem
að líkur á sjálfsvígum aukist þegar
fólk er komið á sextugsaldurinn,
en 59 féllu fyrir eigin hendi á aldr-
inum 50-59 ára. Algengara er að
gamalt fólk látist á þennan hátt en
fólk á miðjum aldri. 40 einstak-
lingar á aldrinum 65-74 féllu fyrir
eigin hendi, en 37 á aldrinum 40-
49 ára.
Áberandi fleiri frömdu sjálfsvíg á
veturna én á sumrin. Þannig féllu
19 fyrir eigin hendi í júní, en 33 í
febrúar. Flestir frömdu sjálfsvíg í
nóvember, janúar og febrúar, en
fæstir í maí og júní.
í svari dómsmálaráðherra kemur
ekkert fram um ástæður sjálfsvíga,
en spurt var um þær í fyrirspurn-
inni.
-EÓ