Tíminn - 19.01.1991, Síða 7
Laugardagur 19. desember 1991
Tíminn 7
HEKLA við upphaf eldsumbrotanna 17. janúar 1991.
(Ljósm.: Ami Bjama)
Vegna fríverslunar með fjár-
magn og fjárfestingar- og at-
vinnurekstrarfrelsi á svæðinu
fjárfestu stórfyrirtæki í Evrópu í
íslenskum sjávarútvegi og fiski-
rækt með því að kaupa smátt og
smátt meirihluta í illa stöddum
útgerðar-, fiskiræktar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum á Islandi.
Loks næðu þau fullum eignaryf-
irráðum yfir þeim. Þannig kæm-
ust þau bakdyramegin inn í ís-
lenska fiskveiðilögsögu með er-
lenda togara sína og nýttu hana í
þágu fiskmarkaðanna í Grims-
by/Hull í Bretlandi og Bremerha-
ven/Cuxhaven í Þýskalandi.
Spænskir verksmiðjutogarar
gerðust aðilar að fjölþjóðaútgerð-
arfirmunum og kæmust þannig
einnig bakdyramegin inn í fisk-
veiðilögsöguna. Kvörtunum okk-
ar til dómstólsins yrði svarað
með því, að reglumar um EES
leyfðu slíkar fjárfestingar og frelsi
til atvinnurekstrar. Ábyrgðarlaus
veiðisókn skaðaði fiskimiðin hér
eins og gerst hefúr á EB-svæð-
inu.
Útlendingar
allsráðandi
Fiskfrystingin og fiskvinnsla yf-
irleitt legðist smátt og smátt að
mestu niður, flyttist frá íslandi yf-
ir á meginland Evrópu og til
Bretlandseyja. Gerðist þetta með
tvennum hætti. Annars vegar
með því, að æ stærri hluti sjávar-
afurða yrðu fluttar frá íslandi
óunnar á erlendu uppboðsmark-
aðina, en hins vegar vegna þess
að íslensk fiskvinnslufyrirtæki,
að hluta eða öllu í eigu útlend-
inga, flyttu til útlanda á 18-ríkja
svæðinu. Við þessar aðstæður
þætti arðbærara að senda fiskinn
ferskan á ís beint á erlenda mark-
aði. Þar fengist hærra verð fyrir
hann en á íslandi til vinnslu og
sköpuð yrðu atvinnutækifæri á
láglaunasvæðunum. Vegna frelsis
í þjónustuviðskiptum rækju er-
lend firmu eigin vömflutninga-
flota, sem væri í stöðugum flutn-
ingum með afurðimar á milli ís-
lands og erlenda markaðarins.
Raforkuvirkjanir, stóriðjuupp-
bygging og verktakastarfsemi
kæmist fljótlega í hendur fjöl-
þjóðafirma Evrópu, sem nytu
fyllsta athafnafrelsis hér á landi.
Vegna atvinnu- og búsetufrelsis,
sameiginlegum vinnumarkaði
alls svæðisins, flyttu erlendu fir-
mun í sjávarútvegi og raforku-
framleiðslu inn starfsfólk frá lág-
launasvæðum Evrópu þar sem
atvinnuleysi er mest, t.d. frá ír-
landi, Spáni, Grikklandi og
Portúgal. Hagkvæmnisrök leiddu
til vaxandi verkaskiptingar og
einhæfni atvinnulífs. Hlutverk fs-
lands yrði fyrst og ffemst hrá-
efnaframleiðsla, sjávarafurðir og
raforka, í ffamleiðslusérgrein-
ingu Evrópumarkaðarins. Smá-
iðnaður legðist að mestu af hér á
landi vegna samkeppni frá Evr-
ópusvæðinu. Stóriðja yrði aðal-
lega í höndum evrópskra fjöl-
þjóðafirma, sem einnig sæju um
raforkuvirkjanir og rekstur raf-
stöðva. Mörg smærri iðnfyrirtæki
í eigu íslendinga yrðu gjaldþrota
í samkeppni við flæði iðnvara frá
meginlandi Evrópu. Nokkur
stærri íslensk firmu gætu fyrst í
stað staðist samkeppnina með
hagræðingu og samkeppnis-
hæfni, einkum í samstarfi við er-
lend firmu, sem smátt og smátt
gætu með hlutabréfakaupum náð
eignarhaldi á þeim. Atvinnuleysi
færi vaxandi vegna samkeppni frá
ódýru erlendu vinnuafli og gjald-
þroti margra íslenskra firma.
