Tíminn - 22.01.1991, Page 5

Tíminn - 22.01.1991, Page 5
Þriðjudagur 22. janúar 1991 Tíminn 5 Flúormengun vegna Heklugoss getur verið baneitruð hrossum og fé: Aska úr Heklu eitraðri en úr öðrum eldfjöllum Nýfallin Hekluaska getur verið eitruð fyrir sauðfé og hross, sem éta snjó eða drekka úr pollum sem aska hefur fallið á. Mæling á snjó af öskufallssvæði sýndi mjög mikla flúormengun, eða langt yfir hundraðfalt það magn sem reynst getur dýrum hættulegt. Menn, sem t.d. gefa hrossum sínum hey úti en vatna þeim ekki, skyldu ekki hvað síst hafa allan vara á, þar sem öskufall hefur orðið, eða kann að verða ef Hekla sækir í sig veðrið á nýjan leik. Pollar sem aska fellur á eru dýrum ekki síður hættulegir en snjórinn. Er því mikilvægt að vatna öllum skepnum sem ganga úti en hafa ekki að- gang að rennandi vatni. Flúor hefur verið mældur í snjó sem aska féll á í nágrenni Sigölduvirkjun- ar og reyndist flúormagnið í kring- um 500 ppm, en það er sagt svara til 1.500 til 2.000 ppm í þurrefni. Enda er Hekla þekkt fyrir það hve aska úr henni hefur hátt flúorinnihald. En slíkt er mjög mismuandi milli eld- fjalla. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis getur svo hátt flúormagn valdið mjög miklum eiturárhrifum í dýrum. Til nokkurrar skýringar nefndi hann að flúor í hitaveituvatni í Reykjavík sé t.d. 1 ppm, sem talið er algerlega hættulaust. Laugar séu hins vegar til hér á landi með 10-20 sinnum hærra flúormagni. Vatn úr þeim geti verið hættulegt að gefa dýrum til langframa. Spurður um áhrifin af miklum flúor segir Sigurður geta orðið um bráða eitrun að ræða fyrst eftir að aska fell- ur yfir, einkum fínasta askan sem venjulega berst lengst. Hún lýsi sér m.a. með ertingu í öndunarfærum og meltingarvegi. Þar sem flúorinn keppi við kalkið valdi hann doða í sauðfé og merar geti orðið klumsa. Hvað snertir hættu á eitrun í búfén- aði varð þetta nýjasta Heklugos á hvað heppilegustum árstíma, þar sem flestu búfé er gefið inni um þetta leyti árs. Og að sögn Sigurðar er flú- ormagnið fljótt að minnka ef það rignir. Þótt Hekla hafí hægt á sér í bili, bendir Sigurður mönnum hins vegar á að vera á varðbergi láti hún á sér kræla á ný. Menn þurfi þá að fýlgjast grannt með því hvort um öskufall er að ræða og ef svo er að vera þá var- kárir með að sleppa út fé eða hross- um ef aska er á jörð og vatna þeim fénaði inni sem er hafður á húsi ef ekki er aðgangur að ám, lækjum eða vötnum. Eti skepnur snjó, sem aska hefur fallið á, geti þau fengið í sig heilmikinn flúor á stuttum tíma. Og sama hætta sé fyrir hendi þar sem rigningarvatn hefur safnast í polla á auðri jörð. Sömuleiðis sé vatn, sem safnað er af þökum eftir öskufall, hættulegt og hafi valdið eitrunum. -HEI SUF fordæmir harðlega framferði Rauða hersins í Eystrasaltsríkjunum: Frelsisbarátta Eystra- saltslandanna verður ekki brotin á bak aftur Framkvæmdastjóm Sambands ungra framsóknarmanna hefur harðlega mótmælt framferði Rauða hersins í Eystrasaltsríkjunum. Siv Fríðleifsdóttir, formaður SUF, seg- ist telja útiiokað að fólk í Eystra- saltslöndunum muni sætta sig við að vera áfram stjómað frá Moskvu og þess vegna sé óskorað sjálfstæði þeirra eina varanlega lausnin á vanda landanna þriggja. í ályktun framkvæmdastjórnar SUF segir orðrétt: „Framkvæmdastjórn