Tíminn - 22.01.1991, Side 7
Þriðjudagur 22. janúar 1991
Tíminn 7
íwV' Íl S AÐ UTAN
Skipulögð glæpastarfsemi hefur lengi verið við lýði í Sovétríkjunum:
Þeir auðgast mest sem
hafa aðgang að eigum
ríkisins — og geta selt
Veltan á svarta markaðnum í Sovétríkjunum er 112 milljarðar
rúblna, eða fjórðungur alls markaðarins. 170 milljarðar eru í
umferð í óopinberu efnahagslífi, glæpastarfsemi af öllu tagi.
Þetta er þriðjungur ríkisbúskaparins. Ólöglegi markaðurinn á
sök á skelfilegum matvælaskorti í Sovétríkjunum — og heldur
lífinu í helmingnum af fólkinu. Svo segir í grein í Der Spiegel
nýlega. Og áfram er haldið:
Sumarbústaður framkvæmdastjór-
ans var líkastur vörulager, langtum
betur birgt upp en ríkisbúðin „Ga-
stronom nr. 15“, sem Alexander
Stoljarski veitti forstöðu.
Sykur og konfekt, sem íbúar borg-
arhverfisins „1. maí“ í höfuðborg
Hvíta-Rússlands, Minsk, höfðu ekki
séð í búðarhillum lengi, var staflað í
mörg hundruð kílóa tali í sumarhúsi
Stoljarskis. Auk þess voru þar sjald-
gæfar vörutegundir, s.s. reyktar pyls-
ur (tveir kassar), kaffi (fjórir kassar),
hafragrjón (18 pokar) — og 25.000
sígarettupakkar sem kosta 10.000
rúblur
Undirbúningur undir
innleiðslu fijáls mark-
aðskerfis
Ótrúir starfsmenn ríkisverslana,
sem beina ýmsum vamingi sem
hörgull er á á svarta markaðinn, hafa
á bak við tjöldin lengi stuðlað dyggi-
lega að sovéska matvæladreifingar-
harmleiknum.
En þeir sem fóru dult með hamstr-
ið á liðnum dögum skammast sín
ekki einu sinni lengur. Nú em í gangi
æsilegar umbótaumræður og þeir
líta nú á sig sem þá sem tryggja vel-
gengni í framtíðinni — og sem písl-
arvotta síðustu daga sovéska sósíal-
ismans. Forstjórinn áðumefndi í
Minsk segir þrjóskur við þá sem yfir-
heyra hann vegna uppgötvunarinnar
á einkavömlagemum að hann hafi
bara verið að undirbúa sig fyrir inn-
leiðslu frjáls markaðskerfis.
Upptaka frjáls markaðskerfis hlýtur
að hljóma í eyrum meðallaunþegans
sem hvatning til félagslegs sjálfs-
morðs. Markaður þýðir í eymm
flestra staðurinn þar sem Stoljarskar
allra landa geta féflett meðborgara
sína, með blessun ríkisins.
Dreifingarkerfið ónýtt
Matvæladreifingarkerfið í Sovét-
ríkjunum er í rúst. Því var í upphafi
ætlað að uppíylla fmmstæðustu
þarfir íbúanna, en megnar nú ekki
einu sinni lengur að flytja einfaldasta
varning milli staða öðm hverju.
Dreifingarleiðimar ffá framleiðanda
til verslunar hafa á þeim sjö áratug-
um sem Kommúnistaflokkurinn bar
aðalábyrgðina og þar með hið algera
ábyrgðarleysi, orðið svo gloppóttar
að m.a.s. hinir fjölmörgu ólöglegu
miðlarar geta ekki einu sinni komið
vömnni til hins almenna neytanda.
Yfir Moskvu, sem eitt sinn var sýn-
ingargluggi Sovétveldisins, vofir
hmn. Æ fleiri verslunum er lokað
vegna vöruskorts. Það em ekki leng-
ur biðraðimar sem em til vitnis um
skortinn heldur líkumar á því hvort
einhverjir þeirra sem bíða fái eitt-
hvað fyrir snúð sinn, og þær vonir
bresta reyndar oft líka.