Vegna fríverslunar í þjónustu-
greinum létu erlend firmu æ
meira til sín taka í ferðaþjónustu,
bankastarfsemi, tryggingum,
verktakastarfsemi, jafnvel út-
varps- og sjónvarpsrekstri. Gróin
íslensk firmu í þessum greinum
lentu í erfiðleikum. Sum þeirra
yrðu keypt upp fyrir lítið af er-
lendum samkeppnisaðilum.
Vaxandi framleiðslusérgreining
leiddi af sér aukna einhæfni at-
vinnulífsins. Atgervisflótti úr
landi færi vaxandi, af því að sér-
menntað fólk fengi betur launuð
störf við hæfi erlendis en hér á
landi. Láglaunastétt daglauna-
manna myndi vaxa hlutfallslega,
og hún myndi þurfa að keppa um
atvinnu í eigin landi við innflutt
verkafólk frá láglaunasvæðum
Evrópu.
Dreifbýlið ætti í vök að verjast
vegna fiársveltis og þess, að at-
vinnustarfsemin þjappaðist af
hagkvæmnisástæðum í þéttbýlis-
kjarna landsins. Sveitimar yrðu
ekki svipur hjá sjón. Smábýlin og
miðlungsstóm býlin hyrfu að
mestu, en stórbýli með eignar-
hlutdeild erlendra aðila sæju um
þá landbúnaðarframleiðslu, sem
talið væri að mætti reka á íslandi
á hagkvæman hátt. Flestar land-
búnaðarvömr yrðu þó fluttar inn
til landsins, einkum unnar land-
búnaðarvömr, fyrst og fremst frá
EB-ríkjunum í S-Evrópu. Hinn
sjálfstæði sjálfseignarbóndi til-
heyrði fortíðinni en landbúnað-
arverkamenn störfuðu á sér-
greindum stórbýlunum. Minni
peningar verða til að framkvæma
byggðastefnu og styðja sjálfseign-
arbúskap, sem verður að laga sig
æ meir að samkeppnisstöðlum
evrópska efnahagssvæðisins og
GATT.
Fullveldisafsal
Full fríverslun með fisk fæst
ekki nema á móti komi fiskveiði-
réttindi, auk þess sem erlendu
útgerðarfélögin, sem keyptu upp
íslensku útgerðarfélögin, kæm-
ust bakdyramegin inn í land-
helgina. Græðgisleg ofveiði, sem
hefur verið eitt af einkennum
fiskveiðistefnu EB, myndi smátt
og smátt setja fiskistofnana við
ísland í hættu og með tíð og tíma
eyðileggja þessa helstu auðlind
þjóðarinnar.
Aðaltungumál í samskiptum
stjórnenda hinna erlendu stór-
fyrirtækja, sem störfuðu á ís-
landi eða hefðu útibú hér, yrði
enska eða þýska. íslenskan ætti í
vök að verjast m.a. vegna hins
innflutta erlenda vinnuafls. Erfið
og kostnaðarsöm félagsleg
vandamál hrannast upp vegna
samskipta íslendinga og hins er-
lenda vinnuafls og sem afleiðing
erlendrar yfirstjórnar á miklum
hluta atvinnurekstrarins. Allt
hefúr þetta neikvæð áhrif á ís-
lenskt menningar-, efnahags- og
félagslíf. Lífskjör almennings
lækka, atvinnuleysi vex, hag-
kvæmni í rekstri og ábati er-
lendu stórfyrirtækjanna ráða
þróun mála. Þjóðin blandast æ
meir innflytjendum frá láglauna-
svæðum Evrópu. ísland verður
vesæll útkjálki Evrópusvæðisins.
