Tíminn - 22.01.1991, Síða 13

Tíminn - 22.01.1991, Síða 13
Þriðjudagur 21. janúar 1991 Tíminn 13 Á sölulista Toyota Hilux D1X Extra Cab 4x4 EFI bein innsp. árg. 86, ek. 70 þús. v. 1180,- Snjótroðari Kassbohrer 200 D ekin rúml. 8000 stundir. Frá- bært verð. Snjótönn bein á Cat. 7 ýtu. Einnig grjóttönn. Merc. Benz 81 kojuhús, stór kassi, lyfta. Fjórhjól Yamaha 200 cc 87, verð 200 þús. Lítiö ekið. Vélsleði Pólaris SS 85 ek. 2000 45 hö. Cat. 4 ýta 69., nýuppg. en skemmdur mótor. Sanngjarnt verð. Mustang 120 74 Priestman beltagrafa. Vibrovaltari sjálfkeyrandi Dynapac 4 T. Toyota Hilux Extra Cab 89 ekin 4000 km 2x4 EFI nýr bíll á 960 þús. Snjótönn f. vörubíla eða traktor 340x140 verð 5-600 þús. Snjótönn f. vörubíla eða traktor 420x125 verð 6-700 þus. Ýta Cat. 4 72 mjög góð, ca. 1 milljón. Beislisvagn 5.20 lengd skjólb. 1 m. Hliðarsturtur, loftbremsur, v. ca. 400 þús. Zetor dráttarvél 7045 84 tvívirk Allo 330 ámoksturstæki v. 6- 700 þús. IMT° — 567 86 4x4 nýuppgerð, einnig mótor. Verð ca. 400 þús. Cat. DHo 4’ 88 ýta 12 tonn Ripper 200 tímar, v. rúmar4 millj. Polaris 4 hjól Circle 250 nýr mótor og dekk, verð 170 þús., árg. 87. Polaris Indy 400 vélsleði árg. 88, lítið ekinn og aðeins erlendis. Polaris Indy 650 RXL árg. 91, — nærri nýr sleði. Bein innspýting. Nissan pallbíll m. niðurf. skjólb. Burðarg. 1.5 tonn, ný nagla- dekk, v. 650 þús. International Tractor 276 m. ámoksturstækjum og húsi. Verð 180 þús. 3 rafstöðvar frá 15 kv til 50 kv. Bedford diesel vörubíll 79 með krana. Oft er hægt að skipta, t.d. dráttarvélar eða gröfur upp í bíla. Okkur vantar Traktorgröfu eldri gerð 70-80 Veghefla Snjótönn á stóra dráttarvél Suzuki fjórhjól 86-7 ódýrt Dráttarvél m. ámoksturstækjum Snjóblásara Kerru aftan í vörubíl Minni snjótennur Tækjamiðlun íslands Bíldshöfða 8,112 Rvk. Sími 91-674727 (9-17) BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn t kríngum landið Bt1itleij>:i nteð útibú allt í kringurn landið, gcra þér múgulttgt að leigja ttíl á einum stað og skila honum á öðruin, Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks ---- m. v ___.. ' - ' jgMkglM Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjöröur: 94-3574 Blonduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjoröur: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓOÝRIR HELGARPAKKAR BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Robin Rafstöðvar OG dælur FRÁ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 Klassapíumar eru ekki reiðubúnar að láta Debbie Reynolds eftir athyglina í þáttunum. Debbie Reynolds ógn- ar Klassapíunum Debbie Reynolds er ákveðin í að taka hlutverkið sem henni bauðst, hvað sem hver segir. Þættirnir um Klassapíurnar hafa átt miklum vinsældum að fagna. Leikkonumar sem leika vinkonurnar fjórar hafa rakað saman verðlaunum og þátturinn nýtur vinsælda alls staðar þar sem hann hefur verið sýndur. En nú er komið babb í bátinn. Gamla stjarnan Debbie Reynolds hefur verið ráðin til að koma fram í nokkrum þáttum og hin- um upphaflegu klassapíum finnst illa að sér vegið. Til að byrja með er aðeins ætl- unin að Debbie komi fram í þremur þáttum en slúðurkerfið í Hollywood segir að framleiðend- ur þáttanna