Þó að flestar þessara sjaldgæfu vöm-
tegunda séu ennþá framleiddar,
sumar þeirra reyndar í talsvert meiri
mæli en í hittifyrra, hverfa þær á
leyndardómsfullan hátt — stundum
jafnvel í jámbrautavagnatali
Ríkisreksturinn
gegnsýrður af glæpa-
starfsemi
Öllu er stolið, allt frá ávöxtum og
grænmeti til landbúnaðarvéla og raf-
eindatækja, sem flutt er um landið í
flutningalestum, og standa þær oft
dögum, vikum og jafnvel mánuðum
saman á hliðarspomm jámbrauta-
stöðvanna. Slíkum afbrotum fjölgaði
um 78% á árinu 1989. Oft hafa jám-
brautarstarfsmenn og glæpamenn
samvinnu og segja ráðuneytismenn
að það sé tæpast mögulegt að ná tök-
um á „verstu flutningaglæpastarf-
semi í nútímasögunni“.
Hin því sem næst algera uppgjöf er
allsráðandi. „Mafían" skelfir Rússa
nú orðið miklu meira en jafnvel Suð-
ur-ítali. Þeim bregður nefnilega svo
alvarlega í brún eftir að hafa búið við
bæn flokksins um að „ganga af
glæpastarfsemi dauðri með lagasetn-
ingu“ að komast að raun um í hvílík-
um mæli ríkisreksturinn var gegn-
sýrður af glæpsamlegri neðanjarðar-
starfsemi.
í ofanálag segir höfuðsmaður í her-
lögreglunni, og talar í hálfum hljóð-
um þó að undir bemm himni sé, er
það alverst að „enginn veit hversu
djúpt í ríkis- og öryggiskerfinu mafí-
an hefúr tök. Það er þó öruggt að
samgönguleiðimareru ótal margar".
Áður var þessi óyfirsjáanlega sam-
flétting yfirborðs- og undirheima
einkennandi fyrir Miðasíu-lýðveldi
Sovétríkjanna. Núorðið hafa aftur
glatast svæði þar sem lögum og rétti
hafði verið komið á.
Starfsmenn sérsveitar hersins sem
hafa það verkefni að upplýsa þjófnaði
á sósíalískum eignum, þ.e. ríkiseign-
um, og brask veigra sér við að gefa
upplýsingar. Glæpagengi stórborg-
anna hafa oft fengið upplýsingar um
lögregluaðgerðir löngu áður en þær
eiga að hefjast — svo framarlega
sem bensín er til á lögreglubfiana, en
glæpamennimir reka svartamark-
aðsbrask með lögreglubflabensín í
tonnatali.
Sambland einkaeignasöfnunar og
pólitísks metnaðar hefúr grasserað í
Sovétríkjunum áratugum saman og
riðið þétt net spillingar um öll Sovét-
ríkin. Glæpasérfræðingar álíta að
þriðja hver rúbla í braskágóðanum
sé aftur lögð til að kaupa samvinnu
illa launaðra embættismanna.
Auk þess er spáð sífellt meiri gróða
af mútum vegna landnytja. Þegar eru
nytjar af 95% jarðeigna, sem ætlaðar
vom til að sinna gmnnþörfum Sov-
étborgara, horfnar úr löglegri vöm-
dreifingu.
í samræmi við þetta fjölgar synda-
höfrunum. Alltaf er kennt um „ein-
hveijum öflum í þjóðfélaginu, sem
ekki leyfa að framleiðsluvaran kom-
ist til almennings“, segir aðstoðar-
formaður landbúnaðamefndar sov-
éska þingsins sem á að verjast
,„skemmdarverkum“.
Frá grænmetisverslun í
Moskvu. Á meðan almenning-
ur bíður milli vonar og ótta um
hvort hann fái eitthvað matar-
kyns i búðunum blómstrar
svartamarkaðsbrask og þjófn-
aður, á matvörum sem öðru.
Hvemig gátu Sovét-
ríkin orðið glæpum
að bráð á svo
skömmum tíma?
Vladimir Krjútskof, yfirmaður
KGB, lítur svo á að þjóðfélagið hafi
þegar sökkt sér ofan í „ruddaskap, of-
beldi og grimmd" eftir að alræði
Kommúnistaflokksins lauk. Að vísu
séu hinir velskipulögðu glæpahópar
enn ekki „ríki í ríkinu", en nú þegar
þurfi að beita öllum kröftum til að
koma í veg fyrir að svo fari.