Viðskiptin við Bandaríkin, Jap-
an og t.d. Sovétríkin dragast
saman vegna sameiginlega toll-
múrsins og sameiginlegu við-
skiptastefnu EES. Veruleg hætta
verður á, að þjóðin glati smátt og
smátt einkennum sínum, menn-
ingarerfð, efnahagslegu sjálf-
stæði og fullveldi, sem þegar
hefði verið höggvið stórt skarð í
við inngönguna í EES vegna full-
veldisafsalsins, sem yrði grund-
völlur bandalagsins.
Er þetta sú framtíð, sem við vilj-
um skapa börnum okkar, barna-
börnum og öðrum afkomendum
á íslandi framtíðarinnar?
Er þetta kerfi og afleiðingar út-
færslu þess, það sem við viljum
sækjast eftir að skipta fyrir það
hagstæða milliríkjaviðskipta-
kerfi, sem við búum nú við?
Ég segi nei takk og mér dettur
ekki í hug, að nokkur hugsandi
íslendingur, sem fær tækifæri til
að kynna sér málið frá öllum
hliðum, taki öðruvísi afstöðu.
Með tilliti til þeirrar framtíðar,
sem ríkjandi hugmyndir um
EES myndu skapa Islandi, er
greinilegt að það eru bestu hags-
munir Islands í sambandi við
samningaviðræðurnar, sem nú
standa yfir, að ísland hætti sem
allra fyrst þátttöku í þeim og snúi
sér að öðrum og betri valkost-
um.“
Sérsamningar við EB
Hér lýkur lýsingu dr. Hannesar
Jónssonar á því „evrópska efna-
hagssvæði", sem ætla má að
verði til ef áfram er haldið í
samningum EB og EFTA eins og
til hefur verið stofnað og viðræð-
ur hafa þróast. Samningaviðræð-
ur þessar hafa í engu nálgast það
mark, sem megináhersla hefur
verið lögð á af Islendinga hálfu,
að sérstaða íslands í fiskveiði-
málum verði viðurkennd í víðri
merkingu þess orðs, þ.á m. að
sjálfsögðu fríverslun með fisk
firam yfir það sem þegar er fyrir
hendi. Önnur atriði íslenskrar
fyrirvarastefnu gagnvart eðli og
skipulagi hugsaðs evrópsks efna-
hagssvæðis eiga heldur ekki upp
á pallborðið í þessum viðræðum,
en þar skiptir höfúðmáli að ís-
lendingar ætla ekki að skerða
fullveldi sitt með því að gangast
undir yfirþjóðlegt vald í þeim
mikla mæli sem evrópska efna-
hagssvæðið mun fela í sér á flest-
um sviðum.
Full ástæða er til að taka alvar-
lega þá skoðun margra, að evr-
ópska efnahagssvæðið sé alls
ekki til frambúðar sem ríkjasam-
tök, heldur muni það fljótlega
hverfa, ef það kemst yfirleitt
nokkurn tímann á laggimar, því
að gagngerar breytingar hafa
orðið á viðhorfum áhrifamestu
EFTA-þjóðanna, fyrst og fremst
Svía, sem nú stefna að því að
ganga í sjálft Evrópubandalagið,
feta þannig í slóð Austurríkis-
manna. Margt bendir til að í Nor-
egi vaxi fylgi við inngöngu í EB
og ekki fyrir það að synja að svip-
að gerist í Finnlandi. Þegar svo
er komið er ekki einasta verið að
leysa Fríverslunarsamtökin upp,
heldur er verið að dæma evr-
ópska efnahagssvæðið til dauða
nema það öðlist skammvinnt líf
sem biðsalur að Evrópubanda-
laginu. í þann biðsal ætla íslend-
ingar ekki að ganga.
Ekkert af þessu hentar íslend-
ingum. Ríkisstjórnin gæti þess
vegna dregið sig út úr samninga-
þófinu milli EB og EFTA. Ef
tryggja á hagsmuni Islands sam-
kvæmt þeirri grundvallarstefnu
sem ríkisstjórnin hefur í Evrópu-
málum, sýnist einboðið að í al-
vöru verði farið að huga að sér-
samningum við Evrópubanda-
lagið um íslenska aðlögun að
þróun þeirra mála.