hafi hugsað sér að smygla henni smám saman sem fastri persónu inn í þættina. Debbie á að koma í heimsókn sem vinkona Rose frá Los Ange- les. Hún á að vera dugleg og framgjörn og til að byrja kemur hún öllu í bál og brand milli vin- kvennanna. Síðar kemur í Ijós að hún hefur átt við sína erfiðleika að etja eins og aðrir og klassapí- urnar taka hana í sátt og undir sinn verndarvæng. Að sögn er áætlun framleiðendanna að hún setjist síðan að í allra næsta ná- grenni og verði fastur liður í þátt- unum. Leikkonunum fjórum, þeim Betty White, Beu Arthur, Rue McLanahan og Estelle Getty, er illa við að Debbie komi siglandi inn í þætti sem þær hafa unnið hörðum höndum við að afla vin- sælda og eru hræddar um að hún komi til með að stela af þeim sen- unni. Debbie er sár yfir þessari afstöðu þeirra og segist aðeins hafa þegið starf sem sér hafi boðist og segist ekki skilja hvers vegna nokkrum manni detti í hug að reyna að koma í veg fyrir að hún þiggi það. En allir sem til þekkja eru sann- færðir um að upptökur á þáttun- um gangi ekki friðsamlega fyrir sig í framtíðinni ef framleiðend- urnir hafa sitt fram. Er Birgitte Nielsen gift eða ekki gift? Hvað sem segja má um aðra hæfileika Brigitte Nielsen hefur hún gott lag á að vekja á sér at- hygli. Hún er ekki nema 27 ára en hefur verið svo lengi í sviðsljós- inu að allur heimurinn veit að hún tældi Sylvester Stallone frá konu sinni og giftist honum einu sinni endur fyrir löngu. Seinna var grafið upp að hún hafði stungið af frá dönskum eig- inmanni og barni heima í Árós- um og þótti það ekki fallega gert. En Brigitte átti eftir að fara enn meira í taugarnar á siðprúðu fólki. Eftir skilnaðinn við Sylvest- er var þeim orðrómi komið á kreik að hún væri í tygjum við vinkonu sína Kelly Sanger, en það segir Brigitte argasta bull og bara verið sagt til að koma óorði á hana vegna þess að það var hún sem yfirgaf Stallone en ekki öf- ugt. Þegar hún var orðin laus og lið- ug í þetta sinn lagði hún snörur sínar fyrir fótboltahetjuna Gast- ineau og hann yfirgaf konu og heimili hennar vegna. Þau eign- uðust saman barn en það hafði sýnt sig áður að slíkir smámunir halda ekkert aftur af Brigitte. Hún hljóp frá Gastineau á vit nýrra ævintýra en hann sat eftir með sárt ennið og nagar sig nú í handarbökin fyrir að hafa sagt sig úr fótboltaliðinu New York Jets. Og enn hefur Brigitte komið sér á síður blaðanna. Það hafði kvis- ast að hún hefði látið pússa sig saman við poppmyndbandafram- leiðandann Sebastian Copeland, sem heitir réttu nafni Sebastian John Casadesus. Þegar Brigitte neitaði því staðfastlega að þetta væri rétt æstust blaðamenn upp og linntu ekki látunum fyrr en þeir grófu upp hjónabandsvott- orðið frá 29. sept. sl., gefið út í kirkju í Las Vegas. Það kom m.a.s. upp úr kafinu að Brigitte hafði haft svo mikið við að lita hárið á sér svart fyrir athöfnina! En kunnugir segja að það sé nú orðið svo margt gervið sem Brig- itte hafi tekið á sig að ómögulegt sé að henda reiður á því lengur hvað af henni sé ekta og hvað til- búið. Og þess vegna eru þeir ekki einu sinni vissir um hvort Brig- itte er gift Sebastian eða ekki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.