Hins vegar vill KGB-maðurinn ekki
leita neinna skýringa á því hvemig
vera megi að úr hinu tandurhreina
ríki, þar sem KGB hafði öll tögl og
hagldir áratugum saman, gat orðið
glæpaútungunarvél á svo skömmum
tíma.
Hins vegar er yfirmönnum lögreglu
og KGB það vel ljóst Þar til fyrir
nokkrum árum vom þeir tilneyddir
að falsa hagtölur, draga úr glæpatöl-
um og skálda háar uppljóstrunartöl-
ur til að gefa falska mynd af öiyggi og
lögum og reglu, þar sem í rauninni
var lítið til að státa af.
Nú orðið em þó hálfsennilegar töl-
ur birtar, og þær sýna að glæpastarf-
semi er eini greinilegi vaxtarbrodd-
urinn í niðumíddum Sovétríkjum. Á
fyrstu níu mánuðum ársins sem leið
vom skráðar allt að því tvær milljón-
ir refsiverðra aðgerða, aukning um
12,3% frá árinu áður. Glæpunum
morð, alvarlegar líkamsmeiðingar
og nauðganir fjölgaði um meira en
fjórðung.
Þjófnaðir og braskaðgerðir nema nú
hundmðum þúsunda, þar sem her-
lögregla og KGB hafa komist í kynni
við tæplega 1000 nýja, og að hluta til
vítt dreifða glæpaflokka. Og stríðið
við glæpamennina er orðið blóðugt.
í 2470 skipti álitu lögreglumenn að
þeir yrðu að grípa til skotvopna. 775
lögreglumenn létu lífið í starfi og
næstum 7000 aðrir særðust.
Stóríaxamir sleppa úr
neti KGB og lögregl-
unnar
Þeir sem að baki standa hinni gífur-
legu matvælakreppu, sem halda
heilli þjóð á hungurmörkum og sjá
til þess að hún skrimtir aðeins á vara-
birgðum, lenda hins vegar sjaldan
sjálfir í netinu. Þegar eftirlitsmenn
KGB leituðu dögum saman í flutn-
ingabflum sem óku frá Moskvu út í
dreifbýlið í september og október sl.
fundu þeir að vísu mörg hundmð
tonn af matvömm og öðmm vam-
ingi sem skortur er á, en ekki var
annað að sjá en að allir bflstjóramir
væm aldeilis gmnlausir.
Aðeins einn þeirra hæddist hrein-
skilnislega að feng KGB- mannanna.
Þetta væri þó „alls ekki neitt“. Fyrir
aðeins hálfii ári hefðu bflstjóramir
flutt margfalt meira frá Moskvu á
hverjum degi, en núna væri „ekkert
meira frá Moskvu að hafá'. Núver-
andi yfirmenn borgarinnar hafa sagt
skilið við Kommúnistaflokkinn og
fýrirskipað markaðsbúskap. Það,
ásamt viðskiptabanni, er farið að hafa
sín áhrif.
Skiptar skoðanir em um hveijum
þetta ástand gagnar, pólitískt séð.
Nýju róttæku lýðræðissinnamir í
Moskvu og Leníngrad em sannfærð-
ir um það að eins og áður séu boig-
imar þeirra fómarlömb áhrifamikilla
kommúnistaharðlínumanna í versl-
un og iðnaði, og þeir hafi samstarf
við mafi'una til að svelta íbúana.
Þveröfugt er álit rétttrúnaðarlenín-
ista andstöðunnar, sem skellir allri
skuld á perestrojku. Skv. útreikning-
um hagfræðings er á sovéska svarta-
markaðnum einum velt um 112
milljörðum rúblna á ári hverju —
fjórðungi af opinbem markaðsmagni
í einkaneyslu.
Ásamt öðmm ólöglegu peninga-
magni — sem kemur allt frá fíkni-
lyfjaviðskiptum og vændi til gjald-
eyrisbrasks og allt til þess að kúga út
fé fyrir „vernd" — fara um „skugga-
efnahagslífið" 170 milljarðar á ári að
mati hagfræðingsins. Það er þriðj-
ungur núverandi ríkisbúskapar Sov-
étríkjanna.
Hverjiir eru vinir
mafíunnar?
Hinir voldugu, sem ráða yfir
óhemju fjármagni, krefjast þess síð-
an að verða hvítþvegnir og viðskipti
þeirra lögleidd. Ándstæðingar þeirra
halda því fram að handhafar þessa
valds láti að stjóm erlendis frá og
standi að baki öllum áróðri fyrir
einkaeign og afhámi ríkiseigna.