SUF fordæmir harðlega ofbeldi Rauða hersins gagnvart sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkjanna og lýsir yfir áhyggjum yfir framvindu mála í löndunum þremur. Að ráðast á óvopnaða borgara sjálfstæðra ríkja er ekki lýðræðisþróuninni, sem örl- að hefur á í Sovétríkjunum, til fram- dráttar. Sjálfstæðisbarátta Eystra- saltsríkjanna verður ekki brotin á bak aftur, en hún verður hugsanlega tafin með slíkum gerræðisaðgerð- um. Framkvæmdastjórn SUF skorar því á sovésk yfirvöld að draga her sinn frá Eystrasaltsríkjunum." SUF hefur alla tíð látið sig utanrík- ismál miklu varða. Fulltrúar Nor- rænna æskulýðssamtaka, sem SUF er aðili að, sendu fulltrúa til Eystra- saltsríkjanna fyrir stuttu síðan. ís- lenski fulltrúinn var reyndar stadd- ur í lállinn í Eistlandi þegar Rauði herinn lét til skarar skríða í Vilnius. Einn megintilgangur með förinni var að ná tengslum við æskulýðs- samtök í löndunum, sem gætu orðið gestir á næsta þingi Norðurlanda- ráðs æskunnar, sem verður haldið í Danmörku í mars á þessu ári. „Hætt er við að það komi bakslag í tilraunir Norrænu æskulýðssamtak- anna að mynda tengsl við samtök í Eystrasaltsíöndunum. Ef ráðamenn í Moskvu ná völdum í þessum ríkj- um að nýju er hætt við að það geti orðið erfitt að halda í tengsl sem hafa myndast á síðustu árum og jafnframt getur orðið erfitt að mynda ný,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF. „Við hörmum öll þessa síðustu at- Siv Friðlerfsdóttir. burði í Eystrasaltsríkjunum. Vestur- lönd er menningarlega mjög tengd ríkjunum þremur. Norðurlöndin hafa sýnt málstað Eystrasaltsríkj- anna mestan skilning af öllum þjóð- um á Vesturlöndum og þess vegna hafa ríkin leitað mikið til Norður- landanna og beðið þau að koma mál- stað sínum á framfæri á alþjóðavett- vangi. Þetta hafa íslendingar gert og við verðum að halda því áfram, hvað sem gerist í löndunum á næstu vik- um og mánuðum. Fólk í þessum löndum óskar greinilega eftir að fá tækifæri til að auka tengsl við lönd- in í V- Evrópu og þá sérstaklega Norðurlöndin. Okkur ber skylda til að uppfylla þessar óskir eins og við frekast getum. Ég held að það sé ljóst að fólk í þessum iöndum gefur ekki sjálf- stæðishugsjón sína upp á bátinn. Það kann að vera að það verði ein- hver bið á að hugsjónin verði að veruleika, en fólk mun ekki sætta sig við áframhaldandi stjórn frá Moskvu," sagði Siv. • -EÓ Verkamannafélagiö Dagsbrún Framboðsfundur Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg (áður Austurbæjarbíó) miðvikudaginn 23. janúar 1991 kl. 17.00. DAGSKRÁ: Komandi stjórnarkosningar í Dagsbrún. Dagsbrúnarmenn eru beðnir um að koma beint úr vinnu. Atvinnurekendur eru beðnir um að hindra ekki að menn komist á fundinn. Félagar fjölmennið Stjóm Dagsbrúnar. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Eggert Benónýsson útvarpsvirkjameistari Ljósalandi 16 andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 20. janúar. Svala Eggertsdóttir Erla Eggertsdóttir Brynja Dögg Ingólfsdóttir Magnea Huld IngóHsdóttir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir Baldur Einarsson Ingólfur Antonsson MIÐVIKUDAGURINN 23. JANUAR 1991 Kemur út á morqun tl' *'„v„ , •. ■- s - , , , ■- c , mrnmrnmmmmœœm

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.