Óhróðurssveitimar í báðum her-
búðunum nefna til vini og óvini í
sömu andránni. Dæmi: Leynifasista-
samtökin „Sameinaða verkamanna-
fylkingirí', sem veifaði Stalín-mynd-
um á Rauða torginu á byltingardag-
inn 7. nóvember, sakaði á áróðurs-
spjöldum jöfrium höndum
rússneska markaðsaðdáandann Bor-
is leltsín og efnahagsráðgjafa hans
hreint og beint um að vera vinir ma-
fíunnar.
Róttækir áhangendur Jeltsíns, sem
safnast hafa um fyrrverandi ríkissak-
sóknarann Telman Gdljan, söfnuðust
saman undir mynd af átrúnaðargoði
sínu til andmælafundar, æptu „Nið-
ur með Gorbatsjov", þar sem hann,
skv. texta á spjaldi, sé „strengjabrúða
mafíunnar".
Enginn getur í augnablikinu dregið
nákvæmlega línuna milli ringulreið-
arefhahagslífs og ólöglegrar sjálfsaf-
greiðslu, milli lélegrar stjómunar og
nákvæmrar atvinnumennsku mafí-
unnar.
Tómar búðir — og
sneisafullir ísskápar
Þeir sem betur eru staddir geta á
leyndardómsfullan hátt, sem oft þol-
ir ekki dagsljósið, orðið sér úti um
hvaða vöru sem er á sama tíma og
meirihluti almennings stendur ár-
angurslaust í biðröð eftir að ná í al-
gengar vömtegundir. Tómar versl-
anir, en sneisafullir ísskápar, jafnvel
líka hjá miðstéttarfólki — það er ekki
haft hátt um þessar andstæður nýju
rússnesku borgarastéttarinnar til að
fara ekki í taugamar á þeim aðilum í
vestrænum löndum sem vilja veita
aðstoð til að bægja frá hungri.
Fyrmm yfirsaksóknari ríkisins, Al-
exander Sucharef, lýsti yfir í fyrra-
sumar að um alit land lægi í reiði-
leysi nýframleiddur tæknibúnaður
að verðgildi 18,5 milljarðar rúblna,
og bætti við að þama væri ekki öll
sagan sögð. Meirihluti þessa tækni-
búnaðar, og af honum væri þriðjung-
ur keyptur frá vestrænum löndum
fyrir fáséðan gjaldeyri, væri „þegar
skemmdur". Afgangurinn yrði „seld-
ur til annarra nota og afskrifaður".
„Sá sem verður ríkur
hefur stolið“
er trú sjötta hvers Sov-
étborgara
Þeir sem gagnrýna „gráa efnahags-
lífið“ þegja þó alltaf yfir að svarta-
markaðsbraskaramir, sem vissulega
hafa þar af gífurlegan ágóða, fylla upp
í þann skort á neysluvömm sem
óhagganleg ríkisverslun ætti að gera,
þ.e. ef ekki væri svona Iítið vömfram-
boð og ef allir starfsmenn væm heið-
arlegir.
Nú hafa verið tilkynnt ströng viður-
lög við braski eins og því „að kaupa
vömr á ríkisákveðnu verði... og selja
aftur með ágóða í huga“.
Þó að þetta þýði, að áliti glæpasér-
fræðings í Moskvu, að hálf þjóðin
sitji á sakborningabekk, hefur hinn
helmingurinn fagnað þessum að-
gerðum. 27% þjóðarinnar kaupir
„hjá bröskumm" fatnað og skó og
15,7% til viðbótar einnig matvæli.
En sjötti hver Sovétborgari er sann-
færður um að allir, sem hann verður
var við að eigi meiri velgengni að
fagna en hann sjálfúr, hafi ekki auðg-
ast á neinu öðm en glæpum. Og
annar hver borgari þykist vita að
flestir þessara nýríku ráði yfir mögu-
leikum á að dæla út af ríkisverslunar-
kerfinu.
Þegar andinn blæs svona í garð
einkaframtaks í viðskiptum í and-
rúmslofti hungurótta hafa markaðs-
umbótamennimir ekki gefið til
kynna hvar taka eigi upp markaðsbú-
skap. Skiljanlega verða á meðan
raddimar til vamar einkaverslun sí-
fellt lágværari.